Morgunblaðið - 26.03.1997, Qupperneq 29
28 MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
AÐGERÐIR GEGN
VERÐBÓLGU-
ÁHRIFUM
ÞJÓÐHAGSSTOFNUN telur, að nýgerðir samningar á
almennum vinnumarkaði muni hafa í för með sér
um 0,5-1% meiri verðbólgu hér á landi en í helztu við-
skiptalöndum og verða 2,5-3%. Augljóst er því, að stjórn-
völd og aðilar vinnumarkaðarins þurfa að beita öllum til-
tækum ráðum til að hefta verðlagshækkanir sem kostur
er. Mikið er í húfi og nægir þar að nefna rýrnun kaup-
máttar, sem verðbólgan hefur í för með sér, svo og hækk-
anir á verðtryggðum fjárskuldbindingum. Það er því allra
hagur, að verðbólgunni verði haldið í skefjum.
Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, segir
um samningana, að ráðstöfunartekjur aukist meira en
ráð hafi verið fyrir gert og viðskiptahalli við útlönd verði
2%, að frádregnum áhrifum stóriðju- og virkjanafram-
kvæmda. Hann segir það stjórnvalda að reyna að draga
úr verðbólgunni og viðskiptahallanum. „Það er grundvall-
aratriði að koma í veg fyrir, að þenslan nái að grafa um
sig. Til þess þarf að beita aðgerðum í peningamálum,"
segir Þórður og leggur sérstaklega áherzlu á, að halda
þurfi aftur af ríkisútgjöldum. Hann segir langan samn-
ingstíma koma á móti, sem væntanlega stuðli að áfram-
haldandi stöðugleika. Fyrirtækin fái tíma og færi til að
auka framleiðni, sem dragi úr þensluáhrifum samning-
anna.
Ólafur Ólafsson, formaður VSÍ, segir að langur gildis-
tími muni gefa fyrirtækjunum möguleika á að laga sig
að aðstæðum og ráða við kostnaðarhækkanir sem stafi
af samningunum. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir
ekki ástæðu til að ætla annað en að verðlagsforsendur
standist og umtalsverð kaupmáttaraukning náist, sem
færi kjörin nær því sem er í nágrannalöndum. Hann bend-
ir á, að opnunarákvæði í samningunum eigi að tryggja
nauðsynlegt aðhald, en þó óttist menn verðhækkanir að
undanförnu. „Það er háskalegt, ef framhald verður á
því,“ segir forseti ASÍ.
Óhjákvæmilegt er, að aðilar vinnumarkaðarins taki
höndum saman um aðgerðir til að koma í veg fyrir verð-
lagshækkanir eftir mætti, þar á meðal hvers kyns hækk-
anir á gjöldum opinberra aðila, sem mikil tilhneiging
hefur verið til í kjölfar kjarasamninga. Á herðar ríkis-
stjórnar fellur sú meginábyrgð að halda verðbólgu í skefj-
um, draga úr viðskiptahalla og þá ekki sízt að halda fast
við markaða stefnu um hallalaus fjárlög.
ÚRELTURSKATTUR
UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur komizt að þeirri nið-
urstöðu að fjármálaráðuneytið hafi tekið of hátt
stimpilgjald af þeim hluta veðskuldabréfs, sem ætlaður
var til að endurnýja skuldbindingu, sem var fallin í van-
skil á eldra skuldabréfi. Samkvæmt reglum um stimpil-
gjald er tekið 1,5% gjald af nýjum verðbréfum en 0,75%
af endurnýjuðum skuldabréfum. Umboðsmaður telur að
túlkun fjármálaráðuneytisins á lögum um stimpilgjald
hafi ekki byggzt á lögmætum sjónarmiðum.
Umboðsmaður þrengir þarna eilítið að tækifærum
skattheimtuvaldsins til að leggja stimpilgjald á hinar og
þessar fjárskuldbindingar. Það er reyndar villandi að
nota orðið „gjald“ í þessu sambandi; stimpilgjaldið er
ekkert annað en skattur, sem er ekki í neinu samræmi
við þá þjónustu, sem ríkið innir af hendi við þá, sem tak-
ast fjárskuldbindingar á hendur.
