Morgunblaðið - 06.02.1997, Blaðsíða 31
30 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
JttogputiMgifeií
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
SJÁLFSÖGÐ ÞÁTT-
TAKA í KOSTNAÐI
BANDARÍKIN hafa gert íslenzkum stjórnvöldum ljóst að
þau hyggist ekki taka á sig neinn nýjan kostnað vegna
fyrirhugaðrar stækkunar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar eða
væntanlegrar aukningar borgaralegrar flugumferðar um
Keflavíkurflugvöll. Þetta er mjög eðlileg og skiljanleg afstaða
í ljósi þess, að borgaralegt flug er nú orðið meirihluti flugum-
ferðar. íslendingar hafa ekki greitt nema fimmtung til þriðj-
ung kostnaðar við rekstur hans, eins og rakið hefur verið í
Morgunblaðinu að undanförnu.
Bandaríkin eru enn skuldbundin íslandi samkvæmt varnar-
samningi ríkjanna frá 1951 til að greiða kostnað við rekstur
og viðhald flugvallarins sjálfs, en íslendingar hafa séð um
flugumferðarstjórn. Undanfarin ár, einkum í tengslum við
endurskoðun á framkvæmd varnarsamningsins árin 1994 og
1996, hafa Bandaríkin mjög knúið á um, að ísland greiddi
stærri hluta af rekstrarkostnaði í ljósi þess, að herflug varnar-
liðsins hefur farið hraðminnkandi á sama tíma og borgaralega
flugið hefur aukizt. íslenzk stjórnvöld hafa hafnað öllum kröf-
um um kostnaðarþátttöku, en verið til viðræðu um sparnað
í rekstri vallarins.
Þegar varnarsamningurinn var gerður var markmið hans
aðeins eitt; að tryggja öryggi íslands á hættutímum. ísland
veitti Bandaríkjaher afnot af íslenzku landi, en fékk hervernd
í staðinn. Varnarliðið átti ekki að verða tekjulind, þótt sú
hafi því miður orðið raunin síðar.
Á þeim tíma kann að hafa verið eðlilegt að gera ráð fyrir
að Bandaríkin greiddu rekstur og viðhald flugvallarins, enda
voru aðstæður í íslenzku samfélagi þá allt aðrar en nú og
ísland hafði tæplega bolmagn til að standa undir rekstri nú-
tímalegs alþjóðaflugvallar. Hins vegar var tæplega gert ráð
fyrir að varnarsamningurinn fæli í sér niðurgreiðslu á rekstri
alþjóðaflugvallar við núverandi aðstæður. ísland er sjálfstætt
ríki, íslenzk fyrirtæki halda uppi öflugum samgöngum við
umheiminn og þjóðin hefur án efa efni á rekstri millilandaflug-
vallar, rétt eins og annarra samgöngu- og fjarskiptamann-
virkja.
Á næstu árum má gera ráð fyrir að borgaraleg flugumferð
um Keflavíkurflugvöll aukist enn frekar, en herflug varnarliðs-
ins standi í stað. Það hlýtur að vera í alla staði eðlilegt, að
ísland taki þátt í kostnaði við rekstur í samræmi við þessa
þróun. Á móti munu koma nýjar tekjur, meðal annars af lend-
ingargjöldum, vegna aukinnar umferðar. Vissulega er einnig
eðlilegt að Bandaríkin greiði hluta kostnaðar við rekstur vall-
arins í samræmi við notkun sína á honum.
Á undanförnum árum hafa verið stigin nokkur skref í þá
átt að lækka kostnað varnarliðsins af veru sinni hér, þótt það
hafi þýtt að tekjur íslendinga hafi um leið minnkað. Nefna
má fjölgun útboða, afnám einkaréttar verktakafyrirtækja á
framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli og samdrátt í umfangi
varnarliðsins. Allt hefur þetta stuðlað að því, að Bandaríkja-
menn sjái sér fært, til lengri tíma litið, að veita íslandi þá
vernd, sem landið þarf á að halda. Þátttaka í kostnaði við
rekstur Keflavíkurflugvallar er eðlilegt skref á þessari braut
og mun jafnframt stuðla að því að gera íslendinga loksins
fjárhagslega óháða veru varnarliðsins hér á landi.
