Morgunblaðið - 06.02.1997, Síða 48

Morgunblaðið - 06.02.1997, Síða 48
'48 FIMMTUDAGÚR 6. FÉBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Ókeypis lögfræðiaðstoð í kvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012. Orator féiag laganema. WICANDERS GUMMIKORK í metravís • Besta undirlagið fyrir trégólf og linoleum er hljóðdrepandi, eykur teygjanléika gólfsins. • Stenst hjólastólaprófanir. • Fyrir þreytta fætur. GUMMIKORK róar gólfin niður! í rúllum - þykktir 2.00 og 3.2 mm. PP &CO fc». ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVIK SÍMI553 8640 568 6100 PURA CUT frá MARBERT Ekki lengur feita og glansandi húð Regulating kremið gerir glansandi húð matta og kemur réttu jafnvægi á húðina. Sérstaklega ætlað fyrir blandaða húð. Balancing Gel er sérstaklega ætlað fyrir feitari og óhreinni húð. Gelið hefur þurrkandi áhrif og mattar húðina. Komdu við og fáðu prufur: Libia Mjódd. Nana Hólagarði. Holtsapótek Glæsibæ. Spes Háaleitisbraut. Evíta Kringlunni. Brá Laugavegi. Bylgjan Kópavogi. Snyrtihöllin Garðabæ. Sandra Hafnarfirði. Galley Förðun Kelfavík. Krisma ísafirði. Tara Akureyri. Apótekið Húsavík. Apótek Vestmannaeyja. PURA CUT Regul PURA CUT R^gulaHng Cream PURA CUT Eaonöng Gd Oit-rree ■ e»*t-ua,tö*r í tilefni 25 ára stjómmálasambands íslands og Kína verður efnt til Kínadaga '97, sem hefjast nýársdag skv. kínversku almanaki; 7. febrúar. Málþing, vörusýning og ýmsir listviðburðir Málþing um samskipti íslands og Kína í Perlunni föstudaginn 7. febrúar kl. 11.30-16.25. Efni: Samskipti á sviði vísinda, stjórnmála, menningar og lista, fjárfestinga, ferðamála og viðskipta; 21. öldin - öld Kína o.fl. Aðgangseyrir kr. 5000,- hádegisverður innifalinn, greiðist við innganginn. Skráning og upplýsingar í síma 588 8910 á skrifstofu FÍS, Húsi verslunarinnar, 6. hæð. Verið velkomin á vöru- og listsýninguna Gerið góð kaup á kínverskum vamingi. Ýmsar uppákomur á dagskrá alla helgina. Opin laugardag og sunnudag frá kl. 10 til 18. Aðgangur ókeypis. Ath: í tilefni Kínadaga '97 verður kínverskur áramótamatseðill á borðum í veitingahúsi Perlunnar! Íslensk-kínverska viðskiptaráðið Kínversk-íslenska menningarfélagið Utanríkisráðuneytið ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Frábær leiksýning- UM miðjan janúar fórum við systumar á alveg hreint frábæra leiksýningu á „Litlu hafmeyjunni" í flutningi Leikfélags Mosfellsbæjar. Bömin okkar tvö, sem bæði era á fjórða aldursári, voru með okkur og skemmtu þau bæði sér hið besta. Sýningin hélt athygli þeirra allan tím- ann svo og annarra í salnum og í hvert sinn er ljósin slokknuðu ámilli atriðaþeg- ar skipta þurfti um leik- mynd, óttuðust þau að allt væri búið og fullvissuðu sig um að það kæmi örugglega meira. Tónlistin í sýning- unni er ákaflega góð svo og þýðingin á textunum. Búningamir eru skemmti- lega hannaðir og skrautlegir og fórðun leikara, sem er í höndum þeirra sjálfra, er glitrandi og falleg. Flutning- ur sögunnar um „Litlu haf- meyjuna", sem við flest þekkjum af myndinni frá Walt Disney, kemst ágæt- lega til skila hjá þessum áhugamannaleikhópi og það var ánægjulegt að staldra við eftir sýningu og spjalla við leikarana sem margir