Morgunblaðið hefur oft áður gagnrýnt stimpilgjaldið
og meðal annars bent á að það hindrar eðlilega þróun
verðbréfamarkaðar, skekkir samkeppnisstöðu markaðs-
bréfa innbyrðis og síðast en ekki sízt veikir það stöðu
innlends fjármálamarkaðar í samkeppni við erlenda keppi-
nauta, sem ýmist búa ekki við þessa undarlegu skatt-
heimtu eða þá mun lægra hlutfall en tíðkast hér á landi.
Hér skal það því ítrekað að fjármálaráðherra beiti sér
fyrir því að stimpilgjaldið verði fellt niður og finni í stað-
inn aðra tekjuöflunarleið, þar sem allir sitji við sama borð
í viðskiptum.
ÍSLAND OG RÍKJARÁÐSTEFNA ESB
Innlimun
Schengen í
1. stoð erfið
LAGT er til að vegabréfaeftirlit falli undir stofnsáttmála ESB.
Innlimun Schengen-samstarfsins í yfirþjóð-
lega fyrstu stoð Evrópusambandsins myndi
*
flækja mjög stöðu Noregs og Islands, skrifar
Olafur Þ. Stephensen í þriðju og síðustu
grein sinni um ísland og ríkjaráðstefnu ESB.
ARÍKJARÁÐSTEFNU Evr-
ópusambandsins eru nú til
umfjöllunar tillögur um að
Schengen-vegabréfasam-
starfið verði hluti af ESB og Scheng-
en-samningurinn felldur inn í stofn-
sáttmáia sambandsins. Þessar tillögur
virðast eiga talsverðan stuðning á
ráðstefnunni og flestir, sem greinar-
höfundur ræddi við í Brussel og
Strassborg, gera ráð fyrir að Scheng-
en renni saman við ESB, a.m.k. að
hluta til - eins og ævinlega hefur
verið stefnt að.
Hins vegar er spurt í framhaldi af
því hvort Schengen-samstarfið eigi
að falla undir yfirþjóðlega samstarfið
í fyrstu stoð ESB eða hvort það eigi
áfram að verða hefðbundið milliríkja-
samstarf í þriðju stoðinni, þar sem
núverandi samstarf í innanríkis- og
dómsmálum fer fram. Svarið við þess-
ari spurningu skiptir miklu máli fyrir
ísland og Noreg, sem hafa tengzt
Schengen-vegabréfasvæðinu með
gerð samstarfssamninga við aðildar-
ríki Schengen. Verði Schengen áfram
hefðbundið milliríkjasamstarf í þriðju
stoðinni er ekki mjög snúið, að flestra
mati, að breyta samstarfssamningum
íslands og Noregs í tvíhliða samninga
við ESB. Verði samstarfið hins vegar
háð yfirþjóðlegri ákvarðanatöku og
eftirliti stofnana ESB flækir það stöðu
íslands og Noregs allverulega.
Rétt er að rifja upp að Rómarsátt-
málinn, stofnsáttmáli Efnahags-
bandaiags Evrópu, sem átti fertugsaf-
mæli í gær, kveður á um að innri
markaðurinn skuli vera „svæði án
innri landamæra þar sem ftjálsir vöru-
flutningar, frjáls för fólks, ftjáls þjón-
ustuviðskipti og ftjálsir fjármagns-
flutningar eru tryggðir".
Markmiðið um afnám innri landa-
mæra hefur hins vegar ekki náðst á
vettvangi Evrópusambandsins vegna
andstöðu Breta, sem hafa aldrei fall-
izt á að aflétta eftirliti á landamærum
sínum. Vegna hinna nánu tengsla við
Breta hafa írar neyðzt til að fylgja
þeim eftir í þessu máli. Önnur aðildar-
ríki ESB brugðust við þessu með því
að gera Schengen-sáttmálann, sem
er venjulegur milliríkjasamningur, þar
sem allar ákvarðanir eru háðar sam-
hljóða samþykki aðildarríkjanna.