ÁBYRGÐIR Á LÁNUM
BOÐAÐAR HAFA verið breytingar á stöðu ábyrgðarmanna
vegna fjárskuldbindinga, bæði af hálfu banka og spari-
sjóða, svo og af ráðherrum viðskipta og félagsmála. Þessu
ber að fagna, því löngu er tímabært að endurskoða með hvaða
hætti fjármálastofnanir tryggja útlán sín og þá að huga sér-
staklega að ábyrgðum einstaklinga, sem margir hveijir hafa
orðið fyrir þungum búsifjum. Miklu varðar fyrir allan almenn-
ing, hvernig skipan þessara mála verður í framtíðinni. Það
sést m.a. af því, að um 90 þúsund manns eru í ábyrgðum
fyrir aðra og 18 þúsund manns hafa sl. fimm ár þurft að
greiða lán, sem þeir hafa ábyrgzt.
Rætt hefur verið um, að lánastofnanir kanni betur greiðslu-
getu lántakandans þegar ákvörðun er tekin um lánveitingar
en leggi minni áherzlu á ábyrgðarmenn. Ráðherrarnir telja
koma til greir.a að banna með lögum að nota ábyrgðarmenn.
Slíkt verður þó að teljast hæpið vegna Iánamöguleika tekju-
og eignalítils fólks. Hins vegar er hægt að gera ýmsar ráðstaf-
anir til að tryggja hag ábyrgðarmanna betur en nú er. Koma
þarf í veg fyrir, að ábyrgðarmanni sé gert að greiða marg-
falda þá upphæð, sem hann ábyrgðist í upphafi. Þetta gerist
t.d. vegna mikils áfallins kostnaðar og stundum vegna ótrú-
lega hás innheimtukostnaðar. Falli lán í vanskil þurfa lána-
stofnanir að gera ábyrgðarmanni viðvart, gera honum grein
fyrir fyrirsjáanlegum kostnaði vegna vanskila, leita eftir við-
bótarábyrgð eða gefa honum tækifæri til að semja um greiðslu.
Stefnt að því að umburðarlyndi gagnvart barna- og unglingadrykkju hverfi
Meðferð og ráðgjöf fyrir
unglinga og foreldra
Leitarstarfi í grunnskólum Reykjavíkur-
borgar verður líklega hleypt af stokkunum
á næstu vikum. Starfíð miðar að því að
finna strax þá unglinga, sem neyta áfengis
eða annarra vímuefna og haft verður
samráð við foreldra um lausn vandans.
Ragnhildur Sverrisdóttir kynnti sér
hugmyndimar, sem meðal annars gera
ráð fyrir að Unglingamiðstöð verði í
Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg, með
greiningu, ráðgjöf og meðferðarúrræðum.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
REIKNAÐ er með að Unglingamiðstöð verði í Heilsuverndarstöðinni.
FJÖLMARGIR hafa komið
að undirbúningi verkefn-
isins og vonast er til að
samkomulag takist mjög
fljótlega um að hrinda því í fram-
kvæmd. Gangi það eftir gera tillög-
ur ráð fyrir að skólastjórar grunn-
skólanna í Reykjavík sendi foreldr-
um allra nemenda í unglingadeild-
um skólanna bréf með kynningu á
samstarfsverkefninu, markmiðum
þess og framkvæmd, enda verður
lögð áhersla á fullt samráð við for-
eldra um framkvæmd verkefnisins.
Kostnaður við verkefnið er áætlaður
tæpar 16 milljónir króna. Reykja-
víkurdeild Rauða krossins styrkir
verkefnið, en ríki og borg bera
kostnað að öðru leyti.
