Morgunblaðið - 26.03.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.03.1997, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐRUN ERLA ÁSGRÍMSDÓTTIR + Guðrún Erla Ás- grímsdóttir fæddist á Torfastöð- um i Biskupstungum 13. febrúar 1944. Hún lést í Reykjavík 18. mars síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Þor- björg Eiríksdóttir, f. 20.9. 1913, og Ás- grímur Jónsson, garðyrkjumaður að Laugarvatni í Ár- nessýslu og siðar til- raunastjóri í Reylqavík, f. 8.6. 1917, d. 25.3. 1986. Systkini Guðrúnar voru Stef- án, f. 24.7. 1946. Kona hans er Sif Knudsen og eiga þau tvö börn, Konráð, f. 19.6. 1951. Kona hans er Elín Siggeirsdótt- ir og eiga þau tvo syni, og Eirík- Elsku hjartans mamma okkar. Það er svo óskaplega erfitt að hugsa sér lifið án þín svo góð og yndisleg sem þú varst. *> Þvílíkur kraftur og dugnaður í þessum hræðilegu veikindum þínum eiga sér engan líka. Þrátt fyrir að sjúkdómurinn hafi náð yfirhöndinni að lokum háðir þú harða og hetju- lega baráttu í tæp þijú ár og gafst ekkert eftir. Yfirleitt barstu harm þinn í hljóði og veikindatal var ekki þinn stíll. Hjá þér fengum við mikla hlýju og þú varst ófeimin við að sýna okkur tilfinningar þínar í okkar garð. Það leið ekki sá dagur að þú segðir ekki eitthvað fallegt við okkur. Þú vildir svo oft að við settum höfuðin okkar í hálsakotið þitt og það fannst okkur alltaf svo óskaplega gott. Við vorum svo náin þér, elsku mamma. Stundum skemmtir þú okkur með söng og harmonikkuleik og þessar stundir urðu oft æði fjörugar. Við vorum svo stolt af þér. Þú spilaðir nefnilega líka á gítar og píanó. Það eru örfáar vikur síðan þú fékkst hljómborðið upp í rúm til þín og spilaðir og söngst fyrir okkur og ekki nóg með það, heldur stilltirðu gítarinn líka. Það var aldrei nein lognmolla í kringum þig og það var svo skemmtilegt að vera í návist , þinni. Þú varst engin venjuleg mamma. Yndislega falleg og glæsileg. Gjafmildi var eitt af því sem ein- kenndi þig. Þú vildir alltaf vera að gefa okkur eitthvað. Þér fannst við aldrei eiga nóg af hlýjum fatnaði. Oft hafðir þú áhyggjur yfir því að við systkinin borðuðum ekki nógu hollan mat því þér var mikið í mun, að við værum hraust og frísk og að okkur liði vel. Við vorum alltaf litlu börnin þín þótt komin værum á fullorðinsár. Ekki má gleyma hve góð og ynd- isleg amma þú varst. Þú fannst þig afskaplega vel í því hlutverki. Það er svo sárt til þess að vita að sá tími varð ekki lengri. Litlu ömmu- börnin þín tvö hafa misst svo mik- ið. Þú hafðir mikil og sterk áhrif á okkur, elsku góða mamma. Þú varst ekki fyrir það að fara hefðbundnar leiðir og formlegheit voru eitthvað sem þú tileinkaðir þér aldrei. Sterk- ari persónuleika en þig er vart að finna. Nú þegar þú ert farin finnum við til svo óumræðanlega mikils tómleika og einmanaleika. Við verð- um þó ævinlega þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman og við vitum að þér líður vel á þeim stað þar sem þú ert núna. Söknuðurinn verður alltaf til staðar, en það sem styrkir okkur í þessari miklu sorg eru þær minn- ingar um þig sem við eigum og enginn getur tekið frá okkur. Þú verður alltaf til staðar í hug- um okkar og hjörtum. Þú sagðir oft, að það sem þú \ . vildir, væri að okkur afkomendum ur, f. 3.5. 