Morgunblaðið - 06.02.1997, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997 23
Tónlist bar-
okktímans
ENDURMENNTUNARSTOFNUN
Háskóla íslands gengst fyrir al-
mennu námskeiði um tónlist bar-
okktímans sem fram fer á miðviku-
dagskvöldum kl. 20-22 og hefst 12.
febrúar. Leiðbeinandi verður Ingólf-
ur Guðbrandsson tónlistarmaður og
forstjóri og er þetta fimmta árið
sem hann fjallar um sögu og form
tónlistar.
Aðsókn að námskeiðunum hefur
farið vaxandi ár frá ári. í fyrra
sóttu um 100 manns námskeið um
líf og list Johanns Sebastians
Bachs, sem fram fór i Hallgríms-
kirkju undir leiðsögn Ingólfs.
Námskeiðið í vetur er sjálfstætt
framhald hinna námskeiðanna og
ber nafnið Meistarar barokksins í
ítalskri og þýskri tónlist, þar sem
fjallað verður um ítölsku tónskáld-
in Corelli og Vivaldi og þýsku
meistarana Telemann, Hándel og
J.S. Bach, rætt um líf þeirra,
vinnubrögð, stefnur og áhrif og
list þeirra borin saman með völdum
tóndæmum. Námskeiðið stendur
sjö miðvikudagskvöld í febrúar,
mars og apríl.
í framhaldi af námskeiðinu verð-
ur efnt til pílagrímsferða á slóðir
tónskáldanna, Klassíska leiðin til
Þýskalands í júní og listaferð um
Ítalíu í ágúst undir leiðsögn Ingólfs
Guðbrandssonar.
-----» -------
Kaffihúsa-
bókmenntir
í SAMSTARFI austurríska mennta-
málaráðuneytisins, Félags þýsku-
kennara og þýskudeildar HI mun
dr. Gertrud Huemer fjalla um kaffi-
húsabókmenntir frá Vínarborg
(Wiener Kaffeehausliteratur) í
húsakynnum Máls og menningar
við Laugaveg klukkan 20 fimmtu-
daginn 6. febrúar.
Gertrud Huemer er doktor í þýsk-
um bókmenntum og sagnfræði, hún
hefur starfað sem blaðamaður og
unnið að sjónvarpsþáttum um aust-
um'ska menningar- og þjóðfélags-
sögu. Auk þess hefur hún kennt
við Goethe-Institut í París og kennt
austurrískar nútímabókmenntir við
Peking-háskóla.
Gertrud Huemer hefur einnig
skrifað bækur um austurríska þjóð-
fræði. Fyrirlesturinn fer fram á
þýsku.
♦ ♦ »
Norræn kvik-
mynda- og fjöl-
miðlanefnd
NORÐURLANDANEFND Norður-
landaráðs skipaði á fundi sínum í
Helsingfors nýverið vinnuhóp um
kvikmyndir og fjölmiðla.
Vinnuhópurinn á að freista þess
að koma af stað umræðu um það
hvernig megi örva og auka enn
frekar samnorræna framleiðslu á
kvikmyndum og sjónvarpsefni.
Ætlunin er að vinnuhópurinn leggi
fram tillögur sínar nægilega
snemma til að þing Norðurlanda-
ráðs í Helsingfors í nóvember nái
að ijalla um þær.
-----» » » ■ ■
Kveðskapur
í Gerðarsafni
RITLISTARHÓPUR Kópavogs efn-
ir til dagskrár i Gerðarsafni í dag,
fimmtudag, kl. 17-18.
Að þessu sinni verður vísan og
hinn bundni kveðskapur í öndvegi.
Þeir sem fara með vísur og lesa
úr verkum sínum eru Auðunn Bragi
Sveinsson, Böðvar Guðlaugsson,
Ragna S. Gunnarsdóttir og Valde-
mar Lárusson.
Gestum er heimilt að kasta fram
fyrripörtum.
Iris Murdoch
með Alzheimer
London. Reuter.
SKÁLDKONAN Iris
Murdoch, einn þekkt-
asti rithöfundur Bret-
lands, er með Alzhei-
mer-sjúkdóminn.
