Morgunblaðið - 26.03.1997, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 26.03.1997, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1997 13 Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson BJARNI Andrésson, formað- ur knattspyrnudeildar UMFG, og Baldur Hjaltason, fram- kvæmdastjóri Lýsis hf., hand- sala hér samninginn að lok- inni undirskrift. Lýsi hf. Styrktaraðili í 11 ár Grindavík - Lýsi hf. og knatt- spyrnudeild UMFG í Grindavík gerðu með sér styrktarsamning ellefta árið í röð, en 60% af hrá- efni Lýsis hf. hefur komið frá Grindavík og því hefur það verið akkur fyrirtækisins að gera vel við íþróttirnar í bænum að sögn Baldurs Hjaltasonar fram- kvæmdarstjóra i hófi sem haldið var í tilefni undirskriftarinnar. Baldur sagði einnig að sam- kvæmt heimildum, sem hann hefði komist yfir, hefði það verið í Grindavík sem lifur var í fyrsta sinn brædd á íslandi. Það var séra Oddur V. Gíslason sem varð sér úti um gufuketil á síðustu öid og hóf lifrarbræðslu til útflutn- ings og fékk meðal annars eir- pening sem viðurkenningu frá Bretlandi fyrir gæðaframleiðslu. Bjarni Andrésson, formaður knattspyrnudeildar UMFG, sagði þennan samning mikilvægan fyr- ir starfsemi deildarinnar og nú væri svo komið að yngstu leik- menn meistaraflokks, sem keppa í Sjóvá-Almennra-deildinni, eru búnir að leika með merki Lýsis hf. allan sinn knattspyrnuferil. Mikil óánægja hjá bændum með mjólkurverkfall Dagsbrúnar Finnst verk- fallsvopnið ranglega notað Hrunamannahreppi - Mikil óánægja er meðal bænda, hér í sveit sem víðar, vegna mjólkurverk- falls Dagsbrúnarmanna og fínnst mörgum verkfallið bitna mest á þeim er síst skyldi. Á aðalfundi Búnaðarfélags Hrunamanna sem haldinn var 20. mars var einróma samþykkt að skora á verkalýðsfélögin að nota ekki mjólkurskort sem fyrsta og aðal-þrýsting á viðsemjendur. Fund- urinn telur lagst lágt ef nota á neyð bama og lasburða til að ná fram réttlátara launakerfí. Einnig telur fundurinn að bændur og verkalýður eigi sameiginlega hagsmuni í flest- um málum og beri að auka sam- vinnu og skilning á milli þessa stétta. Þegar Búnaðarfélag Hruna- manna varð 100 ára, árið 1984, fékk það fagurt horn á fæti að gjöf frá Búnaðarsambandi Suðurlands. Er hornið kallað afrekshornið og er farandgripur sem veitt er árlega einhveijum innan sveitarfélagsins fyrir góð störf t.d. í búfjárrækt, félagsmálum, menningarmálum, íþróttum o. fl. Að þessu sinni ákvað úthlut- unarnefndin að veita Siggeiri Þor- geirssyni á Kaldbak hornið fyrir gott starf við refaveiðar. Hann hefur skotið um 10 dýr að meðal- tali á vetri síðan hann hóf þessar veiðar árið 1965, flest við skothús þar sem borið hefur verið út æti. Að auki hefur Siggeir verið við Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson AFREKSHORNIÐ ásamt viðurkenningu Siggeirs. grenjaveiðar á vorin með góðum árangri síðan árið 1975. Því miður gat Siggeir ekki mætt á fundinn til að taka við þessari viðurkenningu. Loftur Þorsteinsson formaður úthlutunarnefndarinnar sagði að Siggeir hefði gert ómetan- legt gagn með sinni elju og dugn- aði, oft í kulda og illviðrum og væri vel að þessari viðurkenningu komin. Þrátt fyrir þessa góðu veiði færi ekki á milli mála, eins og opin- berar tölur sanna, að ref færi fjölg- andi. Borið hefði á dýrbít síðustu ár enda hefðu fundist greni í byggð. Þá væri þetta grimma villidýr einn- ig mikill skaðvaldur á mófugli. Vinna yrði ötullega að því að halda þessum skaðvaldi niðri, sagði Loft- ur. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason LOKIÐ hefur verið við endurbætur á nýju skipi Eyjaferða, Brimrúnu, og hefur skipið tekið miklum breytingum síðan það kom til landsins í haust. I sumar gefst ferðamönnum tækifæri til að fara í hvalaskoðunarferðir frá Stykkishólmi. Breytingar á skemmti- skipinu Brimrúnu Stykkishólmi - Miklar endur- bætur hafa verið gerðar á Brimrúnu, nýjum farkosti Eyja- ferða í Stykkishólmi. Skipið var keypt frá Noregi í haust og er ætlað til skemmtisiglinga á Breiðafirði. Það var Skipasmíðastöðin i Stykkishólmi sem sá um fram- kvæmdir. Helstu breytingar eru að öll útiaðstaða fyrir ferða- menn var bætt. Stækkað var efsta þilfarið að aftan um 36 fm. Þar var komið fyrir gálga og spili fyrir skelplóg og þar munu farþegar njóta matar beint úr lífríki Breiðafjarðar. Útbúin var tunna fyrir hvalaskoðunarmann og sett upp á stýrishúsið. Skipið var allt málað björtum litum og var það skreytt og hannað af Halldóri Sigurðssyni í Stykkis- hólmi. Eins og merking bátsins sýnir verður boðið upp á hvala- skoðunarferðir frá Stykkishólmi í sumar og er það ný þjónusta sem Eyjaferðir bjóða ferða- mönnum upp á. Brimrún fer til Reykjavíkur eftir páska og mun fara í ferðir þaðan með hópa í um mánaðar- tima. Annað verkefni hjá Skipa- smíðastöðinni Skipavík tengist hvaiaskoðun. Skipasmiðastöðin er að skipta um vél í Fjörunesi sem áður hét Fagranes og gert var út frá ísafirði. Nú hefur Amar Sigurðsson á Húsavík keypt skipið og ætlar sér að gera það úttil hvalaskoðunar frá Húsavík í sumar. Samtök um verndun hálendis Austurlands Fljótsdalsvirkjun mistök Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir FRÁ stofnfundinum um verndun hálendis á Austurlandi. Egilsstöðum - Stofnfundur sam- taka um verndun hálendis Austur- lands, var haldinn í Golfskálanum Ekkjufelli í Fellabæ. Um 50 manns skráðu sig sem stofnfélaga. Samtökin hafa starfað óform- lega í tvö ár og unnið að ýmsum málum. Á stofnfundinum sagði Þorsteinn Bergsson frummælandi frá því að það yrðu mikil mistök ef áætlun um Fljótsdalsvirkjun næði fram að ganga svo og ef „langstærsta draumnum“ eða „LSD“, þ.e. áætlun um að veita Jökulsá á Fjöllum og Jökulsá á Dal í Lagarfljót, yrði hrundið í framkvæmd. Vigfús Friðriksson, annar frummælenda, ungur ferða- málanemi og uppalinn í Fljótsdal, sagðist sjá mikla ferðaþjónustu- möguleika í Fljótsdal. Hann telur mikilvægt að efla smáiðnað og sér fyrir sér vistvænan iðnað í heima- sveit sinni. Vigfús nefndi sem dæmi að hægt væri að markaðs- setja smalamennsku. Á fundinum voru kosin í stjórn, þau Karen Erla Erlingsdóttir for- maður, Þorsteinn Bergsson og Vig- fús Friðriksson. Karen Erla segir að samtökin munu beijast fyrir því að lög um Fljótsdalsvirkjun verði endurskoðuð og að gert verði um- hverfismat um svæðið í ljósi nýrra viðhorfa. „Samtökin eru alls ekki á móti atvinnuuppbyggingu, síður en svo, heldur væri æskilegt að hún yrði með öðrum formerkjum en virkjana- og stóriðjuhugmyndum.“ Karen segir mesta þróun í atvinnu- uppbyggingu á Austurlandi vera í ferðaþjónustu og vert sé að halda henni áfram. Hvað varðar Ríó-sátt- málann, sem Islendingar eru nýbún- ir að undirrita, er ekki nóg að rækta skóg og bjóða um leið eiturspúandi verksmiðjum frá öðrum löndum staðsetningu á íslandi. „Það heitir ekki að draga úr mengunaráhrifum heldur er það bein tilfærsla á meng- un og alveg jafn slæmur kostur þegar á heildina er litiðj nema auð- vitað verri fyrir okkur Islendinga," sagði Karen Erla. „Ef svo litið er til þeirra hugmynda um útflutning á rafmagni um sæstreng tel ég þá hugmynd vera alltof dýru verði keypta þar sem þetta er svo lítið magn sem um er að ræða að raf- magnið myndi ekki vera nægjanlegt til þess að lýsa upp götur Hamborg- ar svo dæmi séu tekin,“ sagði Kar- en Erla. eáái (/ %áákuí nmn tiivaum*1 ' pASVtAFR"Ð Œ ásútgáfan Qtefáffðhi M -- Sitfli 462 4666 ¥\\\pj\m\m -> SjúkruhúSSötju -> Úrl=J£JsJ3ÖCJU j /\5i rjg íifbrat -> Ástarsöau -< SöcjLi i'riári'jö-jrlris

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.