Morgunblaðið - 26.03.1997, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 26.03.1997, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Ekið á stóð hrossa og 3 drepin ÞRJÚ hross drápust þegar vikurflutningabíll ók á hrossa- stóð við vegamót Síðuvegar og Ólafsvallaafleggjara í Ar- nessýslu um klukkan 13 í gær. Tvö hross önnur urðu fyrir meiðslum en dýralæknir með- höndlaði þau og gera menn sér vonir um að takist að bjarga þeim, að sögn Kjartans Georgs- sonar bónda á Ólafsvöllum. Sluppu út úr girðingu Hrossin höfðu sloppið út úr girðingum vegna mikils fann- fergis og var verið að reka þau heimleiðis þegar óhappið varð. Alls voru 17 hestar í stóðinu. Ekki var umtalsverð hálka á þessum slóðum og skyggnið var sæmilegt. Ökumaður vörubifreiðarinn- ar náði ekki að stöðva fyrr en um 300 metra frá slysstað að sögn Kjartans. Hann kveðst gera ráð fyrir að tryggingafé- lag bílsins muni greiða kostnað vegna hestanna. Bifreiðin varð fyrir talsverð- um skemmdum að framan- verðu. Skemmtanahald á föstudaginn langa og páskadag Opið frá miðnætti til fjögur LEYFT verður að hafa skemmtistaði opna frá mið- nætti föstudagsins langa og páskadags til klukkan fjögur að morgni en skemmtanahald er annars bannað þessa daga samkvæmt helgidagalöggjöf- inni. Hefur dómsmálaráðuneyt- ið heimilað lögreglustjórum á hveijum stað að útfæra þessar undanþágur. Hjá lögreglunni í Reykjavík fengust eftirfarandi upplýs- ingar um hvemig skemmtana- hald er leyfilegt um hátíðarn- ar: Skírdagur, opið til kl. 23.30; föstudaginn langa er skemmt- anahald bannað en leyft að opna á miðnætti og hafa opið til kl. 4 að morgni og sami háttur er með páskadag. Á laugardag er skemmtanahald bannað eftir kl. 18 og á öðmm degi páska og í kvöld, miðviku- dagskvöld, má hafa opið til kl. 3 eftir miðnætti. Þessi tilhögun var leyfð á Akureyri fyrir tveimur árum og í Reykjavík einnig í fyrra. Veitingastaðir mega hafa opið en af vínföngum má að- eins bjóða þar borðvín milli klukkan 12 og 13.30 og 19 og 21 föstudaginn langa og páska- dag. Óska rann- sóknar á blaðaskrifum STARFSMENN fíkniefnadeild- ar lögreglunnar í Reykjavík hafa óskað eftir því við ríkis- saksóknara að hann taki til opinberrar rannsóknar fullyrð- ingar sem fram komu í grein í Vikublaðinu í mánudag. í greininni er meðal annars vitnað í ónafngreindan lög- gæslumann sem heldur því fram að tveir starfsmenn deild- arinnar séu á launaskrá fíkni- efnasala fyrir að líta framhjá brotum hans og sendisveina í fíkniefnaheiminum og láta annað það sem viðkomandi varðar liggja í þagnargildi. EES-reglur um heilbrigðiseftirlit með fiski Gildistakan frestast NÝJAR reglur Evrópusambandsins um heilbrigðiseftirlit með sjávaraf- urðum á landamærum, taka í fyrsta lagi gildi hér á landi 1. júlí næst- komandi og gildistaka þeirra gæti jafnvel frestazt fram á haust, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins. Þetta seinkar því að íslenzkur fiskur verði undanþeginn heil- brigðiseftirliti í ESB en veitir hins vegar rússneskum útgerðarmönn- um lengri frest til að uppfylla skil- yrði heilbrigðisreglnanna á skipum sínum, sem selja m.a. fisk til ís- lands. Nýju reglurnar tóku gildi í Evr- ópusambandinu um síðustu áramót. Þær kveða á um samræmda gjald- töku og aukna tíðni sýnatöku úr sjávarafurðum frá ríkjum utan Evr- ópusambandsins. Framkvæmd heil- brigðisskoðunar á