Markmiðið með starfmu er að
umburðarlyndi gagnvart barna- og
unglingadrykkju hverfi og grunn-
skólinn verði hér eftir vímuefnalaus.
Gert er ráð fyrir að innan skól-
anna verði leitarstarfið í höndum
nemendaverndarráða, sem í sitja
skólastjórar, skólahjúkrunarfræð-
ingar, skólasálfræðingar, umsjón-
armenn sérkennslu, full-
trúar kennara og náms-
ráðgjafar. Þá er gert ráð
fyrir að félagsmiðstöðv-
ar, lögregla, foreldrar
sem sameinast um svo-
kallað foreldrarölt,
heilsugæsla, kirkja og hugsanlega
fleiri taki þátt í leitarstarfinu og
láti vita um þá unglinga, sem talin
er ástæða til að hafa áhyggjur af
vegna áfengisneyslu eða neyslu
annarra vímuefna.
Skólastjórar verða ábyrgir fyrir
skráningu á nöfnum nemenda, sem
vitað er að hafi neytt áfengis eða
annarra vímuefna. Farið verður með
allar persónulegar upplýsingar og
skráningu þeirra samkvæmt reglum
um meðferð trúnaðargagna, en for-
eldrum allra nemenda, sem til um-
fjöllunar eru í nemendaverndarráði,
verður gert viðvart.
Tillögur um leitarstarf gera ráð
fyrir, að eftir að bent hafi verið á
nemanda komi tvennt til greina.
Annars vegar verði tekið sérstak-
lega á málum þeirra sem eru að
neyta áfengis í fyrsta eða fyrstu
skiptin og hins vegar verði leitað
lausna á vanda þeirra sem neyta
áfengis reglulega, til dæmis einu
sinni í mánuði eða oftar og þeirra
sem neyta annarra vímuefna.
Nemendavarnaráð mun fá það
hlutverk að taka nánari ákvörðun
um málsmeðferð. Ef um er að ræða
nemendur sem eru að byija að neyta
áfengis skal skólastjóri eða fulltrúi
hans ábyrgjast tilkynningu til for-
eldra, með símtali eða viðtali. For-
eldrum þeirra unglinga, sem eru
komnir í meiri neyslu áfengis og/eða
annarra vímuefna verður
gerð grein fyrir stöðu
málsins í viðtali og þeim
síðan vísað ásamt barni
sínu á þjónustu Ungl-
ingamiðstöðvarinnar.
Þar fylgja fulltrúi félags-
málastofnunar eða bamaverndar-
nefndar málinu eftir.
Greining, ráðgjöf
og meðferð
Gert er ráð fyrir að Unglinga-
miðstöðin verði til húsa í Heilsu-
verndarstöðinni við Barónsstíg. Þar
skiptist starfið í tvennt, greiningu
og ráðgjöf annars vegar og meðferð
hins vegar.
Eftir að unglingi og foreldrum
hans hefur verið vísað til Unglinga-
miðstöðvar verður mál þeirra tekið
fyrir af greiningar- og ráðgjafar-
teymi, sem skipað er sérfræðingum
frá Bamaverndarstofu, Stuðlum,
Barna- og unglingageðdeild og Fé-
lagsmálastofnun Reykjavíkur.
Teymið metur hvers konar hjálp og
þjónustu viðkomandi unglingur og
ijölskylda hans þarfnast í því skyni
að koma í veg fyrir neyslu og er
lögð áhersla á samstarf við foreldra
og unglinginn sjálfan. Valin eru
viðeigandi úrræði, sem gætu t.d.
falist í fjölskylduviðtölum hjá Sam-
vist, ráðgjöf hjá Félagsmálastofnun,
skipun tilsjónarmanns eða vistun á
Stuðlum og öðrum meðferðarstofn-
unum á vegum Barnaverndarstofu.
Áhersla lögð á
áhættuhópa
Auk þessa eru hugmyndir um að
meðferðarstarf verði í Unglinga-
miðstöðinni sjálfri og
miðist það bæði við for-
eldra og unglinga.
