Morgunblaðið - 26.03.1997, Side 20
20 MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1997
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
FRÁ„ generalprufu" Kammerkórs og Kammersveitar
Austurlands við flutning á Kantötu nr 21 eftir Bach.
Þáttur í hug-
myndasögu
Rúríar
Fram til 16. apríl stendur yfír sýning á verk-
um Rúríar í Galerie Bossky í Kaupmanna-
höfn. Sigrún Davíðsdóttir hitti listakonuna
og rýndi í hugmyndimar að baki verkunum.
Bergmenn
á Jóm-
frúnni
í DAG miðvikudaginn 26.
mars verða haldnir jazztón-
leikar á vegum jazzklúbbsins
Múlans á Jómfrúnni, Lækjar-
götu 4. Þá mun hljómsveitin
Bergmenn ásamt Ragnheiði
Sigjónsdóttur stíga á svið.
Hljómsveitin Bergmenn er
ný af nálinni, þó flestir liðs-
menn hennar séu kunnir úr
jazzlífí liðinna ára. Sveitina
skipa píanóleikarinn Jón Möll-
er, gítarleikarinn Ómar Berg-
mann, Þórir Magnússon
trommuleikari og Snorri Krist-
jánsson bassaleikari sem er
yngstur þeirra félaga. Þeir
hafa fengið til liðs með sér
söngkonuna Ragnheiði Sig-
jónsdóttur sem söng um ára-
bil með homfírskum jazz-
mönnum en hefur nú flutt sig
um set til Reykjavíkur. Á efn-
isskrá hljómsveitarinnar eru
vel þekkt jazzlög.
Tónleikarnir hefjast stund-
víslega kl. 21.
Hans Kristian-
sen sýnir í
Hveragerði
HANS Kristiansen opnar myndlist-
arsýningu í safnaðarheimili Hvera-
gerðiskirkju á Skírdag kl. 14. Sýn-
ingunni lýkur að kvöldi annars
Páskadags.
Kirkjukantata
Bachs flutt á
Austurlandi
Egilsstaðír. Morcunblaðið.
KAMMERKOR Austurlands og
Kammersveit Austurlands fluttu
Kantötu nr. 21, “Ich hatte viel
Bekiimmernis" eftir Johann Seb-
astian Bach í Egilsstaðakirkju
og Norðfjaðarkirkju. Stjórnandi
sveitanna var Keith Reed.
Alls voru það 10 söngvarar og
7 hljóðfæraleikarar sem fluttu
verkið en verk þetta hefur aldrei
verið flutt á Austurlandi áður.
Einsöngvarar voru fjórir; þau
Berglind Jónsdóttir, Helga
Magnúsdóttir, Keith Reed og
Þorbjörn Rúnarsson. Kantata nr.
21 er ein viðamesta kirkjukant-
ata sem Bach skrifaði en hún er
að hluta til saman sett úr eldri
tónsmíðum, fléttuðum saman
með nýjum aríum.
Elín og Sigríð-
ur í Galleríi
Horninu
LAUGARDAGINN 29. mars kl.
17-19 opna Elín P. Kolka og Sigríð-
ur Einarsdóttir sýningu í Galleríi
Hominu, Hafnarstræti 15. Elín sýn-
ir grafíkverk og Sigríður gouache-
og vatnslitamyndir. Sýningin ber
yfirskriftina í lausu lofti sem visar
til viðfangsefnis flestra myndanna;
himingeimsins. Báðar stunduðu þær
myndlistarnám í Toulouse í Frakk-
landi, auk náms við MHÍ, og auk
þess stundaði Sigríður framhalds-
nám í myndlist í Köln. Sigríður hef-
ur haldið einkasýningar á Skaga-
strönd og á Blönduósi auk þátttöku
í samsýningunni Gullkistunni. Elín
hefur tekið þátt í samsýningum hér
heima og erlendis og haldið tvær
einkasýningar í Þýskalandi. Sýning-
in í Galleríi Horninu verður opin alla
daga nema páskadag kl. 11-23.30
og stendur til 16. apríl.
GALERIE Bossky á Vimmel-
skaftet 41 B er í bakhúsi
við Strikið í miðborg Kaup-
mannahafnar og andrúmsloftið þar
er alveg ósnortið af búðarrápi og
skarkala götunnar. Þessa dagana
er rýmið upphafíð af afstæðisvanga-
veltum Rúríar, sem allar eru unnar
í kringum mælingaráráttu nútímans.
Verkin eru sköpuð úr tommustokk-
um og listakonan spilar á þá tví-
ræðni mælieininga, sem hún kemur
auga á, þótt í augum flestra séu þær
annars öldungis einræðar. Sýningin
ber titilinn „Relativity", eða Af-
stæði. Um leið kemur út skrá, þar
sem eru myndir af fyrri verkum og
birtur listi yfír fyrri sýningar. Skrá-
in er gefín út á ensku í samvinnu
gallerísins og North-Information, en
er hönnuð af Sirrýju Braga og prent-
aður í Borgarprenti.
