Morgunblaðið - 26.03.1997, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 26.03.1997, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1997 9 FRÉTTIR Morgunblaðið/Halldór GUÐMUNDUR Bjarnason þáði hádegisverð á ferðaþjónustu- bænum Hjalla við Meðalfellsvatn í Kjós. Ráðherra heimsækir Kjósveija Breytti ekki afstöðu hans til stóriðju Flug milli Islands og Kanada Kanadísk lög leyfaekki frekari fjölgun Áhrif vinnutíma- tilskipunar EES á Landspítalanum Þörf á 240 milljóna króna auka- fjárveitingu KRISTJÁN Pálsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að þörf sé á 240 milljóna króna aukafjárveit- ingu til Landspítalans ef fullnægja á öllum kröfum vinnutímatilskipun- ar EES. Þingmaðurinn áætlar að 4-500 milljóna króna heildarkostn- aður verði vegna tilskipunarinnar fyrir öll sjúkrahús landsins. Kristján hefur eftir heimildar- mönnum að bæta þurfi við 26 lækn- um og um 30 hjúkrunarfræðingum auk annars starfsfólks á Landspít- alanum vegna nauðsynlegra breyt- inga á vaktafyrirkomulagi og vinnutíma. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra segir að verið sé að afla upplýsinga um áhrif tilskipunarinn- ar á sjúkrahús en að þær hafi enn ekki borist ráðuneytinu. Hún tekur þó undir að kostnaðurinn muni hlaupa á hundruðum milljóna króna. Tilskipunin tekur gildi í júní, en að sögn ráðherrans hefur ekki verið ákveðið í ríkisstjórn hvenær hún verður staðfest hér á Iandi. 9 umsækjend- ur um emb- ætti héraðs- dómara EMBÆTTI héraðsdómara við Héraðsdóm Suðurlands hefur verið auglýst laust til umsókn- ar. Umsóknarfrestur rann út 21. þ.m. Umsækjendur, níu talsins, voru þessir: Hjalti Steinþórsson, hrl., Ingveldur Einarsdóttir, héraðs- dómsfulltrúi, Jón Finnbjörns- son, dómarafulltrúi, Júlíus B. Georgsson, dómarafulltrúi, Lár- us Bjarnason, sýslumaður, Ólaf- ur Börkur Þorvaldsson, héraðs- dómari, Ragnheiður Bragadótt- ir, dómarafulltrúi, Ragnheiður Thorlacius, sýslumannsfulltrúi og Þorgerður Erlensdóttir, sett- ur héraðsdómari. SAMTÖKIN SÓL í Hvalfirði buðu Guðmundi Bjarnasyni, land- búnaðar- og umhverfisráðherra, í Kjósina á sunnudag, en einn helsti tilgangur fararinnar var að kynna ráðherra sjónarmið íbúa hreppsins gagnvart stóriðju á Grundartanga. Ráðherranum var m.a. ekið um sveitina og honum kynntir búskaparhættir og nátt- úrufar og þá var bærinn á Neðra- Hálsi sóttur heim, þar sem ráð- herra kynnti sér lífræna ræktun. Guðmundur segir í samtali við Morgunblaðið að ferðin hafi verið fróðleg og málefnaleg, en hafi þó ekki breytt afstöðu hans til stór- iðjunnar. „Það sem áður hefur komið fram frá stofnunum um- UM 50% fleiri farþegar hafa verið í flugi Flugleiða til Halifax í Kanada en forsvarsmenn félagsins gerðu ráð fyrir, eða um 3.000 farþegar í janúar og febrúar, að sögn Einars Sigurðs- sonar, aðstoðarmanns forstjóra. Fé- lagið flýgur tvisvar í viku til Halifax. Upphaflegar áætlanir Flugleiða um farþegafjölda á þessum tíma, sem er yfirleitt í minna lagi, gerðu ráð fyrir að farþegar yrðu um 1.700 talsins. Sætanýting í fluginu hefur að meðaltali verið ríflega 60%, og því á meðal bestu nýtingar flugleiða félagsins og mjög gott miðað við árstíma, að sögn Einars. „Af Ameríkufluginu seljum við hverfisráðuneytisins og umhverf- isráðuneytisinu sjálfu stendur enn,“ segir hann. „Matið á um- hverfisáhrifum álversins gerir ekki ráð fyrir því að starfsemi þess hafi áhrif á möguleika manna til að stunda landbúnað á svæðinu í kring, fyrir utan af- markað svæði sem vitað er að starfsemin hefur bein áhrif á,“ segir hann. Guðmundur segir ennfremur að í starfsleyfinu verði skýr ákvæði um vöktun á svæðinu og að hægt verði að grípa inn í og endurskoða starfsleyfið sé ástæða til að óttast að áhrif starfseminn- ar séu með öðrum hætti en starfs- leyfið geri ráð fyrir. mest í flug til Flórída, en flugið til Halifax er í sætanýtingu fyrir ofan flug til New York, Baltimore og Boston. Sú skýring sem er líklegust að okkar mati, er sú að vegna þess að við tengjum allt Evrópuflugið við flugið til Ameríku, getum við boðið flug til Halifax frá mjög mörgum stöðum í Evrópu og öfugt. Við getum nú boðið flug til sex ákvörðunar- staða í Bandaríkjunum eftir árstíð- um, frá 15-20 stöðum í Evrópu. Til dæmis jukum við tíðni flugs