Þannig væri hægt að
veita fleiri unglingum
og fjölskyldum þeirra
stuðning og meðferð en
þeim sem beinlínis eru taldir þurfa
á vistun á meðferðarstofnunum að
halda.
Unglingameðferðin mun þannig
felast í hópstarfi, fyrirlestrum og
einstaklingsviðtölum. Að auki verð-
ur skipulagt tómstundastarf, t.d.
hestamennska og ferðalög, sem
hefur það markmið að virkja ungl-
ingana til vímulausrar tilveru. Sér-
stök áhersla verður lögð á áhættu-
hópa, t.d. stúlkur sem hafa verið í
slagtogi með sér eldri drengjum og
eru oft kynferðislega misnotaðar,
drengi sem eiga eldri bræður í
neyslu og unglinga sem koma úr
fjölskyldum alkóhólista. Meðferðar-
starfið verður á kvöldin og um helg-
ar, enda ekki gert ráð fyrir að venju-
leg skólasókn unglinganna riðlist
þótt þeir taki þátt í því.
Foreldrar verði hæfari
í uppeldishlutverkið
Foreldrum verður einnig boðið
upp á meðferð í Unglingamiðstöð-
inni, gangi tillögur eftir. Sú með-
ferð á að miða að því að gera þá
hæfari til að glíma við uppeldishlut-
verkið með tilliti til vímuefnaneyslu
og felst í samtölum, fræðslu og
hópvinnu.
Tillögur þessar byggjast á víð-
tæku samstarfi aðila á vegum fé-
lagsmálaráðuneytisins, heilbrigð-
isráðuneytisins og Reykjavíkur-
borgar, auk þess sem
Reykjavíkurdeild Rauða
krossins gegnir veiga-
miklu hlutverki. Eins og
sést af meðfylgjandi
hugmynd að skipuriti
koma nánast allir þeir,
sem starfa að unglingamálum, að
leitarstarfinu. Verði tillögumar
samþykktar mun leitarstarfið hefj-
ast skömmu síðar og þar með mjög
víðtækt forvarnarstarf innan
grunnskólanna. Vonast er til að
samkomulag náist þar um strax í
næstu viku.
Skólastjórar
skrái nöfn
þeirra sem
drekka
Unglingar og
foreldrar fái
stuðning og
meðferð
ÓLYMPÍUNEFND ÍSLAMDS
FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997 31
UPPGJÖRIÐ LIÐUR
í S AMEININ GUNNI
* ákff
AF
INNLENDUM
VETTVANGI
MIKIÐ hefur gengið á í
íþróttahreyfingunni und-
anfarin misseri, fyrst og
fremst vegna sameining-
armálsins. Hins vegar hefur farið
óvenju lítið fyrir forráðamönnum
hennar frá íþróttaþingi ÍSÍ á Akra-
nesi í lok október sem leið.
Ellert Schram formaður íþróttasam-
bands íslands sagði það eðlilegt.
„Mikil spenna ríkti í hreyfingunni
fyrir íþróttaþingið en þarvar einróma
samþykkt að sameina ÍSÍ og Ólymp-
íunefnd íslands og því fylgdi mikill
léttir í hreyfingunni, eftir spennu kom
spennufall. Sameiningarmálið komst
á beinu brautina og vopnin voru sleg-
in úr höndum þeirra sem voru á móti.“
Þetta sameiningarmál á sér nokk-
urra ára aðdraganda og hafa menn
skipst í tvær fylkingar á bak við Ell-
ert og Júlíus. Ellert hefur ávallt lagt
áherslu á nauðsyn þess að íþrótta-
hreyfingin sé undir einum hatti
íþróttasambandsins_ en Júlíus hefur
bent á mikilvægi Ólympíunefndar í
alþjóða samstarfi og að skilyrði sam-
einingar sé að fylgja ákvæðum ólymp-
íusáttmálans. Eftir samþykktina á
Akranesi virtust sverðin hafa verið
slíðruð og gengið var út frá því að
samsvarandi tillaga um sameiningu
yrði samþykkt á aðalfundi Óí. Júlíus
sagði þá við Morgunblaðið að tíma-
bært hafi verið að stefna að samein-
ingu „og nú verður ekki aftur snúið;
ég tel að sameining verði á starfi ÍSI
og Óí þegar íþróttahreyfingin hefur
fengið öll gögn og málið verið vel
kynnt. Vonandi tekst það næsta haust
og ég á von á því.“
Með þetta í huga komu úrslit kosn-
inganna í fyrrakvöld mörgum á óvart
og sumir telja að þau skaði ekki að-
eins hreyfinguna heldur geti jafnvel
komið í veg fyrir sameiningu í haust.
