Morgunblaðið - 06.02.1997, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 06.02.1997, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997 47 ___________BREF TIL BLAÐSINS______ Að berja höfðinu við steininn Frá Jóni K. Guðbergssyni: MIKIÐ er ánægjulegt að enn skuli uppi með þjóð vorri fólk sem býr yfir svo ósvikinni og skemmtilega einsýnni húsbóndahollustu að ljóm- i inn af störfum þess mun á lofti meðan menn hafa einhverja ánægju af skoplegri skemmtan. Út er geng- I i_n á þrykk framtíðarsýn stjórnar ÁTVR og þar veijast nú ekki smá- munirnir fyrir höfundinum. Enda verður maður að standa sig þegar maður er skipaður í stjórn af yfir- völdum sem hafa einkavinavæðing- una fyrir sinn guð og þykir sómi að sköttunum, einkum þó tekjusköttum á lágar tekjur og miðlungs. í raun og veru eru störf þessarar stjórnar til fyrirmyndar fyrir þá sem kunna í framtíðinni að hljóta þá | upphefð eða lenda í þeim hremming- ' um að þurfa að vinna eftir trúarsetn- ingum sem eru jafnfjarri manneskju- legum viðhorfum og heilbrigðri skynsemi - en setja einkagróðann í öndvegi. Þeir sem eiga að gera tillögur um áfengismálastefnu mega helst ekki vita af því sem sérfræðingar Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hafa til málanna að leggja - og ef þeir hafa einhveija nasasjón af slíku má alls ekki láta á því bera. Þeir mega til að mynda alls ekki vita að áfengiseinkasala þykir þar á bæ góður kostur í forvörnum en vafa- samt hvort fræðsla ein og sér geri nokkurt gagn. Auðvitað er miklu snjallara að bera á borð það sem áfengisframleiðendur haida fram að bestu forvarnir séu að bæta aðgengi að þessum vímugjafa og auka jafn- framt fræðsluna. Enginn skyldi láta sér detta í hug að þar sé einhver maðkur í mysunni og þeir menn séu fremur að hugsa um budduna sína en almannaheill. Að ekki sé minnst á augljósar niðurstöður af slíkri röksemda- færsiu. Því að ljóst má vera ef að- gengi að vímuefni skiptir engu um tjónið sem það veldur en fræðslan ein dugar - þá er því fé á glæ kast- að sem fer í að stemma stigu við innflutningi ólöglegra vímuefna, best að gefa allt fijálst og auka bara fræðsluna. Ekki er ástæða til að gefa gaum að rannsókn Hagfræðideildar Há- skóla íslands á kostnaði þeim sem áfengisneysla veldur þjóðinni. Og fara verður með þá staðreynd sem mannsmorð að líklega er engin vöru- tegund jafnmikið niðurgreidd af skattþegnum sem áfengi. Bráð- snjallt er að lækka verðið. Þó ekki væri nema fyrir útlendinga sem sum- ir halda að komi hingað einkum og sér í lagi til að drekka áfengi. Skítt með alla skattþegna sem tjónið greiða. Og náttúrulega þá sem fyrir tjóninu verða, eru til að mynda fórn- arlömb öldrukkina ökumanna eða ölvaðs ofbeldisfólks. Svo er náttúrulega grundvallar- atriði að hafa ekki hugmynd um það sem vísindamenn íslenskir á þessu sviði, svo sem prófessor Tómas Helgason, hafa um málið að segja. Og ef maður veit eitthvað um slíkt ber að tortryggja og draga í efa og halda sjálfur eitt eða annað, búast við og gera ráð fyrir. Á hinn bóginn skal öllu trúað sem verslunarráð og kaupmannasamtök og aðrir sem stunda þá iðju að dreifa áfengi láta frá sér fara. Og enginn skyldi ætla að tilgangur slíks fólks væri ekki hreinn og soralaus. Þar er nú ekki verið að hugsa um eigin hagnað. Þar er nú heldur betur ver- ið að hugsa um velferð þjóðarinnar. Þar býr alviskan í áfengismálum. Allt þetta og margt fleira þurfa húsbóndahollir stjórnarmenn að kunna. Og svo náttúrulega að beija hausnum við steininn. JÓN K. GUÐBERGSSON, Máshólum 6, Reykjavík. Schubert í