Morgunblaðið - 06.02.1997, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997 45
I
I
>
I
>
>
W
d
5
I
f
FRÉTTIR
Norræn samtök um
vemdun lands-
byggðarinnar
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
JON H. Sigurðsson afhenti Haraldi Guðmundssyni fyrstu íbúð
SEM-samtakanna, en hann slasaðist alvarlega í ágúst sl. Fyrir
aftan standa: Sigrún Árnadóttir og Anna Þrúður Þorkelsdóttir
frá RKI og Eydís Lúðvíksdóttir, eiginkona Haralds ásamt börn-
um sínum Guðmundi og Hafdisi Lilju.
SEM samtökin afhenda íbúð
STJÓRN Húsnæðisfélags SEM-
samtakanna afhenti 1. febrúar
sl. einum félagsmanna sinna ný-
keypta íbúð til leigu í Fannafold. *
í félaginu eru aðeins einstakling-
ar sem hafa lent í hörðum slysum
og lamast varanlega og eru fé-
lagsmenn nær allir bundnir
hjólastólum.
í fréttatilkynningu segir að
takmark félagsins undanfarin
átta ár hafi verið að byggja eða
kaupa sérútbúið húsnæði sem
henti vel hreyfihömluðu fólki.
Þá segir að Rauði kross Islands
hafi styrkt framtakið um fimm
milljónir króna auk þess að góð-
ar undirtektir hafi verið við
byggingarhappdrætti Húsnæðis-
félags SEM.
FORMLEGA hefur verið géngið frá
stofnun Norrænu áhugamannasam-
takanna „Hela Norden skall leva“.
Samtök þessi eru mynduð af lands-
samböndum í Noregi, Svíþjóð, Dan-
mörku og Finnlandi sem hafa áhuga
á verndun landsbyggðarinnar. En
auk þeirra eru Bændasamtök ís-
lands aðili að samtökunum.
Valið hefur verið í stjórn með
fulltrúa frá hverju aðildarlandi, en
auk þess var frú Vigdís Finnboga-
dóttir fyrrverandi forseti íslands
gerð að heiðursforseta samtakanna
og þar með verndara þeirra.
Að sögn Jónasar Jónssonar fyrr-
verandi búnaðarmálastjóra og full-
trúa í stjórn „Hela Norden skall
leva“ hafa samtökin verið í mótun
undanfarin þijú ár. „Meginmarkmið
þeirra er að vemda landsbyggðina
með því að leggja rækt við lifandi
menningar- og atvinnulíf og hafa
þau til að mynda áhuga á því að
lítil samfélög njóti virðingar og fái
Umboðsmaður barna
Vill breyta
skaðabóta-
lögunum
UMBOÐSMAÐUR barna skorar á
dómsmálaráðherra að beita sér fyr-
ir breytingu á skaðabótalögunum
varðandi miskabætur til barna sem
fórnarlamba kynferðisafbrota.
Tilefnið er dómur Hæstaréttar
sem kveðinn var upp 23. maí 1996
þar sem miskabætur til barns
vegna alvarlegs kynferðisbrots
föður voru ákvarðaðar helmingi
lægri en bætur sem dæmdar voru
barninu í héraði. í álitsgerð sem
umboðsmaður barna hefur samið
segir að dómurinn veki upp spurn-
ingar um hvaða atriði komi til
skoðunar eða skuli koma til skoð-
unar við mat dómstóla á fjárhæð
miskabóta skv. 26. gr. skaðabóta-
laga nr. 50/1993 í málum vegna
kynferðisbrota gegn börnum.
I álitsgerð sinni vekur umboðs-
maður barna athygli á breytingum
sem gerðar hafa verið m.a. á
norsku skaðabótalögunum þar sem
tilgreind eru ákvæði sem dómstólar
skulu leggja sérstaka áherslu á við
mat sitt á fjárhæð miskabóta
vegna kynferðisbrota á börnum og
má þar m.a. nefna að misnotkun
ættartengsla er eitt af þeim atrið-
um sem á að leiða til hækkunar á
miskabótum. Umboðsmaður barna
telur brýnt að skaðabótalögum nr.