Eiginmaður Murdoch
sagði frá þessu í við-
tali við breska blaðið
The Daily Telegraph á
þriðjudag en undan-
farna mánuði hafa
ýmsar sögusagnir ver-
ið á kreiki um skáld-
konuna, m.a. þær að
hún ætti við skrifteppu
að stríða. Hún er 77
ára og hefur sent frá
sér 26 skáldsögur.
„Iris er með Alzheimer, á því
leikur enginn vafi,“ sagði John
Bayley í viðtalinu. „Það er eins og
að falla niður í stiga, þrep fyrir
þrep, þótt þetta virðist hafa gerst
fremur hægt.“
Fyrir hálfu ári hafði Murdoch
líkt erfiðleikum sínum við skriftir
við að vera á „erfiðum, myrkum
stað“ og að hún væri að reyna
að komast þaðan. „En kannski bíð
ég árangurslaust... ef til vill
væri best að ég fyndi mér aðra
vinnu."
Murdoch er annar tveggja rit-
höfunda sem hefur hlotið bæði
Booker- og Whitbread-bókmennta-
verðlaunin. Síðasta bók hennar,
„Jackson’s Dilemma" kom út árið
1995 en sú fyrsta árið 1953, og
kallaðist „Under the Net“. Hún sló
hins vegar í gegn árið 1961 með
bókinni „A Severed
Head“.
Murdoch lagði
stund á tungumál og
heimspeki í háskóla,
og hefur kennt heim-
speki við Oxford. Eru
bækur hennar hlaðnar
táknum, sögufléttan
flókin, enda byggir
hún á „erótískum dul-
arfullum atburðum og
myrkum átökum hins
góða og hins illa“ eins
og hún orðaði það ein-
vern tíma í viðtali.
Man ekki nöfn
bóka sinna
Læknir Murdoch segir að henni
hafi tekist að fela veikindi sín um
allnokkurt skeið, ekki síst vegna
gáfna sinna og félagslegra hæfi-
leika. Nú er hins vegar svo komið
að hún man lítið úr eigin lífi og
getur ekki nefnt neina af bókum
sínum. Eiginmaður hennar segir
að hann hafi farið að gruna hvað
var á seyði fyrir tveimur árum er
hún fór til London frá heimili sínu
í Oxford en sneri aftur skömmu
síðar þar sem hún var búin að
gleyma hvert hún var að fara.
Bayley segir Murdoch ekki niður-
dregna, það liggi vel á henni. Von-
ast hann til þess að með því að
opinbera hvernig ástatt er fyrir
Murdoch, muni fólk fást til að
ræða sjúkdóminn, sem hafi ekki
verið raunin hingað til.
Iris Murdoch
Námskeið
um leikrit
Tennessee
Williams
ENDURMENNTUNAR-
STOFNUN Háskólans mun
þann 10. febrúar nk. hefja í
annað skipti í samstarfi við
Þjóðleikhúsið kvöldnámskeið
fyrir almenning um leikverk.
I þetta skipti er verkið Köttur
á heitu blikkþaki. Fluttir
verða fyrirlestrar, farið á æf-
ingu og síðan á lokaæfingu í
Þjóðleikhúsinu, þar sem þátt-
takendum gefst kostur á að
ræða við leikstjóra, leikendur
og fyrirlesara. Námskeiðið
stendur í fimm kvöld á tíma-
bilinu 10. febrúar til 3. mars.
Köttur á heitu blikkþaki
verður frumsýnt þann 28.
febrúar nk.
Leikstjórinn meðal
fyrirlesara
Á námskeiðinu munu flytja
fyrirlestra þau Hávar Sigur-
jónsson leiklistarráðunautur
Þjóðleikhússins, Melkorka
Tekla Ólafsdóttir leikhús-
fræðingur og Hallmar Sig-
urðsson leikstjóri verksins.
Munu þau fjalla um banda-
rískar leikbókmenntir, höf-
undaferil Tennessee Williams
og stöðu hans í leikbók-
menntum en einkum þó leik-
ritið Köttur á heitu blikk-
þaki, hinn stórbrotna fjöl-
skylduharmleik.
sw
í Kringlunni,
á Akureyri,
á Stublahálsi og
á Scltjarnarncsi
VIKING
^ LÉTTÖL
I
Auglýsingastofa