Morgunblaðið - 26.03.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1997 21
LISTIR
RÚRÍ: Square Metre, 1995.
Parsifal á
föstudaginn langa
hve þau séu gagnhugsuð og skýr í
útfærslu.
Vangaveltur um algildi
og afstæði
Á sýningunni eru sex verk unnin
á árunum 1995-1997 og öll eiga þau
það sameiginlegt að uppistaðan í
þeim eru gulir tommustokkar úr
trefjaefni. Hver um sig er metri á
lengd, en í einu verkanna er tommu-
stokkurinn felldur í kubb úr íslensku
blágrýti. Rúrí segir vangavelturnar
að baki verkanna snúast um gildi,
hvort þau séu algild eða afstæð.
Þessar afstæðisvangaveltur hennar
eru engin ný bóla, heldur hefur hún
gruflað yfir þeim um langa hríð.
Húm velti hugmyndunum fyrir sér
í mörg ár áður en hún byrjaði að
vinna þær í efni. Þannig hélt hún
1991 sýninguna Mjöt í Nýlistasafni,
„Values“ 1994 í Helsinki og 1996
kallaðist sýning hennar í Ingólfs-
stræti 8 Gildi.
Sýninguna nú setti hún upp í
galleríinu á sama
hátt og hún hefur
gert undanfarið.
Hver sýning er mið-
uð við það rými sem
hún fær til afnota,
svo það er ekki að-
eins um það að ræða
að stilla verkunum
upp, heldur að þau
myndi heild með
rýminu. „Ég lít á
rýmið sem eina heild
og set verkin upp
þannig að þau
myndi spennu innan
rýmisins og það lifni
við.“
Það er heldur
engin tilviljun að
hún notast við tom-
mustokkinn og
mælieiningar í um-
fjöllun sinni um gildin og afstæði
þeirra, því eins og hún bendir sjálf
á eru mælieiningar það sem við not-
um til að skrá og setja í kerfi þá
þekkingu, sem aflað er. Hún veltir
því fyrir sér hvort fundin gildi haldi
og segist sannfærð um að hlutirnir
séu flóknari en þeir virðist. Og með
hliðsjón af verkum Rúríar er auð-
velt að trúa henni, því blágrýtiskubb-
urinn með metranum í heitir „Cubic
Metre“, sem er ljóslega rétt sam-
kvæmt formúlunni, þó stærð kubbs-
ins mæld eftir hefðbundnum leiðum
sé ekki sú sem búast mætti við af
verki með þennan titil.
Samhengi hugtaka -
ólíkar birtingarmyndir
En samhengið í verkum Rúríar
er ekki aðeins bundið við hvetja sýn-
ingu fyrir sig. Á sýningunni í Gal-
erie Bossky liggur einnig frammi
bókverk, þar sem listakonan hefur
safnað saman myndum og heimild-
um um fyrri verk og flokkað þau
saman undir heitunum Tími, Inni-
verk, Útiverk, Regnbogar, Mjöt-
Cosmos, Afstæði og Hugleiðingar,
auk þess sem starfsferill fylgir.
Hugleiðingarnar eru heimspekilegar
vangaveltur listakonunnar og hug-
leiðingar til grundvallar verkunum.
Bæði Mjöt og Cosmos eru hugtök,
sem hún hefur notað sem nöfn á
sýningar sínar. Bókverkið segist hún
hafa unnið í tólf eintökum í veikind-
um, sem hindruðu hana í að stunda
verklega vinnu. En af því henni læt-
ur illa að vera aðgerðalaus, þá greip
hún í þessa vinnu og segir glettnis-
lega að fátt sé svo með öllu illt . . .