50/1993 verði breytt til samræmis
við norsku skaðabótalögin til þess
að koma í veg fyrir að fyrrnefndur
hæstaréttardómur hafi fordæmis-
gildi í sambærilegum málum.
í niðurlagi álitsgerðarinnar segir
orðrétt: . . .„beini ég þeirri áskorun
til dómsmálaráðherra að við
heildarendurskoðun skaðabótalaga,
sbr. 3 gr. laga nr. 42/1996 um
breytingu á skaðabótalögum nr.
50/1993 verði 26. gr. laganna
breytt á þann veg að í ákvæðinu
verði tilgreind þau atriði sem sér-
stök áhrif hafa við ákvörðun bóta-
fjárhæðar til barna sem fómar-
lamba kynferðisbrota.“
Afhenti trúnað-
arbréf í
Kostaríka
EINAR Benediktsson, sendiherra,
afhenti 31. janúar sl. José Mana
Figueres, forseta Kostaríkaj trún-
aðarbréf sitt sem sendiherra Islands
í Kostaríka með aðsetur í Washing-
ton, D.C.
sömu þjónustu og stærri bæir og
borgir,“ segir hann.
Jón segir ennfremur að á íslandi
sé ekki til landssamband um þessi
málefni eins og á hinum Norður-
löndunum, en Bændasamtök Is-
lands, kvenfélagasamtökin og fleiri
samtök hafi rætt þann möguleika
að slíkt samband verði stofnað.
Aðallega samráðsvettvangur
Jónas segir að hin nýstofnuðu sam-
tök séu fyrst og fremst samráðs-
vettvangur, ekki sé ætlunin að búa
til neitt skrifstofubákn heldur að
beita sér fyrir fundum og ráðstefn-
um til að ræða og kynna þá starf-
semi sem fer fram í hveiju landi
fyrir sig,“ segir hann.
Þá segir Jónas að samtökin hafi
fengið fjárstuðning til starfseminn-
ar frá menningarmálasjóði Norður-
landaráðs, en með þessum stuðningi
séu samtökin um leið að fá vissa
viðurkenningu frá ráðinu.
MR. BLOND er einn þeirra
karldansara sem staddir
eru á Islandi.
Karldans um
helgina
FJÓRIR karldansarar sem kalla sig
„The Los Angeles Bad Boys“ eru
staddir á Islandi og koma þeir fram
á veitingahúsunum Erótik Club
Óðali í Austurstræti og Píanói í
Hafnarstræti frá fimmtudegi til
laugardags.
Strákarnir dansa á veitinga-
staðnum Píanói fimmtudags- og
föstudagskvöld frá kl. 21, bæði
kvöldin, og á laugardagskvöld á
Óðali frá kl. 21-3. Sérstakur gestur
á laugardagskvöld er hinn íslenski
Charlie. Á Óðali verður dansað á
1. og 2. hæð og leikið fyrir dansi á
3. hæð. Sami miði gildir á allar
hæðir.
Þingflokkur
jafnaðarmanna
Samræða
um launin og
réttlætið
ÞINGFLOKKUR jafnaðarmanna
hefur ákveðið að efna til „Samræðu
um launin og réttlætið á íslandi" á
Hótel Loftleiðum laugardaginn 8.
febrúar kl. 14 til 17.30. Formið á
fundinum er nýlunda hér á landi því
þar munu forystumenn úr verkalýðs-
hreyfingunni og hagfræðingar segja
álit sitt á stöðu mála og svara fyrir-
spurnum þingmanna þingflokks jafn-
aðarmanna, segir í fréttatilkynningu.
Þingflokkur jafnaðarmanna hefur
að undanförnu heimsótt vinnustaði
og rætt við ýmsa fulltrúa launafólks
á skrifstofum samtaka þeirra. í
framhaldi af því efndi þingflokkurinn
til umræðu utan dagskrár á Alþingi
um alvarlega stöðu samningamála.
