Morgunblaðið - 26.03.1997, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
,i Príkort:
Punktum safnað
ÞIÐ verðið ekki lengi að éta ykkur í fríið elskurnar mínar, þetta er örstutt út I vél . .
BHM reiknar út lágmarkslaun fyrir háskólamenn
Þyrftu að hafa 96.000
króna lágmarkslaun
AÐ MATI Bandalags háskólamanna
þurfa lágmarkslaun háskólamanns
með fjögurra ára háskólanám að
baki að vera 96.700 kr. til hann fái
sömu ævitekjur og launamaður með
70.000 krónur á mánuði. Almennt
þurfí laun háskólamenntaðra manna
að vera 28-49% hærri en laun ófag-
lærðra starfsmanna til að réttlæta
það val að hefja ekki strax störf 19
ára heldur fjárfesta í menntun á
háskólastigi.
Lægri ævitekjur
Þessi niðurstaða byggir á skýrslu
um ævitekjur og arðsemi menntun-
ar, sem hagfræðingarnir Birgir
Bjöm Siguijónsson og Vigdís Jóns-
dóttir tóku saman og greint var frá
í fjölmiðlum í síðasta mánuði. Meg-
inniðurstöður skýrslunnar eru að
ríkisstarfsmenn innan BHM hafí að
meðaltali um fjórðungi lægri ævi-
tekjur að núvirði en félagsmenn
VR miðað við dagvinnulaun að te-
Ummerki
sprenging-
ar könnuð
LOFTPRESSA sprakk í stál-
smiðju við Mýrargötu á sunnu-
dag, þegar „heddið“ þeyttist af
og stimplarnir gengu út. Svo
kraftmikil var sprengingin að
rúður brotnuðu i húsinu en til
allrar mildi var enginn nærstadd-
ur og því urðu engin meiðsli á
mönnum. Nokkrar skemmdir
urðu á tækjabúnaði og könnuðu
starfsmenn fyrirtækisins ásamt
fulltrúum lögreglu og vinnueftir-
lits aðstæður í kjölfarið.
knu tilliti til verðmætari lífeyrisrétt-
inda ríkisstarfsmanna.
Birgir Bjöm segir að í framhaldi
af birtingu þessarar skýrslu hafi sú
spurning vaknað hjá mörgum hver
lágmarkslaun háskólamanna þyrftu
að vera til þess að þau jafngiltu
kröfu ófaglærðra um 70.000 kr.
lágmarkslaun.
Niðurstaða útreikninga um þetta
atriði er, miðað við tilteknar for-
sendur, að lágmarkslaun háskóla-
manns með fjögurra ára háskóla-
nám þurfa að vera 96.700 kr. Ef
viðkomandi hefur stundað háskóla-
nám í fimm ár þurfa lágmarkslaun-
in að vera 102.800 og miðað við
sex ára háskólanám 104.140 kr.
Háskólamaður með 6 ára háskóla-
nám að baki þarf að hafa 201.200
kr. í mánaðarlaun til að hafa sömu
nettóævitekjur og ófaglærður
starfsmaður sem hefur 150.000 kr.
mánaðarlaun. Þess má geta að
meðallaun í VR eru 154.229 kr. á
mánuði samkvæmt könnun VR mið-
að við laun í nóvember 1996.
Ávinningur háskólamanna
af skattatillögum BHM
Miðstjórn BHM samþykkti í febr-
úar sl. tillögur um skattkerfísbreyt-
ingar. Meginatriði þeirra er að van-
nýttur persónuafsláttur einstakl-
inga verði millifæranlegur að fullu
með verðbreytingum á milli tekju-
ára í allt að 10 ár. Ríkisstjómin tók
ekki tillit til þessa sjónarmiðs við
gerð skattatillagna sem kynntar
voru fyrir skömmu. Að mati BHM
hefðu skattatillögur BHM skilað
háskólamönnum mun meiri kjara-
bótum en tillögur ríkisstjórnarinnar
gera. Sem dæmi fær háskólamaður
með 93.756 kr. í heildarlaun 3.964
kr. meira í laun á mánuði miðað
við skattatillögur stjómvalda. Hann
hefði hins vegar fengið 6.143 kr.
meira ef farið hefði verið að skatta-
tillögum BHM.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
IMorræni blaðamannaskólinn í Árósum
Island sterkar
inn í starf-
semi skólans
NÝLEGA tók Sigrún
Stefánsdóttir form-
lega við embætti
skólastjóra Norræna blaða-
mannaháskólans í Arósum.
Starfsemi skólans er _ ekki
einungis bundin við Árósa
heldur eru haldin námskeið
víðs vegar um Norðurlöndin
og einnig í Eystrasaltsríkjun-
um. Sigrún er nýkomin frá
Vilnius í Litháen þar sem hún
var fyrirlesari á námskeiði
sem haldið var á vegum
blaðamannaháskólans.
- Um hvað snerist þetta
námskeið?
„Námskeiðið var haldið
fyrir unga blaðamenn í Eyst-
rasaltsríkjunum og sóttu það
um 30 manns. Það snerist
um siðferði í blaðamennsku
og var hið fyrsta sinnar teg-
undar þar um slóðir. í mínum
Sigrún Stefánsdóttir
fyrirlestri lagði ég megináherslu á
starf blaðamanns í fámennu þjóð-
félagi. Einstaklingurinn hefur
óneitanlega meira vægi í sam-
félögum þar sem allir þekkja alla.
