Morgunblaðið - 26.03.1997, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 26.03.1997, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1997 11 VMSI, Dagsbrún/Framsókn og vinnuveitendur Semja um við- ræðuáætlun fyrir næstu samninga SAMKOMULAG var gert á milli Verkamannasambandsins og verkalýðsfélaganna Dagsbrúnar og Framsóknar við vinnuveitend- ur um viðræðuáætlun þegar kem- ur að endurnýjun kjarasamning- anna sem undirritaðir voru í fyrrakvöld. í samkomulaginu segir m.a. að við upphaf samningaviðræðna skuli samningsaðilar kynna hvern- ig samninganefnd er skipuð og fyrir hveija hún hefur samnings- umboð. Viðræður byrja 4 mánuðum áður en samningar renna út í viðræðuáætluninni er gengið út frá að ekki síðar en fjórum mánuðum áður en samningar renna út skuli aðilar kynna hug- myndir um endurnýjun samninga og freista þess að setja viðræðun- um sameiginleg meginmarkmið. Þessum þætti viðræðna skal lokið þremur mánuðum áður en samn- ingar renna út. Að þessu loknu verður tekið til við sérsamninga. Eigi síðar en tveimur mánuðum áður en samn- ingar renna út hefjast svo viðræð- ur um kaupliði samninga og kostnaðaráhrif. Samningarnir gilda til 15. febrúar þannig að við- ræður um launamálin hefjast í síð- asta lagi um miðjan desember 1999. Hafi samningar ekki komist á einum mánuði áður en samning- ar renna út, eru aðilar sammála um að vísa málinu til sáttasemjara nema það sé samdóma álit að gerð samninga sé að ljúka. Takist ekki á þeim mánuði sem sáttasemjari stýrir viðræðum að ljúka samning- um og viðræður reynast árangurs- lausar er heimilt að taka ákvarðan- ir um aðgerðir til að þrýsta á um samningsgerðina, skv. samkomu- laginu sem fylgir nýgerðum kjara- samningum. V erkamannasambandið Samið við ríki og sveitarfélög NÝR kjarasamningur Verka- mannasambandsins við ríki og sveitarfélög var undirritaður um kl. 3.30 í fyrrinótt og sagði Björn Snæbjörnsson formaður þeirrar deildar innan sambandsins sem semur við ríki og sveitarfélög að hann væri sambærilegur öðrum samningum við vinnuveitendur. „Það var ánægjulegt að geta lokið þessu og er það allt á sömu nótunum og aðrir samningar okk- ar, mest hækkun hjá þeim sem eru á lægstu töxtunum,“ sagði Björn Snæbjörnsson. Sú deild Verkamannasambands- ins sem tekur til starfsmanna er vinna hjá ríki og sveitarfélögum er næstfjölmennasta deild sam- bandsins. Sagði Björn Snæbjörns- son að eftir síðustu samninga hefði verið ákveðið að samræma alla þessa samninga og væri þetta fyrsti nýi samningurinn eftir hana. „Þarna var verið að takast á við nýtt vaktakerfi hjá Vegagerðinni og ýmsa aðra hluti en meðal stærstu aðila að samningnum eru auk hennar Skógræktin og Land- græðslan og síðan Reykjavíkurborg þar sem samningurinn nær til þeirra sem vinna við ræstingar í skólum og fleira," sagði Björn. „Mér fannst mál til komið að ljúka þessari samningatörn því við höfum ekki fengið frí í sjö vikur. Síðan fer allt í gang á ný eftir páska því bæði er eftir að kynna samninginn og standa að atkvæða- greiðslum og síðan eigum við eftir sérsamninga," sagði Björn Snæ- björnsson að lokum. Alvarlega slösuð eftir árekstur EKIÐ var á þrítuga gangandi konu á Kringlumýrarbraut í Reykjavík skammt frá Miklu- braut um hálftíu í fyrrakvöld. Konan missti meðvitund og var talin mikið slösuð, að sögn lögreglu, meðal annars á höfði og hrygg. Hún var flutt á Land- spítalann til aðhlynningar. Hellisheiði Ekið á veg- faranda EKIÐ var á mann á Hellisheiði um hálftólfleytið í fyrrakvöld. Maðurinn hafði stigið út úr bif- reið sinni sem snúist hafði við á veginum vegna slæmrar færðar. 1 þann mund kom að önnur bifreið og ók á kyrrstæða bílinn sem hentist á manninn. Hann var fluttur á Sjúkrahús Reykjavíkur samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Selfossi. Skálafell Leitað að vél- sleðamönnum BJ ÖRGUN ARSVEITIN Kyndill var kölluð út í fyrrakvöld til þess að leita að tveimur vélsleðamönn- um á leið frá Þingvallavegi inn í Skálafell. Mennirnir voru á leið að KR- skálanum og var farið að óttast um þá klukkan 22.30 vegna slæms veðurs og lélegs skyggnis þegar þeir komu ekki til baka að sækja fleiri eins og til stóð. Björgunarsveitarmenn fundu þá í skálanum um klukkustund síðar heila á húfi. FRÉTTIR Morgunblaðið/Halldór MENGUN