Morgunblaðið - 26.03.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.03.1997, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Hjartans bestu þakkir til barnanna minna, tengdabarna og „stelpnanna minna“ fyrir framlag og hjálp, sem þau veittu mér hinn 22.febrúar si, á 90 ára afmœlinu mínu. Einnig hjartans þakkir til forstöðukonu og starfsfólks Lönguhlíðar 3. Hjartans bestu þakkir til ykkar allra sem heiðruðu mig þennan dag, með heimsóknum, gjöfum, bréfum og heillaóskaskeytum og gerðu mérþennan dag ógleymanlegan. Guð og gœfan sé með ykkur. Dóróthea Fr. Ólafsdóttir, Lönguhtíð 3, Rvík. Kynning í Hafnarfjarðarapóteki í dag kl. 14-18 Skemmtileg sumartaska með þremur lúxusprufum fylgir kaupum á nýja kreminu Lift Activ eða ef keypt er fyrir kr. 2000 eða meira * VICHYI uioutemi HEILSULIND HÚOARINNAft f .v'vl t'int’óufju i .vpótekiim Léttir meöfærilegir viöhaldslitlir. Ávallt fyrirliggjandi. A undan timanum i 100 ár. fyrir steinsteypu. Góó varahlutaþjónusta. cD Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29, simi 38640 FYRIRLIGGJINDI: GÖLFSLlPIVfLIR - RIPPER WÖPPUR - DJELUR - STEYPUSAGIR - HRJERIVELAR - SAGARDLÖÐ - Villll franlellsla. ÍDAG SKAK Umsjðn Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á opna mótinu í Cannes í Frakk- landi í mars. Fyrrverandi heimsmeistari kvenna, kín- verska stúlkan Xie Jun (2.515), hafði hvítt og átti leik, en Króatinn V. Bukal (2.395) hafði svart og lék síðast 28. - Dc7-c3? sem leiddi beinustu leið til taps: 29. Hacl! og svartur gafst upp. Þar sem hann má ekki drepa hvítu drottninguna og verður mát eftir 29. - Dxd2? 30. Hc8, þá fell- ur hans eigin drottn- ing. Xie Jun sigraði í Cannes ásamt þeim Godena, Italíu, Ser- mek, Slóveníu og Spraggett, Frakklandi. Þau hlutu öll 672 v. af 9 mögulegum. ítalinn var úrskurðaður sigurvegari á stigum. og vinnur. COSPER ÞAÐ er nú gott fyrir fjármál heimilisins að búðir skuli ekki vera opnar lengur á daginn. HÖGNIHREKKVÍSI VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Netfang: elly@mbl.is Ábending til leiðsögnmanna EGILL hringdi og vildi hann koma því á framfæri að hann hefur heyrt það frá erlendu fólki sem ferðast á Islandi að það telur að leiðsögumenn tali of mikið, það sé eins og þeir fái greitt fyrir hvert talað orð á mínútu. Þeir gefi sér ekki tíma til að svara spumingum. Þeir hangi alltof mikið í sagnfræðinni, í for- tíðinni, en ekki í nú- tímanum. Hann vildi koma þessari ábendingu til leiðsögumanna. Tapað/fundið Barnasæng fannst BARNASÆNG, með handmáluðu munstri, í plastpoka fannst sunnu- daginn 23. mars hjá brúnni milli Breiðholts og Árbæjar. Uppl. í síma 551-0838. GSM-sími fannst GSM-sími fannst á laug- ardagskvöld, 22. mars, í Unufelli. Uppl. í síma 587-5363. Gleraugu fundust BRÚN, sporöskjulöguð gleraugu fundust á Bar-. ónsstíg föstudaginn 21. mars. Uppl. í síma 551-3584. Pennavinir ÞÝSK 39 ára kona sem safnar frímerkjum, sím- kortum og hefur áhuga á ferðalögum, gæludýrum o.fl.: Elke Harz, Kiebitzweg 32, 28844 Weyhe, Germany. FIMMTÁN ára bandarísk stúlka með margvísleg áhugamál: Amanda Pluff, 361 Dwight, Trenton, Michigan 48183, USA. PORTÚGALSKUR sím- korta- og frímerkjasafn- ari, sem safnar einungis merkjum evrópska póst- sambandsins: Antonio Gomes Fernandes, Rua do Campo Lindo, 267-1, 4200 Porto, Portugal. ÁTJÁN ára austurrískur meimtaskólanemi með ís- landsáhuga: Marc Diensthuber, Siebenhauserstrasse 3, A-2544 