Nokkrir viðmælendur líta á úrslitin
sem lið í að tryggja Ellert forsæti í
nýjum samtökum. Aðrir segja að þau
auðveldi sameininguna og menn
andsnúnir Ellert árétta að verði ekki
af henni í haust stjórni hann ferðinni
í ÍSÍ og Óí á næstu árum en mögu-
leiki sé að fella hann í forsetakosn-
ingu á fyrsta fundi nýrra samtaka.
Orð á móti orði
Þegar niðurstaðan lá fyrir sagði
Júlíus að sumir í fráfarandi stjórn
Óí væru drengskaparmenn en aðrir
ekki og slæmt væri að nánustu sam-
starfsmenn væru ódrengskaparmenn.
„Foiystumenn ÍSÍ, Ari Bergmann rit-
ari Ólympíunefndar og fleiri, tóku sig
saman um að fella mig,“ sagði Júlíus
við Morgunblaðið aðspurður um skýr-
ingu sína á úrslitum kosninganna.
„Illt er til þess að vita að ódrengilega
sé að mér vegið frá manni eins og
Ara en við höfum unnið -----------
saman að stórverkefni,
Smáþjóðaleikunum á ís-
landi í júní, og haft sam-
skipti daglega auk þess
sem hann hafði lofað
stuðningi og sagt að hlutirnir væru
í lagi.“
Júlíus sagði ennfremur að unnið
hefði verið að því að koma sér frá í
nokkurn tíma. „Ari sagði mér að í
desember hefði hann verið beðinn um
að fara fram á móti mér en hann
hefði hafnað því. „Þeir töluðu aftur
við mig í dag“, sagði hann við mig
þegar við gengum inn á aðalfundinn
Júlíus Hafstein, sem hefur verið formaður
Ólympíunefndar íslands síðan 1994, féll í
kosningu um sæti í nefndinni á aðalfundi
hennar í fyrrakvöld. Júlíus sakar samstarfs-
menn um ódrengskap og segir að markvisst
hafi verið unnið á móti sér í kjörinu í skjóli
ÍSÍ. Viðkomandi vísa ásökununum á bug.
Steinþór Guðbjartsson var á aðalfundinum
og kannaði stöðuna á toppnum í íþróttahreyf-
ingunni í kjölfar liðinna átaka.
Morgunblaðið/Ásdís
ELLERT B. Schram tók við af Júlíusi Hafstein og varð það niður-
staðan eftir rúmlega klukkutima lokaðan fund undir stjórn Egg-
erts Magnússonar sem stendur hér á milli þeirra. Myndin var tek-
in við upphaf átakafundarins á Hótel Loftleiðum í fyrrakvöld.
Sameiningar-
málið á beinu
brautinni
en áréttaði að hann ætlaði ekki í
formannsslag. Raunverulega laug
hann að mér fram á síðustu stundu,
til síðustu sekúndu, því eftir þetta
kaus hann mig ekki. Svona er dreng-
urinn og svo stakk Ellert upp á hon-
um á fundinum þar sem hann fékk
þrjú eða fjögur atkvæði. Framkoma
Ara er eitt það ógeðfelldasta sem ég
hef kynnst í íþróttahreyfingunni og
þó víðar sé farið. Hann var gestur
heima hjá mér á laugardaginn, klapp-
aði mér og kyssti og gaf mér falleg
blóm en hélt á rýtingnum í hinni
hendinni."
