Morgunblaðið - 06.02.1997, Qupperneq 46
46 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Tommi og Jenni
Ferdinand
Við verðum að tala saman... En hvernig getum við talað sam- Voff er ekki tal...
an ef þú ert hundur og hundar
geta ekki talað? Voff!
BREF
TEL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
• Netfang: lauga@mbl.is
Sólskríkjusj óðurinn
- tilgangur og starfsemi
Frá Þorsteini Eriingssyni:
MARGAR fyrirspumir hafa bor-
ist föður mínum, Erlingi Þorsteins-
syni, um hinn svo kallaða Sól-
skríkjusjóð upprana hans, tilgang
og þau störf sem unnin eru í hans
nafni. Þar eð ég, undirritaður, hef
nú tekið við formannsstarfmu af
föður mínum langar mig meðal
annars til að svara í fáum orðum
þessum fyrirspurnum.
Sjóðinn stofnaði Guðrún J. Erl-
ings, föðuramma mín, á sjötugsaf-
mæli sínu þann 10. janúar 1948 í
minningu eiginmanns síns Þorsteins
skálds Erlingssonar en hann var,
eins og þjóð veit, mikill fuglavinur
og bera ljóð hans um fuglana vott
um það.
Tilgangur sjóðsins er að kaupa
fuglafóður og senda það til sem
flestra grunnskóla víðsvegar um
landið óg að fá nemendur til að
gefa smáfuglunum þegar snjór þek-
ur jörð. Er það gert í þeirri trú að
það sé góð aðferð til að stuðla að
hjálpfýsi og miskunnsemi barna og
unglinga.
Eftir lát Guðrúnar, árið 1960,
veitti faðir minn sjóðnum forstöðu
þar til ég tók við því starfi fyrir
nokkru.
Tekjur sjóðsins voru fyrstu árin
aðeins ágóði af útgáfu jólakorta og
minningarspjalda en auk þess hafa
honum borist margar góðar gjafir
sem hafa komið sér vel og eiga
gefendurnir innilegar þakkir skilið.
Utgáfu jólakorta lauk árið 1980 af
ýmsum ástæðum en minningar-
spjöld eru enn fáanleg hjá sjóðnum.
Nokkrir þjóðkunnir listamenn, sem
Guðrún þekkti vel, færðu henni
teikningar og málverk að gjöf til
þess að láta prenta jólakortin eftir.
Meðal þeirra voru Höskuldur
Björnsson, Guðmundur Einarsson
frá Miðdal og Jóhannes Kjarval.
Velvilji fyrirtækja
ómetanlegur
Fljótlega eftir stofnun sjóðsins
kom kurlaður maís á markaðinn
sem smáfuglafóður og var hann
almennt notaður. Það var fyrsta
fuglafóðrið sem Sólskríkjusjóðurinn
sendi til skólanna og er hann það
að stórum hluta enn. Ég held að
Fóðurblandan hafi verið eitt fyrsta
fyrirtækið hér á landi sem kurlaði
maís og setti hann á markað al-
menningi til kaups. Fyrirtækið bauð
Sólskríkjusjóðnum að greiða honum
5% af útsöluverði þess maískurls
sem fyrirtækið seldi ár hvert og
kom það sér mjög vel fyrir sjóðinn.
Þennan sama velvilja sýndu forráð-
menn Lýsis hf. einnig árum saman.
Fyrir allmörgum árum hætti Fóð-
urblandan að kurla maís en fyrir-
tækið Katla yfirtók framleiðsluna
og voru stjórnendur þess svo vin-
samlegir að veita sjóðnum einnig
þessi 5% og var það þegið með
þökkum en sjóðurinn hefur fengið
þau í formi korns.
Fyrirtækið Kornax hóf innflutn-
ing á ómöluðu hveitikorni og stóð
Sólskríkjusjóðurinn fyrir tilraunum
með að gefa fuglunum það samtím-
is maískurli á sama stað en aðskilið
og í sama magni. Oftast voru þeir
álíka langan tíma að éta báðar þess-
ar korntegundir.
Forráðamenn Kornax hafa einnig
veitt Sólskríkjusjóðnum skerf af
söluverðmæti hveitikorns sem einn-
ig er sent til grunnskólanna. Árlega
hefur þeim skólum fjölgað sem
Sólskríkjusjóðurinn sendir korn til
og eru þeir nú orðnir um fjörutíu
talsins.
Hvernig haga skal fóðrun
Fólk hefur á liðnum árum oft
hringt til formanns Sólskríkjusjóðs-
ins og spurst fyrir um hvernig best
sé að haga fóðrun smáfuglanna.
Því er til að svara áð æskilegast
er talið að gefa þeim strax og birtir
í skammdeginu og dreifa fóðrinu
þar sem kettir síst ná til þeirra —
út á svalir þar sem komið hefur
verið fyrir spjaldi á handriðið fyrir
fóðrið og út á hús- eða bílskúrsþök.
Um leið og ég sendi skólunum
bestu nýársóskir fyrir hönd Sól-
skríkjusjóðsins vil ég þakka for-
ráðamönnum þeirra fyrir samskipt-
in á árinu sem er að líða og nemend-
unum fyrir að gefa fuglunum. Ég
vil sérstaklega þakka Flugleiðum
og íslandsflugi fyrir þá höfðinglegu
og ómetanlegu hjálp sem þeir hafa
veitt okkur við að flytja kornsekkina
ókeypis út um landið, einnig Val-
geiri Guðmundssyni, frænda mín-
um, fyrir að sjá um að koma fóðr-
inu til flutningsaðila.
Að lokum vil ég óska öllum lands-
mönnum gleðilegs nýs árs og hvetja
þá að gefa smáfuglunum þegar jörð
er hulin snjó og hart er í ári hjá
þessum smáu meðbræðrum okkar!
ÞORSTEINN ERLINGSSON,
Bólstaðarhlíð 3, Reykjavík.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavfk. SlMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG:
MBL@CENTRUM.IS / Áskriftargjald 1.700 kr. á mánuði innanlands. 1 tausasölu 125 kr. eintakið.