Leobersdorf, Austurríki. SPÆNSK hjón, 25 og 32 ára, langar að eignast ís- lenska pennavini. Áhuga- málin sund, bókmenntir, tónlist, ferðalög o.fl.: Hana and Felix, Apartado de Correos 1454, Palma 07080, Mallorca. TUTTUGU og eins árs argentínskur piltur með áhuga á ferðalögum, frí- merkjum, póstkortum, bréfskriftum, tónlist og íþróttum: Sebastian C. Salvati erra, Av.Saenz 717, 3A, 1437 Buenos Aires, Argentina. TÓLF ára bandarísk stúlka með margvísleg áhugamál vill skrifast á við jafnaldra og jafnöldrur: Deanna Loyd, 816 Airdustrial Way SE, Tumwater, WA 98501, USA. ÞRÍTUG bandarísk blökkukona sem reykir hvorki né drekkur vill skrifast á við karlmenn: Karla Kincade, 1327 Lincoln Ave. 505, San Rafael, California, 94901-2152 USA. Víkveqi skrifar... JÓLABOÐI japanska sendiherr- ans í Líma í Perú var enn ekki lokið, þegar þetta var skrifað í gær, en inn í það ruddust hermdarverkamenn, sem síðan hafa haldið rúmlega 70 gestum í gíslingu þar innan dyra í þrjá mánuði. Nú standa vonir til að unnt verði að Ijúka jólaboðinu og hermdarverkamennirnir fljúgi áleiðis til Kúbu. Það hlýtur að hafa verið algjör martröð fyrir fólkið, sem prúðbúið mætti í jólaboðið og hefur ekki komizt heim til sín í þijá mánuði. Getuleysi yfirvalda til þess að semja um lausn gíslanna hefur verið al- gjört, en nú virðist svo sem mar- tröð jólaboðsgestanna geti loks verið á enda. Betur ef satt væri. Þetta mun vera ein lengsta fjölda- gíslataka á síðari árum. xxx STRAX eftir páska eða hinn 1. apríl, geta silungsveiðimenn farið að renna fyrir silung í ám og vötnum, því að þá er fyrsti dagur- inn, sem leyfilegt er að veiða sil- unga á árinu. Areiðanlegt er að þeir sem mest- an hafa áhugann fara nú að huga að veiðiáhöldum sínum um pásk- ana, smyija hjólin og lagfæra stengurnar. Að baki er skemmtileg- ur tími fluguhnýtinga, þar sem margur maðurinn er áreiðanlega búinn að margsegja hverja veiði- söguna af annarri. Enn mega þó laxveiðimennirnir bíða og sjálfsagt halda þeir áfram að hnýta og segja hver öðrum sögur. En eitt er víst að nú fer væntanlega að vora og nátturan að vakna af vetrardvala. xxx INGMENN Reykjaneskjör- dæmis hafa lagt fram á Al- þingi þingsályktunartillögu um tvö- földun Reykjanesbrautar frá Hafn- arfirði og suður að Leifsstöð. Þetta er löngu tímabær tillaga og er það í raun furðulegt, að ekki skuli hafa verið lögð önnur akbraut með gamla veginum, sem er frá sjöunda áratugnum, svo mikið öryggisatriði sem það er að skipta umferðinni norður og suður á tvær akbrautir. Með tillögu þingmannanna fylgja töflur, sem sýna að mesta umferð á sólarhring er hátt á átt- unda þúsund bíla á dag. Núverandi vegur er það góður, að flestir aka á hámarkshraða, sem þýðir að skelli bílar framan á hvor annan er eins og ekið sé á 180 km hraða á steinvegg. Hámarkshraðinn er 90 km á klukkustund, sem er um það bil tveimur kílómetrum hraðari akstur en leyfður er sem hámarks- hraði í flestum ríkjum Bandaríkj- anna. Þar aftur á móti mætir veg- farandi aldrei bíl á sömu akbraut, því að tvær eru við lýði fyrir um- ferð hvor í sína áttina. Nándin við bílana, sem koma á móti, á núver- andi Reykjanesbraut er allt of mik- il. Af þessum sökum er það bráð- nauðsynlegt að Reykjanesbrautin verði tvöfölduð. Hagkvæmni þess fyrir þjóðarbúið hlýtur að vera svo mikil að ekki sé áhorfsmál að leggja nú þegar í þessa framkvæmd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.