hafa frábæra hæfileika til að standa á leiksviði og ættu svo sannarlega að halda áfram á þeirri braut. Að lokum viljum við hvetja foreldra að fara með bömin sín á þessa sýningu, því hún situr svo sannar- lega eftir í minningunni hjá okkur fjórum. Ágústa Ástráðsdóttir, Ástríður Ástráðsdóttir. Þakkirtil Meistarans hf. ÉG VIL þakka fyrir frá- bæra þjónustu og góðan mat, sérstakar þakkir til unga mannsins sem kom með kjöt til mín síðastlið- inn laugardag. Húsmóðir í Hafnarfirði. Skylda að vera með sundhettu VEGNA slysa sem hafa orðið í sundlaugum hér á landi langar mig að segja frá því að í Þýskalandi er fólk skyldað að vera með sundhettu í sundlaugum og nuddpottum. Þá er eng- in hætta á því að sítt hár flækist í niðurföllum eða botnlokum.. Þetta ætti að taka upp hér á landi. Hildegard Valdason Stefnumót góður þáttur MIG LANGAR að þakka Svanhildi Jakobsdóttur íyr- ir þáttinn sinn Stefnumót, sem er á dagskrá Ríkisút- varpsins, rás 1, á mánudög- um. Lögin hjá henni em vel valin og hún er góður stjómandi. Þessi þáttur er alveg einstakur og ég vil alls ekki missa af honum. Sigríður Ásta Um sundhettur í sundlaugum RÓSA hringdi og er hún með þá tillögu að fólk verði skyldað til að nota sund- hettu, bæði til að koma í veg fyrir slys eins og átti sér stað í Suðurbæjarlaug og eins hreinlætisins vegna. Tapað/fundið Gullarmband tapaðist GULLARMBAND tapaðist 3. febrúar, annaðhvort í strætó, leið 2 og 3, eða í Bónus á Suðurströnd. Skilvís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 588 2580 eða 551 3579. Ullarfrakki tapaðist ULLARFRAKKI, dökkur á lit, tapaðist í Perlunni 1. febrúar á 50 ára afmæli F.V.F.Í. Skilvfs finnandi vinsamlega hafið samband á skrifstofu félagsins í síma 562 1610. Linsubox fannst LINSUBOX fannst 27. janúar við Hótel Esju. Upplýsingar í gestamót- töku hótelsins. Prjónabuxur í Keflavík MIÐVIKUDAGINN 22. janúar töpuðust pijónaðar barnabuxur, hvítar með grænu munstri, að öllum líkindum við Hátún 36 í Keflavík. Annar möguy- leiki er að þær hafi tapast við Álftamýri 38-44 í Reykjavík. Buxurnar eru í miklu uppáhaldi og því er finnandi vinsamlega beðinn að hringja í síma 581-1891. Pils tapaðist GRÆNT sítt flauelspils tapaðist á Gus Gus-tón- leikunum í Perlunni föstu- daginn 31. janúar sl. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 551-9027. Gullúr tapaðist KVENMANNSGULLÚR með svartri skífu tapaðist 1. febrúar annaðhvort í Kringlunni eða við Snorrabraut. Skilvís finnandi vinsamlega hringið í síma 552 8685. Fundarlaun. Dýrahald Kisa fæst gefins SVARTUR og hvítur kettl- ingur, kassavanur, óskar eftir góðu heimili. Upplýs- ingar hjá Dýrleifu í síma 567 2502. Páfagaukur tapaðist BLÁR og hvítur páfagauk- ur, karlfugl, tapaðist frá Borgarholtsbraut í Kópa- vogi, 3. febrúar. Þeir sem hafa orðið fuglsins varir vinsamlega hafí samband í síma 554 3057. Læðu vantar heimili KOLSVÖRT, fimm mán- aða gömul læða þarf að eignast nýtt heimili vegna ofnæmis sem kom upp á núverandi heimili hennar. Áhugasamir dýravinir era beðnir að hafa samband í síma 587 6413. Hamstursbúr óskast EF einhver þarf að losna við hamstursbúr er sá vin- samlega beðinn að hringja í síma 587-6413. SKÁK Umsjón Margcir