Morgunblaðið - 26.03.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.03.1997, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Alumax hefur enn áhuga á að byggja álver á íslandi Hætt við fjárfest- ingar í Venezúela ALUMAX, einn stærsti álframleið- andi í Bandaríkjunum, hefur enn áhuga á að byggja álver á íslandi eftir því sem fram kemur í umfjöll- un dagblaðsins Financial Times I gær. í blaðinu kemur fram að Alu- max hafi hætt við öll áform um fjárfestingar í áliðnaði í Venezúela. Breytingar hjá Alumax Tilefni greinar Financial Times eru breytingar í æðstu stjórn Alu- max, en nýlega lét George Stoe, einn af framkvæmdastjórum fyrir- tækisins, af störfum eftir 27 ára starf. Pjallað er um þær breytingar sem Allen Born, forstjóri Alumax, hefur staðið fyrir á síðustu árum og framtíðaruppbyggingu fyrir- tækisins. Fram kemur í greininni að Alu- max hafi sýnt áhuga á að fjárfesta í áliðnaði í Venezúela, en stjórn- völd þar í landi hafa ákveðið að einkavæða iðnaðinn. Alumax hafi hins vegar lagt öll áform um fjár- festingar í Venezuela á hilluna þeg- ar ljóst varð að stjórnvöld myndu ekki veita fjárfestum neina trygg- ingu fyrir orkukostnaði í framtíð- inni. Fyrirtækið sé hins vegar enn að skoða byggingu á nýju álveri á íslandi í samvinnu við fleiri aðila. Alumax er eitt þriggja fyrir- tækja I svokölluðum Atlantsálhóp sem hafa verið í viðræðum við Landsvirkjun og íslensk stjórnvöld um byggingu álvers á Keilisnesi. Viðræður var frestað fyrir nokkr- um árum þegar álverð á heims- markaði lækkaði mikið. Aðilar hafa hins vegar ræðst við öðrum hveiju síðan og síðast snemma á þessu ári. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson FYRSTU starfsmenn ístaks komnir á virkjunarsvæðið. Hafsteinn Gunnarsson og Steindór Ólason mæla fyrir stöðvarhúsinu. Dómur vegna vangoldinna árgjalda í Lögmannafélaginu Fyrstu starfsmenn ístaks komnir á virkjunarsvæðið Vildi ekki borga fyrir „félagsmálapakka“ HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur gert lögmanni að greiða skuld við Lögmannaíélags íslands vegna félagsgjalda fyrir árin 1993, 1994 og 1995. Lögmaðurinn sagði að lögmenn ættu skylduaðild að félaginu og lýsti sig fúsan að greiða árgjöld vegna stjómsýslu- starfsemi félagsins en kvaðst hafna fjárkröfum félagsins varð- andi „félagsmálapakka" þess, svo sem rekstur sumarhúsa, brids- klúbb, taflklúbb og jólatrés- skemmtanir. Árgjald félagsmanna í Lög- mannafélaginu er 22 þúsund krón- ur. Lögmaðurinn var skylduaðili að félaginu frá 1962 og benti hann m.a. á í málflutningi sínum að þar sem um skylduaðild væri að ræða væri ekki hægt að svipta hann kosningarétti í félaginu þrátt fyrir vangoldið árgjald. Þá væri hann ósáttur við mikla starfsemi félags- ins sem kæmi ekki beinum hags- munum lögmanna við. Það væri m.a. hlutverk félagsins að gæta þess að lögmenn fengju þokkalega þóknun fyrir störf sín. Dæmdur málskostnaður fýrir flutt mál hefði farið hríðlækkandi og margt benti til að stjóm Lögmannafélagsins væri meira og minna að eyðileggja lögmannastéttina. Orgel og fótbolti við fanga Þá sagði lögmaðurinn meðal annars að ef einhveijir menn í Lögmannafélaginu vildu reka sum- arhús, ganga í lögmannasamtök erlendis, kaupa orgel, spila fótbolta við fanga á Litla-Hrauni o.s.frv. ættu þeir að borga það af fúsum og fijálsum vilja úr eigin vasa, en ekki með málsókn á grundvelli skylduaðildar. Dómarinn, Valtýr Sigurðsson, sagði ljóst að skylduaðild legði þær skyldur á stjórn félagsins að krefja þá félagsmenn sem þess óski ekki um önnur aðildargjöld en þau sem þurfí til að sinna hinu lögboðna hlutverki þess. Á það mætti fall- ast, þegar ársskýrslur félagsins væru skoðaðar, að vafí kynni að leika á því að mörg þeirra verk- efna, sem talin væru þar upp, féllu að einhveiju