1952, d. 20.9. 1975. Eftirlifandi eig- inmaður Guðrúnar er Sigurður Hjört- ur Benediktsson, prentsmiður og verkstjóri í prent- smiðjunni Odda. Þau eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Þorbjörg Erla, f. 17.9. 1967. Eiginmaður henn- ar er Sigurður Sig- urðsson og eiga þau soninn Rúnar, f. 1.7. 1993. 2) Elín, f. 25.1. 1971. Dóttir Elínar er Katla Sif Arnardóttir, f. 18.4. 1994. 3) Benedikt, f. 28.7. 1972, og 4) Eiríkur, f. 24.8. 1975. Útför Guðrúnar fer fram frá Fossvogskirkju og hefst athöfn- in klukkan 13.30. þínum liði vel og að við myndum spjara okkur í lífinu og ekkert mætti koma fyrir okkur. Þær óskir ætlum við svo sannarlega að reyna að uppfylla. Hjartans, elsku mamma! Blessuð sé minning þín. Guðrúnarbörn. Elsku mamma mín, aldrei hélt ég að ég ætti eftir að setjast niður og skrifa þessar línur. Nú þegar þú ert farin finn ég til djúprar sorg- ar yfir því að þú skulir ekki vera hér hjá okkur. Það var svo margt sem við áttum eftir að gera og svo margt sem ég átti eftir að segja sem erfitt er að koma í orð, en minningarnar um þig, elsku mamma mín, mun ég alltaf geyma í hjarta mínu. Fyrst og fremst vil ég þakka þér fyrir að vera mamma mín. Þú hefur alla tíð borið hag minn fyrir brjósti og alltaf gat ég leitað til þín þegar erfiðleikar og áhyggjur sóttu að. Einnig varstu minn besti vinur. Þegar Katla, dótt- ir mín, kom í heiminn varstu alltaf boðin og búin að aðstoða mig og þú varst henni sem móðir. í huga hennar og hjarta skipaðir þú háan sess. Jafnvel í veikindum þínum varstu alltaf til staðar og reiðubúin að hjálpa öllum. Þú kvartaðir aldrei en hugsaðir fyrst um hag annarra t.d. að við systkinin borðuðum nóg og að Kötlu yrði ekki kalt. Mér fínnst að ég standi alltaf í þakkarskuld við þig sérstaklega fyrir að hafa verið Kötlu minni svo einstaklega góð. Og því mun ég aldrei gleyma. Það er erfítt að sætta sig við að þú skulir vera farin frá okkur en ég veit að þér líður vel núna. Betri mömmu en þig get ég ekki hugsað mér. Elsku mamma mín, ég þakka þér fyrir alla þína góðmennsku og hjálpsemi. Eg mun alltaf geyma minningarnar um þig í hjarta mér og elska þig ætíð. Þín dóttir, Elín. Bræðrakveðja Guðrún, stóra systir okkar, lést á heimili sínu í Grafarvoginym hinn 18. mars eftir langa baráttu við krabbamein. Sú barátta var hörð og Guðrún gaf ekkert eftir. Hún hélt í vonina um bata fram til hins síðasta. Lífið fór ekkert sérstaklega mjúk- um höndum um hana systur okkar. Hún fór ung að heiman til að sjá fyrir sér sjálf, kannski áður en hún hafði náð til þess fullum þroska og öðlast sjálfstraust sjálfstæðrar manneskju. Hún átti í erfiðleikum fram eftir aldri með að slíta böndin við bernskuheimilið og stíga skrefið til fulls út í veröldina sem fullburða, sjálfstæður einstaklingur með fulla ábyrgð á eigin lífi og gerðum. Allt fram á síðustu ár sín átti Guðrún í þessari togstreitu og hún setti mark sitt á líf hennar og hennar nánustu. Guðrún kynntist ung eftirlifandi manni sínum, Sigurði Hirti Bene- diktssyni, prentsmið, og áttu þau fjögur börn. Öll syrgja þau nú Guð- rúnu sárt, sem þau nú ekki fá að njóta samvista við. Sjúkdómurinn harði eirði engu og sótti á jafnt og þétt og hefur fullnað sitt verk. Guðrún fékk marga og mikla hæfileika í vöggugjöf og var tónlist- argáfa