Morgunblaðið - 06.02.1997, Side 40

Morgunblaðið - 06.02.1997, Side 40
~r’40 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997 MIIMIMIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ GUNNAR ÓLAFSSON + Gunnar Ólafs- son fæddist á Jörfa í Kolbeins- staðahreppi 28. apríl 1909. Hann lést á Landspítalan- um hinn 28. janúar síðastliðinn. For- eldrar _ Gunnars voru Ólafur Er- lendsson og Agatha Stefánsdóttir. Systkini hans voru þrettán og komust tólf upp, hann var sá tíundi í röðinni. Hinn 28. nóvem- ber 1942 kvæntist Gunnar eft- irlifandi eiginkonu sinni Ingu Sigríði Björnsdóttur frá Kol- beinsstöðum, f. 18.10. 1921. Barn þeirra er Hulda Gunnars- dóttir, f. 7.3. 1940. Eiginmaður hennar er Sævar Snæbjörns- son, f. 1.5. 1936, og eru börn þeirra Ingunn, f. 18.6. 1961, og Birna, f. 7.8. 1962. Barna- barnabörnin eru fjögur talsins. Útför Gunnars fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Trygglyndi, hlýja og umhyggja. Þannig minnist ég Gunnars Olafs- sonar elsta vinar míns, sem jarðsett- ur er í dag. Lítil stelpa elst upp við umhyggju foreldra sinna og meðal þeirra fyrstu vina sem hún man eftir eru Gunnar og Inga Bjöms. Ég var ekki há í loftinu þegar ég fór að stunda hestana sem pabbi hafði í Reykjavík með honum. í rþeim félagsskap voru einnig æsku- vinir vestan úr Kolbeinsstaðahreppi, Gunnar Ólafsson, Benni Kristjáns og Alexander Guðmundsson. Þessir elskulegu karlar voru vinir foreldra minna og auðvitað vinir mínir líka. Þeir sýndu stelpunni elsku og áhuga frá fýrstu tíð, létu sig varða uppeldi mitt, gerðu reyndar stundum góðl- átlegt grín að föður mínum vegna þess eftirlætis sem hann sýndi mér. Svona liðu bernskuár mín með elskulegu fólki, vinum foreldra minna sem ég kallaði stundum í gríni „heimiliskettina“. Sumarið sem ég varð sextán fóru foreldrar mínir í helgarferð út á land. Einnig foreldrar vinkon- . unnar uppi á lofti. Á þessum árum er lífið svo spennandi að ekki má missa af neinu. Við vinkonurnar hugsuðum okkur gott til glóðarinn- ar og buðum heim í partý eftir ball. Það sem við ekki vissum var að Gunnar hafði verið fenginn sem „barnapía". Fljótlega eftir að fjörið bytjaði birtist Gunnar heldur ábúð- arfullur og óárennilegur. Allir gest- ir okkar hurfu á stundinni og við vinkonurnar heldur niðurlútar. Kviðum við óskaplega heimkomu foreldranna. Gunnari hefur eflaust þótt lexían næg refsing því að aldr- ei vissu foreldrarnir um tilstandið. Eftir að ég stofnaði heimili var umhyggjan ekki síðri fyrir manni mínum og börnum. Þau hjónin ásamt for- eldrum mínum lögðu á sig ferðir að vetri til norður í land til að vera með okkur á góð- um stundum og við reyndum að koma suð- ur og fara með þeim t.d. á árshátíðir Snæ- fellinga. Alltaf heim til Ingu og Gunnars fyrst. Síðasti dansinn okk- ar Gunnars var tekinn upp á myndband fyrir tæpum átta árum á fertugsafmæli mínu. Auðvit- að komu þau hjónin hingað á Sel- foss til að samfagna okkur eins og þau höfðu áður lagt á sig langar ferðir til samfagnaðar norður í land og vestur á Snæfellsnes. Nú er þessi kæri vinur okkar farinn heim í Guðsríki, búinn að lifa góðu og löngu lífí við hlið Ingu sinnar, Huldu og Sævars, dótturdætra og okkar allra sem elskuðum hann. Mér kæmi ekki á óvart þótt gömlu vinimir, sem allir fóru héðan á undan honum, hafi beðið eftir honum með gæðing og nú renni þeir líkt og forðum á tölti um grænar gmndir. Jódís Sigurðardóttir. Elsku afi minn. Þetta er svo erf- itt, jafnvel erfíðara en þegar ég var hjá þér þegar þú skildir við. Það var margt sem tengdi okkur saman í lífínu, fyrir það fyrsta var ég skírð í höfuðið