Morgunblaðið - 26.03.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1997 27
„Fríkortið“ - draumur
eða veruleiki?
MIKLAR umræður
hafa að undanförnu
verið um „fríkortið"
sem fimm fyrirtæki
hafa sett á markað.
Neytendasamtökin
hafa gagnrýnt kortið
og markaðssetningu
þess, en erfitt er að
koma öllu fram í
stuttum fréttaskeyt-
um. Neytendasam-
tökin geta heldur ekki
keypt sér auglýsing-
asíður til að koma
sjónarmiðum sínum á
framfæri eins og fyr-
irtækin gera. Því mun
ég hér á eftir skýra sjónarmið
Neytendasamtakanna og hvað
það er sem við teljum helst vera
athugavert eða gagnrýnivert við
kortið og markaðsfærslu þess.
„Tryggðarkerfi“ (loyalitetspro-
gram) eins og hér um ræðir eru
þekkt bæði hér á landi og erlend-
is. Þau eru þó í flestum tilvikum
þannig að þau eru útgefin af einni
verslun/verslunarsamsteypu og
Það er andstætt
samkeppnislögum, segir
Jóhannes Gunnars-
son, og því telja
Neytendasamtökin að
samkeppnisyfirvöld
eigi að grípa inn í.
eingöngu nothæf þar. í staðinn
hafa neytendur fengið bónus af
viðskiptum sínum í formi afsláttar
hjá viðkomandi seljanda eða eins
og algengara er, neytendur hafa
fengið afsláttinn sendan heim í
formi peninga.
Samkeppnissj ónarmið
Það er ljóst að tilgangurinn hjá
fyrirtækjum með „tryggðarkort-
um“ er að styrkja stöðu sína hvað
varðar eftirspurnina með meira
valdi á markaðnum. Til að svo
megi verða þurfa neytendur að
gefa eftir af því valdi sem þeir
hafa. Á fijálsum markaði, þar
. sem bæði framboð og eftirspurn
gegna mikilvægu hlutverki, á
„tryggð“ ekki heima. Á fijálsum
markaði verður viðskiptavinurinn
að leita sér upplýsinga um mark-
aðinn og ákvarða kaup sín miðað
við þær upplýsingar. Álmennt má
því segja að „tryggðarkort" dragi
úr samkeppni. Rökin eru ekki síst
þau að reynt er að fá neytendur
til að taka mið af „punktum" í
innkaupum sínum, í stað þess að
hafa til hliðsjónar verð vörunnar
eða þjónustunnar. Einnig draga
slík kort úr verðskyni almennings
þar sem afslættir eru gerðir að
meginmáli en verðið er aukaatr-
iði. Markaðurinn hér á landi er
lítill og því hafa aðgerðir ein-
stakra fyrirtækja hér miklu meiri
þýðingu en á stærri mörkuðum
erlendis. í því tilviki sem hér um
ræðir taka sig saman fimm mjög
sterk fyrirtæki, þar af eitt á
einokunarmarkaði allavega að
hluta, 2-3 á fákeppnismarkaði og
aðeins eitt á virkum samkeppnis-
markaði. Þessi fyrirtæki leitast
við að beina viðskiptum hvert til
annars. íslenskur markaður í allri
smæð sinni stendur hreinlega
ekki undir aðgerðum þessum
samkeppnislega séð. Hér er ein-
faldlega verið að draga úr mögu-
leikum fyrirtækja sem eru í beinni
samkeppni við fyrirtækin fimm
og einnig mun þetta hindra ný
fyrirtæki til að koma inn á þessa
markaði. Það er and-
stætt samkeppnislög-
um og því telja Neyt-
endasamtökin nauð-
synlegt að samkeppn-
isyfirvöld grípi hér
tafarlaust inn í.
Markaðssetning
Markaðssetning
„fríkortsins“ hefur að
mörgu verið aðf-
innsluverð. í auglýs-
ingum hefur verið
lögð mikil áhersla á
að neytendur geti
áunnið sér næga
punkta til ferðalaga
á tiltölulega skömmum tíma.