Ari sagði ásakanirnar ekki svara-
verðar. „Eg tók sjálfstæða afstöðu í
leynilegri kosningu án þrýstings frá
öðrum og mér var hvorki stjórnað af
formanni Ólympíunefndar né skrif-
stofu ÍSÍ. Ég hef hingað til ekki ver-
ið þekktur fyrir að vera ódrengskap-
armaður en læt aðra í hreyfingunni
sem þekkja mig dæma um það. Hins
vegar var andrúmsloftið þannig á
________ fundinum að menn hugsuðu
fyrst og fremst um fýrir-
hugaða sameiningu og úr-
slitin sýna að menn hafa
ekki treyst Júlíusi fullkom-
.... lega í því máli þó starf
hans vegna Smáþjóðaleikanna hafi
verið metið að verðleikum og menn
óskað eftir að hann héldi því áfram.“
Barátta í rúm sex ár
Aðalfundur Ólympíunefndar er
haldinn árlega og á fyrsta aðalfundi
í byrjun hverrar „ólympíöðu" fara
fram kosningar og gilda þær til fjög-
urra ára. Samkvæmt lögum Ólymp-
íunefndar íslands eiga eftirtaldir
sæti í nefndinni: Fulltrúi Alþjóða
ólympíunefndarinnar (IOC) á ís-
landi, hafi hann verið tilnefndur.
Forseti íþróttasambands íslands.
Einn fulltrúi tilnefndur frá hveiju
sérsambandi fyrir íþróttir sem eru á
leikskrá Ólympíuleika eða geta verið
skv. 32. grein Ólympíusáttmálans.
Þrír fulltrúar tilnefndir af ÍSÍ fyrir
þær ólympíuíþróttir sem sambandið
er sérsamband fyrir. Fjórir fulltrúar
íþróttamanna og/eða íþróttaleiðtoga
kosnir óbundinni kosningu á aðal-
fundi og skulu tveir þeirra koma úr
röðum íþróttamanna sem tekið hafa
þátt í Ólympíuleikum. ísland á ekki
fulltrúa í IOC og því eru 25 manns
í nefndinni, þar af fjórir kosnir á
aðalfundi.
Barátta Ellerts og Júlíusar innan
íþróttahreyfingarinnar hófst á
Iþróttaþingi ÍSÍ haustið 1990 þegar
báðir voru í framboði til embættis
varaforseta. Ellert, sem var nýhættur
sem formaður Knatt- ---------------
spymusambands íslands,
var kjörinn með 92 at-
kvæðum en Júlíus, sem þá
var borgarfulltrúi og for-
maður Iþrótta- og tóm-
stundaráðs, fékk 88 atkvæði.
Haustið 1992 tilkynnti Gísli Hall-
dórsson, þáverandi formaður Ólymp-
íunefndar, að hann ætlaði að hætta
á næsta aðalfundi en hann hafði ver-
ið formaður síðan 1972. Innan fram-
kvæmdastjórnar Ólympíunefndar var
unnið að því að Ari Bergmann Einars-
son, þáverandi formaður Siglinga-
sambandsins og framkvæmdastjórn-
armaður, tæki við af Gísla en Júlíus
íhugaði einnig framboð. Óeining var
innan sérsambanda ÍSÍ og formenn
átta sérsambanda - Sundsambands-
ins, Fimleikasambandsins, Skíðasam--
bandsins, Badmintonsambandsins,
Borðtennissambandsins, Frjáls-
íþróttasambandsins, Glímusambands-
ins og Júdósambandsins - kölluðu
formannsefnin á sinn fund og í kjöl-
farið fékk Júlíus víðtækan stuðning.