á þér og ömmu. Fyrsta árið mitt bjó ég ásamt foreldrum mínum hjá ykkur ömmu í Skafta- hlíðinni. Við áttum góðar samveru- stundir og verða þær mér mjög kærar. Eins eru mér ljúfar minn- ingar þegar ég og Birna systir mín fórum með ykkur ömmu í bæinn á 17. júní en þá var ég átta ára göm- ul, en mamma og pabbi unnu þá í Glaumbæ. Þegar heilsu þinni hrak- aði sýndir þú mér mikið traust er ég tók að mér fjármálin fyrir þig og ömmu. Elsku afi, ég vona að þér líði vel þar sem þú ert nú og góður Guð geymi þig. Nú legg ég augun aftur, 6, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Þín dótturdóttir, (S. Egilsson) Ingunn. Gunnar Ólafsson frá Jörfa í Hnappadalssýslu kvaddi þetta jarð- líf mildan miðsvetrardag — einn af mörgum á þessum vetri. Hann kvaddi eftir langa og erfíða sjúk- dómsbaráttu, sem var í miklu ósamræmi við lífsgöngu hans alla, slíkt ljúfmenni og öðlingur sem hann var. Gunnar var hár maður vexti vörpulegur og bar sig vel. Mikill jafnvægismaður í lunderni en hafði ríka skapsmuni sem hann beitti af snilld. Hrókur alls fagnað- ar á gleðistundum, var létt um mál í ræðustóli, hreinn og fágaður innra sem ytra og drengur hinn besti. Ég man hann frá barnæsku minni og á æskuheimili mínu var hann jafnan aufúsugestur. Síðan þá hafa leiðir okkar æði mikið legið samsíða og hann sá um að þar félli aldrei skuggi á. Þá sögu munu flestir segja er samleið áttu með honum á lífsgöngupni. Gunnar Ólafsson var fæddur að Jörfa í Hnappadalssýslu og óx þar upp í stórum, litríkum og sérlega skemmtilegum systkinahópi. For- eldrar hans voru mikið ágætisfólk. Ólafur Erlendsson var sveitarhöfð- ingi og Agatha Stefánsdóttir glað- lynd, lífsglöð og kvenna fríðust. Gunnar og þau systkin áttu góða æsku, voru samrýnd og samheldin alla tíð. Nú þegar Gunnar Ólafsson hefur dregið tjaldhæla sína úr jörðu, er fátt eftir annað en að þakka fyrir sig. Ég þakka honum hjálpsemi hans, umhyggju alla fyrir mér og fjölskyldu minni og fyrir góðar stundir á heimili hans og Ingu frændkonu minnar, hans elskulega lífsförunauts. Henni, svo og Huldu dóttur þeirra og hennar fólki og Valgerði systur hans, sendum við Hulda og börn okkar kveðju samúð- ar á sorgarstundu. Gunnari Ólafs- syni óska ég blessunar á ókunnum leiðum. Kveðjuorð mín skulu vera fjórar ljóðlínur úr lengra kvæði eft- ir stórskáldið Guðmund Böðvars- son. „Það er marklaust að minnast þess nú þegar moldin er yfir þig breidd. Ég átti þér ógoldna skuld. Aldrei verður hún greidd." Kristján Benjamínsson. Elsku langafi, í dag kveð ég þig með söknuð í hjarta og tár í aug- um. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Þín Hulda Kristín. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokailaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld i úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins f bréfasima 5691115, eða á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skirnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Ágúst Böðvars- son, fyrrum forstöðumaður Landmælinga Is- Iands, fæddist á Hrafnseyri við Arnarfjörð 3. jan- úar 1906. Hann lést —. á Hrafnistu í Hafn- arfirði 27. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 5. febrúar. Tveggja ára lasin telpa fer með móður sinni til Reykjavíkur til læknis. Þær ætla að búa hjá Siggu og Gústa frænda. Hún þekkir þau ekki. Á leiðarenda er allt skrýtið, stórt og margt. Þær koma að húsi og kona og maður koma út. Þau eru bæði stór, hlý og mjúk. Þetta eru Sigga og Gústi. Hann spyr: „Má ég ekki eiga þig, frænka mín?