Nýjar forsendur
Nýjar forsendur hafa nú skapazt á
ríkjaráðstefnunni fyrir því að færa
vegabréfasamstarfið inn í stofnsátt-
mála ESB. í fyrsta lagi lá fyrir við
upphaf ráðstefnunnar að mörgum
aðildarríkjum þykir sem dóms- og inn-
anríkismálasamstarfið í þriðju stoð-
inni, sem komið var á með gildistöku
Maastricht-sáttmálans, sé ekki eins
skilvirkt og það gæti verið vegna þess
að samhljóða samþykkis er krafizt í
öllum málum. Það sé því ekki í stakk
búið til að taka á þeim vandamálum,
sem htjá Evrópu, til dæmis flótta-
mannavandamálinu, smygli á fólki og
fíkniefnum og annarri alþjóðlegri
glæpastarfsemi.
í öðru lagi hefur verið gagnrýnt
að yfirþjóðlegar stofnanir ESB, þ.e.
framkvæmdastjórnin, dómstóllinn og
þingið, hafí takmörkuðu hlutverki að
gegna í þriðju stoðinni og þar með
skorti m.a. lýðræðislegt eftirlit með
samstarfinu. Ráðherraráðið er næsta
einrátt í þriðju stoðinni.
í þriðja lagi hafa menn talið mikil-
vægt að efla innanríkis- og dómsmála-
samstarf ESB og koma á „svæði frið-
ar, öryggis og réttlætis" í því skyni
að höfða til almennra borgara og
sannfæra þá um að ESB sé að vinna
að hagsmunum þeirra, réttindum og
öryggi.
í fjórða lagi hafa komið fram á
ráðstefnunni hugmyndir um „sveigj-
anlega samrunaþróun“, sem gæti gef-
ið Bretlandi og írlandi kost á að
standa utan vegabréfasamstarfsins,
þótt það yrði tekið inn í stofnsátt-
mála ESB.
V egabréfasamstarfið
í fyrstu stoð?
í ljósi alls þessa lagði írland, sem
sat í forsæti ráðherraráðs ESB síðari
hluta ársins 1996, fram drög að end-
urskoðuðum ákvæðum stofnsáttmál-
ans um innanríkis- og dómsmálasam-
starf, þar sem m.a. er gert ráð fyrir
að ákvæði um afnám eftirlits á innri
landamærum ESB-ríkja og samræm-
ingu eftirlits á ytri landamærum verði
bætt í fyrstu stoð stofnsáttmálans
ásamt fleiri ákvæðum, til dæmis um
veitingu hælis, meðferð flóttamanna
og veitingu vegabréfsáritana. Með
öðrum orðum er verið að leggja til
að stór hluti Schengen flytjist í fyrstu
stoðina, enda er í Schengen-samn-
ingnum kveðið á um að taki ESB upp
reglur, sem eru sambærilegar við
reglur Schengen, falli Schengen-regl-
urnar sjálfkrafa úr gildi.
írar gera þó í samningsuppkastinu,
sem kennt er við Dublin, ráð fyrir
þeim möguleika að umrætt samstarf
verði áfram „annars staðar“ í sátt-
málanum, væntanlega þá í þriðju
stoðinni, vegna þess að ekki sé víst
að samkomulag náist um að flytja
slík „grundvallaratriði" í fyrstu stoð.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins lagði Holland, sem nú fer
með forystuna í ráðherraráðinu, fram
tillögur í síðustu viku, sem gera áfram
ráð fyrir því að mikilvægir hlutar
Schengen-samstarfsins verði innlim-
aðir í fyrstu stoð ESB.
