Morgunblaðið - 26.03.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.03.1997, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir FRÁ„ generalprufu" Kammerkórs og Kammersveitar Austurlands við flutning á Kantötu nr 21 eftir Bach. Þáttur í hug- myndasögu Rúríar Fram til 16. apríl stendur yfír sýning á verk- um Rúríar í Galerie Bossky í Kaupmanna- höfn. Sigrún Davíðsdóttir hitti listakonuna og rýndi í hugmyndimar að baki verkunum. Bergmenn á Jóm- frúnni í DAG miðvikudaginn 26. mars verða haldnir jazztón- leikar á vegum jazzklúbbsins Múlans á Jómfrúnni, Lækjar- götu 4. Þá mun hljómsveitin Bergmenn ásamt Ragnheiði Sigjónsdóttur stíga á svið. Hljómsveitin Bergmenn er ný af nálinni, þó flestir liðs- menn hennar séu kunnir úr jazzlífí liðinna ára. Sveitina skipa píanóleikarinn Jón Möll- er, gítarleikarinn Ómar Berg- mann, Þórir Magnússon trommuleikari og Snorri Krist- jánsson bassaleikari sem er yngstur þeirra félaga. Þeir hafa fengið til liðs með sér söngkonuna Ragnheiði Sig- jónsdóttur sem söng um ára- bil með homfírskum jazz- mönnum en hefur nú flutt sig um set til Reykjavíkur. Á efn- isskrá hljómsveitarinnar eru vel þekkt jazzlög. Tónleikarnir hefjast stund- víslega kl. 21. Hans Kristian- sen sýnir í Hveragerði HANS Kristiansen opnar myndlist- arsýningu í safnaðarheimili Hvera- gerðiskirkju á Skírdag kl. 14. Sýn- ingunni lýkur að kvöldi annars Páskadags. Kirkjukantata Bachs flutt á Austurlandi Egilsstaðír. Morcunblaðið. KAMMERKOR Austurlands og Kammersveit Austurlands fluttu Kantötu nr. 21, “Ich hatte viel Bekiimmernis" eftir Johann Seb- astian Bach í Egilsstaðakirkju og Norðfjaðarkirkju. Stjórnandi sveitanna var Keith Reed. Alls voru það 10 söngvarar og 7 hljóðfæraleikarar sem fluttu verkið en verk þetta hefur aldrei verið flutt á Austurlandi áður. Einsöngvarar voru fjórir; þau Berglind Jónsdóttir, Helga Magnúsdóttir, Keith Reed og Þorbjörn Rúnarsson. Kantata nr. 21 er ein viðamesta kirkjukant- ata sem Bach skrifaði en hún er að hluta til saman sett úr eldri tónsmíðum, fléttuðum saman með nýjum aríum. Elín og Sigríð- ur í Galleríi Horninu LAUGARDAGINN 29. mars kl. 17-19 opna Elín P. Kolka og Sigríð- ur Einarsdóttir sýningu í Galleríi Hominu, Hafnarstræti 15. Elín sýn- ir grafíkverk og Sigríður gouache- og vatnslitamyndir. Sýningin ber yfirskriftina í lausu lofti sem visar til viðfangsefnis flestra myndanna; himingeimsins. Báðar stunduðu þær myndlistarnám í Toulouse í Frakk- landi, auk náms við MHÍ, og auk þess stundaði Sigríður framhalds- nám í myndlist í Köln. Sigríður hef- ur haldið einkasýningar á Skaga- strönd og á Blönduósi auk þátttöku í samsýningunni Gullkistunni. Elín hefur tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis og haldið tvær einkasýningar í Þýskalandi. Sýning- in í Galleríi Horninu verður opin alla daga nema páskadag kl. 11-23.30 og stendur til 16. apríl. GALERIE Bossky á Vimmel- skaftet 41 B er í bakhúsi við Strikið í miðborg Kaup- mannahafnar og andrúmsloftið þar er alveg ósnortið af búðarrápi og skarkala götunnar. Þessa dagana er rýmið upphafíð af afstæðisvanga- veltum Rúríar, sem allar eru unnar í kringum mælingaráráttu nútímans. Verkin eru sköpuð úr tommustokk- um og listakonan spilar á þá tví- ræðni mælieininga, sem hún kemur auga á, þótt í augum flestra séu þær annars öldungis einræðar. Sýningin ber titilinn „Relativity", eða Af- stæði. Um leið kemur út skrá, þar sem eru myndir af fyrri verkum og birtur listi yfír fyrri sýningar. Skrá- in er gefín út á ensku í samvinnu gallerísins og North-Information, en er hönnuð