íslenzkum sjávar- afurðum verður þó óbreytt í hveiju aðildarríki fyrir sig frá því sem verið hefur þar til reglurnar taka gildi á íslandi síðar á árinu. Að óbreyttu hefðu hinar nýju reglur kostað íslenzka útflytjendur 500-700 milljónir króna á ári, en um leið og þær verða teknar upp í EES verða íslenzkar sjávarafurðir undanþegnar eftirliti á landamær- um ESB-ríkja. Á móti tekur ísland að sér heilbrigðiseftirlit með flski á ytri landamærum EES. Stefnt var að því að reglurnar yrðu teknar upp í ElES-samninginn og tækju gildi á íslandi og í Nor- egi 1. maí. Málið er hins vegar enn til meðferðar í utanríkismáladeild framkvæmdastjórnar ESB, meðal annars vegna þess hversu þýðing reglnanna á þrettán tungumál er tímafrek. Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjórninni er stefnt að því að reglurnar geti tek- ið gildi 1. júlí, en takist það ekki frestast gildistakan fram yfir sum- arleyfi stofnana ESB í ágúst og september. Áhyggjur í Rússlandi Eftir gildistöku reglnanna má því aðeins flytja inn fisk til íslands frá ríkjum utan EES að Evrópusam- bandið viðurkenni heilbrigðisyfir- völd þeirra og að þau yfirvöld hafi tilkynnt ESB um fískvinnslustöðvar og fiskiskip, sem uppfylla kröfur ESB um heilbrigði. Samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins hafa margir rússneskir útgerðarmenn miklar áhyggjur af að þeim muni ekki takast að uppfylla heilbrigð- iskröfurnar, sem gerðar eru til skipa þeirra, enda eru þau mörg gömul og viðhaldi á þeim ábótavant. Verði þetta raunin gæti það haft áhrif á kaup íslenzkra fískvinnslustöðva á Rússafiski. Jón Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Fiskafurða hf., sem kaupa mikið af fiski af rússneskum skip- um, segir að sennilega muni útgerð- armenn skipa, sem flaka fiskinn um borð, lenda í vandræðum með að komast á lista ESB. Hins vegar hafí hann minni áhyggjur af þeim, sem heilfrysti fiskinn um borð. ís- lenzk fískvinnsluhús kaupi nánast eingöngu heilfrystan Rússafísk og því muni þetta ekki koma illa við íslenzka fiskvinnslu. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Spólað á hálkuhjóli AÐALSTEINN Sigurðarson á Vaðbrekku á Jökuldal hefur komið sér upp skemmtilegu vetrarfarartæki. Tók hann framhjólin undan reiðhjólinu sínu og setti í staðinn tvö hjól undan barnavagni sem hann festi á spýtu. Farartækið kall- ar hann hálkuhjól. Nú hjólar hann og spólar um allt, aðal- lega þó um hlaðið heima. Aðal- steinn segir að ísinn þurfi að vera vel sléttur til þess að gam- an sé að hjóla. Lengst hefur hann farið hálfan annan kíló- metra inn eftir ánni Hrafnkelu. Hjólið er þannig útbúið að auð- velt er að taka hálkubúnaðinn undan og setja framþjólið aft- ur undir. Sölufélag Austur-Húnvetninga Sláturhús lagað að Evrópumarkaði Blönduósi. Morgunblaðið. STJÓRN Sölufélags Austur-Hún- vetninga (SAH) hefur ákveðið að ráðast í endurbætur á sláturhúsi og kjötvinnslu félagsins á Blönduósi með það að markmiði að uppfylla ströngustu kröfur heilbrigðisyfír- valda hér á landi og i ESB löndum. Um er að ræða endurnýjun á slát- urlínu fyrir sauðfé og stórgripi svo og stækkun og endurbætur á hús- næði kjötvinnslunnar. Að sögn Guð- steins Einarssonar kaupfélagsstjóra á Blönduósi munu framkvæmdirnar kosta um 50 milljónir króna. Guðsteinn sagði að á undanföm- Grindavík. Morgunblaðið. ÍSKEM ehf., sem hefur að megin- markmiði