Hvernig horfir þetta svo við íslandi
og Noregi? Svo virðist sem það yrði
einkum tæknilegt úrlausnarefni að
aðlaga samstarfssamninga þessara
ríkja, færi svo að vegabréfasamstarflð
yrði áfram milliríkjasamstarf í þriðju
stoðinni, enda myndi eðli þess ekki
breytast í grundvallaratriðum frá því,
sem nú er. Að vísu myndu ýmsar
nefndir Schengen, sem ísland og Nor-
egur eiga nú aðild að, væntanlega
leggjast af og ríkin tvö fengju þá í
staðinn einhvers konar aðgang að
samsvarandi nefndum ráðherraráðs-
ins. í því sambandi gæti komið upp
það viðkvæma úrlausnarefni hvers
konar aðild ríki utan ESB ættu að fá
að til dæmis nefnd fastafulltrúa aðild-
arríkjanna (COREPER), sem er ein
valdamesta nefnd Evrópusambandsins
og undirbýr fundi ráðherraráðsins.
Fjöldi vandamála
Ef Schengen-samstarfið verður
hins vegar að hluta eða öllu leyti inn-
limað í hina yfirþjóðlegu fyrstu stoð,
blasir fjöldi vandamála við hvað varð-
ar samstarfssamningana við ísland
og Noreg og hvernig tryggja ætti ríkj-
unum áhrif á ákvarðanatöku um
vegabréfasamstarfið, sem þau gætu
sætt sig við.
ÍSLAND og
RÍKJARÁÐSTEFNA ESB
Samstarfinu í ESB er oft skipt
í þrjár „stoðir" til útskýringar.
FYRSTA STOÐIN: Þar er einkum
hið hefðbundna samstarf í
efnahagsmálum, þar á meðal innri
markaðurinn, og Efnahags- og
myntbandalagið.
ÖNNUR STOÐIN: Þarferfram
utanríkis- og öryggismálasamstarf
aðildarríkjanna.
ÞRIÐJA STOÐIN: Þarferfram
samstarf um dóms- og innanríkismál,
þar á meðal meðferð flóttamanna,
veitingu hælis og vegabréfsáritana,
lögreglumál og baráttuna gegn
fíkniefnasmygli. Þetta samstarf
hófst með gildistöku
Maastricht-samningsins.
Samstarfið er milliríkjasamstarf og
ákvarðanir verður að taka samhljóða.
Ólíkt því, sem gerist í fyrstu stoð ESB,
hafa framkvæmdastjórnin, dóm-
stóllinn og þingið lítið eða ekkert
hlutverk.
Hollendingar hafa sett fram hug-
myndir um að ríkin tvö fengju sæti
á ráðherraráðsfundum þegar ráðið
ræddi mál, sem snertu vegabréfasam-
starfið. Það leysir hins vegar engan
vanda ef samstarfíð flyzt í fyrstu
stoðina. ísland og Noregur gætu þá
ekki lengur treyst á að eitthvert hinna
norrænu ríkjanna beitti neitunarvaldi
gegn tillögum, sem ríkin tvö gætu
ekki sætt sig við, í því skyni að varð-
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1997 29
veita norræna vegabréfasambandið.
í yfirþjóðlegri ákvarðanatöku felst
nefnilega að neitunarvald einstakra
ríkja er úr sögunni.
Það er sömuleiðis vandséð hvernig
ísland og Noregur ættu að geta sætt
sig við lögsögu Evrópudómstólsins í
deiiumálum, sem kynnu að rísa vegna
vegabréfasamstarfsins. Þá eiga lönd-
in tvö auðvitað ekki aðild að Evrópu-
þinginu, þótt hugsanlega væri hægt
að setja á stofn sameiginlega þing-
mannanefnd EÞ og þjóðþinga þeirra,
líkt og í EES-samningnum. Þá mætti
hugsa sér að líkt og í EES hefðu ís-
land og Noregur aðgang að sérfræð-
inganefndum framkvæmdastjórnar-
innar, sem undirbyggju nýja löggjöf
á sviði vegabréfasamstarfsins. í EES
hafa ísland og Noregur hins vegar
minni áhrif á hina endanlegu ákvarð-
anatöku ráðherraráðsins en þau hafa
samkvæmt samstarfssamningunum
við Schengen-ríkin. Vegna þess að
um viðkvæm mál er að ræða, sem
standa nærri „fullveldi" ríkja, eru
ráðamenn á íslandi og í Noregi sam-
mála um að „EES-lausn“ nægi ekki
í þessu sambandi.