Nú vill þingflokkurinn gefa almenn-
ingi kost á að fylgjast með samræð-
um þingmanna sinna við frammá-
menn í samtökum launafólks fyrir
opnun tjöldum. Allir eru velkomnir á
Hótel Loftleiðir laugardaginn 8. febr-
úar kl. 14 til þess að sýna samtöðu
og fræðast um þau viðhorf sem uppi
eru.
Rannsóknir
ræddar á ráðu-
nautafundi
RÁÐUNAUTAFUNDUR Bænda-
samtaka ísland og Rannsókna-
stofnunar landbúnaðarins verður
haldinn í ráðstefnusal A á 2. hæð
Hótels Sögu 11.-14. febrúar nk.
Ráðunautafundurinn er alhliða
fagráðstefna þar sem lagt er fram
margvíslegt efni úr niðurstöðum
rarinsókna og umræður fara fram
um ýmis framfaramál í landbúnaði.
Fundurinn er öllum opinn.
Fyrsti dagur fundarins er helgað-
ur sauðfjárrækt þar sem gerð verð-
ur úttekt á framleiðslu- og hagræð-
ingarmöguleikum greinarinnar. Á
miðvikudag verður fjallað um tölvu-
notkun í landbúnaði sem eykst með
degi hveijum, bæði hjá bændum og
starfsmönnum þeirra. Skógrækt og
landnýting verður rædd fyrir hluta
fimmtudags og m.a. kynnt áætlun
um Suðurlandsskóga. Önnur helstu
fundarefni eru jarðrækt, fóður, loð-
dýr, hross og svín.
Skráning og afhending gagna
hefst kl. 8.15 þriðjudaginn 11.
febrúar og fundurinn verður settur
stundvíslega kl. 9. Ráðstefnugjald
er 7.000 kr. og er innifalið í því
ráðstefnurit með öllum erindum eða
yfirlitum þeirra og kaffi/te. Ráð-
stefnugjald fyrir einn dag er 2.000
kr. og ráðstefnuritið kostar í lausa-
sölu 2.500 krónur.
Nánari upplýsingar um fundinn
er að fá hjá Bændasamtökum ís-
lands og Rannsóknastofnun land-
búnaðarins.
Flugeldar á
kínverskum
áramótum í
Perlunni
í TILEFNI af 25 ára stjómmála-
sambandi íslands og Kína verður
efnt til sérstakra Kínadaga í Perl-
unni dagana 7.-9. febrúar nk. Að
Kínadögum standa Islensk-kínv-
erska viðskiptaráðið, Kínversk-ís-
lenska menningarfélagið og utan-
ríkisráðuneytið.
Fimmtudaginn 6. febrúar er
gamlársdagur í Kína og samkvæmt
kínverskri hefð verður gamla árið
kvatt rneð flugeldasýningu sem
verður við Perluna fimmtudaginn
6. febrúar nk. kl. 21-22 og nýju
ári fagnað að morgni föstudagsins
7. febrúar kl. 8-9.
Skóli fyrir börn
frönskumæl-
andi foreldra
ALLIANCE Frangaise stofnaði
haustið 1996 skóla fyrir börn frön-
skumælandi foreldra sem ber heitið
„Petite Ecole Francaise“.
I hérlendum skólum geta þessi
börn fengið aðgang að íslensku
máli og menningu en til þess að
veita þeim tækifæri til að viðhalda
og rækta þeirra frönsku hlið, stofn-
aði Alliance Fran?aise þennan
franska skóla sem í em börn á aldr-
inum 4-14 ára. Kennarar skólans
eru franskir og í hveijum hópi eru
10-12 nemendur.
Þegar farið var af stað með skól-
ann síðasta haust fékk hann óvænt-
an stuðning frá „Foundation
Hachette" sem er styrktaraðili inn-
an Matra-Hachette bókaútgáfunn-
ar, sem gaf allar bækur og kennslu-
gögn sem skólinn þurfti á að halda.
Skólanum hefur verið vel tekið
og er nú hafin innritun á vornám-
skeið. Hefst námskeið eldri barna
7. febrúar en þeirra yngri 8. febr-
úar.
Innritun stendur yfir í Alliance
Francaise og em þar einnig veittar
allar frekari upplýsingar um skól-
ann.