Nánar verður vikið að þessu síðar
í þessari grein. En það er fleira
í markaðssetningu kortsins sem
Neytendasamtökin gera athuga-
semd við. Þar má nefna bréf og
bækling sem borinn var út til
allra landsmanna 18 ára og eldri
með kortinu. í bæklingnum er
lögð mikil áhersla á orðið „frítt“.
Þannig segir á forsíðu: Vilt þú
fljúga „frítt“, þú getur farið
„frítt“ út að borða og farið „frítt"
í leikhús. „Má bjóða þér“ stendur
feitum stöfum og venjulega er
það svo að þegar boðið er þá
borgar sá sem býður. Markaðs-
færsla af þessu tagi er óheimil.
Það er einfaldlega ekki heimilt
samkvæmt lögum að auglýsa að
eitthvað sé „frítt", þegar neyt-
andinn þarf að kaupa aðra vöru
eða þjónustu til að fá viðkomandi
hlut „frían“.
í auglýsingu sem íslandsbanki
birti í Morgunblaðinu 19. mars
sl. segir m.a. að „í hvert sinn sem
greitt er með debet- eða kredit-
kortum frá íslandsbanka safnast
punktar inn á Fríkortsreikning-
inn“. Þetta er einfaldlega rangt
þar sem það gerir það ekki í öll-
um tilvikum, t.d. þegar greitt er
í banka. Óþarft er að taka fram
að í lögum segir að óheimilt sé
að veita rangar upplýsingar.
Samningsskilmálar
í gegnum tíðina hafa Neytenda-
samtökin séð ástæðu til að gera
athugasemdir við fjölmarga staðl-
aða samningsskilmála. Yfirleitt er
fallist á sjónarmið Neytendasam-
takanna. Skilmálar „fríkortsins"
eru með þeim verri sem við höfum
séð, því þeir eru óvenju einhliða.
Versta dæmið er að á einum stað
segir að leggja megi kortið hvenær
sem er niður og „að fella niður
alla áunna punkta korthafa“. Þó
segir á öðrum stað að korthafar
fái punktana eignfærða á sinn
reikning. Fulltrúar þessara fyrir-
tækja víla það ekki fyrir sér að
heimila sjálfum sér eignaupptöku.
Einnig segir að breyta megi skil-
málunum án fyrii-vara og án þess
að tilkynna korthöfum það sér-
staklega. Þessi ákvæði bijóta tví-
mælalaust gegn samningalögum.
Neytendasamtökunum er kunnugt
að samkeppnisyfirvöld eru með
skilmálana í skoðun og bíða niður-
stöðu þaðan.
Punktasöfnun
í auglýsingum er lögð mikil
áhersla á að þú safnir punktum
á skömmum tíma og að meðalfjöl-
skyldan geti sent. einn fjölskyldu-
meðlim til Parísar að vetri til eft-
ir 15 mánuði, en í ferð til Parísar
þarf fæsta punkta. Nú má alltaf
deila um forsendur og Neytenda-
samtökin hafa gert sína útreikn-
inga og fengið aðrar niðurstöður
eins og i'aunat’ ýmsir fjölmiðlar.
En þetta reiknar hver út fyrir sig
og kemst að raun um það sanna
hvað sig viðvíkui'. Minna má þó
á að í Morgunblaðinu 20. mars
sl. segir Tryggvi Eiríksson, við-
skiptafræðingur hjá Þjóðhags-
stofnun, að fjölskylda þurfi að
hafa tæplega 360.000 kr. í mán-
aðartekjur til að uppfylla kröfur
„fríkortsins" til Parísar. Þetta er
miðað við að hún beini öllum við-
skiptum sínum til þessara fimm
aðila. Ljóst er að mörg láglauna-
fjölskyldan getur ekki nýtt sér
gylliboðin og með fjögurra ára
fyrningarreglu er það enn betur
tryggt. Hún borgar þó fyrir brús-
ann svo fremi sem hún skiptir við
fyrirtækin fimm.