að fá íjárfesta til að festa fé í iðnaði sem byggir á innlendri orku og þá sérstaídega gufuorku á Suðurnesjum, hafnaði nýverið þátt- töku í svepparækt fyrir bandaríska aðila á þeirri forsendu að ekki væri tryggt að verksmiðja í því skyni risi hér á landi. Hluthafar í ÍSKEM ehf. eru Hita- veita Suðurnesja, Samtök iðnaðar- ins, Iðntæknistofnun, Markaðsstofa um tveimur árum hefði verið kostað til um 40 milljónum króna í endur- bætur á sláturhúsinu og það væri mat stjórnar SAH að með ákvörðun sinni að ráðast í frekari endurbæt- ur, væri verið að tryggja hag SAH til lengri tíma. Lægrí sláturkostnaður Guðsteinn sagði það almenna skoðun í sláturhúsageiranum að þau sláturhús sem hefðu útflutn- ingsleyfi önnuðust slátrun í framtíð- inni. „Það er ekki eðlilegt að ein- hveijar aðrar heilbrigðiskröfur gildi iðnaðarráðuneytisins og Lands- virkjunar og bandaríska fyrirtækið Technology Intemational Ex- change. Aðaláhersla er lögð á efna- iðnað og eimingarferla sem nýta innlenda orku og er þá einkum horft til jarðgufuorku á Suðurnesjum. Talsvert af verkefnum er í skoðun og einu þeirra, ræktun á sérstökum sveppum fyrir Evrópumarkað, var nýlega hafnað. Sveppir þessir eru ræktaðir í Bandaríkjunum og eru fyrir íslendinga en Evrópubúa.“ Guðsteinn sagði ennfremur að breytingin á sláturlínum i húsinu myndi leiða til lækkunar slátur- kostnaðar. Nýja Teiknistofan hefur séð um hönnun verksins og breskur ráðgjafi hefur verið forráðamönnum SAH til halds og trausts við hönnun á nýjum sláturlínum en írskt fyrirtæki sér um smíði og uppsetningu þeirra. Trésmiðjan Stígandi á Blönduósi annast breytingar á kjötvinnslu. Er áætlað að framkvæmdir hefjist 4. ■apríl næstkomandi og ljúki í ágúst. notaðir þar til að eyða skordýmm í akuryrkju og gróðurhúsum. Sveppimir em skaðlausir en sé þeim dreift í hæfilegu magni sýkja þeir skordýr svo að þau drepast. Ráð- gert var að afla leyfa fyrir efninu í Evrópu og kanna hagkvæmni þess að reisa verksmiðju á íslandi. Þar sem ekki var tryggt að verksmiðja risi hérlendis ákváðu hinir íslensku áhættufjárfestar að hafna þátttöku í verkefninu á þeirri forsendu. Kynbætur á byggi Nýttaf- brigði gef- ur betri uppskeru NÝTT yrki af byggi sem ræktað hefur verið á Rannsóknastofnun landbúnaðarins gefur íslenskum kornbændum 15-20% betri uppskem en þeir stofnar sem nú eru fluttir inn. Yrkið hefur einnig fengið góða dóma í Skandinavíu og er hugsan- legur markaður fyrir það þar. RALA kynnti árangur kynbóta- starfsins á ráðstefnu sem haldin var í tengslum við stofnfund Landssam- bands kornbænda. Þorsteinn Tómas- son, forstjóri RALA, segir komið strástífara, veðurþolnara og fljótara að vaxa en þær tegundir sem nú eru notaðar og gefi þar af leiðandi betri uppskeru. Mun yrkið styrkja korn- ræktina og áætlar Þorsteinn að hægt verði að rækta korn á helm- ingi allra jarða á íslandi með því. 10 tonn af útsæði Rannsóknastofnunin hefur ákveð- ið að láta framrækta útsæði af þess- ari tegund, eða yrki eins og afurðir plöntukynbóta eru kallaðar. Fram- ræktunin fer fram erlendis og verða tíu tonn af útsæði flutt til landsins til sáningar í vor. Er það um 5% af áætluðu útsæði í vor. Höfundarréttur plöntukynbóta er viðurkenndur í GATT-samningunum og er verið að undirbúa lagasetningu um yrkisrétt hér á landi. Ekki með í svepparækt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.