Morgunblaðið - 26.03.1997, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Ríkið fær Fæð-
ingarheimili
Reykjavíkur
MEIRIHLUTI Reykjavíkurlistans í
borgarráði hefur samþykkt maka-
skipti við ríkið á Fæðingarheimilinu
við Þorfinnsgötu og leikskóla Ríkis-
spítalanna við Engihlíð.
Minnihluti Sjálfstæðisflokks
greiddi atkvæði á móti tillögunni
en lagði jafnframt fram tillögu um
að söluverðmæti eignarinnar, 62
milljónir króna, yrði nýtt til tækja-
kaupa og stofnframlaga á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur. Borgarráðsfull-
trúar Reykjavíkurlista lögðu fram
frávísunartillögu, þar sem segir að
sala Fæðingarheimilisins sé ekki
frábrugðin annarri sölu borgar-
eigna og að heimilið hafi ekki verið
keypt sérstaklega fyrir Borgarspít-
alann. Frávísunartillagan var sam-
þykkt með þremur atkvæðum gegn
tveimur.
Sinnuleysi
í bókun Sjálfstæðisflokks er
Reykjavíkurlistinn harðlega gagn-
rýndur fyrir sinnuleysi við að
tryggja að húsnæði Fæðingarheim-
ilisins yrði notað í þágu fæðandi
Ný stjórn
Gunnars-
húss
BJÖRN Bjarnason menntamála-
ráðherra hefur skipað nýja stjórn
yfir Gunnarshús á Skriðuklaustri
til tveggja ára. Fyrsta verkefni
stjómar er að semja drög að reglum
um Gunnarshús og leggja fyrir
menntamálaráðuneytið.
Menntamálaráðherra segir að í
drögum að reglugerð eigi að koma
fram hlutverk stofnunarinnar,
helstu starfshættir, rekstrartilhög-
un og forstaða. Tillögumar eigi að
miða við að í húsinu verði aðstaða
fyrir lista- og fræðimenn, en einnig
önnur starfsemi sem fellur að hlut-
verki þess og samræmist gjafabréfi
Gunnars Gunnarssonar skálds og
konu hans. Gert sé ráð fyrir sérstök-
um úthlutunarreglum vegna gesta-
íbúðar. Miða eigi starfsemina við
að húsið verði aðgengilegt almenn-
ingi. Bjöm segir að þegar mennta-
málaráðuneytið hafi samþykkt nýjar
reglur fyrir Gunnarshús verði
stjóminni sett frekari erindisbréf.
Stjórnin er skipuð heimamönn-
um, en þeir eru Helgi Gíslason,
Helgafelli, sem er formaður, Gutt-
ormur V. Þormar, Geitagerði, og
Sigríður Sigmundsdóttir, Hús-
stjórnarskólanum á Hallormsstað.
kvenna eins og samþykkt hafi verið
þegar Ríkisspítalar tóku við rekstr-
inum. Stjórn sjúkrastofnana
Reykjavíkur, borgarráð og borgar-
stjórn hafi sett það sem skilyrði
fyrir því að Ríkisspítalar fengju
afnot af húsnæðinu. Loforð hafi
verið brotin og með framkomu sinni
undanfarin þtjú ár hafi Reykjavík-
urlistinn ekki fylgt málinu eftir.
Yfirlýsing flokkanna þegar þeir
hafi verið í minnihluta, hafi reynst
blekkingar. Ráðherrar heilbrigðis-
HALLINN á Víkartindi hélst
óbreyttur þrátt fyrir háflóð og brim
í fyrrinótt, eða í um 35 til 38 gráð-
mála hafi komið úr hópi flokka
Reykjavíkurlistans án þess að þar
hafi verið áhugi á að fylgja málinu
eftir við þá eða Ríkisspítala.
Afsal á forræði
í bókun Reykjavíkurlistans er
bent á að fyrir afgreiðslu fjárlaga
1992 hafi orðið að samkomulagi
milli stjórnenda Borgarspítala og
Landspítala að rekstur heimilisins
skyldi flytjast frá Borgarspítala yfir
á Landspítala. Formaður stjómar
um í átt til sjávar. Gámar á þilfari
fóm af stað í gærmorgun en þeir
fóm ekki fyrir borð, utan gáms sem
hékk í festingum við síðu skipsins.
Guðmundur Bjamason umhverfis-
ráðherra segir þolinmæði allra vera
að bresta vegna þeirra tafa sem
orðið hafa á hreinsun eftir strandið.
í fyrradag var haldinn fundur
með fulltrúum dómsmálaráðuneyt-
is, umhverfisráðuneytis, skipafé-
lags og tryggingafélags og íslensk-
um lögmönnum þeirra. „Þar var
ákveðið að hreinsun drægist ekki
frekar og reynt yrði að ýta á að
farið yrði í það af meiri krafti að
ná farminum ef hann yrði þá ekki
allur farinn í sjóinn áður en veðri
slotar aftur,“ segir Guðmundur.