af Sirrýju Braga og prent- aður í Borgarprenti. Eins og oft í listaheiminum þá er sýningin til orðin vegna þess að danskur listamaður og vinur Rúríar vakti athygli gallerísins á listakon- unni og verkum hennar. Jette Bock forstöðukona gallerísins segir verk Rúríar falla vel að fyrri sýningum gallerísins og segist lengi hafa haft áhuga á þeim hreyfingum, sem verk hennar séu sprottin upp úr eins og „Concept Art“ og „Land Art“. Eins og margir fleiri danskir listunnend- ur man hún eftir verki Rúríar á útisýningunni Fljúgandi steinsteypa á Kultorvet í miðborg Kaupa- mannahafnar 1984. Verk Rúríar kallaðist „Desolation" eða Auðn, var eins og rústir af húsum og stal vægast sagt athyglinni, enda áhrif- amikið en um leið fjarska einfalt verk. Og Bock segist einmitt heill- ast af verkum Rúríar sökum þess Stórgríniðja í grennd við Grundartanga Krislján Steingrímur í Listasafni ASÍ LAUGARDAGINN 29. mars kl. 16.00 verður opnuð sýning á verkum Kristjáns Steingríms í Listasafni ASÍ við Freyjugötu (Ásmundarsalur). Kristján Steingrímur er fæddur í Öngulstaðahreppi, nú Eyjafjarðar- sveit, 13. apríl 1957. Hann ólst upp Akureyri, flutti til Reykjavíkur 1979 og hóf nám við Myndlista- og hand- íðaskóla íslands undir handleiðslu Magnúsar Pálssonar og útskrifaðist frá Nýlistadeild 1981. Á árunum 1983 til 1987 stundaði Kristján Steingrímur nám við Hochschule fiir bildende Kunste í Hamborg hjá pró- fessor Bemd Koberling. Frá 1987 hefur Kristján Steingrímur verið búsettur í Reykjavík. Þar hefur hann fengist við listsköpun og sinnt ýms- um félagsstörfum myndlistarmanna. Síðustu ár hefur Kristján Steingrím- ur starfað sem kennari og deildar- 8tjóri við Myndlista- og handíðaskól- ann. Jafnframt hefur hann kennt við Myndlistaskóla Reykjavíkur. Á sýningunni ber að líta ný verk unnin með blandaðri tækni. Guðrún Svava í Stöðlakoti GUÐRÚN Svava Svavarsdóttir opnar sýningu á vatnslitamyndum í Stöðlakoti, Bókhlöðustfg 6, á skírdag 27. mars kl. 14.00. Guð- rún Svava stundaði myndlist- arnám f Myndlistaskólanum í Reykjavfk og Stroganov Akadem- íunni i Moskvu. Hún hefur áður sýnt á ýmsum stöðum f Reykjavík, s.s. f Galleríi Súm í Listmunahús- inu og á Kjarvalsstöðum og á landsbyggðinni, í Neskaupstað, á Akureyri og á M-hátíð á Suður- landi. Guðrún Svava hefur unnið ýmis störf tengd myndlist, t.d. hannað leikmyndir og búninga og brúður fyrir öll atvinnuleikhúsin, kennt myndlist í skólum og á nám- skeiðum. Hún hefur myndskreytt margar bækur og sjálf gefið út ljóðabókina Þegar þú ert ekki (Ið- unn 1982-83). Guðrún Svava opnaði fyrstu einkasýningu sfna einmitt um páska fyrir 20 árum eða 1977 í Galleríi Súm. Og 10 ár eru liðin frá siðustu einkasýningunni. Sýningin er opin alla daga kl. 14-18 og lýkur 13. apríl. LEIKLIST Lcikfélagið sunnan Skarðsheiða r NÖRD Höfundur: Larry Shue. Þýðandi: Si\jólaug Bragadóttir. Leikstjóri: Þórey Sigþórsdóttir. Sýningarsljóri: Guðjón Friðjónsson. Tæknivinna og lýsing: Arnar Þór Erlingsson, Eyjólf- ur Matthfasson og Ellert Bjömsson. Leikhfjóð: Bíóh(jóð ehf. Búningar og förðun: Leikstjóri og leikarar. Leik- aran Amfmnur Teitur Ottesen, Bjami Ásgeirsson, Bryiyólfur Otte- sen, Haraldur Benediktsson, Ingi- björg Sigurðardóttir, Jökull Harðar- son og Sigrfður M. Matthiasdóttir. Föstudagur 21. mars. HREPPARNIR í Borgarfjarðar- sýslu sunnan Skarðsheiðar - Leir- ár- og Melasveit, Innri-Akranes- hreppur, Skilmannahreppur og Hvalfjarðarströnd - eru á mörkum dreifbýlis og þéttbýlis. Leikfélagið sunnan Skarðsheiðar hefur haldið uppi öflugu starfi með styrk hrepp- anna, en í leikskrá