“ Telpan svarar ekki en finnst hugmyndin ekki frá- leit, hann hefur mjúkt hálsakot. Árin líða. Telpan er tólf ára. Það er nóvember. Hún verður að flytja til Reykjavíkur þar sem allt er stórt og allt of margt fólk. Hún þekkir fáa, en hún á Siggu og Gústa frænda. Þau eru ennþá hlý og góð. Telpan kvíðir jólunum. Þau verða öðru- vísi. Hún er sorgmædd á aðfanga- dagsmorgun. Þá koma Sigga og Gústi. Þau hafa með sér agnarlít- inn jólaböggul. Jólin urðu þeim samferða heim til telpunnar. Á morgun, jóladag, verður jólaboð hjá Siggu og Gústa. Öll jól eftir það eiga Sigga og Gústi rúm í hjarta telpunnar. Sögur, ljóð og tækifærisvísur, löng símtöl, gagnkvæmar heim- sóknir, seta á rúmstokknum í litla herberginu á Hrafnistu síðustu mánuðina. Gamlar frásagnir, ný ljóð, gagnkvæm hlýja, trúnaður. Sorgum og gleði deilt. Telpan, miðaldra, og Gúsi frændi, gamall og blindur, hafa kvaðst um sinn. Hún felur algóðum Guði Gústa frænda og biður Gústa yngra, Svenna og Anný blessunar Guðs. Þórey Guðmundsdóttir. AGUST BÖÐVARSSON HERDÍS G UÐMUNDSDÓTTIR + Herdís Guð- mundsdóttir var fædd í Reykja- vík 16. október 1910. Hún lést í Reykjavík 29. jan- úar síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Guð- mundar B. Kristj- ánssonar skipstjóra og kennara við Stý- rimannaskólann í Reykjavík og Geir- laugar Stefánsdótt- ur. Systur henanr eru Ingibjörg lyfja- fræðingur og Ragnheiður læknir. Skúli bróðir þeirra dó bamungur. Herdís lauk stúd- entsprófi 1931 frá Menntaskól- anum í Reykjavík og cand. phil. prófi 1932 frá Háskóla íslands. Hún las um skeið læknisfræði við Háskólann, en þurfti að Líklega er það mikil eigingirni að óska þess, að aldraðir ástvinir fái að lifa sem lengst hjá okkur þegar heilsa þeirra og kraftur eru þrotin. Herdís frænka okkar var reyndar aldrei alveg heilsuhraust. Frá unga aldri þjáðist hún af liðagigt, svo alvarlegri að fyrirsjáanlegt var, að af hlytist bæklun. Rúmlega tvítug fór hún til Kaupmannahafnar og gekkst undir erfiða aðgerð á hné. En kraftaverkið gerðist, eftir langa og stranga endurhæfíngu náði hún þeim bata, sem entist drjúgan hluta ævinnar. Þá gjöf mat Herdís og naut til fulls. Hún var alltaf kvik í hreyfíngum og hljóp við fót. Hafði yndi af allri útiveru, sérstaklega garðrækt, golfí og laxveiðum. Þar voru þau hjónin, Herdís og Valtýr, samhent eins og í öðru. Heimili þeirra á Túngötu 3 bar þess augljósan vott, en þar ríkti mann- gæska, friðsæld og sá andi sem gerir híbýli að heimili. Enda þótti yfírleitt sjálfsagt, að þar kæmi fjöl- skyldan saman, jafnt við hátíðleg tækifæri sem önnur. Þau voru mörg enda var alla tíð afar kært með systrunum þremur, Herdísi, Ragn- heiði og Ingibjörgu. Samband þeirra var náið og einkenndist af gagn- kvæmri virðingu og tillitssemi. Þær voru ætíð stoð og stytta og bestu vinkonur hver annarrar. Ekki ætlum við mæðgurnar á Túngötu að tíunda einstakar minn- ingar. Þær eru óteljandi og fylla hugann hlýju og velíðan. Allar nut- um við þeirrar ástúðar og leiðsagnar Herdísar og Valtýs sem við búum að alla ævi. Sú yngsta, þriðja kyn- slóðin, naut reyndar aðeins návistar Herdísar, en þá var veitt enn ríku- legar enda einstaklega kært með þeim Önnu Margéti. Síðustu ar voru Herdísi erfíð sök- um heilsubrests. Þungbærust var þverrandi sjón, en hún hafði alltaf lesið sérlega mikið. Henni var ekki að skapi að láta aðra hafa fyrir sér, enda vanari því um ævina að hlúa að öðrum og annast, gefa frek- ar en þiggja. Hún fékk hægt andlát á heimili sínu, í húsinu þar sem hún hafði búið í 60 ár. Þótt við vitum, að hvíldin hafi að einhverju leyti verið kærkomin, þá eiga rökhugsun og tilfinningar ekki alltaf samleið. Það er svo tómlegt í húsinu og söknuður