Morgunblaðið - 26.03.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1997 19
LISTIR
Hefur rannsakað íslenzkan skáldskap í 40 ár
Vinur ís-
lenzkrar
bókmenn-
ingar
WLHELM Friese, sem um áratuga skeið
kenndi norrænar bókmenntir við háskólann
í Tiibingen í Þýzkalandi, hefur fengizt við
rannsóknir á íslenzkum skáldskap allt frá því hann
var námsmaður í Austur-Þýzkalandi upp úr 1950.
Hann var staddur hér á landi um helgina til að sækja
ráðstefnu um Hallgrím Pétursson og verk hans, sem
haldin var á vegum stofnunar Sigurðar Nordals og
Listvinafélags Hallgrímskirkju. Friese hélt þar erindi
um Hallgrím og barokk á Norðurlöndum, en norræn-
ar bókmenntir barokktímabilsins, upplýsingaraldar,
eru eitt af sérsviðum hans sem háskólamanns.
Sálmar á atómöld
Nýjasta afurðin, sem til er orðin fyrir tilstilli þessa
fjölfróða áhugamanns og sótt er úr garði íslenzkrar
menningar, er tvítyngd útgáfa á ljóðabók Matthíasar
Johannessens, Sálmar á atómöld, með þýzkum þýð-
ingum Frieses á nútímasálmum Matthíasar. Virt for-
lag í Köln gefur bókina út, en hún er nú nýkomin
úr prentvélunum.
Sálmar á atómöld birtust fyrst árið 1966J Ijóðabók-
inni „fagur er dalur,“ en það ár minntust Islendingar
þess, að 300 ár voru liðin frá útkomu Passíusálma
Hallgríms Péturssonar. Árið 1991 kom út ný og end-
urskoðuð útgáfa Sálma á atómöld, þar sem sálmunum
hafði íjölgað úr 49 í 65. Nýja þýzka útgáfan, þar
sem úrval 46 sálma úr íslenzku útgáfunni frá 1991
birtast bæði á frummáli og í þýðingu ásamt stuttri
ritgerð þýðandans um verkið og höfund þess, er
Morgunblaðið/Kristinn
WILHELM Friese tjáir sig af ákefð um
áhugamál sitt, íslenzkan og norrænan skáld-
skap á sautjándu og tuttugustu öld.
óvenjuleg, „enda ekki á hveijum degi sem erlend
bókaforlög sjá ástæðu til að leggja í útgáfu á ís-
lenzkri ljóðlist", segir Friese í samtali við Morgunblað-
ið.
Annars hefur önnur nýleg bók aukið orðstír Fries-
es fremur öðru meðal þýzkra sérfræðinga og áhuga-
manna um norrænar bókmenntir. Fyrir tveimur árum
kom út rit hans um allar skáldsögur Halldórs Kiljans
Laxness („Halldór Laxness: Die Romane"). Hubert
Seelow, sem þýtt hefur nokkrar skáldsagna Hall-
dórs, m.a. íslandsklukkuna, skrifaði ritdóm um bók-
ina undir fyrirsögninni „Endlich, endlich!,“ þ.e. „loks-
ins, loksins," væri nú til rit sem byði þýzkumælandi
áhugamönnum um skáldskap Halldórs aðgengilegt
yfírlit yfír skáldsögur hans, með bókmenntafræðilegu
ívafi.
Friese komst fyrst í kynni við Halldór snemma á
sjötta áratugnum, þegar hann sem námsmaður vann
að doktorsritgerð sinni um íslenzkan nútímaskáld-
skap. Upp frá því batzt Friese skáldinu og íslenzkri
bókmenningu miklum vináttuböndum, sem ekki hafa
rofnað. í tilefni af 95 ára afmæli Halldórs 23. apríl
n.k. hefur Friese skrifað grein til heiðurs skáldinu í
tímaritið „Island" sem gefið er út af íslandsfélaginu
í Köln.
Vel heppnaður flutn-
ingur á Tunglskins-
eyjunni í Peking
Pcking. Morgunblaðið.
TUNGLSKINSEYJAN, kammer-
ópera eftir Atla Heimi Sveinsson,
var frumflutt í Poly Plaza leik-
húsinu í Peking sl. laugardag.
Þar með má segja að Islendingar
hafi átt þátt í að brjóta blað í
sögu Kínverja, sem hingað til
hafa hvorki haft áhuga á flutn-
ingi á vestrænum nútíma- né
framúrstefnuverkum.
Tunglskinseyjan er skrifuð
fyrir þijá söngvara, sögumann
og sex hljóðfæraleikara. Signý
Sæmundsdóttir, Loftur Erlings-
son og Ingveldur G. Ólafsdóttir
sungu hlutverkin þijú og sögu-
maður var Sigurður Pálsson,
höfundur söngtexta. Hljóðfæra-
leikarar voru Guðný Guðmunds-
dóttir og Ragnhildur Pétursdótt-
ir, fiðluleikarar, Junah Chung,
víóluleikari, Gunnar Kvaran,
sellóleikari, Reynir Sigurðsson,
sem lék á harmónikku og Miklos
Dalmay, sem lék á orgel. Sýning-
arstjóri var Kristín Hauksdóttir
og ljósahönnuður Björn Berg-
steinn Guðmundsson. Leiksljóri
var Kristín Jóhannesdóttir og
hljómsveitarsljóri Guðmundur
Emilsson.