Á móti þessu kemur þó að finnist
á annað borð lausn og takist að tengja
ísland og Noreg við vegabréfasam-
starf, sem ætti sér stað innan ESB,
er sennilegt að um leið fengju ríkin
aðild að samstarfi, sem þau eiga ekki
aðgang að í dag, til dæmis lögreglu-
samstarfinu í Europol. Margir telja
að mikill fengur væri að slíku, enda
bæði Noregur og ísland farin að
kynnast alþjóðlegri glæpastarfsemi,
sem ekki verður ráðið við nema með
alþjóðlegu lögreglusamstarfí.
Mun sambandið við ísland
og Noreg hefta þróunina?
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er í plagginu, sem Hollend-
ingar lögðu fram á ríkjaráðstefnunni
í síðustu viku, tekið fram að „veita
þurfi sérstakri stöðu íslands og Nor-
egs athygli" við innlimun Schengen
í stofnsáttmálann. Viðhorf aðildar-
ríkja ESB virðist hins vegar vera það
að ekki sé hægt að flækja samninga-
viðræðurnar meira en orðið er á þessu
stigi með því að taka ísland og Noreg
í raun inn í þær með því að fara að
ræða við ríkin um einhvetjar lausnir
á ofangreindum vandamálum. Nær
sé að klára samningana innan ESB
og semja síðan við Island og Noreg
um lausn, sem ríkin geti sætt sig við.
Eigi að flytja vegabréfasamstarfið
í fyrstu stoðina er hins vegar eins
víst að slík lausn verði vandfundin.
Og þá kemur til sögunnar loforðið,
sem norrænu ESB-ríkin þtjú hafa
gefið frændum sínum; að Schengen-
samningurinn verði ekki felldur inn í
stofnsáttmálann nema það skaði ekki
hagsmuni Noregs og Islands. Þetta
verður ekki skilið með öðrum hætti
en þannig að Danmörk, Svíþjóð og
Finnland muni neita að samþykkja
niðurstöðu ríkjaráðstefnunnar í mál-
inu, geti ísland og Noregur ekki sætt
sig við hana. Morgunblaðinu er kunn-
ugt um að sendimenn Norðurlanda í
Brussel munu halda samráðsfund um
málið eftir páska.
Norrænu ríkjunum er auðvitað í
mun að viðhalda norræna vegabréfa-
sambandinu. Aukinheldur eru Danir
að mörgu leyti í erfiðri stöðu í samn-
ingum um innanríkis- og dómsmála-
samstarfið vegna þess að þeir hafa
undanþágu frá því, sem ekki er hægt
að afnema nema í nýrri þjóðarat-
kvæðagreiðslu.
Það er því útlit fyrir að Anne van
Lancker, Evrópuþingmanninum sem
mælti fyrir ályktun Evrópuþingsins
um Schengen-samstarfið fyrr í mán-
uðinum, hafi ratazt satt á munn er
hún sagði í samtali við greinarhöfund
að sennilegra væri að aukaaðild ís-
lands og Noregs að Schengen myndi
hindra flutning samstarfsins í fyrstu
stoðina en að flutningurinn í fyrstu
stoðina skaðaði tengslin við ísland
og Noreg.
Þá er hins vegar í fyrsta sinn kom-
in upp sú staða að hið „sérstaka sam-
band“ Evrópusambandsins og þessara
tveggja EFTA-ríkja - sem óumdeil-
anlega er nánasta samband ESB og
ríkja sem standa utan þess - væri
farið að hefta framrás samrunaþróun-
arinnar innan sambandsins. Spuming-
in er hvaða áhrif það hefði á afstöðu
hinna samrunasinnaðri ríkja ESB til
sambandsins við ísland og Noreg.
