Morgunblaðið - 06.02.1997, Síða 28

Morgunblaðið - 06.02.1997, Síða 28
28 FIMMTÚDAGUR 6. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINARA Fæðuval í skól- um í tilefni tann- verndardags í samræmi við TANNPINA hefur herjað á manninn frá örófi alda og fsá fyrstu tíð hefur hann brotið heilann um orsakir hennar og hvaða úr- ræðum helst mætti beita til að lina þær þjáningar sem henni eru samfara. Lengi vel töldu menn að ormar boruðu sér leið inn í tönnina og tækju sér bólfestu þar, væru sem sagt skaðvaldurinn. Kannski ekki langt frá sammleikanum! Nú eru orsakir tannskemmda taldar nokkuð kunnar þótt þær séu ekki fyrri kenninga. Áður en ég ræði mataræði í skól- um, og reyndar almennt, ætla ég að riija upp uppbyggingu tannanna og þá einkum tannkrónunnar en þar byrjar yfirleitt tannátan. Krónan er þannig upp byggð að innst er tann- kvikan eða það sem í daglegu tali er nefnt taugin. Tannkvikan er sam- sett af æðum, taugum og bandvef. Umhverfis tannkvikuna er tannbein- ið og liggja taugaendar hennar út í það. Yst er svo glerungurinn sem jafnframt er harðasti vefur líkamans en hann er taugalaus. Hvernig má það svo vera að harðasi vefurinn eyðileggst? Ekki af völdum orma heldur mörgum sam- verkandi þáttum. Einn skaðvaldurinn er ríkuleg kolvetnaneysla, einkum alls konar sæta- brauð, sykur og sælgæti, að ég tali ekki um gos- drykki. Viðloðum þessarar N fæðu við tennur, ef fæðu skyldi kalla, er með ólíkindum. Annan þátt þarf einnig til en það eru bakteríur. Þær eru reyndar alltaf í munni fólks. Saman mynda þessir þættir sýru sem leysir upp glerunginn og tann- skemmd myndast. Ekki ólíkt því sem áður er um getið. Hvað er til ráða? Þekking á orsök Hrafn G.Johnsen V SKEMMIR / TENNER sjúkdómsins þýðir ekki að hægt sé að uppræta hann. Það er einungis hægt ef þekkingin leið- ir til hagnýtra aðferða sem síðan eru notaðar af þeim sem á vörn þurfa að halda, aðferða sem sjúklingurinn sjálf- ur notfærir sér. Þá er ég loksins komin að fæðuvali í skólum. Undirstaðan í þeim efnum er heimilið sjálft, góður morgun- matur. Þegar í skólann er komið býðst nem- endum ýmiss konar lostæti. Sem betur fer sjá foreldrar vel um börnin sín. Þau eru með nesti með sér, einkum hin yngri. Um það bil þriðjungur eldri Um það bil þriðjungur eldri barna, segir Hrafn G. Johnsen, fer oft út í sjoppu, en það er mik- ið áhyggjuefni. barna fer oft út í sjoppu en það er mikið áhyggjuefni. Samt ættu þau ekki að þurfa þess því að oft er góður matur og orkurík- ur á boðstólum í skólan- um. Boðið er upp á lagnglokur með græn- meti, skinku, tómötum, osti, agúrkum o.fl. Sam- W lokur með svipuðu með- ^ læti er einnig hægt að fá. Þá er hægt að fá alls konar ávexti, t.d. epli, appelsínur og banana. Þegar grannt er skoðað held ég að mataræði barna í skólum sé í réttum farvegi. Aðaláhyggjuefni margra er sjoppurnar við skólana. Höfundur er tannlæknir. Samráðsfundur Sam- taka um kvennalista LAUGARDAGINN 18. janúar 1997 var haldinn fundur í sam- ráði Kvennalistans sem skipað er konum úr öll- um kjördæmum. Fund- urinn var vel sóttur og líflegur þar sem fram komu skiptar skoðanir á þeim málum sem voru til umræðu. Aðal- efni fundarins voru þreifingar um samstarf á vinstri væng stjórn- málanna. Tvennt var einkum til umræðu í þeim efnum, annars vegar stofnun Grósku, samtaka jafnaðar- manna og félagshyggjufólks Sigrún Erla Egilsdóttir og hins vegar viðræðunefnd um sam- starf stjórnarandstöðuflokkanna að frumkvæði formanns Alþýðubanda- lagsins, Margrétar Frímannsdóttur. Nokkrar Kvennalistakonur störf- uðu með undirbúningsnefnd fyrir stofnfund Grósku og eru nú með- limir í þeim samtökum. Þær hafa hins vegar lýst því yfir frá byijun að þær starfi þar sem einstaklingar en ekki sem fulltrúar Kvennalist- ans. Þær munu halda því starfi áfram á þeim forsendum sem ákveðnar voru í upphafi. Ákveðið var að Kvennalistinn héldi áfram þátttöku í viðræðu- nefnd stjórnarandstöðuflokkanna. Fulltrúar Kvennalistans í nefndinni hafa verið Steinunn V. Óskarsdóttir og Stefanía Óskarsdóttir. Sú hug- mynd hefur komið fram innan við- ræðunefndarinnar að halda sameig- inlegan fund samráðs Kvennalista og miðstjórrta Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og íjóðvaka í þeim tilgangi að fá fram málefnaum- ræðu. Á samráðsfundinum var þessi hugmynd rædd og var það álit fund- arkvenna að slíkur fundur ætti að vera opinn fleirum en þeim sem eiga aðild að formlegum