Hann segir að enn hafi ekki verið
teknar ákvarðanir um inngrip af
hálfu stjórnvalda en greinilegt sé
að allir séu orðnir afar óþolinmóðir.
Fulltrúar heilbrigðiseftirlitsins á
Suðurlandi héldu áfram í gær að
hreinsa úr fjörunni lyfjaglös og
annan hættulegan reka úr skipinu,
auk þess að koma lóðabelgjum og
tunnum sem ultu í flæðarmálinu í
skjól. í gær var háflóð skömmu
fyrir klukkan 19 og áttu menn von
á meiri hreyfingu á skipinu og farmi
þess í gærkvöldi og í nótt, að sögn
Gils Jóhannssonar lögreglumanns
frá Hvolsvelli, sem var á vakt við
skipið í gærkvöld.
Ekki í sundurí bráð
„Það skellur mikið á skipinu en
ég held samt að það liðist ekki í
sundur í bráð. Mér finnst hins veg-
ar líklegt að gámar haldi áfram
sjúkrastofnana hafi verið Árni Sig-
fússon. Með þeim flutningi hafi
borgin afsalað sér forræði á rekstri
heimilisins og um leið allri stefnu-
mörkun í þjónustu við fæðandi kon-
ur. Þáverandi heilbrigðisráðherra
hafi upplýst á Alþingi að fækka
ætti stöðugildum og spara um 28
millj. á ári en þá þegar hafi legið
fyrir að það nægði ekki til að reka
heimilið. Síðan hafi dregið verulega
úr rekstri og hafi heimilið verið
opið í samtals 13 og hálfan mánuð
síðustu fimm ár.
Bent er á að sjálfstæðismenn
hafi gert heiðursmannasamkomu-
lag fyrir borgarstjórnarkosningar á
30 ára afmæli heimilisins um að
tryggður yrði áframhaldandi
óbreyttur rekstur. Það loforð hafi
verið svikið tveimur árum síðar. í
ljósi þess þjóni engum tilgangi að
halda lengur í eignina en standi
vilji til þess hjá sjálfstæðismönnum
að standa við gefin loforð þá sé
forsætisráðherra og fjármálaráð-
herra í lófa lagið að tryggja fjár-
muni til rekstursins.
að falla frá borði,“ segir hann.
Menn frá hollenska fyrirtækinu
sem dælt hefur olíu úr skipinu fóru
um borð í skipið í gærmorgun en
aðhöfðust ekkert frekar, utan þess
að koma búnaði sínum í öruggt
skjól. Vinna lá raunar að mestu
leyti niðri á sandinum í gær, en þar
var suðvestanátt og gekk á með
skúrum, mikið brim og nokkur gola.
Von var á hreinsunarflokki frá
Egilsstöðum í gær að sögn Gils en
hann var ekki kominn til starfa síð-
degis. Ólafur Briem skipaverkfræð-
ingur hjá Skipatækni hf. sem hefur
yfirumsjón með hreinsistarfi fyrir
tryggingafélag útgerðar Víkar-
tinds, segir að dráttur sá sem orðið
hefur á hreinsunarstarfi skýrist
meðal annars af töfum á að finna
undirverktaka til að annast um-
rædda hreinsun.
Tímafrek leit og samningar
„Allt tekur tíma og við höfum
auglýst að undanfömu eftir verk-
taka fyrir hreinsunina og þegar það
var frágengið, þurfti að ganga frá
samningi um hvemig að verkinu
verður staðið. Það er ekki auðvelt
að skilgreina hvenær hreinsun er
lokið og ekki auðveldar það verkið
að dæmi um sambærilegt strand em
fá. Mér finnst aðalatriðið að hreins-
unin takist vel og sá árangur sem
menn stefna að náist,“ segir Ólafur.
Hann kveðst ekki vilja tjá sig um
kvartanir þær sem bomar hafa ver-
ið fram opinberlega um óeðlilegan
seinagang á hreinsun, og vísar al-
farið á fulltrúa tryggingafélagsins
í því sambandi.
Umtals-
verð aukn-
ing í fragt-
flugi vegna
verkfalls
UMTALSVERÐ aukning varð
í fragtflugi vegna verkfalls
Dagsbrúnarmanna í uppskip-
un, segir Þórarinn Kjartans-
son, framkvæmdastjóri Flug-
flutninga hf. Bókanir jukust
í áætlunarferðir og einnig
voru fengnar tvær aukavélar
til þess að flytja 250 tonn til
og frá landinu að hans sögn.
Fyrirtækið hefur umboð fyrir
Cargolux.
