Morgunblaðið - 06.02.1997, Side 34
MORGUNBLAÐIÐ
34 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997
Ráðstefna um markaðs- og einkavæðingu verður haldin miðvikudaginn
19. febrúar næstkomandi í Perlunni. Heiðursgestur ráðstefnunnar
verður Vaclav Klaus, forsætisráðherra Tékklands.
Perlan opnuð kl. 16.00 — Kynningar fyrirtækja
Ráðstefnan sett kl. 17.00
Ávörp og erindi:
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra
Jónas Haralz, fyrrverandi bankastjóri:
Hlutverk ríkisms í atvinnumálum
Birgitta Kantola, einn varaforseta Alþjóðabankans:
Privatization from a Global Perspective - The Perceived
and Real Benefits
Jirí Weigl, aðalráðgjafi Vaclav Klaus forsætisráðherra:
Privatization — The Czech Lesson
Vaclav Klaus forsætisráðherra
Davíð Oddsson forsætisráðherra
Ráðstefnustjóri verður Hreinn Loftsson
Hátíðarkvöldverður með hinum erlendu gestum
og íslensku ráðherrunum hefst kl. 20.00
í veitingasal Perlunnar
Skráning og upplýsingar: Menn og málefni,
sími 552 2121 og511 2400, fax 552 2183,
netfang: m-m@tv.is
Verð á ráðstefnuna er 14.600 kr.
Bókin Einkavœðing á Islandi og kvöldverðurinn
er hvort tveggja innifalið í ráðstefnugjaldi.
íhmnlkumtlimmfiulltuni túnkmnsðlngiu
Timtíí)kimÆt0ifymiék)}ii
AÐSENDAR GREINAR
• •
„Oryg-gi barna
í bílnum“
í MARS 1996 var gerð
könnun á notkun ör-
yggisbúnaðar meðal
bama í bílum. Könnun-
in, sem var gerð víðs
vegar um landið sýndi,
að fjölmörg böm ferð-
ast um í bíl án þess að
nota viðeigandi ör-
yggisbúnað. Einungis
72% barna á aldrinum
0-6 ára notuðu örygg-
isbúnað á leið sinni í
leikskólann en könnun-
in náði alls til 1.028
bama á 31 stað á land-
inu. Þessi könnun leiddi
einnig í ljós að nokkuð
algengt er að öryggis-
búnaður var rangt notaður eða að
sá búnaður sem notaður er hentar
ekki aldri og stærð bamsins.
Hvaða máli skiptir
könnun sem þessi?
Kannanir lýsa m.a. viðhorfí,
skoðun og hegðun fólks. í ijósi þess
eru niðurstöður þessarar könnunar
sláandi. Er það mögulegt að allir
þessir foreldrar sem voru með laus
böm í bílum telji það ekki nauðsyn-
legt að tryggja öryggi þeirra frekar
en þetta? Eða er kannski um að
kenna þekkingarleysi? Getum við
blákalt haldið því fram að afleiðing-
ar þess ef börn ferðast laus í bíl
eða nota öryggisbúnað rangt séu
foreldmm og forráðamönnum
bama ókunnar? Tæplega. Við kenn-
um börnum okkar að ganga ekki
yfir á rauðu ljósi því það sé hættu-
legt. Við brýnum fýrir þeim að nota
hjálm þegar þau hjóla og svo mætti
lengi telja. Á sama tíma má sjá
börnum ekið um í bílum án þess
að öryggi þeirra sé tryggt. í ljósi
þess að foreldrar gera allt til þess
að vernda börn sín frá því illa í
heiminum er kæmleysi sem þetta
óskiljanlegt. Að mörgu leyti emm
við komin hér að kjarna málsins.
Hver ber ábyrgðina? Hver er ábyrg-
ur fyrir öryggi barna okkar? Jú, og
fremst erum það við foreldrar og
forráðamenn. Við getum ekki ætl-
ast til þess að börnin okkar beri
sjálf ábyrgð á öryggi sínu þegar
þau ferðast um í bíl. Þau eru háð
því að við spennum beltið í öryggis-
búnaði þeirra. Það er við okkur for-
eldra og forráðamenn barna að sak-
‘Bamana
Biddu um Banana Boat
ef þú vilt spara 40-60%
ast. Flestir foreldrar
kannast við það þegar
börnin minna þá á hluti
sem framkvæmdir eru
reglulega, t.d. ruglast
allt ef ekki er lesin ein
saga á kvöldin þegar í
bólið er komið. Það
sama á við um notkun
öryggisbúnaðar. Barn
sem alltaf er spennt í
bíl finnst það vera eðli-
legasti hlutur í heimi
og það mótmælir þegar
það gleymist. Það
skiptir máli að ekki séu
gerðar undantekningar
frá þessari reglu. Eng-
in vegalengd er of
stutt. Vissulega liggur okkur oft á
en varla svo mikið að ekki gefist
Böm eru bílstjórar
framtíðarinnar, segir
Fjóla Guðjónsdóttir. í
ljósi þess er forvarnar-
gildi notkunar öryggis-
búnaðar ótvírætt.
tími til þess að spenna farþegana.
Þetta á einnig við um eldri börnin
sem einungis nota bílbelti.
Gildi forvarna
Börn eru bílstjórar framtíðarinn-
ar. I ljósi þess er forvarnargildi
notkunar öryggisbúnaðar ótvírætt.
Þau skilaboð sem foreldrar senda
börnum sínum með því leyfa þeim
stundum að ferðast laus í bílum
verða því að teljast mjög svo misvís-
andi. Tæplega er hægt að ætla for-
eldrum það skilningsleysi að þeir
átti sig ekki á þeirri hættu sem
felst í tvöfeldni þessara skilaboða.
Ef einhver skilur ekki hvað átt er
við með þessu ætti að nægja að
ímynda sér barnið orðið að ungl-
ingi, nýorðið að ökumanni sem not-
ar stundum en stundum ekki bíl-
belti við aksturinn.
Festum því börnin þegar við ferð-
umst með þau í bíl. Alltaf.
Höfundur er verkefnisstjóri
„Betri borgar fyrir börn
DISERO EN ŒRAMICA
-T
StírhSOa 17 vi» Guliinbrú, sími 567 4844
Fjóla
Guðjónsdóttir
Útsalan í fullum gangi
Tökum upp vörur á hverjum degi
OV»'ð
^Toppskórinn
Toppskórinn við Ingólfstorg
sími: 5B2 1212
J