Eins og oft í listaheiminum þá
er sýningin til orðin vegna þess að
danskur listamaður og vinur Rúríar
vakti athygli gallerísins á listakon-
unni og verkum hennar. Jette Bock
forstöðukona gallerísins segir verk
Rúríar falla vel að fyrri sýningum
gallerísins og segist lengi hafa haft
áhuga á þeim hreyfingum, sem verk
hennar séu sprottin upp úr eins og
„Concept Art“ og „Land Art“. Eins
og margir fleiri danskir listunnend-
ur man hún eftir verki Rúríar á
útisýningunni Fljúgandi steinsteypa
á Kultorvet í miðborg Kaupa-
mannahafnar 1984. Verk Rúríar
kallaðist „Desolation" eða Auðn,
var eins og rústir af húsum og stal
vægast sagt athyglinni, enda áhrif-
amikið en um leið fjarska einfalt
verk. Og Bock segist einmitt heill-
ast af verkum Rúríar sökum þess
Stórgríniðja
í grennd við
Grundartanga
Krislján
Steingrímur
í Listasafni
ASÍ
LAUGARDAGINN 29. mars kl.
16.00 verður opnuð sýning á verkum
Kristjáns Steingríms í Listasafni ASÍ
við Freyjugötu (Ásmundarsalur).
Kristján Steingrímur er fæddur í
Öngulstaðahreppi, nú Eyjafjarðar-
sveit, 13. apríl 1957. Hann ólst upp
Akureyri, flutti til Reykjavíkur 1979
og hóf nám við Myndlista- og hand-
íðaskóla íslands undir handleiðslu
Magnúsar Pálssonar og útskrifaðist
frá Nýlistadeild 1981. Á árunum
1983 til 1987 stundaði Kristján
Steingrímur nám við Hochschule fiir
bildende Kunste í Hamborg hjá pró-
fessor Bemd Koberling. Frá 1987
hefur Kristján Steingrímur verið
búsettur í Reykjavík. Þar hefur hann
fengist við listsköpun og sinnt ýms-
um félagsstörfum myndlistarmanna.
Síðustu ár hefur Kristján Steingrím-
ur starfað sem kennari og deildar-
8tjóri við Myndlista- og handíðaskól-
ann. Jafnframt hefur hann kennt
við Myndlistaskóla Reykjavíkur. Á
sýningunni ber að líta ný verk unnin
með blandaðri tækni.
Guðrún
Svava í
Stöðlakoti
GUÐRÚN Svava Svavarsdóttir
opnar sýningu á vatnslitamyndum
í Stöðlakoti, Bókhlöðustfg 6, á
skírdag 27. mars kl. 14.00. Guð-
rún Svava stundaði myndlist-
arnám f Myndlistaskólanum í
Reykjavfk og Stroganov Akadem-
íunni i Moskvu. Hún hefur áður
sýnt á ýmsum stöðum f Reykjavík,
s.s. f Galleríi Súm í Listmunahús-
inu og á Kjarvalsstöðum og á
landsbyggðinni, í Neskaupstað, á
Akureyri og á M-hátíð á Suður-
landi. Guðrún Svava hefur unnið
ýmis störf tengd myndlist, t.d.
hannað leikmyndir og búninga og
brúður fyrir öll atvinnuleikhúsin,
kennt myndlist í skólum og á nám-
skeiðum. Hún hefur myndskreytt
margar bækur og sjálf gefið út
ljóðabókina Þegar þú ert ekki (Ið-
unn 1982-83).
Guðrún Svava opnaði fyrstu
einkasýningu sfna einmitt um
páska fyrir 20 árum eða 1977 í
Galleríi Súm. Og 10 ár eru liðin
frá siðustu einkasýningunni.
Sýningin er opin alla daga kl.
14-18 og lýkur 13. apríl.
LEIKLIST
Lcikfélagið sunnan
Skarðsheiða r
NÖRD
Höfundur: Larry Shue. Þýðandi:
Si\jólaug Bragadóttir. Leikstjóri:
Þórey Sigþórsdóttir. Sýningarsljóri:
Guðjón Friðjónsson. Tæknivinna og
lýsing: Arnar Þór Erlingsson, Eyjólf-
ur Matthfasson og Ellert Bjömsson.
Leikhfjóð: Bíóh(jóð ehf. Búningar og
förðun: Leikstjóri og leikarar. Leik-
aran Amfmnur Teitur Ottesen,
Bjami Ásgeirsson, Bryiyólfur Otte-
sen, Haraldur Benediktsson, Ingi-
björg Sigurðardóttir, Jökull Harðar-
son og Sigrfður M. Matthiasdóttir.
Föstudagur 21. mars.