hennar ótvíræð. Hún var hjálpsöm og greiðvikin og alltaf gát- um við leitað til hennar með hvað sem var og boðin og búin var hún að leysa úr sérhveijum vanda, væri það á hennar færi. Aðstæður leiddu hins vegar til að samskipti okkar bræðra við hana urðu um langt skeið öðruvísi en við og hún sjálf hefðum kosið, en þar komu við sögu sterk- ari öfl en við varð ráðið. Meðan hún systir okkar gekk í gegnum langt tímabii persónulegra erfíðleika stóð Sigurður Hjörtur hins vegar alla tíð eins og klettur að baki henni og hjá honum átti hún alltaf athvarf og skjól. Hann hefur sýnt i verki sanna ást og kærleika, þann kærleika sem Páll postuli segir að breiði sig yfír allt, trúi öllu, voni allt, umberi allt. Fyrir það á Sigurður virðingu okkar og þökk. Sigurður og börnin hennar Guð- rúnar önnuðust hana og studdu í veikindum hennar sem fóru stöðugt versnandi síðustu mánuðina. Síðustu vikurnar hafa þau hjúkrað henni heima í íbúðinni í Grafarvoginum, annast hana og létt undir með henni dag sem nótt og voru hjá henni þeg- ar lífsandinn yfírgaf hana. Það er sárt til að vita að Sigurður, börnin og barnabörn skuli ekki hafa fengið að njóta lengur samvista við Guð- rúnu og að hún skyldi ekki fá meira ráðrúm til að njóta hins sama með þeim, fjölskyldunni sinni, sem hún elskaði umfram allt annað hér í heimi. Guðrún elskaði lífíð sjálft og því meir sem það gerðist brothætt- ara. Hún barðist við að halda í það í lengstu lög, en varð að lúta í lægra haldi fyrir ótímabærum dauða. Blessuð sé minning hennar. Konráð og Stefán. Elsku góða amma okkar! Við söknum þín mikið. Þú varst alltaf svo góð. Takk fyrir öll hlýju og fallegu fötin sem þú gafst okkur. Það var alltaf svo skemmtilegt þegar þú passaðir okkur og þú vild- ir allt fyrir okkur gera. Við gleymum þér aldrei. Rúnar og Katla. Elsku Guðrún Erla mín. Mig langar til að kveðja þig með nokkrum orðum. Eg kynntist þér í gegn um Obbu vinkonu mína, frum- burð þinn. Þegar litið er yfir farinn veg, eins og oft vill til þegar einhver er hrifínn burt, man ég svo vel okk- ar fyrstu kynni. Ofsalega fannst mér þú myndarleg og sterkur persónu- leiki. Þegar ég svo kynntist þér bet- ur var þetta líka það sem hæst bar hjá þér. Alltaf gast þú litið á það bjarta fram undan þótt oft væri dökkt yfír. Þú fórst ekki alltaf hefð- bundnar leiðir en þegar við töluðum saman um lífið og tilveruna vorum við sammála um að mestu skipti að vera sáttur við allt og alla. Þegar þú heimsóttir mig í vagninn eða heim gátum við rabbað tímunum saman um okkar innstu mál, opin- skátt og fijálslega. Þú barst mikla umhyggju fyrir börnum þínum og ömmubörnum og kom það oft fram í samtölum okkar. Það var svo mik- ill kraftur og styrkur sem fylgdi þér og maður fann fyrir honum löngu eftir að þú fórst. Veikindi þín voru bæði löng og erfíð, en í okkar seinasta samtali varst þú samt ekki á því að gefast upp. Það var gott að þú gast að miklu leyti verið heima með fjöl- skyldu þinni, ég veit að það var þér mjög dýrmætt. Það er erfitt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að hitta þig oftar, en ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna. Elsku góði Guð. Gefðu Þorbjörgu, Sigurði, Obbu, Elínu, Dinna, Eiríki og barnabörnum hennar styrk í sorg þeirra. Ég þakka þér, Erla mín, fyr- ir þann tíma sem ég þekkti þig, minningarnar gleymast ei. Ég kveð þig í þeirri vissu að Guð geymi þig. Svanhvít. Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað. Vinur aftansólar sértu, sonur morgunroðans vertu. (Stephan G. Stephansson.) Hafi einhver haldið hug og hjarta bamsins þá er það hún Guðrún frænka mín. Þess vegna trúði ég aldr- ei að komið væri að kveðjustund, þrátt fyrir þung veikindi hennar. Þegar hún hringdi til mín og sagði mér frá stöðugt þyngri raunum sem hún gekk í gegnum, gerði hún það á þann hátt að við gátum jafnvel hlegið saman að ýmsu sem yfír dundi. Hún íþyngdi ekki öðrum með líðan sinni, hafði fremur áhyggjur af öðr- um en sjálfri sér. Mér er minnisstætt þegar við vor- um böm hve mikla ábyrgðartilfínn- ingu hún bar gagnvart yngri bræð- rum sínum. Fjölskylda hennar kom eitt sinn í heimsókn og bræður henn- ar fóra að leika sér í hlöðunni heima. Hún þorði ekki að víkja frá hlöðuop- inu af ótta við að þeir dyttu niður heystabbann. Hún var elst sinna systkina og að auki eina stelpan. Því hefur ábyrgðartilfínningin tekið mik- ið lými, jafnvel meira en hollt er. Guðrún bar alltaf mikla umhyggju fyrir bömum, bæði sínum og ann- arra. Hún hafði lag á að tala við þau út frá þeirra reynsluheimi. Hún var létt og skemmtileg og fór ekki troðn- ar slóðir, hvorki varðandi skoðanir né háttalag. Hversdagsleikinn hvarf eins og dögg fyrir sólu þegar Guðrún var annars vegar og við tók veröld óvæntra uppákoma og ævintýra. Hún hlaut í vöggugjöf ýmsa hæfí- leika og kosti, sem því miður nýtt- ust henni ekki eins og ætla hefði mátt. Hún var bráðgreind og músí- kölsk og hefði getað náð hvaða marki sem hún hefði sett sér ef sjálfstraustið og sjálfsímyndin hefðu verið í samræmi við hæfíleikana. Hamingjan var henni oft hliðholl, hún giftist ung Sigurði Benedikts- syni og eignaðist fjögur yndisleg börn, Þorbjörgu, Elínu, Benedikt og Eirík, sem er yngstur og fæddist eftir að Guðrún gekk í gegnum þá þungu raun að missa yngsta bróður sinn, Eirík, í bílslysi. Mér er næst að halda að hún hafi aldrei náð sér fyllilega eftir það áfall. Einnig á hún tvö lítil og falleg barnabörn. Við Guðrún vorum saman í Hér- aðsskólanum að Laugarvatni vetur- inn 1960-1961. Þá bjuggu foreldrar hennar og afi hennar og amma að Rein á Laugarvatni. Það var nota- legt fyrir fímmtán ára krakka svo fjarri heimili sínu að vita af þessu frændfólki á næsta leiti. Enda fór ég oft heim með Guðrúnu og naut gestrisni Þorbjargar frænku minnar. Þennan vetur kynntist ég Guðrúnu öðruvísi og betur en áður. Við hittumst ekki reglulega eftir þennan vetur, en samband okkar hélst óbreytt þótt fjörður skildi frændur og lífsstíll okkar væri ólík- ur. Ég minnist þess eitt sinn er ég hafði ekki heyrt frá henni um ára- bil, að dyrnar opnuðust og Guðrún þaut inn og sagði: „Ég er að fara í ferðalag austur á land og á ekkert til að vera í, áttu ekki eitthvað handa mér.