Margrét Hauksdóttir,
deildarstjóri í upplýsingadeild
Flugleiða, segir að vart hafi
orðið við örlitla aukningu í
fragtflugi hjá félaginu en erf-
itt sé að meta hvort hún eigi
rætur að rekja til verkfalls
því meiri umsvif fyrir páska
séu árviss viðburður.
Þórarinn Kjartansson segir
að meira hafi verið bókað í
áætlunarferðir en fyrirtækið
hafi getað annað. „Við tókum
því inn Boeing 747 fragtvél
til inn- og útflutnings frá
Lúxemborg fyrir um 150 tonn
og leiguvél frá Bandaríkjun-
um sem fiutti 100 tonn fram
og til baka. Það er greinileg
afleiðing verkfallsins,“ segir
hann.
300 tonnum meira?
Þórarinn segir ennfremur
að vélar í eigu félagsins hafi
flutt 50 tonnum meira að
undanförnum og því megi
gera ráð fyrir 300 tonna heild-
araukningu. Um er að ræða
vélbúnað, varahluti, ávexti,
grænmeti og fisk og tæki til
björgunarstarfa vegna
strands Víkartinds. Hann seg-
ir loks að þótt alltaf sé aukn-
ing í útflutningi á físki til
neyslu austan hafs og vestan
fyrir páska sé greinilegt að
félagið hafi verið að flytja að
undanförnu fragt sem annars
er flutt í gámum.
Gísli Sigurgeirsson hjá
BM-flutningum tekur í sama
steng og segist hafa orðið var
við aukningu fragtflutninga
með flugi vegna verkfallsins.
Valgeir Guðbjartsson,
deildarstjóri hjá TVG Zimsen,
segir ennfremur að engin
sjófragt hafi borist Tollvöru-
geymslunni í verkfallinu og
að meiri eftirspurn hafi verið
eftir flugfragt.
Átta sækja
um Iðnó
ÁTTA aðilar hafa lýst yfir
áhuga á að koma inn í rekst-
ur Iðnó, að sögn Þórarins
Magnússonar, formanns end-
urbyggingarnefndar.
Þórarinn sagði að umsókn-
irnar væru svipaðar. „Menn
eru að tala um að hafa bland-
aða starfsemi, list og veit-
ingahússrekstur,“ sagði hann.
„Þeir sem sækja um eru lista-
menn og veitingamenn og
virðast þeir vera með sömu
hugmyndir en þó er mismun-
andi áhersla Iögð á listgrein-
arnar.“ Umsóknirnar verða
kynntar í endurbygging-
amefndinni, sem síðan mun
væntanlega leggja fram um-
sögn um hver komi helst til
greina. Sagðist Þórarinn eiga
von á að í næsta mánuði yrði
ráðið hver yrði fyrir valinu.
Sophia Hansen móðir
ársins 1997 í Tyrklandi
*
„Eg þakka þetta
íslensku þjóðinni“
SOPHIA Hansen hefur verið
útnefnd móðir ársins 1997 af
hálfu Tyrklandsdeildar al-
þjóðlegu kvennasamtakanna
The Internationai Womens
Solidarity Association. Hún
mun veita titlinum viðtöku við
hátíðlega athöfn í Istanbúl 10.
maí næstkomandi.
„Auðvitað er það stórkost-
legur heiður fyrir mig að vera
kosin móðir ársins. Ég þakka
þetta íslensku þjóðinni, Hall-
dóri Asgrímssyni utanríkis-
ráðherra og hans fólki, sem
hefur stutt svo vel við bakið
á mér. Þannig að þetta er
ekki bara minn sigur persónu-
lega heldur lika sigur fyrir
þjóðina sem hefur átt mikinn
hlut í þessu öllu,“ segir Sop-
hia í samtali við Morgunblað-
ið.
Eftir að Sophia, Halim A1
og dætur þeirra, Dagbjört
Vesile og Rúna Aysegul, komu
fram í tyrkneska sjónvarps-
þættinum Arena fyrir tæplega
hálfum mánuði hafa fjölmiðl-
ar í Tyrklandi sýnt máli þeirra
mikinn áhuga og Sophia verið
í fjölda viðtala þess vegna.
Annað kvöld verður Sophia
aftur í þættinum Arena og á
föstudagsmorgun verður
sýndur annar sjónvarpsþáttur
þar sem fjallað er um málið
og talað við Sophiu. Sam-
kvæmt áhorfskönnunum frá
því í janúar sl. fylgjast um 35
milljónir manna í Tyrklandi
með þeim þætti.
Lítil vinna við Víkartind í gær
Morgunblaðið/Rax
BRIMIÐ skellur á skipinu og búast menn við að fleiri gámar losni og skolist útbyrðis næstu daga.
Ráðherra segir þolin-
mæðina vera að bresta