Morgunblaðið - 06.02.1997, Síða 38
38 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
JÓHANNES
EGILSSON
+ Jóhannes Þor-
valdur Egilsson
fæddist á Laxamýri
í Suður-Þingeyjar-
sýslu 1. des. 1906.
Hann lést á Elli- og
hjúkrunarheimilinu
Grund 27. janúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Egill Siguijónsson,
gullsmiður og úr-
smiður, bóndi á
Laxamýri og Arn-
þrúður Sigurðar-
dóttir. Öll systkini
Jóhannesar eru lát-
in. Þau voru: Sigurður, f.1892,
d.1969; Snjólaug, f. 1894, d. 1954;
Kristín, f. 1897, d. 1979; Sigur-
jón, f. 1902, d. 1994; Stefán Gunn-
björn, f. 1904, d. 1995. Jóhannes
var skólaráðsmaður í Mennta-
skólanum á Akureyri í nokkur
ár. Hann var gagnfræðingur frá
Menntaskólanum á
Akureyri. Hann
stundaði nám í hús-
gagnasmíði hjá Frið-
riki Þorsteinssyni
húsasmíðameistara
og í Iðnskólanum í
Reykjavík, lauk
sveinsprófi árið 1935
og meistaraprófi
árið 1941. Um árabil
var hann prófdómari
við Iðnskólann í
Reykjavík. Árum
saman vann hann á
verkstæði Friðriks
Þorsteinssonar á
horni Skólavörðustígs og Berg-
staðastrætis og tók þátt í rekstri
þess síðustu árin og nefndist það
þá Trésmíðaverkstæði Jakobs og
Jóhannesar.
Útför Jóhannesar fer fram frá
Fossvogskapellu í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Eftir nokkra daga eru fímmtán
ár liðin frá því að við urðum fýrir
því óhappi að það kviknaði í sumar-
bústaðnum okkar. Við stóðum þarna
2 í hálfmyrkri. Grá morgunskíman
megnaði ekki að komast í gegnum
sótugar gluggarúðumar. En ekki liðu
margir dagar þangað til endurreisn-
arstarfíð var komið í fullan gang
með hjálp góðra vina. Það fór að
birta í stofunni. Þúsundþjalasmiður-
inn Gunnbjörn Egilsson átti að sjálf-
sögðu gamalt rúðugler uppi á háa-
lofti og fyrr en varði var hann kom-
inn á vettvang, vopnaður spoijámum
af öllum stærðum og nokkrum teg-
undum af kítti. Það var málað og
þvegið, smíðað og skrapað. Ekkert
skyggði á vinnugleðina nema hús-
gögnin. Gömlu traustu húsgögnin,
sem fylgt höfðu bústaðnum, vom
kolsvört af sóti, gerónýt. Við fengum
jeppakeiru lánaða til að fara með
þau á haugana og hlóðum þeim á
hana. Svo vöppuðum við nokkra
hringi í kringum keiruna og hag-
ræddum hlaðanum, tvístigum og
bundum fleiri hnúta á snærið, sem
hélt honum, en ekkert okkar hnýtti
kerruna aftan í bílinn. Mátti ekki
reyna? Var ekki gamli bólstrarinn,
sem hafði gert við margan dívang-
t
GUÐMUNDUR EINARSSON
frá Syðstu-Grund,
Eyjafjöllum,
Kirkjuvegi 41,
Vestmannaeyjum,
lést á Sjúkrahúsí Vestmannaeyja sunnudaginn 2. febrúar.
Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 8. febrúar kl. 14.00.
Vandamenn.
Systir, móður- og ömmusystir okkar,
HERDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR,
Túngötu 3
í Rey kjavík,
lést á heimili sínu 29. janúar sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Ingibjörg Guðmundsdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir,
Geirlaug Herdfs Magnúsdóttir,
Ragnheiður Birgisdóttir, Herdís Birgisdóttir
og aðrir vandamenn.
Ástkœr eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
EINAR MATTHÍAS
KRISTJÁNSSON,
Markholti 13,
Mosfellsbæ,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudag-
inn 4. febrúar.
Guðbjörg S. Kristjónsdóttir,
Kristján Einarsson, Brynhildur Geirsdóttir,
Bryndís Einarsdóttir, Guðmundur Ó. Hermannsson,
Daði Þór Einarsson, Sigriður Björnsdóttir,
Pétur Einarsson, Björg K. Björgvinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Elskulegur eiginmaður minn,
KRISTJÁN ÖRN MAGNÚSSON,
Hvolsvegi 28,
Hvolsvelli,
sem lést 27. janúar sl., verður jarðsung-
inn frá Stórólfshvolskirkju laugardaginn
8. febrúar kl. 14.00.