við Miklubraut var efst á baugi á fundi borgarstjóra með íbúum Hlíðahverfis í Reykjavík. Ibúar við Miklubraut krefjast úrlausna vegna mengunar * Afellisdómur yfir heilbrigðiseftirliti og borgaryfirvöldum INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. A BORGARAFUNDI um málefni Hlíða-, Túna-, Holta- og Mýrarhverfanna sem haldin var i Ráðhúsi Reykjavíkur í vikunni fjöl- menntu íbúar við Miklu- braut og kröfðust úrlausna til frambúðar vegna hávaða og annarrar mengunar við götuna. Margir kvörtuðu yfir hægagangi borgaryfir- valda þrátt fyrir að sannað væri að mengunin við göt- una væri yfir leyfilegum mörkum og loforð um úr- bætur. Guðlaugur Lárus- son, sem býr við Miklubraut 13 og lengi hefur kvartað yfir ástandi mála, sagði nýlega skýrslu Hollustu- vemdar vera áfellisdóm yfir heilbrigðiseftirliti í Reykja- vík og að ástand mála væri smánarblettur á borginni. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri benti á að taka þyrfti tillit til margra þátta við úrlausn málsins. Þar sem Mikla- braut væri stofnbraut þyrfti samþykki Vegagerðar ríkis- ins fýrir framkvæmdum og fjárframlag í vegaáætlun. Einnig þyrfti að huga að því að allir íbúar borgarinn- ar hefðu not af götunni og að hún, ásamt Sæbrautinni, væri helsta tenging milli austur- og vesturhluta borgarinnar. Ingibjörg sagði að víðar í borg- inni væri kvartað yfir umferðarháv- aða en við Miklubraut og benti á Hverfisgötu, Laugaveg frá Hlemmi að mjólkurstöð og Hringbraut sem dæmi. í athugun væri að styrkja íbúa á þessum stöðum til þess að gera breytingar á húsum sínum, til dæmis á gluggum, til þess að draga úr hávaðanum. Ekki nóg að draga úr hávaðainnanhúss Gestur Bárðarson, íbúi við Miklu- braut 46, sagði að ekki væri nóg að draga úr hávaða innanhúss, því ekki væri hægt að loka börnin inni. Hann benti á þann möguleika að takmarka þungaumferð við götuna og beina henni til dæmis í auknum mæli inn á Sæbraut. Einnig væri hægt að lækka hámarkshraða úr sextíu kílómetrum á klukkustund í fímmtíu. Með því væri dregið úr hávaða um 40% og álíka mikið úr annarri mengun. Til þess að fram- fýlgja breytingunni þyrfti að auka eftirlit, og mætti þar beita mynda- vélum í auknum mæli. Borgarstjóri tók undir að draga mætti úr hámarkshraða, en varð- andi takmörkun þungaumferðar benti hún á áhrif þess á atvinnu- starfsemi i vesturborginni. Hún sagðist ekki telja að hægt væri að draga verulega úr hávaðanum utan- dyra við Miklubraut. Ingibjörg sagði að margt það sem dregið gæti úr umferð væri utan valdsviðs borgaryfirvalda. Til dæm- is skipti bílaeign lands- manna miklu máli, og hversu mikið strætisvagnar væru notaðir. Meðal þess sem borgin gæti haft áhrif á, og hefði þegar gert, væri meira framboð á dagvistun allan daginn og heilsdagsskóli. Lengri stokk Fundarmenn lýstu lítilli hrifningu yfir áætlunum borgaryfirvalda um að stutt- ur kafli Miklubrautarinnar við Miklatún verði niður- grafinn í stokki og sögðu að miðað við núverandi tillögur væri réttara að kalla hann brú. Þeir telja að stokkurinn þurfi að vera mun lengri til að leyst verði úr vanda allra íbúa á svæðinu. Stefán Hermannsson borgarverkfræðingur út- skýrði að við könnun á þess- ari lausn hefði komið í Ijós að of lítið rými væri við Miklubrautina til að koma við tengingum við langan niðurgrafinn veg. Afleiðing- in yrði sú að þeir sem væru á leið í Hlíðarnar þyrftu að fara miklar krókaleiðir og umferð um íbúðargötur myndi þar af leiðandi auk- ast. Svar fundarmanna var að miklu væri til fórnandi til að ráða bug á þeim höfuðvanda sem væri við Miklubrautina. Auk mengunarmála við Miklu- braut kom meðal annars ástandið á Miklatúni til umræðu á fundinum. Ibúar lýstu áhyggjum af því að eit- urlyfjaneytendur hefðu aðsetur í garðinum á sumrin og skildu meðal annars eftir sig sprautur. Rætt var um hvort ástæða væri til að koma þar á eftirliti. Einnig var lýst nokkr- um áhyggjum af aukinni umferð í nágrenni við Kennaraháskólann og fyrirhugaðan uppeldisháskóla. í lok fundarins hvatti Ingibjörg Sólrún íbúa til að koma á framfæri athugasemdum við tillögur borgar- yfirvalda. Þær verða kynntar opin- berlega frá og með 2. apríl og frest- ur til að skila inn athugasemdum er átta vikur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.