Sjónvarpinu Frá Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur. ÉG VIL taka undir orð Baldurs Sím- onarsonar sem birtust í Morgunblað- inu í dag, sunnudaginn 2. febrúar, varðandi hátíðarhöld Ríkissjónvarps- ins vegna 200 ára afmælis Franz Schuberts (1797-1828). Þ.e.a.s. skort á hátíðarhöldum. Hátíðarvönt- un. Þann 31. janúar, á afmælisdag- inn sjálfan, var hið eina sem minnti á Schubert það, að í Dagsljós komu tveir ágætir listamenn og fluttu eitt laga hans og kynntu tónleika sína í leiðinni. Frumkvæði listadeildar Sjónvarpsins var sem sé ekkert. Vart þarf að taka fram að ekki skort- ir áhugann hér á landi, hvorki á tónlist Schuberts né klassískri tónlist yfirleitt. Máli mínu til stuðnings bendi ég á þrenna Schubert-tónleika sem haldnir voru í Reykjavík, Garðabæ og Kópavogi í janúar en þar var alls staðar fullt hús. Hvergi kom þar Sjónvarpið nærri og væri þó ástæða til að leyfa landsbyggðar- fólki að njóta, svo. og öðrum þeim sem af ýmsum ástæðum hafa ekki tök á að sækja tónleikana. Látum nú svo vera að þetta af- mæli hafi farið framhjá listrænum stjórnendum Sjónvarps. En það er þessi viðvarandi skortur á metnaði og vilja til að koma til móts við þenn- an breiða hóp tónlistarunnenda um allt land sem varð tilefni þessa bréfs. Tökum dæmi um efni sem ekki er lengur keypt eða sem aldrei hefur ratað til Islands: Ég minnist söng- keppninnar í Cardiff sem við fengum að fylgjast með til skamms tíma, keppni sem vekur athygli víða um heim enda afskaplega vel framreidd af sjónvarpinu í Wales. Píanókeppn- in í Leeds er ein sú þekktasta í heimi og þeir sem dvalið hafa í Bretlandi vita að áhorfendur BBC geta fylgst með öllum stigum keppninnar. Sama má segja um valið á tónlistarmanni ársins af yngri kynslóðinni (Young musician of the year), þeirri tónlist- arveislu eru gerð góð skil hjá BBC. Fjölmargir þættir hafa verið gerðir um tónskáld og tónlistarmenn lífs og liðna. Ég minnist frábærs þáttar um Leonard Bernstein, hljómsveit- arstjóra og píanóleikara. Upptaka frá nýárstónleikum Vínarfílharmóníunnar gladdi unn- endur Vínartónlistar í byijun hvers árs en einnig þeir hafa horfið af dagskrá hér. Miðað við aðsókn að Vínartónleikum Sinfóníuhljómsveit- ar íslands má þó glöggt sjá að áhug- inn er mikill: uppselt var á ferna tónleika í janúar (4.000 sæti alls) og langt er komið með að selja á jafnmarga tónleika árið 1998. Árið 1997 er nýbyijað. Vonandi á Sjónvarpið einhveija gullmola í handraðanum. P.s. til að vera viss um að gæta sanngirni las ég sjónvarpsdagskrána vel, en á sunnudagseftirmiðdögum er stundum að finna efni fyrir tón- listaráhugafólk. í dag, 2. febrúar, er dagskrá fram að fréttum þessi, fyrir utan barnaefnið: íslandsmót í atskák; íslandsmót í badminton og vestri frá 1950. ANNA GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR, Leirutanga 49, Mosfellsbæ. ■ ■ , Tveir góðir í sttióintt: Og líttu á verðið SUZUKIVITARA JLX, 5-dyra: aðeins 1.940.000 KR. BALENO WAGON 4WD fyrir aðeins 1.580.000,-kr. BALENO 1BALENO WAGON 4WD rSUZUKIX AFL oc; v ÖRYGGI Prufukeyrðu Suzuki í dag. Taktu nokkrar beygjur, fvnndu þœgilegan gír. Mjúkur og léttur - eins og akstur á ao vera. SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 568 51 00. SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf. Laufásqötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla og búvélasalan hf. Miðási 19, sími 471 20 11. Keflavík: BG bílakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. ISLENSKIR Jtg OSTAR^

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.