Misfarið með
textajólasöngs
ájólakorti
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi frá Hans Petersen hf.:
„Að gefnu tilefni langar okkur
að koma á framfæri ábendingu frá
Elsu G. Guðjónsson sem gerði
texta jólasöngsins Skreytum hús
(Deck the Hall) sem er gamalt jóla-
lag frá Wales.
Á einni tegund jólakorta Hans
Petersens hf. sem selt var fyrir
jólin hafði verið settur textinn:
„Tendrum ljós á trénu bjarta.
Tendram ljós í hveiju hjarta.“
Texti Elsu E. Guðjónsson er hins
vegar svohljóðandi: „Tendmm ljós
á trénu bjarta. Tendrum jól í hveiju
hjarta.“ Viljum við koma þessari
leiðréttingu á framfæri og biðj-
umst velvirðingar á því að ekki var
farið rétt með textann og höfundar
hans var ekki getið.“
Doktorsvörn í
lyfjafræði
DOKTORSVÖRN við lyfjafræði
lyfsala, læknadeild Háskóla Is-
lands, fer fram laugardaginn 8.
febrúar í Odda, sal 101 og hefst
kl. 14. Öllum er heimill aðgangur.
Hafrún Friðriksdóttir, iyfja-
fræðingur, ver doktorsritgerð sína
„Polymer enchanccement of cyc-
lodextrin complexation. In vitro
and in vivo observations“ eða
Áhrif fjölliða á fléttumyndun cýk-
lódetrína sem læknadeild hefur
metið hæfa til doktorsprófs.
Andmælendur af hálfu lækna-
deildar verða dr. Nicholas Bodor,
prófessor við University of
Florida, Bandaríkjunum og dr.
Arto Urtti, prófessor við Univers-
ity of Kuopio, Finnlandi. Deildar-
forseti læknadeildar, prófessor
Einar Stefánsson, stjórnar athöfn-
inni.
Heimildar-
myndin Aðvör-
un um hættu
sýnd í bíósal
MÍR
SOVÉSKA heimildarkvikmyndin
Aðvörun um hættu eða „Prédúpres-
hdeníe ob opastností" verður sýnd
í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnu-
daginn 9. febrúar kl. 16. Mynd
þessi var gerð árið 1983 meðan
„kalda stríðið“ milli risaveldanna
og fylgiríkja þeirra stóð enn yfir.
Fjallað er um þær hörmungar
og ógnir sem styrjaldir hafa jafnan
í för með sér og þó einkum hætt-
una á gereyðingu heimsbyggðar-
innar, sem samfara yrði kjarnorku-
stríði á vorum dögum. Skýringar
eru með myndinni á ensku. Að-
gangur er öllum heimill og ókeypis.
KATRÍN Hrafnsdóttir og
Guðrún Karla Sigurðardóttir
á hárstofunni Hjá Körlu.
Hjá Körlu
opnuð
HÁRSTOFAN Hjá Körlu var opnuð
12. nóvember sl. að Strandgötu 19,
Hafnarfirði. Eigandi stofunnar er
Guðrún Karla Sigurðardóttir. í jan-
úar hóf þar störf Katrín Hrafnsdótt-
ir.
Unnið er við alla almenna hár-
þjónustu, jafnt fyrir dömur sem
herra. Opið er mánudaga, þriðju-
daga og föstudaga kl. 10-20, mið-
vikudaga og fimmtudaga kl. 10-22
og á laugardögum er opið frá kl.
11-16.
LEIÐRÉTT
Þingmenn jafnaðarmanna
RANGHERMT var í frétt í gær um
þingsályktunartillögu um allsheij-
arúttekt á áhrifum Efnahags- og
myntbandalags Evrópu á íslenskt
efnahagslíf, að flutningsmenn væru
þingmenn úr Alþýðuflokki. Hið
rétta er að einn þriggja flutnings-
manna er Ágúst Einarsson þing-
maður Þjóðvaka, sem situr í þing-
flokki jafnaðarmanna. Ágúst er
jafnframt fyrsti flutningsmaður til-
lögunnar.