Erla Jónsdóttir.
arminn fyrir okkur, enn í fullu fjöri?
En borðin, kistan og stólgrindumar?
Nei, það var ekki hægt að ætlast til
þess að nokkur smiður tæki slíkt
verk að sér. Allt snúið, rennt og út-
skorið. Ekki hægt að koma neinu
verkfæri við. En við fórum samt til
Jóhannesar.
Einhvern veginn hefur maður á
tilfinningunni að Jóhannes Egilsson
hafi átt yndislega bemsku. Hann
ólst upp í stórum hópi systkina og
frændsystra á einhverri fegurstu
bújörð landsins. Hann var yngstur,
fjörugur og blíður, eftirlæti allra.
Tveggja ára lét hann ekki smámuni
fara fyrir brjóstið á sér frekar en
síðar á ævinni.
„Komdu, ég þarf að skipta á þér,“
kallaði Kristín systir til hans úti á
hlaði þegar hún sá blauta bleiu flaks-
ast niður undan stuttbuxunum.
„0, það þornar,“ svaraði Jóhannes
og hélt áfram að hlaupa áeftir stóru
strákunum.
Allt iagaðist ævinlega hjá Jóhann-
esi og allir slitnir og bilaðir gripir
öðluðust nýtt líf þegar hann hafði
farið smiðshöndum sínum um þá.
Gömlu húsgögnin í sumarbústaðnum
urðu fallegri en nokkm sinni. Meira
að segja ryðið var horfíð af keðjunni
á ljósakrónunni og skrárlauf var
komið á kistuna og lykill í lásinn.
„Já, ætli það mætti ekki lappa upp
á þetta,“ var viðkvæðið þegar leitað
var til hans. Hann lagaði völtu borð-
stofustólana. Það þurfti sérstaka
lagni til að standa upp af þeim.
Annars duttu þeir um koll og lágu
á bakinu eins og dauðir fuglar. Jó-
hannes fór létt með að breyta þyngd-
arpunktinum. Að sjálfsögðu var leit-
að til hans þegar einum í fjölskyld-
unni áskotnaðist gamalt borð af því
að það þótti orðið ljótt. Vissulega var
borðplatan hrein hörmung, blettótt
og slitin og tá dottin af einni ljóns-
löppinni. Þegar Jóhannes skilaði
borðinu var hægt að spegla sig í
póleraðri plötunni. Aftur á móti er
það enn óleyst gestaþraut hvaða tá
hann felldi í skarðið á löppinni.
Af ofangreindum dæmum mætti
ætla að Jóhannes hefði fátt gert
annað en dútla við viðgerðir fyrir
fjölskylduna en því fer víðs fjarri.
Langa starfsævi vann hann fyrir sér
með húsgagnamíðum ef frá eru talin
árin sem hann var ráðsmaður í Akur-
eyrarskóla. Fyrsta haustverkið þar
var að huga að vetrarforða fyrir
heimavistina. Þá fór Jóhannes eitt-
hvað austur í sveitir Þingeyjarsýslna,
keypti fé á fæti og rak til Akur-
eyrar. Hann var ákaflega barngóður
og því fór vel á því að á verkstæðinu
skyldi hann smíða borð og stóla í
þúsundatali fyrir bamaskólana í
Reykjavík. Hann smíðaði raunar
margt annað en húsgögn, tók þátt í
að reisa sæluhús uppi á Fimmvörðu-
hálsi, smíðaði hljóðfæri og gerði við
þau. Tómstundimar nýtti hann vel.
Hann ræktaði salat og hvönn fyrir
Stínu systur. Hann var lestrarhestur,
hafði verið fyrirtaks námsmaður og
átti gott bókasafn. Hann kom sér
líka upp leikfangasafni svo að litlu
frændsystkinin hefðu eitthvað að
dunda við þegar þau komu í heim-
sókn í Nökkvavog 6. Og hann lék á
skrýtin hljóðfæri, mandólu og man-
dólín. Hann lærði að spila hjá Sig-
urði Briem í Reykjavík og lék í hljóm-
sveit hjá honum, tók meira að segja
þátt í tónleikum á „Bohéme-kvöldi“
í Reykjavík árið 1940 með Skúla
Halldórssyni tónskáldi og fleira fólki.