Rætt um ástand og horfur í efnahagsmálum á ársfundi Seðlabankans í gær
Kjarasamningar leiða
vart til kollsteypu
Bráðabirgðamat Seðlabankans á niðurstöðum
Iqarasamninga er að verðbólga verði frá 2,5%
til 3,5% á samningstímanum. Samkvæmt
þessu ættu samningamir ekki að hafa koll-
steypu í för með sér. Þá telur Seðlabankinn
að sameiginleg mynt Evrópuríkja muni
breyta ýmsu fyrir íslendinga en ekki hafa
afdrifaríkar afleiðingar í för með sér. Kjartan
Magnússon sat ársfund Seðlabankans.
SEÐLABANKINN spáir 1,9%
verðbólgu á þessu ári og
3,4% árið 1998 en að verð-
bólga muni síðan fara
minnkandi þegar horft er fram til
ársins 1999. Reiknað er með að
breytingar frá upphafí til loka árs
verði 2,7% á þessu ári og 3% á hinu
næsta. Þetta kom fram í erindi Birg-
is ísleifs Gunnarssonar, bankastjóra
Seðlabankans, á ársfundi bankans í
gær. Birgir ísleifur tók skýrt fram
að spáin væri gerð á grundvelli þeirra
upplýsinga sem unnt hefði verið að
afla og að henni yrði að taka með
þeim fyrirvara að ekki væru öll kurl
til grafar komin i kjaraviðræðum.
A fundinum var rætt um ástand
og horfur í efnahagsmálum þjóðar-
innar. Ásamt Birgi töluðu Þröstur
Ólafsson, formaður bankaráðs, og
Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra.
463 milljóna kr.
hagnaður
Árið 1996 varð 463 milljóna króna
hagnaður af rekstri Seðlabankans
fyrir skatta, samanborið við 681
milljónar króna hagnað árið áður.
Skattur til ríkissjóðs nam 422 millj-
ónum króna í fyrra þannig að hagn-
aður eftir skatta nam 41 milljón
króna, samanborið við 123 milljóna
króna tap árið áður. Rekstrarkostn-
aður bankans í fyrra nam 676 millj-
ónum króna, samanborið við 651
milljón árið 1995.
Niðurstaða efnahagsreiknings
bankans lækkaði lítillega á árinu.
Helstu breytingar á eignahlið voru
þær að erlendar eignir bankans juk-
ust um liðlega tíu milljarða króna.
Kröfur á innlánsstofnanir lækkuðu
um 3,4 milljarða og kröfur á ríkissjóð
og ríkisstofnanir um 7,9 milljarða
króna. Á skuldahlið jukust innstæður
innlánsstofnana um þrjá milljarða
króna og erlendar skammtímaskuldir
minnkuðu um 6,6 milljarða. Eigið fé
Seðlabankans í árslok nam 15,4 millj-
örðum króna og óx um hálfan millj-
arð frá fyrra ári. Heildarvelta gjald-
eyrismarkaðarins á síðasta ári var
81 milljarður króna og er það 48%
veltuaukning frá fyrra ári.
Lítil verðbóga
Birgir fjallaði um ástand og horfur
í þjóðarbúskapnum og sagði að stíg-
andin í efnahagslífinu hefði náð nýj-
um styrk á síðasta ári þegar hagvöxt-
ur varð rúmlega 5,5%. Verðbólga
hefði þó verið mjög hófleg eða 2,3%
milli ára og 2% frá upphafi til loka
árs. Á síðasta ársfjórðungi svaraði
verðbólgan aðeins til 0,6% hækkunar
á heilu ári sem benti ekki til verð-
bólguþrýstings þrátt fyrir mikinn
hagvöxt og minnkandi atvinnuleysi.
Áfram stuðlað að stöðugleika
Á síðasta ári snerist afgangur af
viðskiptum þjóðarinnar við útlönd í
halla sem nam um níu
milljörðum króna eða sem
svarar 1,9% af lands-
framleiðslu. Birgir sagði
að hallinn ætti sér að
hluta eðlilegar orsakir en
væri engu að síður
áhyggjuefni, m.a. í ljósi mikilla er-
Iendra skulda þjóðarinnar.
