Morgunblaðið - 26.03.1997, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 26.03.1997, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Tugir særðra í átökum á Vesturbakka Jórdanar sjötta daginn í röð Arafat og Netanyahu útiloka ekki fund en setja skilyrði Deilt um hvort hryðjuverkamönnum var gefið „grænt ljós“ Jerúsalem. Reuter. Reuter Krefjast afsagnar forsætisráðherrans BENJAMIN Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, og Yasser Araf- at, forseti Palestínumanna, útilok- uðu ekki að þeir myndu halda skyndifund, en settu báðir skil- mála. í gær kom til átaka á Vestur- bakkanum sjötta daginn í röð. ísraelskir hermenn í Betlehem og Hebron særðu tugi Palestínu- manna, sem voru að mótmæla framkvæmdum við fyrirhugaðar gyðingabyggðir í Austur-Jerúsal- em, arabahluta borgarinnar. Her- mennirnir skutu gúmmíkúlum og notuðu táragas til að dreifa mann- fjöldanum, sem kastaði grjóti. Arafat, sem staddur var í Colombo, höfuðborg Sri Lanka, kvaðst reiðubúinn til að hitta Net- anyahu svo lengi sem fundurinn yrði haldinn til að ræða frið, en ekki spila með fjölmiðla. „Hvers vegna ekki? Ef það er í þágu friðar er ég tilbúinn," sagði Arafat við blaðamenn. „En ef það er í áróðursskyni gegnir öðru máli.“ David Bar-Illan, upplýsingafull- trúi Netanyahus, sagði að forsætis- ráðherrann mundi fallast á fund með Arafat svo lengi sem öryggis- mál yrðu helsta umræðuefnið. „Við ætlum að sjálfsögðu ekki að hafna hugmyndum um fund, en við væntum þess að verði slíkur fundur haldinn muni þar verða lögð áhersla á öryggi og hryðjuverk," sagði Bar-Illan. Palestínumenn hafna öllum slík- um skilmálum og segja að ræða verði fleira en öryggismál. Bandarískir embættismenn sögðu að til athugunar væri hvort Dennis Ross, sérlegur samninga- maður Bandaríkjamanna í Mið- Austurlöndum, yrði sendur til að ræða við deiluaðila. Palestínumenn vísa á bug ásökunum Netanyahus um að Arafat hafí gefið herskáum Palest- ínumönnum „grænt ljós“ á að fremja hryðjuverk, þar á meðal sprengjutilræðið í Tel Aviv á föstu- dag þar sem þijár konur létu lífið auk árásarmannsins. Spenna í lofti Amnon Shahak, yfírmaður ísra- elshers, sagði á þriðjudag að mikil spenna væri í lofti og búast mætti við frekari árásum. Háttsettur for- ingi í ísraelska hernum sagði í gær að ísraelar hefðu engar sannanir um að Arafat hefði gefið leyfi til að ráðist yrði á ísraelsríki. „Við höfum engar upplýsingar eða skýrar sannanir um að Arafat hafi gefið grænt ljós,“ sagði tals- maður ísraelska þingsins og vísaði til vitnisburðar yfírmanns úr leyni- þjónustu hersins fyrir utanríkis- og vamarmálanefnd þingsins. „Stíll hans, málflutningur og limaburður voru hins vegar skilin þannig í röðum hryðjuverkamanna að þar væri komið merki um að láta til skarar skríða,“ var haft eftir yfirmanninum. „í þessu tilfelli gáfu palestínsk yfirvöld þeim grænt ljós,“ sagði Netanyahu í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC um helgina. Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, var spurð í sjónvarpsþætti CBS, hvort „grænt ljós“ hefði verið gefíð og svaraði: „Menn túlka það greini- lega svo að gefið hafi verið grænt ljós, en það eru engar beinharðar sannanir." BORGARAR í Port Moresby, höfuðborg Papúa Nýju-Gíneu, sjást hér á leið til þinghúss landsins, þar sem óánægðir her- menn og mótmælendur héldu um 100 þingmönnum föngnum í gær, eftir að meirihluti þeirra hafði fellt tillögu um að Sir Julius Chan forsætisráðherra skyldi segja af sér. „Við neitum stjórnmálamönnunum um að yfirgefa bygginguna,“ sagði einn hinna um það bil 80 her- manna, sem tóku þátt í umsátr- inu um þinghúsið, en þeir voru vopnaðir hriðskotarifflum og skammbyssum. Mikil ólga er nú í Papúa Nýju-Gíneu eftir að upp komst, að ríkisstjórnin hafði ráðið málaliða til að freista þess að binda enda á aðskilnaðartil- raunir íbúa eyjarinnar Bouga- inville, án samráðs við forystu hersins. Reuter Sólríkur afmælisdagur UTANRÍKISRÁÐHERRAR Evrópusambandsríkjanna og fleiri forystumenn ESB héldu í gær upp á fertugsafmæli Rómarsáttmálans, stofnsátt- mála Efnahagsbandalags Evr- ópu, í borginni sem hann er kenndur við. Jacques Santer, forseti framkvæmdasljórnar ESB, hafði orð á því við við komuna til Rómar, þar sem Lamberto Dini, utanríkisráð- herra Ítalíu, tók á móti honum, að afmælisbarnið væri heppið með veður. Dini sagði í yfirlýsingu, sem birt var í gær að Evrópusam- bandið hefði í fjóra áratugi ver- ið „samheiti fyrir frið og vel- megun.