Ekki fer neinum sögum af því að
Jóhannes hafí unnið smíðaafrek á
bamsaldri en hann var ekki nema
tveggja ára þegar hann kynntist
helstu eiginleikum timburs. A þekj-
unni fyrir ofan rúmið hans á Laxa-
mýri var kvistgat. Hann hafði ógur-
lega gaman af að standa uppi í rúm-
inu og gægjast inn um gatið. Gallinn
var sá að niðamyrkur var fyrir innan
svo Jóhannes kveikti á kerti til að
sjá betur. Það birti heldur en ekki
upp. Hann blés á kertið en þótt iung-
un hömuðust eins og fýsibelgur vildi
loginn í holunni ekki slokkna. Til
allrar hamingju var Siguijón bróðir,
sex ára, nærstaddur og hrópaði að
eldur væri að læsast um þekjuna,
og Sigurður stóri bróðir heyrði til
og eftir fáeinar sekúndur stóð fólk
í þéttri röð í stiganum og fuilar vatns-
fötur gengu upp og tómar niður þar
til eldurinn var slökktur. En þá
fannst sökudólgurinn ekki hvemig
sem leitað var. Loks var það Stebbi
bróðir, (Gunnbjörn) fjögurra ára sem
kom auga á Jóa þar sem hann lá
lafhræddur í hnipri undir borði.
Hann var áreiðanlega ekki
skammaður. Það var ekki lenska þar
á bæ og systkinin vora ævinlega
samheldin. Til er stórt safn bréfa sem
þau skiptust á. Bræðurnir ferðuðust
mikið saman þegar þeir vora orðnir
fulltíða. Þeir höfðu yndi af íslenskri
náttúra og heima í stofu héldu þeir
ferðinni áfram þegar þeir skoðuðu
litskyggnumar sínar. Jóhannes og
Siguijón bjuggu lengst af saman,
fyrst tveir en síðan með systur sinni
og móður í Nökkvavogi 6. Þegar þær
voru látnar vora þeir aftur tveir á
báti. Það gekk ágætlega þangað til
heilsan fór að bila hjá Sigurjóni og
Jóhannes að verða gleyminn. Sigur-
jón gætti í raun bróður síns miklu
lengur en hann megnaði en svo fór
að hann gafst upp, farinn að kröft-
um. Þrautagangan í kerfínu hófst.
Öldranarlæknir var kvaddur til og
þá brást Jóhannes í fyrsta skipti á
ævinni! Læknirinn lét hann gangast
undir próf. Samkvæmt öllum lögmál-
um hefði Jóhannes átt að kolfalla
en hann stóðst prófíð með prýði.
Hann var fluggreindur og samvisku-
samur og þegar ókunnugur maður
lagði fyrir hann spumingar notaði
hann þessa einu mínútu sem hann
átti eftir af skammtímaminni út i
æsar, reiknaði dæmi, þuldi upp núm-
HALLDÓR ÁGÚST
GUNNARSSON
Halldór Ágúst
Gunnarsson var
fæddur í Stykkis-
hólmi 1. mars 1921.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Reylgavíkur
hinn 23. janúar síð-
astliðinn og fór út-
för hans fram frá
Fossvogskirkju 30.
janúar.
Halldór afi er dáinn.
Þessi stóri stæðilegi
maður sem átti hug
okkar allra er nú farinn
frá stórum hópi afkom-
enda. Síðustu ár afa voru honum
erfíð, krabbameinið var hans eini
óvinur á hans lífsferli. Afi var alltaf
fílhraustur og hress í bragði, en
þegar veikindin sóttu á hann, varð
hann að lúta í lægra haldi. Honum
var ekkert sérlega vel við að gista
á sjúkrastofnun og vildi frekar liggja
heima.
Halldór afí var handlaginn maður,
góður teiknari og ljósmyndari. í ára-
tugi fékkst hann við húsamálun,
bæði vestur í Súgandafirði og í
Reykjavík. Alltaf þegar
við heimsóttum afa, þá
tók hann mynd af okkur
og iðulega sendi hann
hveijum og einum ein-
tak af ljósmyndinni.
Afa þótti afar vænt um
sína afkomendur,
mundi flesta afmælis-
daga bamabarna og
barnabamabarna, hélt
öllu saman í dagbók og
hlúði vel að öllum. Hall-
dór afi var sérlega
skemmtilegur kall,
kunni ótal sögur og lék
þær af innlifun, svo
þeir sem á hlýddu grétu af hlátri.
Sama þótt sögurnar voru alltaf þær
sömu, þá höfðum við jafngaman af
þeim.
Þegar afi var á ferðalagi fyrir vest-
an með okkur, gekk ferðalagið oft
hægt, því afi sá svo margt sem þurfti
að ljósmynda. Hann var duglegur
með myndavélina og eftir hann liggja
tugþúsundir mynda, Afi var með
ættfræðina sína á hreinu og var stolt-
ur af að vera Vestfírðingur. Af og
til sendum við honum harðfísk, fersk-
er og þegar hann var spurður að því
hvaða árstíð væri, flýtti hann sér að
gjóa augunum út að glugganum svo
að hann sæi hvort tijágreinamar
væra berar eða þaktar grænu laufí.
Barlómur var honum víðs fjarri.