í sálinni nú þegar samverustundum okkar er allt í einu lokið. Þær voru sem betur fer margar og skemmtilegar, enda hægt um vik þar sem við bjuggum allar í sama húsi sl. tæpan áratug. Eins og ævinlega var einhvem veg- inn sjálfgefíð að hittast á heimili Herdísar og þar sátum við daglega og spjölluðum um heima og geima. Líkamleg heilsa Herdísar var vissu- lega á þrotum en hugsunin var allt- af jafnskýr og snögg og minnið óbrigðult. Hún var afar fróð og vel að sér, þótt ekki setti hún ljós sitt undir mæliker og væri með afbrigð- um hógvær. Til hennar gátum við alltaf leitað. Alla ævi áttum við vís- hverfa frá námi sökum heilsubrests. Hinn 19. júni 1937 giftist Herdís Valtý Albertssyni lækni í Reykjavík. Hann lést 18. janúar 1984. Þau hjón voru útivistarmanneskj- ur og stunduðu bæði laxveiðar og golf árum saman. Valtýr var annar tveggja frumkvöðla golfs á Islandi. Her- dís varð fyrsti kven- meistari í golfi á Islandi 1938, og vann hún meistarabikar kvenna alis fimm sinnum. Að auki vann hún til ótal annarra verðlauna í golfi. Heimili þeirra hjóna var alla tíð á Túngötu 3 í Reykjavík. Útför Herdísar fór fram í kyrrþey. an kærleika hennar og umhyggju, kjölfestu í lífínu, sem aldrei brást. Það getum við ekki fullþakkað, enda aldrei til þess ætlast. Minningamar varðveitum við ætíð í hjarta okkar. Hvíl í friði, elsku Herdís. Geirlaug Herdís, Ragnheiður, Herdís og Anna Margrét. Herdís er dáin. Alltaf verður maður jafn harmi lostinn, þegar einhver deyr, sem manni þykir vænt um. Fyrstu minningar mínar um Her- dísi eru frá því að ég, þriggja ára, var tekin í fóstur af föðursystur minni, móður Herdísar, Geirlaugu Stefánsdóttur. Herdís var þá í læknisfræði [ háskólanum og fór á milli á hjóli. Áður en hún fór í tíma og þegar hún kom heim hafði hún tíma til að hjóla með mig, stelpu- nóruna. Þetta einkenndi Herdísi alla hennar ævi. Alltaf að gera eitt- hvað fyrir aðra. Ég minnist líka sem 16 ára tán- ingur, rétt fyrir jól, að jólakjóllinn sem átti að nota á jólaböllin var ekki tilbúinn. Ja, þvílíkur grátur og gnístran tanna. Herdís var nýkomin frá Ameríku og hvað gerði hún? Hún gaf mér kjól, nýjan og keyptan í Ameríku. Ég er nú búin að búa í Danmörku frá febrúar 1952, en alltaf hefur sama hlýjan og áhuginn á högum mínum streymt frá Herdísi. Alltaf var jafn gaman að koma heim og gista hjá Herdísi. Frá bernskuheimilinu vorum við vanar því að ef gest bar að garði var strax settur pottur á hlóðir og súkkulaðiplötur með vatni hitaðar, bakaðar pönsur og þeyttur tjómi, bestu bollarnir teknir fram og kveikt á kertum. Þessum sið var vel við haldið á heimili Herdísar. Aldrei vantaði umræðuefni. Það var alltaf allur heimurinn til umræðu. Fyrst var það útvarpið og alltaf dagblöðin og síðan kom sjónvarpið. Herdís var sérstaklega gáfuð kona sem hafði alla tíð mikinn áhuga á heiminum í kringum sig. Þar að auki var hún mjög hnyttin í svörum. Ég minnist til dæmis að þegar ég sagði, að sonur minn væri í herþjónustu frá 9-17, svaraði Herdís þá: „Jæja, á stríð nú að ger- ast á milli níu og fimm?“ Því miður stoppaði heilsa hennar til dæmis læknisnámið. Herdís gekk eiginlega aldrei heil til skógar. Aldr- ei heyrði ég hana kveinka sér. Allt- af var hún að hugsa um aðra í kring- um sig. Elsku Herdís mín. Þessi fátæk- legu orð eru skrifuð til að þakka þér fyrir allt það góða sem þú gafst mér og mínum. Erna Stefánsdóttir Rubjerg. Hún Herdís, móðursystir mín, er látin. Herdís ólst upp á fallegu heimili foreldra sinna. Systurnar voru þtjár. Móðir þeirra, Geirlaug Stefánsdótt-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.