leyti eða öllu þar und- ir. Engin mótmæli Dómarinn sagði að félagið hefði verið verið rekið I samræmi við samþykktir þess og aðalfundar ár hvert og ekki komið fram mót- mæli gegn einstaka þáttum starf- seminnar. Það væri fyrst í greinar- gerð lögmannsins sem hann mót- mælti greiðslu aðildargjalda af þeim sökum að starfsemin væri orðin of víðtæk. Þar féllist hann þó einnig á skyldu til greiðslu fé- lagsgjalda vegna stjórnsýsluþáttar félagsins. Hann viðurkenndi því aðild sína að hluta starfseminnar og greiðsluskyldu vegna hennar án þess þó að gera kröfu um lækk- un árgjalds. Því bæri að hafna kröfu hans um sýknu. Varakrafa hans um að skuldajafnað yrði í málinu með eignarhluta hans í fé- lagsmálaeignum félagsins væri vanreifuð og henni yrði því vísað frá dómi. Sýknudómur staðfestur HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfír Landspítalanum í máli konu sem slasaðist við það að reyna að stijúka af móttökudeild áfengis- og vímu- efnasjúklinga við geðdeild spítalans árið 1989. Konan krafðist 12,7 millj- óna króna skaðabóta vegna þess að ekki hafi verið nægilega vel gengið frá glugga á herbergi hennar og því hafi henni tekist að komast út, en við_ það slasaðist hún. í dómnum segir að ekki séu efni til að hnekkja því mati lækna að konan hafi ekki verið í þörf fyrir stöðuga gæslu. Járn í glugga á her- bergi hennar hafí að vísu verið brot- ið, þannig að hægt var að opna hann um 16 sm í stað 7-8 sm, en ekki hafí verið hægt að ætlast til að starfsfólk gerði ráð fýrir því að hún færi út um þetta þrönga gluggaop. Hún hafi gert það af ásettu ráði. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Harður árekstur á Sæbraut HARÐUR árekstur varð við gatnamót Sæbrautar og Holtavegar um klukkan 14.30 í gær, þegar vörubifreið og Land Rover-jeppi rákust saman. Vörubifreiðin skall ennfremur á Ijósastaur og braut hann niður við óhappið. Ökumaður og farþegi úr jeppanum voru fluttir á slysadeild, en meiðsli þeirra eru talin vera minniháttar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík eru tildrög slyssins ekki að fullu Ijós. Eins og sjá má á myndinni er jeppinn mikið skemmdur. Mælt fyrir stöðvarhúsi STARFSMENN ístaks hf. eru að hefja undirbúning að greftri fyrir stöðvarhúsi Sultartanga- virkjunar. Fyrstu tveir starfs- mennirnir komu á staðinn fyrir helgi og vinna við sjálft verkið á að hefjast strax eftir páska. „Við komum beint úr Hval- fjarðargöngunum. Það er miklu hlýrra þar,“ sagði Steindór Óla- son verkstjóri þegar blaðamað- ur hitti hann og Hafstein Gunn- arsson mælingamann þar sem þeir voru að mæla fyrir stöðvar- húsinu í kulda og skafrenningi. Þeir eru fyrstu starfsmenn ís- taks á svæðinu og voru komnir þangað með eina ýtu auk mæli- tækjanna. Hafa 110 dagatil að ljúka verkinu Fram að páskum verður unnið við að koma tækjum á bygfpngarstað og selja upp vinnubúðir. „Við höfum ekki nema 110 daga til að klára verkið og það þýðir ekki annað en að drífa sig í það,“ sögðu Hafsteinn og Steindór. Loftur Árnason, yfirverkfræðingur þjá ístaki, segir að 30-40 manns vinni verkið. Vonast hann til að vinna við gröftinn hefjist strax eftir páska, ef verkföll setji ekki strik í reikninginn. Sultartangastöð verður í gili sunnan undir Sandafelli, nokkru fyrir ofan Búrfellsstöð. Vatnið úr Sultartangalóni verður leitt til stöðvarhússins í 3,4 km löngum jarðgöngum í gegn um Sandafell og frá húsinu fellur það um 7 km langan skurð sem grafinn verður meðfram farvegi Þjórsár niður að ísakoti fyrir ofan Búrfellsstöð. Framkvæmdir við skurð, göng og byggingu stöðvarhúss hafa verið boðnar út og verða tilboðin opnuð í næsta mánuði. í virkjuninni verða tvær 60 MWvélar og er fyrirhugað að hefja framleiðslu haustið 1999.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.