Birgir ítrekaði í ræðu sinni að stöð-
ugt verðlag væri markmið stefnu
Seðlabankans í peningamálum og
stöðugleiki í gengi eins konar milli-
markmið hennar. Hann sagði bank-
ann vera þeirrar skoðunar nú að í
ljósi ríkjandi aðstæðna beri enn að
gæta aðhalds í peningamálum. Bank-
inn muni því fara fram með ýtrustu
gát til þess að hamla gegn ofþenslu
og hugsanlegri verðbólgu af hennar
völdum. Vandlega verði fylgst með
þeim hagvísum sem máli skipta í
þessu sambandi og staðan metin í
Ijósi framvindu.
Hagræðing í bankakerfinu
Birgir gerði hagræðingu í banka-
kerfinu að umtalsefni og sagði að
þar hefði margt áunnist á undanförn-
um árum. Frá árinu 1988 hefðu
rekstrargjöld bankanna lækkað úr
6,4% af niðurstöðu efnahgagsreikn-
ings í 4,6% í fyrra. „Þama þarf þó
að gera betur og er enginn vafi á
því að breyting ríkisbanka í hlutafé-
lög getur orðið til að auðvelda þá
hagræðingu sem nauðsynleg er, m.a.
í hinu umfangsmikla útibúaneti
bankanna. Ljóst er og að bankar og
sparisjóðir stefna inn á
ný svið til að bæta af-
komu sína og búa sig
betur undir samkeppni
sem nú fer harðnandi á
fjármagnsmarkaði.
Mestu tíðindi á þeim vett-
vangi eru kaup Landsbankans á eign-
arhlut í Vátryggingafélagi íslands
hf. og Líftryggingafélagi Islands hf.
Enn fremur má minna á kaup spari-
sjóðanna á Alþjóða líftryggingafélag-
inu hf., svo og á aukna sókn bank-
anna inn á verðbréfamarkað í gegn-
um verðbréfafyrirtækin sem þeir eiga
ýmist einir eða í samvinnu við aðra.
Allt er þetta líklegt til að stuðla að
aukinni hagkvæmni á fjármagns-
markaði og bættri afkomu fjármála-
starfsemi.“
Áætlað er að ráðstöfunarfé lífeyr-
issjóða hafí numið tæpum 56 millj-
örðum króna á árinu 1996 og er það
20% veltuaukning frá árinu áður.
Birgir sagði að meginástæðurnar
fyrir þessari aukningu væru þær að
sjóðirnir hefðu átt mikinn hlut í þeim
17 milljörðum króna í spariskírtein-
um sem leyst voru inn í júlí en veru-
legur hluti þess fjár hafí aftur verið
festur í ríkisverðbréfum með vöxtum
og verðbótum. Þá er áætlað að ið-
gjöld ársins haft aukist um 10% frá
árinu áður vegna meiri atvinnutekna.
Birgir fjallaði um stöðu bankaeft-
irlitsins en hugmyndir hafa verið
uppi um að breyta formi þess með
því að gera það að sjálfstæðri stofn-
un eða að sameina það vátrygginga-
eftirlitinu. Hann sagði að
yfir 180 stofnanir féllu
nú undir eftirlit Seðla-
bankans og margt benti
til að umsvif bankaeftir-
litsins myndu enn aukast.
Birgir sagði að umræða
hefði öðru hverju komið upp um það
hvar rétt væri að koma þessu eftir-
litsstarfi fyrir. „Það er eindregin
skoðun Seðlabanka íslands að banka-
eftirliti sé best komið fyrir í bankan-
um. Eftirlitið tengist svo náið öðrum
verkefnum, sem bankinn hefur með
höndum, að óráðlegt er að skilja þar
í sundur.“
Fylgst með Evrópu
Seðlabankastjóri vék nokkrum
orðum að gangi mála í Evrópu og
þeirri vinnu sem fram fer í Seðla-
bankanum til að bregðast við þeim
breytingum sem þar kunna að verða.