Auðvitað gat hann eldað og ferðast
með strætisvagni. Átti hann að fara
að tíunda að hann gleymdi að slökkva
á hellunum og villtist á leiðinni heim?
Það vora smáatriði rétt eins og blauta
bleian forðum. Enda fór öldrunar-
læknirinn í þeirri sælu trú að Jóhann-
es ætti ekkert erindi inn á elliheim-
ili. En sem betur fer era í kerfínu
konur sem hafa reynslu af því að
hugga gamalmenni, telja í þau kjark
og hjálpa þeim við daglegar þarfír í
stað þess að spyija þau hvað sjö plús
átta séu. Þessar konur kipptu Jó-
hannesi inn um bakdyrnar þegar
honum var fyrir skilningsleysi mein-
aður inngangur um aðaldymar.
Fyrst eftir að Jóhannes var kom-
inn á Grand hresstist hann. Hann
hafði oft verið einn af því að Sigur-
jón var langdvölum á sjúkrahúsi. Á
Grand var nóg af fólki og Jóhannes
varð strax hrókur alls fagnaðar með-
al vistmanna og eftirlæti starfsfólks-
ins. Hann var einstaklega fríður,
sviphreinn og unglegur þótt hann
væri hálfníræður. Hann bar sig vel,
glerfínn í fötum sem hann hafði sjálf-
ur valið hjá Guðsteini, broshýr, hóg-
vær og ljúfur. Hann varð kvenna-
gull staðarins. Þær vildu láta hann
leiða sig í borðsalinn, gömlu dömum-
ar. Þá lá við að þær rifust um hann.
„Þú einokar hann,“ gall eitt sinn í
einni í aðdáendahópnum. Það var sú
sama og reiddi stafinn til höggs
nokkra síðar þegar ég gerðist svo
djörf að taka Jóhannes undir arminn.
Jóhannes átti nokkur góð ár á
Grand og „strákarnir" Jóhann og
Gunnar, synir Sigurðar bróður hans,
reyndust honum einstaklega vel.
Smám saman varð minnisleysið hon-
um óbærilegt og gangráðurinn réð
ekki lengur við að stilla hjartað. En
það þurfti engan gangráð til að stilla
hjartalagið. Það var óbreytt þegar
hann lokaði augunum í síðasta sinn.
„Sælir eru hjartahreinir því að þeir
munu Guð sjá.“ Jóhannes var áreið-
anlega ekki látinn bíða eftir áheym
þegar hann knúði dyra í himnaríki.
Fyrst eftir að Jóhannes kom á
Grand þótti honum gaman að fara
af bæ og stöku sinnum kom hann
með okkur upp í sumarbústað. í síð-
ustu heimsókninni bentum við honum
á litla rennibraut sem nýbúið var að
setja út á grasflöt handa barnabörn-
unum. Hann var orðinn fjarska
gleyminn en samt fór ekkert framhjá
glöggum smiðsaugunum og um-
hyggjan fyrir öðrum og þá sérstak-
lega ungviðinu var óbreytt.
„Er hún ekki of brött fyrir börn-
in?“ sagði hann á sinn hógværa hátt.
Við löguðum rennibrautina, Jóhann-
es. Þakka þér fyrir.
Margrét E. Jónsdóttir.
an steinbít, hákarl, skötu og rauð-
maga. Það þótti honum vænt um,
sérstaklega ef afurðimar vora að
vestan. Á hveiju sumri heimsótti
hann Súgandaflörð og auðvitað með
myndavélina og góða skapið. Þar
átti hann marga góða vini og á enn.
Þegar við systkinin voram böm á
Suðureyri tók Halldór afí viðtal við
okkur á segulband. Þessa upptöku
eigum við og er hún okkur afar dýr-
mæt. Hann átti sérlega auðvelt með
að ná til barnanna og öll hafa þau
setið í kjöltu hans, hjá þessum bros-
milda stóra manni sem elskaði allt
og alla.
Stóri draumurinn hans afa, var
að koma á ættarmóti. Afkomendur
hans og Bryndísar ömmu eru nú að
nálgast sjötta tuginn. Föngulegur
hópur, sem nú er saman kominn til
að kveðja hann með söknuði. Án efa
verður ættarmótið haldið fljótlega á
næstu misserum, nú í minningu afa
og ömmu. Halldór afi verður ánægð-
ur þegar hann hittir ömmu og þarf
hann sjálfsagt að segja henni margt.
Við vottum öllum afkomendum
og tengdafólki afa dýpstu samúð og
tökum undir skilaboðin hans, að
halda hópinn hvað sem á dynur.
Róbert, Halldór, Reynir,
Anna María, Ágúst, Andrés
og Jóna Þorgerður
og barnabarnabörn.