Morgunblaðið - 26.03.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.03.1997, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Tommi og Jenni Ljóska BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavik • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Það kemur að skuldadögum Frá Karli Ormssyni: í FYRRI greinum mínum hef ég fjallað lítilega um þær álögur sem R-listagrúppan hefur lagt á okkur síðan vorið 1994. Nú lang- ar mig til að minnast lítilega á þau loforð sem hann gaf kjósend- um fyrir kosningar og hvað hefur verið efnt af þeim. Þann 14. maí 1994 lofaði þessi grúppa á fundi á opnum fundi á Hótel Holiday Inn að láta byggja yfirbyggðan íþróttakeppnisvöll fyrir alþjóð- legar íþróttir. Hvar er þessi völl- ur? Þau lofuðu yfirbyggðri sund- laug fyrir alþjóðlega keppni.Hvar er hún? Þau lofuðu að koma á hverfastjórnum með sérstöku sambandi við kjósendur og köll- uðu þetta hverfalýðræði, hvar eru þessar hverfamiðstöðvar? Á þessum sama fundi upplýsti full- trúi Framsóknarflokksins að Framsóknarflokkurinn væri ekki í framboði. Hvað segja framsókn- armenn um það? Ég skora á framsóknarmenn í Reykjavík að vera ekki að styðja svokallað R-listafólk að ári. Lofað var að byggja yfir gervigrasvöllinn_ í Laugardal, er búið að því? Ég skal sleppa í bili að segja meir af þessum fundi en það úir og grúir af svikum og óuppfylltum loforðum R-listans frá 1994. Það er mjög mikill barnaskapur hjá borgarstjóra þegar hann heldur að hægt sé að afgreiða öll skrif og ummæli minnihlutans, og þar með orð oddamanns sjálfstæðis- manna Árna Sigfússonar, með því að þau fari með pólitísku of- stæki að R-listafólkinu. Sann- leikurinn er sá að Árni Sigfússon er kurteis, hann segir sannleik- ann og ekkert annað. R- listagr- úppan lifir í þeirri blekkingu að fólk sé ekki með á nótunum, það hafi engan áhuga á pólitík en annað á eftir að koma í ljós. í Morgunblaðinu þann 8. mars sýnir prófessor Gísli Jónsson hvernig R-listinn fer að því að halda útsvarinu niðri, þó er það í öðru sæti á eftir Seltjarnar- nesi. Það er aðeins ár eftir af kjörtímabilinu og hræddur er ég um að ekki verði gerð mikil afrek fram að kosningum. Nú þegar er gengið frá síðustu fjárlögum í borginni (yfir heilt ár) og bera þau ekki vott um sérstakan stór- hug, mér er alveg sama hvort það er vatnsskattur eða holræsa- gjald sem hækkað hefur, eru það álögur á skattborgarana,.það var ekki það sem R-listaflokkarnir lofuðu 14. maí 1994. KARL ORMSSON, deildarfulltrúi, Huldulandi 5, Reykjavík. Gömul saga, sem gott er að hafa í huga á okkar dögum Frá Úifi Ragnarssyni: ÞAÐ var fyrir 2.000 árum, að eftirfarandi saga var sögð: Maður nokkur ríkur átti land, er hafði borið mikinn ávöxt. Hann hugsaði með sér: „Hvað á ég nú að gjöra? Nú get ég hvergi komið fyrir afurðum mínum.“ Og hann sagði: „Þetta gjöri ég: ég ríf hlöður mínar og byggi aðrar stærri, og þangað safna ég öllu korni mínu og auðæfum. Og ég segi við sálu mína: Sála mín, nú átt þú mikinn auð til margra ára, hvíl þig nú, et og drekk og ver glöð.“ En Guð sagði við hann: „Heimskingi, á þessari nóttu verður sál þín af þér heimt- uð; og hver fær þá það, sem þú hefur aflað?“ Svo fer þeim er safnar sér fé, en er ekki ríkur hjá Guði.“ Nú vill svo til að þessa dagana fermast mörg ungmenni. Inntak þeirrar athafnar er einmitt að játast undir ævilanga leiðsögn hans, sem sagði þessa sögu. Og sem betur fer leiða kannanir í ljós, að mjög mikill meirihluti þessa unga fólks vill gera hann að leiðtoga lífs síns í fullri alvöru. Vitanlega vonar allt heiðvirt fólk og foreldrar ekki síst, að þessu fólki auðnist að standa við trúnað sinn og tryggð við hann, sem kom fullur náðar og kær- leika, og var sjálft Orðið holdi klætt. Einnig vonar hið sama fólk, að þeir sem setjast við samningsborð til að semja um kjör landsmanna, standi við heit- in sem þeir gáfu, þegar þeir voru fermdir. Já, hvað um þá er setjast við samningaborðið, sýna þeir tryggð við Orðið? ÚLFUR RAGNARSSON læknir. Allt efni sem birtist ( Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.