Punktarnir í þessu kerfi virðast
einnig gefa minna til viðskipta-
vina en t.d. tíðkast í sambærileg-
um kerfum í Noregi. Þar er ávinn-
ingur neytenda 1-3%. Samkvæmt
þeim upplýsingum sem Neytenda-
samtökin hafa fengið frá fyrir-
tækjunum sem að fríkortinu
standa gefur þetta hér 0,5-3%. í
fjölmiðlum hafa komið fram full-
yrðingar um að þessi tala sé í
raun lægri eða allt niður í 0,38%
og er það vegna þess að þegar
punktum er breytt í farmiða þá
er miðað við flugferð á fullu far-
gjaldi en ekki á Apexmiða.
Skráning
upplýsinga
Með því að nota kort í viðskipt-
um skiljum við eftir okkur elektr-
ónísk spor. Starfsemi „fríkorts-
ins“ hefur starfsleyfi tölvunefnd-
ar sem á að gæta hagsmuna al-
mennings. Og forráðamenn „frí-
kortsins“ hafa sagt Neytenda-
samtökunum að þeir munu ekki
nýta sér upplýsingar til að taka
upp það sem kalla mætti
„grimma" markaðsstarfsemi. Það
er hins vegar ljóst að starfsemi
af þessu tagi skapar aukna mögu-
leika til að fylgjast með viðskipta-
venjum fastra viðskiptavina og
beina markaðssókninni meira að
hverjum einstökum. Ekki er úr
vegi í lokin að segja sögu frá
Bandaríkjunum um konu sem
hætti að kaupa dömubindi í versl-
uninni sinni og níu mánuðum síð-
ar fékk hún senda auglýsingu um
helgartilboð verslunarinnar á blei-
um. Þetta má einnig segja með
eftirfarandi sögu: „Hugsaðu þér
að ókunnug manneskja hafi lykil
að húsinu þínu. Viðkomandi er
bæði traustur og áreiðanlegur.
Það eina sem hann gerir er að
fara inn þegar þú ert ekki heima.
Hann kíkir í undirfataskúffuna, í
skartgripakassann og í mat-
arskápinn, en gerir aldrei neitt
og segir engum hvað hann hefur
séð. Myndi þér líka það?“ Eða
munu neytendur kannski í fram-
tíðinni leita í vaxandi raæli til
verslana sem auglýsa á eftirtalinn
hátt: „Komið til okkai', við skráum
ekki niður upplýsingar, þú færð
ekki punkta, en verðið hjá okkur
et' lægra.“
Höfundur er framkvæmdastjóri
Neytendasamtakanna.
^íemantaMmið
Fermingagjafir, glæsilegt úrval
DEMANTAHÚSIÐ
Nýju Kringlunni, sími 588 9944
Jóhannes
Gunnarsson
Signr
eldri borgara
Ágúst
Einarsson
ELDRI borgarar
hafa undanfarna
mánuði barist fyrir
hagsmunum sínum.
Þeir hafa m.a. krafist
þess að ellilífeyrir og
bætur úr almanna-
tryggingakerfinu
miðist við launabreyt-
ingar eins og var lög-
bundið hér á árum
áður.
Það eru um 65.000
manns yfir 50 ára
hérlendis og 27.000
yfir 67 ára. Þetta fólk
man tímana tvenna
og hefur byggt upp
þau lífskjör sem við búum nú við.
Það er samfélagsleg skylda
stjórnmálamanna að veita öldruð-
um öryggi og gott viðurværi í
ellinni. Það er skammarlegt að
það skuli vera ástæða fyrir aldr-
aða að fyllast réttmætri gremju
gagnvart stjórnvöldum.
Þessi hópur á ekki margra
kosta völ við að þrýsta á stjórn-
völd til að leiðrétta kjör sín. Þetta
fólk hefur skilað því margföldu
til þjóðfélagsins sem rennur til
þeirra á síðari hluta ævi þeirra.
Baráttan á Alþingi
Ríkisstjórnin afnam tengingu
ellilífeyris og bóta úr almanna-
tryggingakerfinu við launabreyt-
ingar haustið 1995 þrátt fyrir
hörð mótmæli stjórnarandstöð-
unnar. í desember 1996 var aftur
tekist á um þessi mál á Alþingi.