“ Ég var nýbúin að pijóna eitt- hvert dress á mig sem ég var ekki allskostar ánægð með. Hún skellti sér í það. „Þetta er meiriháttar, þú mátt eiga fötin sem ég fór úr, ég keypti þau í Hagkaupum um dag- inn“, og með það var hún horfin. Þannig kom hún og fór ólíkt öllum öðrum sem ég hef kynnst. Það má með sanni segja að hún lífgaði oft upp á hversdagsleikann. Þrátt fyrir glaðværa framkomu og hispursleysi var Guðrún þó hlédræg og lítið fyrir margmenni. Álltaf mætti hún samt á örlagastundum, hvort heldur var í gleði eða sorgum, einnig eftir að veikindi hennar voru farin að setja mark sitt á hana. Ég sá hana síðast er hún kom til mín í fyrrasum- ar með bömum sínum, Þorbjörgu og Eiríki, þá orðin mjög illa haldin af veikindum sínum. Það var þó engan bilbug á henni að finna. Ég bið frænku minni blessunar á leið til nýrra heimkynna. Fyrir hönd systkina minna sendi ég innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu hennar allrar. Kristín Þórarinsdóttir. JON OLAFUR ÁRNASON + Jón Ólafur Árna- son fæddist á ísafirði hinn 13. júlí 1971. Hann lést 16. mars síðastliðinn í New Jersey og fór útför hans fram frá Garðakirkju 22. mars. í vor eru 10 ár liðin síðan árgangur ’71 lauk gagnfræðaprófi frá Grunnskólanum á ísafirði. Vonandi eigum við eftir að hittast og gleðjast á þessum tíma- mótum. Gleðin verður þó blendin því einn úr hópnum, hann Jón Óli, er dáinn. Það eru ófáar spurningar sem leita á hugann við slíkar frétt- ir en fæstum þeirra verður þó svar- að. Það eina sem lifír er minningin og það er svo sannarlega margs að minnast þegar Jón Óli er annars vegar. Jón Óli eða Jón Ólafur var einn af Ejarðarpúkunum. Hann var myndarlegur og vel gefinn strákur, fullur af íjöri og orku. Þeir voru jú ekki mikiðeldri en fjögurra til fimm ára hann, Atli og Einar Pétur, þeg- ar þeir struku af leikskólanum á Hlíðarveginum til að heimsækja frænda Einars sem bjó úti í Hnífs- dal. Hann fór snemma að æfa skíði. Stundum virtist reyndar eins og hann hefði fæðst á skíðum, því þegar sum okkar voru að byija á skíðanámskeiði um 6 ára aldur þá fór hann einn í lyfturnar og brun- aði einn niður aftur eins og hann hefði aldrei gert annað. Á dansnám- skeiðunum var Jón Óli einn af þeim strákum sem stelpurnar slógust um þegar það var dömufrí, þá gilti bara frumskógarlög- málið. Tíminn leið, við kláruðum barnaskól- ann og byijuðum í gagnfræðaskóla. Þar var ýmislegt brallað. Flest munum við eftir deginum þegar hringt var á slökkviliðið. Jóni Óla datt í hug að at- huga hvort þeir kæmu virkilega ef við hringdum og segðum að það væri kviknað í, hann ætlaði líka að taka tímann. Við hin hvöttum hann til dáða, slökkviliðið kom með síren- urnar á og við enduðum öll niðri á slökkvistöð þar sem okkur var gerð grein fyrir alvöru málsins. I lok síð- asta skólaársins í grunnskóla fórum við í ógleymanlega rútuferð um Norðurland. Við skoðuðum Dimmu- borgir, syntum neðanjarðar, fífluð- umst og skemmtum okkur við margt fleira. Eftir þetta dreifðist hópurinn. Sumir bjuggu áfram á ísafirði, einhveijir fluttu suður o.s.frv. en við vissum þó alltaf hvert af öðru. Síðustu árin hefur Jón Ólaf- ur búið hjá foreldrum sínum í Bandaríkjunum. Við höfum ekki haft miklar fréttir af honum þaðan þar til við heyrðum af andláti hans. En þótt hann sé dáinn mun hann alltaf lifa á meðal okkar - í minn- ingunni. Fjölskyldu Jóns, sérstaklega dótt- ur hans henni Mörthu Sif, sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Arnór Þorkell, Dagný, Ebba, Guðbjörg Anna, Gunnar Hólm, Halla, Helga, Kristján, Margrét, Ólöf, Raghhildur og Þórunn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.