Tónleikar á
Hilton-hótelinu
Flutningur Tunglskinseyjunn-
ar var liður í íslenskum menning-
ardögum sem haldnir voru í Pek-
ing síðastliðna viku. Þátttakend-
ur óperunnar komu einnig fram
á tónleikum á Hilton hótelinu,
en þar fór fram kynning á ís-
lensku sjávarfangi frá Islenskum
sjávarafurðum, sem Steinar Dav-
íðsson, matreiðslumeistari á Hót-
el Óðinsvéum, matreiddi við
miklar vinsældir.
Uppselt var á sýningu óperu-
hópsins, sem ber heitið The
Moonlight Opera Company og
óhætt er að segja að mikil eftir-
vænting hafi ríkt í anddyri þessa
stóra leikhúss, sem tekur 1.400
manns í sæti. Þar voru m.a.
sendiherrar annarra ríkja, ásamt
fylgdarliði og lék þeim forvitni
á að heyra Tunglskinseyjuna,
framúrstefnuverk frá okkar litla
landi, því Kínveijar hafa hingað
til ekki ljáð máls á verkum af
þessu tagi frá stærri og fjöl-
mennari þjóðum. Einnig var
varamenntamálaráðherra Kín-
veija viðstaddur sýninguna,
ásamt fylgdarliði.
Það er óhætt að segja að flutn-
ingur óperunnar hafi tekist vel
og þeir Kínveijar sem sáu hana
fagnað flytjendum vel í lokin.
Aðspurðir sögðu nokkrir þeirra
að hún væri öðruvísi en þau verk
sem þeir ættu að venjast og þetta
hefði verið ánægjulegt tækifæri
til að sjá hvaða geijun er í gangi
á Vesturlöndum. Þakkaði vara-
menningarmálaráðherra Kína
flyljendum, höfundum og sendi-
herra, Hjálmari Hannessyni, sem
hefur haift veg og vanda af heim-
sókninni, í lokin og kvaðst ánægð-
ur með þetta upphaf að menning-
arsamskiptum þjóðanna. Höfund-
urinn, Atli Heimir Sveinsson, var
að vonum ánægður að loknum
flutningi Tunglskinseyjunnar.
„Þetta var einstök reynsla," sagði
hann, „og svo virðist sem boð-
skapur verksins hafí náð augum
og eyrum heimamanna.“
Hugleikur sýnir
Embættismannahvörfin
ÁHUGALEIKFÉLAGIÐ Hugleik-
ur frumsýnir nýtt íslenskt leikrit,
Embættismannahvörfin, í dag kl.
20.30 í Tjarnarbíói. Höfundar eru
Anna Kristín Kristjánsdóttir, Ár-
mann Guðmundsson^ Fríða B.
Andersen, Sigrún Óskarsdóttir,
Sævar Sigurgeirsson, Unnur
Guttormsdóttir, V. Kári Heiðdal
og Þorgeir Tryggvason. Leikstjóri
er Jón St. Kristjánsson.
í kynningu segir: „Embættis-
mannahvörfin eru nokkurskonar
nútíma þjóðsaga, en það hefur
löngum verið siður Hugleiks að
tefla saman nútímanum og menn-
ingararfinum á sérstakan hátt
sem margir telja skapa félaginu
þá sérstöðu sem það nýtur í ís-
lenskri leiklistarflóru.
Leikritið gerist að Korpúlfs-
stöðum. Embættismenn borgar-
innar, sem eiga þangað erindi,
hverfa sporlaust með dularfullum
hætti. Ungur embættismaður,
Friðþjófur, er sendur til að leita
þeirra. Hann verður margs vísari,
því margt er öðruvísi á þessu forn-
fræga kúabúi en hann átti von
á, og örlög embættismannanna
önnur en nokkurn hefði órað fyr-
ir. Áhorfandinn fylgist með ævin-
týrum Friðþjófs og leit hans að
hinum horfnu kollegum en Hug-
leikarar nota eins og fyrri daginn
hvert tækifæri til að skemmta
áhorfendum og sjálfum sér með
góðlátlegum skotum á íslenskt
þjóð- og sálarlíf."
Þetta er 13. starfsár Hugleiks.
Félagið hefur lagt metnað sinn í
að flytja aðeins ný íslensk verk,
að jafnaði eftir meðlimi félagsins,
sem margir hverjir hafa einnig
skrifað fyrir atvinnuleikhús. Af
leikritum undanfarinna ára má
nefna Fermingarbarnamótið
(1992), Stútungasaga (1993), Ég
bera menn sá (1994), Hafnsögur
(1994) og Fáfnismenn (1995),
Páskahret (1996).
Taktu gleði þína — MOISTURE PLUS Mat Foundation
er nú fáanlegt aftur
►-----------------------4
Einstök tilfinning með þessum raka-
gefandi, silkikennda farða.
Með notkun á MOISTURE PLUS
farðanum frá MARBERT fær húð þín
silkimatta, náttúrulega áferð.
►-------------------------------4
Kynning í
H Y G E A
jnyrti i’öru ve /•«> /u n
Kringlunni
Miðvikudaginn 26. mars
Þriðjudaginn 1. apríl
Miðvikudaginn 2. apríl
Glæsilegur kaupauki