stofnunum stjórnarandstöðuflokkanna. Ýmsar hugmyndir um umræðuefni og form slíks fundar voru ræddar. Þessar hugmyndir verða kynntar af fulltrú- um Kvennalistans á næsta fundi viðræðu- nefndarinnar. Þijár ályktanir voru samþykktar á fundin- um. í ályktun um kjaramál er þess kraf- ist að í þeim kjara- samningum sem nú standa yfir verði samið um sérstakar aðgerðir til að draga úr 'þeim óþolandi launamun kynjanna sem við- gengst hér á landi og er þjóðarskömm. Fjöl- mennar kvennastéttir búa við skammarlega lág laun sem eru ekki í neinu samhengi við ábyrgð og menntun, hvað þá framfærslu- kostnað. Þær staðreyndir blasa við að æ fleiri konur standa einar und- ir rekstri heimila, með eða án bama. Kvennalistinn skorar á stjórnvöld, segir Sigrún Erla Egilsdóttir, að breyta um stefnu í umhverfis- og atvinnumálum. Nýlegar kannanir hafa leitt í ljós að konur eru í meirihluta þeirra sem teljast fátækir og eiga einstæðar mæður sérstaklega um sárt að binda. Þeim efnahagsbata sem nú verður vart ber að beina til þeirra sem verst standa og jafnframt að nota tækifærið til að draga úr launamisrétti kynjanna sem stofn- anir Sameinuðu þjóðanna hafa bent á sem ljótan blett á íslensku samfé- lagi og telja jaðra við mannréttinda- brot. í ályktun um álver skoraði sam- ráðsfundurinn á ríkisstjórnina að fara að vilja fólksins og hætta við áform um álver á Grundartanga. Hörð andstaða íbúa í nágrenni iðn- IIMNROMMUN O SERTILBOÐ Álrammar: 18x24 cm 300 kr. 20x25 cm 400 kr. 24x30 cm 650 kr. 30x40 cm 750 kr. 40x50 cm 980 kr. 50x70 cm 1.980 kr. SERTILBOÐ Plaggöt: 40x60 cm 400 kr. 56x71 cm 500 kr. 60x90 cm 600 kr. L SERTILBOÐ Trérammar: 13x18 cm 300 kr. 18x24 cm 350 kr. Innrammaðir speglar á sértilboði 15% afsláttur af öllum vörum og innrömmun L RAMMA INNRÖMMUN MIÐSTOÐIN SIGTÚNI 10-SIM.511 1616 6.-13 febrúar aðarsvaeðisins á Grundartanga vitn- ar um aukinn skilning á nauðsyn umhverfisverndar og þá miklu möguleika, sem felast í hreinu um- hverfi og óspilltri náttúru. Miklir hagsmunir eru í húfi í næsta ná- grenni iðnaðarsvæðisins. Þar eru vatnsvemdarsvæði, veiðivötn og veiðiár, sem'er hætta búin vegna mengunar. Þar er vaxandi ferða- þjónusta og lífræn ræktun, sem á ekki samleið með mengandi stór- iðju. 180 þúsund tonna álver á Grundartanga myndi gjörbreyta möguleikum til annarrar atvinnu- starfsemi í Hvalfirði. Kvennalistinn skorar á ráðamenn að breyta um stefnu í umhverfis- og atvinnumál- um og - standa við skuldbindingar um aðgerðir gegn mengun and- rúmsloftsins. Áframhaldandi upp- bygging mengandi stóriðju er and- stæð hagsmunum okkar og um- heimsins alls. Auk þess fagnaði fundurinn því frumkvæði Ríkisútvarpsins að efna til umræðna um ofbeldi í samfélag- inu í eina viku. Á allra síðustu árum hafa sjónir beinst sérstaklega að ofbeldi innan veggja heimilanna ýmist gegn konum eða börnum sem áður var þagað í hel. Sameinuðu þjóðirnar hafa skilgreint ofbeldi gegn konum sem alvarlegt, alþjóð- legt vandamál sem líta beri á sem heilbrigðismál og félagslegan vanda sem allar þjóðir heims verði að taka á. Þá hefur athyglinni í sívaxandi mæli verið beint að ofbeldi gegn börnum sem meðal annars felst í vinnuþrælkun og kynferðislegri misnotkun sem Vesturlandakarlar eiga dijúgan þátt í að viðhalda um heim allan. Fyrir sjö árum var sam- þykkt tillaga Kvennalistans á Al- þingi um könnun á ofbeldi í mynd- miðlum og að leitað yrði leiða til að draga úr því. Lítið hefur orðið úr og er augljóslega þörf aðgerða í þeim efnum. Almenningar hefur þungar áhyggjur af vaxandi ofbeldi á götum úti, en þar á vanlíðan ungl- inga einkum í hlut, sem beita of- beldi að tilefnislausu. Kvennalistinn bar umræðuna um kynferðislegt ofbeldi inn á vettvang stjórnmál- anna og átti frumkvæði að úrbótum í meðferð þeirra sem fyrir slíku ofbeldi verða. Það er brýnt að efla umræður um þessar skuggahliðar mannlífsins og að finna leiðir til að uppræta ofbeldi, að ekki sé minnst á meðferð slíkra mála fyrir dómstól- um, en þar getum við margt lært af öðrum þjóðum. Ofbeldi er ná- tengt atvinnu- og efnahagslífí, líðan fólks og félagslegri stöðu þess. Besta leiðin til að útrýma ofbeldi er sú að tryggja börnum öryggi og umhyggju, tryggja fórnarlömbum og gerendum nauðsynlega aðstoð og síðast en ekki síst að skapa sam- félag jöfnuðar, réttlætis ogjafnrétt- is. Höfundur er framkvæmdastýra Samtaka um kvennalista.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.