Og það má til sanns vegar færa
að bókverkið sé hið mesta þarfaþing
og góð heimild um verk Rúríar. Það
segir meira en mörg orð um það
samhengi sem er í verkum Rúríar
og væri í raun kjörin undirstaða
bókar um verk hennar. Þó þau hafi
á sér ýmsar birtingarmyndir og efni-
viður hennar geti verið steinn, stein-
steypa, gler, viður, járn og trefjar
er efniviðurinn aðeins mismunandi
birtingarmyndir þeirra grundvallar-
hugmynda, sem Rúrí veltir svo gjörla
fyrir sér. Efniviðurinn er margvís-
legur, en hugmyndirnar fáar og lýst-
ar upp á marga vegu. Fyrir þann
sem gleðst í hvert skipti sem hann
lítur Regnboga Rúríar við Keflavík-
urvöll þá geymir mappan góða með-
al annars hugmyndasögu þess
margslungna verks. Um áratug áður
en Regnboginn hennar tók á sig hið
mjög svo áþreifanlega form hafði
hún reist annan og óvaranlegri regn-
boga úr bambus og lituðu efni við
Korpúlfsstaði og brennt hann í
gjörningi. Hún brennir varla verkin
í Galerie Bossky og þau eiga vísast
eftir að rísa í nýju samhengi á nýjum
stöðum og hugmyndirnar klæddar
öðru efni, en samhengislaus verða
þau ekki.
RICHARD Wagner-félagið á ís-
landi mun sýna óperuna Parsifal
af myndbandi (geisladisk) á föstu-
daginn langa kl. 13. Sýningin verð-
ur í Safnaðarheimili Dómkirkjunn-
ar í Lækjargötu 14a, 3. hæð. Sig-
urður Örn Steingrímsson prófessor
mun flytja inngangsorð.
„Parsifal var frumsýndur í Bay-
reuth 26. júlí 1882 og er eina óp-
era Wagners sem skrifuð er sér-
staklega fyrir Festspielhaus, eftir
að það var byggt, og jafnframt
síðasta stórvirki tónskáldsins.
Wagner kallaði Parsifal ekki óperu
heldur Búhnenweihfestspiel, sem
útleggja má sem hátíðarleik til
vígslu leikhúss. Það var upphaf-
lega ásetningur hans að verkið
yrði einungis flutt í eitt skipti og
aðeins fyrir útvalda áheyrendur,
en hugmyndir hans þróuðust á
þann veg að Parsifal skyldi endur-
fluttur á þriggja ára fresti, en ein-
INGIBJÖRG Rán Guðmundsdóttir
myndlistarmaður opnar á skírdag
sýningu á andlitsmyndum í Kaffí
Lefolii og Húsinu á Eyrarbakka.
Sýningin ber yfirskriftina Hvar eru
hetjurnar?
Sýningin stendur frá skírdegi 27.
mars til loka apríl. Afgreiðslutími
KaffiLefolii er kl. 12-24 virka daga
og 12-02 um helgar. Afgreiðslutími
í Húsinu er kl. 14-17 frá skírdegi
til annars páskadags og laugardaga
og sunnudaga allan aprílmánuð.
göngu í Bayreuth,“ segir í kynn-
ingu.
Segir þar ennfremur: „Bann
Wagners við að flytja Parsifal utan
Bayreuth var fljótt virt að vettugi
og reið Metropolitan-óperan í New
York á vaðið með sýningu sinni
árið 1903 og var frumsýningin þar
á aðfangadag. Þetta vakti mikla
reiði Cosimu Wagner, en upp frá
þessu var farið að sýna Parsifal
víðar og varð það m.a. venja
margra þýskra óperuhúsa að sýna
hann árlega á föstudaginn langa.
Þennan sið hyggst Richard Wagn-
er-félagið taka upp með árlegum
myndbandssýningum. “
Sýnd verður upptaka frá
Deutsche Staatsoper í Berlín árið
1993. Hljómsveitarstjóri er Daniel
Barenboim og leikstjóri Harry
Kupfer. í helstu hlutverkum Poul
Elming, Falk Struckmann, John
Tomlinson og Waltraud Meier.
Ingibjörg Rán Guðmundsdóttir
hefur verið búsett í Kaupmanna-
höfn í 20 ár. Hún lauk námi í
Billede-skolen á Jagt-vej í Kaup-
mannahöfn árið 1995. Hún hélt
fyrstu einkasýningu á KaffiGest
árið 1986 í tilefni af 200 ára af-
mæli Reykjavíkur en þetta er fyrsta
einkasýning Ingibjargar utan
Reykjavíkur. Hún sýnir nú hefð-
bundin olíuportrett. Ingibjörg mun
mála portrett-myndir i Húsinu eftir
pöntun.
Hvar eru hetjurnar?
(jCxi
ef hann er of kaldur