Þá bar ríkisstjórnin fram tillögu
um að ellilífeyrir og bætur úr al-
mannatryggingakerfinu myndu
aðeins hækka um 2% í ár. Þetta
hefði þýtt mikla kjaraskerðingu
hjá eldra fólki árið 1997.
Stjórnarandstaðan mótmælti
enn og undir forystu jafnaðar-
manna var lögð fram tillaga á
þingi um að tekin yrði aftur upp
tenging við væntanlegar launa-
breytingar. Stjórnarmeirihlutinn
felldi þá tillögu, m.a. með atkvæð-
um Davíðs Oddssonar, Friðriks
Sophussonar og Ingibjargar
Pálmadóttur, hinn 20. des. 1996.
Baráttunni var haldið áfram á
Alþingi og Félag eldri borgara og
aðgerðahópur aldraðra hófu her-
ferð í fjölmiðlum. Nú fór ríkis-
stjórnin að gefa eftir. Ingibjörg
heilbrigðisráðherra lýsti á fundi
með eldri borgurum 21. feb. sl. á
Hótel Borg að hún væri hlynnt
því að ellilífeyrir væri tengdur
launabreytingum, sama Ingibjörg
og hafði greitt atkvæði gegn slíkri
tillögu tveimur mánuðum áður.
Hinn 27. febrúar sl. var utan-
dagskrárumræða á Alþingi að
frumkvæði jafnaðarmanna um
þessi mál, en þá neitaði Friðrik
Sophusson enn einu sinni að taka
aftur upp tengingu við laun, en
opnaði á tengingu við almennar
verðlagsbreytingar.
Sigur vannst að lokum
Þegar skattapakki ríkis-
stjórnarinnar í tengslum við
kjarasamningana var
kynntur gafst stjórn-
in loksins upp og lýsti
því yfir að ellilífeyrir
og bætur úr almanna-
tryggingakerfinu fyr-
ir árið 1997 yrðu
hækkaðar til sam-
ræmis við þær launa-
breytingar sem semst
um í yfirstandandi
kjarasamningum.
Þetta sýnir að það
er hægt að breyta
ákvörðun stjórnvalda
með þrotlausri bar-
áttu innan þings og
utan. Ríkisstjórnin sá
að vísu ekki sanngirnina og rétt-
lætið heldur varð hún hrædd við
andstöðu hjá eldra fólki í flokkum
sínum. Eldra fólk var lítilsvirt af
ríkisstjórninni og hún óttaðist að
það kæmi niður á stjórnarflokk-
unum í kosningum. Stórhugur
þeirra var ekki meiri en það.
Þeir ætla ekki að lögfesta þessa
tengingu, en í ár verður þetta í
Ríkisstjórnin, segir
Agúst Einarsson, ber
ekki fyrir brjósti hag
þeirra sem minna
mega sín.
lagi. Sama barátta mun þvi byija
aftur í haust því að ríkisstjórnin
hefur ekki breytt um stefnu held-
ur aðeins hörfað á einu sviði.
Það hefur skýrt komið fram
að ríkisstjórnin ber ekki fyrir
bijósti hag þeirra sem minna
mega sín. Þannig er staða aldr-
aðra, öryrkja og sjúkra lakari nú
en þegar stjórnin tók við.
Eldri borgarar voru með ýmsar
aðrar óskir, sem ekki var orðið
við, eins og að fá að koma að
vinnu um' endursl oðun skatta-
laga, minnkun tekjutengingar í
almannatryggingakerfinu og end-
urbætur á fyrirkomulagi heimilis-
uppbóta.
Það er hægt að læra af þessu.
Það er hægt að ná fram sann-
gjörnum kröfum ef fólk berst
sjálft fyrir hagsmunum sínum
eins og eldri borgarar gerðu í
þessu máli.
Höfundur er alþingismaður í
Þingflokki jafnaðarmanna.
Vantar þig
VIN
að tala við?
VINALÍNAN
561 6464 • 800 6464
öll kvöld 20 - 23
Elizabeth Arden
Kynning íTop Class, Laugarvegi 45,
í dag, miðvikudaginn 26. mars.
Snyrtifræðingur
veitir ráðgjöf
15% kynningarafsláttur