Sagði hann að sameiginleg mynt
Evrópuríkja myndi á ýmsan hátt
breyta umhverfi íslands en ekki yrði
séð að afdrifaríkar afleiðingar hlyt-
ust af. Mikilvægt væri að íslendingar^-
fylgdust vel með framvindunni þótt
þeir gerðust ekki aðilar að Mynt-
bandalagi Evrópu í fyrirsjáanlegri
framtíð. „Mikilvægasta álitaefni, sem
yfirvöld íslenskra peningamála
standa frammi fyrri, er hvort og þá
hvernig íslensk króna tengist við
evró. Hugsanleg tenging hlýtur alltaf
að vera einhliða af Islands hálfu og
hún getur aldrei orðið trúverðugri
en sú efnahagsstefna sem rekin er
af íslenskum yfirvöldum. Kostir ís-
lendinga í þessu efni yrðu fyrst og
fremst að velja misjafnlega nána
tengingu við evró. Mat á því hversu
náin hún yrði, ef við kjósum hana á
annað borð, veltur á því hversu mik-
ils við metum tækifærið til að láta^
gengis- og peningastefnuna auðvelda
aðlögun að ytri áföllum þjóðarbúsins
á móti væntanlegum ávinningi í lægri
vöxtum og verðbólgu. Sá ávinningur
næst þó ekki nema fastgengistenging
sé fyllilega trúverðug,“ sagði Birgir.
Ný vinnubrögð
í bankaeftirliti
Þröstur Ólafsson fjallaði einnig um
bankaeftirlitið og sagði að staða þess
í stjórnskipulagi bankans hefði ekki
verið með þeim hætti sem æskilegt ^
yrði að teljast. Því bæri að fagna að
viðskiptaráðherra hefði skipað nefnd
um endurskoðun eftirlits með fjár-
málastofnunum og hvemig því yrði
háttað í framtíðinni. Sagði hann síð-
an að mikil umræða hefði átt sér
stað erlendis um endurskoðun á eftir-
liti með störfum fjármálastofnana.
„Það er í framhaldi þeirrar þróunar
að aðskilnaður einstakra sviða fjár-
málaþjónustu verður sífellt óljósari.
Innlánsstofnanir, verðbréfamiðlarar,
fjármálaleg eignarhaldsfélög og
tryggingafélög verða stöðugt tengd-
ari innbyrðis, bæði starfslega og
eignarlega. Þetta kallar því á ný
vinnubrögð í eftirliti með þessari
starfsemi. Ég er ekki í vafa um aö
vegna þess hve alþjóðleg starfsemi
fjármálafyrirtækja eflist sífellt og
þau verða samofnari hvert öðru, er
nauðsynlegt að eftirlit með þeim sé
á hendi seðlabanka því þeir einir
geta stöðu sinnar vegna annast þenn-
an mikilvæga þátt.“
Spennandi
umbrotatímar
Finnur Ingólfsson sagði á fund-
inum að nú væru spennandi umbrota-
timar í íslensku fjármálalífi. Kaup
vátryggingafélags á verðbréfafyrir-
tæki og kaup viðskiptabanka á vá-
tryggingafélagi sýndu svo ekki væri
um villst að þessar hræringar væru
án alls efa vegvísir að frekari breyt-
ingum á fjármagnsmark-
aði. „Þessar breytingar
staðfesta aff nauðsynlegt
er í tengslum við þá end-
urskoðun, sem nú fer
fram á fyrirkomulagi eft-
irlits með fjármálastofn-
unum, að taka tillit til þessara breyt-
inga, sem orðið hafa, því nauðsynlegt
er að tryggja samræmt opinbert eft-
irlit með fjármálastarfsemi. Búa þarf
svo um hnútana að stofnanir, sem
sinna þessu eftirliti, geti brugðist á
fullnægjandi hátt við þeim breyting-
um á fjármagnsmarkaði sem ég hef
hér lýst. Til þess að svo megi verða
þarf meðal annars að íhuga vandlega
hvort auka beri samstarf Vátrygg-
ingaeftirlits og bankaeftirlits eða
færa með einhvetjum hætti saman
þá starfsemi sem þar fer fram,“ sagði
Finnur.
20% veltu-
aukning á ráð-
stöfunarfé líf-
eyrissjóða
Hugsanleg
evró-tenging
yrði einhliða af
íslands hálfu