Ég notaði þama reynslu mína
héðan og þrátt fyrir að þessi ríki
séu mun ijölmennari en ísland
teljast þau eigi að síður til fá-
mennra ríkja. Það kom líka í ljós
á námskeiðinu að þátttakendum
fannst þetta sjónarhorn mjög
áhugavert og eiga við aðstæður í
þessum löndum. Blaðamennska er
á margan hátt komin stutt á veg
í Eystrasaltsríkjunum og má nefna
að nýbúið er að setja saman siða-
reglur blaðamanna. En þar er
mikil gróska núna.“
- Hvernig tengist þessi fræðsla
norræna blaðamannaháskólanum?
„Þessi fræðsla er ein af nýrri
hliðum starfsemi skólans, kennsla
fyrir blaðamenn Eystrasaltríkj-
anna og Rússlands. Síðan vorið
1991 hafa verið haldin 107 nám-
skeið í Eystrasaltslöndunum og
hafa yfir 2.000 þátttakendur setið
þau. Námskeiðin eru að mestu
leyti grunnnámskeið í blaða-
mennsku, útgáfu og umbroti. Til-
gangur og markmið með þessu
námskeiðahaldi er tvíþætt. Annars
vegar að stuðla að lýðræðislegri
þróun og styðja við bakið á lýð-
ræðislegum stofnunum í þessum
löndum. Hins vegar er tilgangur-
inn að efla samband Norðurlanda
við þessi grannsvæði og endur-
vekja þannig gömul tengsl sem
eiga sér langa sögu.“
- Hvetjar eru helstu áherslur í
starfsemi skóians í Árósum?
„Skólinn er endurmenntunar-
stofnun starfandi fjölmiðlafólks á
Norðurlöndum. Það hefur sýnt sig
í könnunum sem hafa verið gerðar
að umfjöllun fjölmiðla Norður-
landa á málefnum sem snerta
önnur Norðurlönd er ekki mikil.
Það er hægt að gera -------------------
mun betur og auka GÓð tækífæri
flæði milli þjóðanna og fyrjr ís|enska
► Sigrún Stefánsdóttir fæddist
árið 1947. Hún útskrifaðist með
stúdentspróf frá Menntaskólan-
um á Akureyri árið 1967 og
hélt þá utan til Bandaríkjanna
þar sem hún lagði stund á fjöl-
miðlafræði í eitt ár. Sigrún lauk
íþróttakennaraprófi árið 1969,
stundaði nám í blaðamannahá-
skóla í Noregi árin 1970-1972
og vann samtímis á dagblaðinu
Verdens gang. Árið 1987 lauk
hún doktorsprófi í fjölmiðlun
frá Háskólanum í Minnesota og
hefur kennt við Háskóla íslands
frá 1986. Sigrún átvo upp-
komna syni.
þar kemur að hlutverki
Norræna blaðamanna-
háskólans, þeir blaða-
menn sem fara á námskeið
fá meiri áhuga og innsýn í nor-
rænt samstarf. Markmið skólans
er að vekja og viðhalda áhuga í
norrænum fjölmiðlum fyrir nor-
rænni samkennd og menningar-
legum tengslum. Þetta byggist á
því að mynda kjarna fjölmiðlafólks
sem hefur áhuga á Norðurlöndum
sem menningarlegri og stjórn-
málalegri heild og miðlar þeim
áhuga til landa sinna. Framboð
námskeiða í skólanum miðast við
umfjöllun um norrænt samfélag,
blaðamenn
þar
menningu og stjórnmál. Á hveij-
um vetri er boðið upp á eitt langt
námskeið sem stendur í tvo mán-
uði og fjallað er um eitthvað af-
markað efni er tengist Norður-
löndum. Einnig er boðið upp á
ýmis styttri námskeið. Kennslan
fer fram á dönsku, norsku og
sænsku í þeim námskeiðum sem
ætluð eru norrænum blaðamönn-
um en annars á ensku. Ég tel
mikilvægt að halda fast í norrænu
tungumálin í starfsemi skólans því
þau eru ein af stoðum norrænnar
samvinnu."
- Nú ert þú fyrsti íslendingur-
inn sem gegnir embætti skóla-
stjóra Norræna Blaðamannahá-
skólans. Má vænta einhverra
áherslubreytinga?
„Það gerist af sjálfu sér að með
íslenskum stjórnanda kemur Is-
land sterkar inn í starfsemi skól-
ans sem og önnur jaðarsvæði
Norðurlanda, eins og Grænland
og Færeyjar. Eitt af markmiðum
mínum er einmitt að auka vægi
og beina athygli manna að þessum
löndum sem oftar en ekki falla í
skugga stóru bræðranna. Hingað
til hafa íslendingar lítið kennt við
--------- skólann, en þar getur
orðið breyting á. Skól-
inn býður upp á góð
tækifæri fyrir íslenska
blaðamenn til þess að
koma ýmsu á framfæri
og um leið að kynnast nýjum hug-
myndum og möguleikum. Ég vil
leggja meiri áherslu á umhverfís-
og jafnréttismál og auka umræðu
um hópa sem lítið hafa verið í fjöl-
miðlum eins og t.d. fatlaða. Ég
tel að auðveldara geti verið að
hefja umræðu um slík mál á fjöl-
þjóðagrundvelli en á heimavelli.
Auk þess stefni ég á að alnetið
og þeir möguleikar sem það býður
upp á í sambandi við undirbúning
fyrir þátttakendur í námskeiðum
skólans verði betur nýttir."