Pétursson STAÐAN kom upp á al- þjóðlegu móti í Wigan í Englandi í janúarmánuði. Alþjóðlegi meistarinn Jon- athan Parker (2.495) hafði hvítt og átti leik, en G. Quillan (2.320) var með svart og lék síðast 34. — Hf8—e8?? en rétt var 34. — Dd5 og staðan er tvísýn. Gallinn við hróksleikinn er sá að hann tekur flóttareit af kóngnum og leyfir mát með glæsilegri drottningar- fórn: 35. Dxh7+!! - Kxh7 36. Hh2+ - Bh6 37. Hxh6+ - Kg7 38. Hgl+ - Kf8 39. Hf6 mát! Fimmtudagsæfing hjá Taflfélagi Reykjavíkur í kvöld kl. 20 í félagsheimil- inu Faxafeni 12. Þröstur Þórhalls- son, formaður TR og fleiri hafa nú ákveðið að endur- vekja þessum fyrr- um vinsælu kvöldæfingar. í kvöld verða engin þátttökugjöld. HVÍTUR mátar í fimmta leik. Yíkverji skrifar... SEINT læra menn af reynsl- unni. Aðfaranótt þriðjudagsins gerði mikla snjókomu í höfuðborg- inni. Umferðaröngþveiti varð víða og gífurlegar bílaraðir mynduðust bæði á Suðurlandsbraut og á Kringlumýrarbraut við Bústaða- veg. Allt var þetta vegna þess að fólk var á vanbúnum bílum, jafn- vel sumardekkjum og þetta fólk komst hvergi lönd né strönd og þvældist fyrir öðrum sem voru betur búnir til hjólanna. XXX AFTUR endurtók sagan sig í gærmorgun, allar ökuleiðir á höfuðborgarsvæðinu urðu ófærar og nú var ófærðin sýnu meiri, enda snjórinn blautari og þar af leiðandi fastari fyrir. Ekki fannst Víkverja þó menn á sumardekkj- um hafa verið til trafala í umferð- inni, líklegast hafa þeir ökumenn skilið bílana eftir heima, en þeir sem mestum vandræðum ollu í gærmorgun voru jeppaeigendur. Víkveiji var að aka upp úr Foss- vogsdal í gærmorgun og í brekk- unni voru nokkrir bílar, sem ekki komust áfram. Víkveiji komst klakklaust upp úr dalnum, en varð að bíða allmikið vegna fastra bíla. Galdurinn var að fara ekki út fyr- ir hjólförin. Hins vegar voru nokkrir jeppaeigendur, sem voru afar óþolinmóðir og reyndu að fara fram úr, út úr hjólförunum. Slík ævintýramennska endaði með því að þeir stóðu á stundum þvers- um í götunni og virtust lítt burð- ugri en fólksbílarnir, sem tóku ástandinu með ró, biðu og mjökuð- ust áfram, þegar færi gafst. En eftir að upp úr dalnum kom voru allir erfiðleikar að baki. xxx EGAR slíkt ástand skapazt á götum borgarinnar og sér- staklega ef lögreglan útvarpar áskorunum til fólks um að fara nú ekki á bílum til vinnu, heldur taka strætisvagna, er eins og æði grípi suma vegfarendur. Það er líkt og slík áskorun virki sem hvatning á fólk til þess að stíga upp í bílinn og aka út í sortann. Ævintýramennskan kemst í al- gleyming meðal fólks. xxx EN hvað sem allri ófærð líður, geta Reykvíkingar vart kvartað. Það eru nú allmörg ár síðan slíka snjókomu hefur gert í höfuðborginni, að menn hafi átt í erfiðleikum með að komast leiðar sinnar. Og þrátt fyrir allt er slík snjókoma fagnaðarefni fyrir yngstu kynslóðina, sem virkilega nýtur þess að leika sér í snjónum. En honum fylgja líka hættur og snjóhús geta fallið yfir börn að leik. Foreldrar verða því að brýna fyrir börnum sínum að fara öllu með gát. Stórslys geta orðið falli snjóhús yfir börnin, sem hvorki skynja né þekkja þá hættu sem miklum snjó getur fylgt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.