er tekið fram að sýnt sé í félagsheimilinu Mið- garði í Innri-Akraneshreppi vegna nálægðar við þéttbýlið á Akranesi og þ.a.l. von um fleiri áhorfendur. Þetta er frumraun Þóreyjar Sig- þórsdóttur í leikstjórn í verki fyrir leiksvið og hún reynist einfaldlega fyrirmyndarleikstjóri. Leikendur eru vel æfðir í flóknum staðsetn- ingum farsans og hafa allan text- ann á hreinu. Framsögn er undan- tekningarlítið til fyrirmyndar. Leikgleðin er hér í fyrirrúmi eins og í öðrum áhugaleikhópum, en auðvitað er ekki hægt að búast við að hópur stórleikara stökkvi fram alskapaður undan Akrafjallinu í þessum fámennu sveitarfélögum. Samt má ekki skilja það svo _að leikurinn sé slæmur. Bjarni Ás- geirsson er bráðfyndinn og mjög öruggur í hlutverki sínu sem Rick Steadman. Haraldur Benediktsson og Sigríður M. Matthíasdóttir tóku hlutverk sín alvarlega og duttu aldrei út úr rullunni. Hvað hina leikenduma varðar áttu þeir til að brosa í kampinn yfír látunum á sviðinu óforvarandis eða að skima yfir sviðið í leit að kunnuglegum andlitum, atriði sem auðvelt er að forðast ef einbeitingin er í lagi, eða einfaldlega að þeir léku ekki af nógu miklum krafti. NÖRD er langur og krefjandi farsi, skemmtilega þýddur af Snjó- laugu Bragadóttur. Hann var frumsýndur af Gríniðjunni fyrir rúmum átta árum við litla hrifn- ingu forvera undirritaðs. Það má taka undir að það er gaman að sjá ný og fersk andlit fara með þessi gamanmál í stað landsliðsins í gríni og hópnum tekst vel að halda dampi og sýningin vel þess virði að sjá hana. Mikið er gert úr því í orðaleik í öndverðri miðju verksins að ein- ungis sé einn Rick Steadman í veröldinni. Tel ég að vini undirrit- aðs og skólafélaga, Richard Stead- man-Jones, brygði í brún ef hann frétti þessi tíðindi. En ég er sann- færður um að ef hann hefði tök á að kynna sér háttu og siði nafna síns teldi hann ekki eftir sér að mæta í Miðgarð að berja hann augum. Sveinn Haraldsson Nýjar bækur • VAKA-Helgafell hefur stofnað nýjan barnabókaklúbb, Litla bókaorminn. Félögum í honum berast mánaðarlega heim nýjar, myndskreyttar bækur sem ætlað- areru 1-7 árabörnum. „Mikil- vægt er að börn fái að kynnast bókum sem fyrst á þroskaferli sínum. Þá skiptir máli að á boð- stólum sé hentugt lesefni sem vekur áhuga og þroskar ímynd- unarafl þeirra og skiln- ing,“ segir í kynningu. Mánaðarbækurnar í Litla bókaorminum kosta 895 krónur, með sendingargjaldi. Nú eru komnar út fjórar bækur í klúbbnum: Leitin að fjársjóðnum, Arnaldur refur og grísirnir þrír, Linda hittir Vetur konung og Ris- inn þjófótti og skyrfjallið. Risinn þjófótti og skyrfjallið eftir mæðgumar Guðrúnu Hann- esdóttur og Sigrúnu Helgadóttur var valin besta myndskreytta barnabókin í samkeppni Verð- launasjóðs íslenskra barnabóka árið 1996. Leitin að fjársjóðnum eftir Sus- annah Leigh og Brendu Haw seg- ir frá því þegar Símon sjóræningi kemur í heimsókn til Maríu frænku sinnar - en þá getur allt gerst. Pétur Ástvaldsson þýddi bókina. Jólabókin í litla bókaorminum var Amaldur refur og grísirnir þrír eftir Georgie Adams og Sel- inu Young. Sagan fjallar um góð- hjartaðan ref, Arnald, og uppá- tæki hans þegar jólin nálgast. Valgerður Benediktsdóttir þýddi. Linda hittir Vetur konung eftir Harald Sonesson gerist á Eyju vindanna. Miklir kuldar ríkja, haf- ís umlykur eyjuna og ekkert skip kemst þangað. Þar býr Linda litla og ákveður hún að halda á fund Vetrar konungs til að biðja hann um að losa eyjuna úr klakabönd- um. Pétur Ástvaldsson þýddi. Teikning eftir Harald Sonesson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.