til Glasgow úr tveimur ferðum í viku í sex, enda sá markaður mikilvægur fyrir þetta svæði því Nova Scotia- svæðið tengist Skotlandi töluvert, HA.LLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráoherra kveðst hafa tekið það nokkrum sinnum upp við kanadísk stjórnvöld að tíðni flugs milli íslands og Kanada yrði aukin. Síðast tók hann það upp á fundi utanríkisráðherra NATO-ríkjanna í desember síðastliðnum þar sem hann fór fram á það að ferðunum yrði ij'ölgað í þtjár. Fyrir skemmstu barst Halldóri svar frá kanadíska utanrík- isráðherranum sem var á þá leið að kanadísk lög leyfðu ekki að svo stöddu frekari aukningu en hann kvaðst vera tilbúinn til þess að taka málið upp síðar. Halldór segir að ekki hafi komist skriður á samskipti landanna á sviði flugsamgangna fyrr en forsætisráð- herra Kanada kom hingað til lands í tengslum við þing Alþjóðasam- bands frjálslyndra flokka sem var haldið á vegum Framsóknarflokks- ins í september 1994. Há afgreiðslugjöld Flugleiða segir Canada 3000 Brad Ross, talsmaður Canada 3000, kanadísks flugfélags sem hef- ur leyfi til þess að fljúga tvisvar í viku til íslands samkvæmt sérstöku auk flugs til annarra áfangastaða," segir Einar. Hann segir að íslendingar hafí sótt talsvert mikið til Halifax í'haust og vetur, auk Skota, Norður- landabúa og Þjóðveija. „Við höfum leitað eftir heimildum til að fljúga oftar til Kanada, en það hefur ekki verið auðsótt vegna skorts á tvíhliða loftferðasamningi á milli landanna." Hann segir fargjöld til Halifax ívið lægri en menn áttu von á, en á móti komi að fjöldi farþega vinni iægra verð upp, og því séu tekjur af flugleiðinni meiri en búist var við. Ekki sé hins vegar ljóst hversu mikiar þær séu, enda margt sem samkomulagi þar um, segir að félag- ið sjái ekki ástæðu til þess að fljúga oftar en 5-6 sinnum hingað til lands með farþega á samningstímanum. Ástæðan er há afgreiðslugjöld Flug- leiða á Keflavíkurflugvelli. Ross segir að félagið haldi uppi talsvert mörgum ferðum hingað til lands en þær séu allar með svoköll- uðu tæknistoppi, þ.e. til þess að taka eldsneyti og skipta um áhafnir. „Við ætlum ekki að flytja farþega nema í 5-6 ferðum í sumar vegna þess hve há afgreiðslugjöldin eru á Keflavíkurflugvelli," segir Ross. Hann segir að þar sem flugfélög eru einráð um þjónustu á flugvöllum, eins og Flugleiðir séu í Keflavík, geti þau einhliða ákveðið afgreiðslu- gjöldin. Félagið geti ekki leitað til annarra aðila um þjónustuna og sam- keppni sé engin. Flugleiðir starfi í mjög vernduðu samkeppnisumhverfi. Lendingargjöld séu hins vegar staðl- aðar upphæðir sem séu hvorki hærri né lægri hér á landi en annars staðar. Ross segir að Canada 3000 hafí leitað eftir lækkun á þessum gjöldum hjá Flugleiðum en viðræður þar um hefðu engu skilað. Félagið væri nú hætt slíkri málaleitan. verði að hafa í huga í því sambandi. „Við áttum von á að töluverðan tíma tæki að vinna upp sætanýtingu á þessari flugleið, sérstaklega á þessum árstíma, þannig að þróunin er mjög ánægjuleg. Þegar byijað er með nýjar áætlunarleiðir er grannt fylgst með útkomunni, því að mörgu leyti er rennt blint í sjóinn, og því gleður þessi nýting hjartað,“ segir hann. Verið er að skoða möguleika á tveimur nýjum áfangastöðum Flug- leiða í Evrópu og tveimur í Banda- ríkjunum, en ekki liggur fyrir ákvörðun um staði og tíma í því sambandi, að sögn Einars. Ásókn í flug Flugleiða til Halifax mun meiri en búist var við Farþegar 50% yfir áætlun KQMDU MEÐ „ OG SKIPTU ÞE RAUÐU“ SPARISKIRTEININ IM í MARKFLO KKA Með endurskipulagningu allra flokka spariskírteina og breytingu þeirra í markflokka, hefur lokagjalddaga spariskírteinanna í töflunni verið flýtt. Kannaðu hvort þú eigir þessi skírteini og hafðu þá samband við Lánasýslu ríkisins sem fyrst og fáðu alla aðstoð við að tryggja þér ný spariskírteini í markflokkum í stað þeirra gömlu. Vertu áfram í örygginu! LANASYSLA RIKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð, sími 562 6040 ENDUR5KIPULAGNING spariskÍRTEINA RÍKISSJQÐS 7 RAUÐIR FLDKKAR SPARISKIRTEINA Uppsagnarflokkar til endurfjármögnunar í markflokka ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA • SALA • INNLAUSN • ÁSKRIFT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.