“ Heima í Bonn sagði Helmut Kohl, kanzlari Þýzkalands, að Rómarsáttmálinn hefði rutt brautina fyrir fjögurra áratuga frið, frelsi, velmegun og félags- legt öryggi. Hann sagði að Evr- ópa yrði að halda áfram á þró- unarbrautinni, en mætti þó ekki þróazt út í miðstýrt ofurríki: „í mínum huga er eitt alger- lega sjálfsagt: Evrópa framtíð- arinnar verður ekki miðstýrð ríkisheild. Hún mun byggjast á nálægðarreglunni, virða hefðir þjóða og héraða og stuðla að menningarlegri margbreytni." Bretar áfram þversum á ríkja- ráðstefnunni Róm. Reuter. MALCOLM Rifkind, utanríkisráð- herra Bretlands, gagnrýndi í gær harðlega ýmsar tillögur, sem fram eru komnar á ríkjaráðstefnu Evrópu- sambandsins. Kallaði Rifkind áherzl- ur sumra aðildarríkja „slagsíðu í átt til sambandsríkis“. Rifkind sagði að tillögur Hollands um að færa innan- ríkis- og dóms- málasamstarf í auknum mæli und- ir vald yfirþjóð- legra stofnana ESB í svokallaðri fyrstu stoð sambandsins væru „al- gerlega óaðgengilegar". ESB reyni ekki að haga sér eins og ríki Hann gagnrýndi einnig tillögu sex ríkja um að sameina ESB og Vestur- Evrópusambandið í áföngum, svo og tillögu Hollendinga um að taka upp atkvæðagreiðslur í ráðherraráðinu um ákvarðanir, sem tengjast mótun utanríkisstefnu sambandsins. „Ut- anríkisstefnan er alltaf á valdi aðild- arríkjanna og þau hafa með sér milliríkjasamstarf [um mótun henn- ar],“ sagði Rifkind. „Evrópusam- bandið er ekki ríki og það ætti ekki að reyna að haga sér eins og ríki.“ Tillögur Þýzkalands, Frakklands og fjögurra annarra ríkja um sam- einingu VES og ESB í áföngum fela í sér að ríki ESB takist á hendur gagnkvæmar varnarskuldbindingar. Rifkind sagði að það væri ekki í þágu hagsmuna Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) að Evrópusam- bandið tæki að sér að tryggja sam- eiginlegt öryggi aðildarríkjanna. Talið er að Verkamanna- ________________ flokkurinn, sem sennilegt er að taki við stjórnartaumum í Bretlandi eftir þingkosningamar í maí, hafí svipaða skoðun á tengslum VES og ESB og stjórn íhaldsflokksins. Fleiri ríki gagnrýna tillögur um samruna VES og ESB Fleiri ríki ESB gagnrýndu tillög- una um sameiningu samtakanna í gær. NATO-ríkin Danmörk og Port- úgal eru í þeim hópi, svo og ríkin, sem standa utan hernaðarbanda- laga, þ.e. írland, Svíþjóð, Finnland og Austurríki. „Þegar allt kemur til alls verður að samþykkja þetta sam- hljóða," sagði Dick Spring, utanrík- isráðherra Irlands, og gaf í skyn að stjórn hans myndi hindra framgang tillögunnar. kHI Vilja handtaka Galtieri SPÆNSKUR hæstaréttar- dómari gaf í gær út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Leo- poldo Galt- ieri, fyrrver- andi leið- toga hers- höfðingja- stjórnarinn- ar í Argent- ínu, fyrir meintan þátt hans í morðum þriggja Spánveija í hinu svokallaða „óhreina stríði", sem hershöfðingja- stjórnin rak á valdatíma sín- um. Á tímabilinu 1976 til 1983 hurfu 300 spænskir ríkisborg- arar í Argentínu, en þessi mannshvörf er dómarinn, Baltasar Garzon, að rannsaka. Samkvæmt handtökuskipun- inni er Interpol falið að hand- taka Galtieri ef hann skyldi fara frá heimalandi sínu. Eldur úr höfði fanga ELDUR og reykur skauzt upp úr höfði dæmds glæpamanns, er hann var tekinn af lífí í raf- magnsstól í fangelsi í Flórída í gær. Að sögn starfsmanna fangelsisins var ekki ljóst, hvað olli biluninni í aftökustólnum. Var fanginn sagður hafa brugðizt svipað við rafmagns- straumnum og aðrir, sem tekn- ir hafa verið af lífi í sama stól. Fangar smíðuðu hann árið 1923. Þrír skammtar af raf- magnsstraumi eru leiddir í gegn um líkama hins dauða- dæmda, og nær hann 2.000 volta styrkleika. Austur- Tímorbúar beittir ofbeldi JOSE Ramos Horta, leiðtogi sjálfstæðishreyfingar Austur- Tímor og friðarverðlaunahafi Nóbels, sakaði í gær indónes- íska hermenn um að hafa beitt skothríð og byssustingjum til að leysa upp mótmælastöðu ungra Austur-Tímorbúa í and- dyri hótels í höfuðborg eyjar- innar, Dili, þar sem eftirlits- maður Sameinuðu þjóðanna dvaldi. Sagði Horta 18 manns vera alvarlega særða eftir at- burðinn og samkvæmt óstað- festum fregnum hefðu tveir til sjö hlotið bana. 90 manns voru í haldi lögreglu. Willy Claes fær nýtt starf WILLY Claes, fyrrverandi framkvæmdastjóri Atlants- hafsbandalagsins, sem í októ- ber 1995 neyddist til að segja af sér embættinu í kjölfar hneykslismáls úr pólitískri for- tíð sinni i Belgíu, fékk nýtt starf í gær. Stjórn flæmska hluta landsins fékk Claes emb- ætti yfírmanns skipaumferðar innanlands. Sem slíkur hefur maðurinn, sem áður bar ábyrgð á verkefnum á borð við sprengjuárásir NATO á Bosníu-Serba, yfír 325 km skipaskurða í norðurhluta Belgíu að segja. Leopoldo Galtieri STUTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.