HREPPARNIR í Borgarfjarðar-
sýslu sunnan Skarðsheiðar - Leir-
ár- og Melasveit, Innri-Akranes-
hreppur, Skilmannahreppur og
Hvalfjarðarströnd - eru á mörkum
dreifbýlis og þéttbýlis. Leikfélagið
sunnan Skarðsheiðar hefur haldið
uppi öflugu starfi með styrk hrepp-
anna, en í leikskrá er tekið fram
að sýnt sé í félagsheimilinu Mið-
garði í Innri-Akraneshreppi vegna
nálægðar við þéttbýlið á Akranesi
og þ.a.l. von um fleiri áhorfendur.
Þetta er frumraun Þóreyjar Sig-
þórsdóttur í leikstjórn í verki fyrir
leiksvið og hún reynist einfaldlega
fyrirmyndarleikstjóri. Leikendur
eru vel æfðir í flóknum staðsetn-
ingum farsans og hafa allan text-
ann á hreinu. Framsögn er undan-
tekningarlítið til fyrirmyndar.
Leikgleðin er hér í fyrirrúmi eins
og í öðrum áhugaleikhópum, en
auðvitað er ekki hægt að búast við
að hópur stórleikara stökkvi fram
alskapaður undan Akrafjallinu í
þessum fámennu sveitarfélögum.
Samt má ekki skilja það svo _að
leikurinn sé slæmur. Bjarni Ás-
geirsson er bráðfyndinn og mjög
öruggur í hlutverki sínu sem Rick
Steadman. Haraldur Benediktsson
og Sigríður M. Matthíasdóttir tóku
hlutverk sín alvarlega og duttu
aldrei út úr rullunni. Hvað hina
leikenduma varðar áttu þeir til að
brosa í kampinn yfír látunum á
sviðinu óforvarandis eða að skima
yfir sviðið í leit að kunnuglegum
andlitum, atriði sem auðvelt er að
forðast ef einbeitingin er í lagi, eða
einfaldlega að þeir léku ekki af
nógu miklum krafti.
NÖRD er langur og krefjandi
farsi, skemmtilega þýddur af Snjó-
laugu Bragadóttur. Hann var
frumsýndur af Gríniðjunni fyrir
rúmum átta árum við litla hrifn-
ingu forvera undirritaðs. Það má
taka undir að það er gaman að sjá
ný og fersk andlit fara með þessi
gamanmál í stað landsliðsins í gríni
og hópnum tekst vel að halda
dampi og sýningin vel þess virði
að sjá hana.
Mikið er gert úr því í orðaleik
í öndverðri miðju verksins að ein-
ungis sé einn Rick Steadman í
veröldinni. Tel ég að vini undirrit-
aðs og skólafélaga, Richard Stead-
man-Jones, brygði í brún ef hann
frétti þessi tíðindi. En ég er sann-
færður um að ef hann hefði tök á
að kynna sér háttu og siði nafna
síns teldi hann ekki eftir sér að
mæta í Miðgarð að berja hann
augum.
Sveinn Haraldsson
Nýjar bækur
• VAKA-Helgafell hefur stofnað
nýjan barnabókaklúbb, Litla
bókaorminn. Félögum í honum
berast mánaðarlega heim nýjar,
myndskreyttar bækur sem ætlað-
areru 1-7 árabörnum. „Mikil-
vægt er að börn fái að kynnast
bókum sem fyrst á þroskaferli
sínum. Þá skiptir máli að á boð-
stólum sé hentugt lesefni sem
vekur
áhuga og
þroskar
ímynd-
unarafl
þeirra og
skiln-
ing,“
segir í
kynningu. Mánaðarbækurnar í
Litla bókaorminum kosta 895
krónur, með sendingargjaldi. Nú
eru komnar út fjórar bækur í
klúbbnum: Leitin að fjársjóðnum,
Arnaldur refur og grísirnir þrír,
Linda hittir Vetur konung og Ris-
inn þjófótti og skyrfjallið.
Risinn þjófótti og skyrfjallið
eftir mæðgumar Guðrúnu Hann-
esdóttur og Sigrúnu Helgadóttur
var valin besta myndskreytta
barnabókin í samkeppni Verð-
launasjóðs íslenskra barnabóka
árið 1996.
Leitin að fjársjóðnum eftir Sus-
annah Leigh og Brendu Haw seg-
ir frá því þegar Símon sjóræningi
kemur í heimsókn til Maríu
frænku sinnar - en þá getur allt
gerst. Pétur Ástvaldsson þýddi
bókina.
Jólabókin í litla bókaorminum
var Amaldur refur og grísirnir
þrír eftir Georgie Adams og Sel-
inu Young. Sagan fjallar um góð-
hjartaðan ref, Arnald, og uppá-
tæki hans þegar jólin nálgast.
Valgerður Benediktsdóttir þýddi.
Linda hittir Vetur konung eftir
Harald Sonesson gerist á Eyju
vindanna. Miklir kuldar ríkja, haf-
ís umlykur eyjuna og ekkert skip
kemst þangað. Þar býr Linda litla
og ákveður hún að halda á fund
Vetrar konungs til að biðja hann
um að losa eyjuna úr klakabönd-
um. Pétur Ástvaldsson þýddi.
Teikning eftir
Harald Sonesson