Þessi hópur var sakaður um að vera
að kljúfa Ólympíunefnd frá ÍSÍ og
var átalinn fyrir baktjaldamakk. Til
að afstýra klofningi beitt Ellert, sem
þá var orðinn forseti ÍSÍ, sér fyrir
því að GSsli sæti eitt ár til viðbótar,
formannsefnin tækju sæti í fram-
kvæmdastjórn og Júlíus yrði að öllu
óbreyttu formaður Ólympíunefndar
1994. Þetta gekk eftir en síðan hefur
andað frekar köldu á milli Ellerts og
Júlíusar.
Staðhæfing gegn staðhæfingu
Júlíus sagði að Ellert hefði átt stór-
an þátt í hvemig fór í kjörinu í fyrra-
kvöld. „Ellert segir ósatt þegar hann
segist ekki hafa komið nálægt kjör-
inu. Hann stakk upp á Hrafnhildi
Guðmundsdóttur á móti mér. Eftir
kosninguna, þegar ég fór inn á skrif-
stofu mína hjá Ólympíunefnd beið
Hrafnhildur þar eftir símtali frá Ell-
ert. Auk þess var hringt í mig
skömmu fyrir þingsetningu og sagt
eftir Ellert að þetta væri í bígerð.
Ein skýring er sú að það hafi verið
ákveðið vandamál fyrir Ellert að hafa
mig þarna í forystu vegna Smáþjóða-
leikanna því allt benti til að ég yrði
of áberandi sem gæti styrkt mig í
slagnum í haust. Ellert hefur alltaf
sóst eftir því að vera í sviðsljósinu
og með þessu var verið að ryðja braut-
ina fyrir hann og fleiri.“
„Ég kannast ekki við samsæri við
undirbúning þingsins og í það
minnsta hef ég ekki tekið þátt í
slíku,“ sagði Ellert aðspurður um
ásakanir Júlíusar. „Menn hafa vitað
um ágreining okkar Júlíusar og
málið hefur verið persónugert en ég
er ekki fær um að segja 25 manns
fyrir verkum. Menn tóku afstöðu f
leynilegri kosningu með lýðræðisleg-
um hætti og ég segi það hreinskilnis-
lega að úrslitin komu mér á óvart,
þó ég hafi vitað um andstöðu gegn
Júlíusi. Hins vegar fannst mér ekki
skynsamlegt að gefa kost á mér í
formannsembættið því það fannst
mér líta út eins og ég væri að koma
mér að. Ég hafði ákveðið að gefa
kost á mér í forsæti nýrra samtaka
í haust og skemmtilegra hefði verið
að taka við undir þeim kringumstæð-
um. Ég bað fundarmenn um að koma
sér saman um annan formann en
mig en lausn fannst ekki og ég verð
að axla þá ábyrgð. Þegar þetta lá
fyrir óskaði ég eftir því að menn.
kæmu sér saman um aðra menn í
framkvæmdastjóm en að öðru leyti
hafði ég ekki afskipti af kjörinu.“
Ellert sagðist ekki hafa tamið sér
óheiðarleika í störfum og enginn
hefði vænt Júlíus um ódugnað í
starfi. „Ég stakk upp á Hrafnhildi
vegna tilmæla IOC um að auka hlut
kvenna í hreyfingunni og
framboði hennar var ekki
stefnt gegn neinum því
kosið var um tvö sæti.
Niðurstaðan á sér aðra
skýringu en að Júlíus hafi
Urslit kosn-
inganna komu
á óvart
ekki gert sitt besta fyrir Óí. Hanft
hefur haft alla fyrirvara á samein-
ingarmálinu og öllum í hreyfingunni
er ljóst að hann hefur verið á móti
sameiningu. Hann hefur leitað tæki-
færa til að gagnrýna mig án þess
að ég hafi gert það að umtalsefni
en nefna má að á tveimur síðustu
íþróttaþingum hefur hann haft á
orði að gefa kost á sér gegn mér.“