Morgunblaðið - 26.03.1997, Page 33

Morgunblaðið - 26.03.1997, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1997 33 Y I I 1 J B I I I I I AÐSENDAR GREINAR Jónas í hvalnum ÞAÐ var athygli vert að lesa ritstjóra- pistil Jónasar Krist- jánssonar í Dagblað- inu þriðjudaginn 4. mars. Ekki fyrir það að innihaldið væri málefnalegt og flutt með rökstuðningi, heldur vegna þess að það er áhugavert að fylgjast með því hvernig ritstjóri hjá áhrifamiklum fjöl- miðli getur tekið penna í hönd og látið frá sér fara nánast hvaða vitleysu sem er til að hafa áhrif á umræðu í þjóð- félaginu. Svo mikla hugsjónamenn telur hann þá vera sem hér vilja að hvalveiðar hefjist á nýjan leik, samkvæmt nýlegri skoðanakönn- un, sem unnin var af hans eigin fjölmiðli, um 83% þjóðarinnar, að okkur yfirsjáist algerlega um efnahagslega og tæknilega erfið- leika við framkvæmd málsins. Það er svo skýrt með því að fyrir liggi að Japanir séu skuldbundnir til að kaupa ekki af okkur hvalaaf- urðir. Þetta er alrangt eins og þeir vita sem fylgst hafa með og kynnt sér málið. Sú ákvörðun sem rit- stjórinn vitnar í er ályktun Al- þjóða hvalveiðiráðsins frá áttunda áratugnum um að þjóðir innan þess versluðu eingöngu innbyrðis með hvalaafurðir. Þetta sam- komulag var gert til að reyna að stöðva verslun við þá aðila sem stunduðu á þessum tíma hvalveið- ar án þess að gefa nokkrar upp- lýsingar um þær tegundir hvala sem veiddar voru og fjölda dýr- anna. Þessi ályktun fjallaði ekki um bann við viðskiptum með hvalaafurðir við þær aðstæður sem nú e/u uppi enda hafa Is- lendingar ekkert að fela í þessum málum. Það hefur verið stað- fest af hálfu sjávarút- vegsráðherra, Þor- steini Pálssyni, að í samtölum hans við japanska embættis- menn hafi komið fram að ef við værum aðilar að ráðinu gætu Jap- anir keypt af okkur hvalaafurðir. Allavega er það staðreynd að enn er nægur markaður fyrir hvalaaf- urðir í heiminum og er það auðvit- að grundvallaratriði málsins. Það er síðan tæknileg úrlausn að opna þann markað ef hann er þá yfir- leitt lokaður. Á það hefur ekki reynt enn sem komið er. Varðandi þær fullyrðingar rit- stjórans að barátta gegn hvalveið- um þjóða sé einn besti málstaður sem umhverfisverndarsamtök geti hugsað sér til að láta á sér bera meðal almennings er rétt að skoða eftirfarandi. Nú þegar íslendingar ákveða að hefja hvalveiðar að nýju er ekki eins og þeir séu að finna upp hjólið í þeim efnum. Það eru margar þjóðir sem veiða hvali nú þegar og hafa gert undanfarin ár. Við sem styðjum hvalveiðar íslendinga höfum reynt að benda mönnum á reynslu þessara þjóða af mótmælaaðgerðum samtaka sem kenna sig við náttúruvernd. Næst er okkur að líta til reynslu nágrannaþjóða okkar í þessum málum. Við höfum bent á að eft- ir að Norðmenn ákváðu árið 1992 að hefja hvalveiðar að nýju árið 1993 barst þeim fjöldi hótana um Jón Gunnarsson mikla eyðileggingarstarfsemi í ferðamálaiðnaði og öllum útflutn- ingsgreinum þeirra. Margir heimamenn voru að vonum áhyggjufullir vegna þessara hót- ana en það breytti í engu stað: festu stjórnvalda í þessu máli. í stuttu máli sagt, höfðu þessar hótanir, og þær aðgerðir sem efnt var til engin merkjanleg áhrif á útflutning eða ferðamálaiðnað í Noregi. Þvert á móti hefur verið mikill og góður vöxtur undanfarin ár hjá Norðmönnum. Sérstaklega skal nefnt hér vegna þeirrar um- Enn er nægur markað- ur, segir Jón Gunnars- son, fyrir hvalaafurðir í heiminum. ræðu sem verið hefur um hval- skoðurnarferðir að þrátt fyrir að Norðmenn ykju hvalkvóta sinn næstum um 100% á milli áranna 1995 og 1996 þá varð um 40% aukning í þessar ferðir á sama tímabili. Þegar við höfum nefnt reynslu Norðmanna segja einhveijir að ekki sé hægt að bera saman Norð- menn og íslendinga vegna stærð- armunar þjóðanna og mismun- andi mikiívægis atvinnugrein- anna fyrir þessar þjóðir. Þar kom að því að við værum ekki saman- burðarhæf við nágrannaþjóðir okkar. En þá biðjum við menn að líta til reynslu Færeyinga sem varla eru of smáir í samanburði við okkur íslendinga. Þaðan er sömu sögu að segja. Þrátt fyrir mikinn áróður þessara samtaka á hendur Færeyingum vegna hval- veiða þeirra kemur í ljós að aukn- ing í ferðaþjónustu og útflutningi er jöfn og góð og þá ekki síst í þeim löndum þar sem mótmælin hafa verið hvað hörðust. Þær ábendingar og áhyggjur sem fram hafa komið hér á landi má fyrst og fremst rekja til aðila í ferðaþjónustu og sölumanna fiskafurða. Þessum aðilum líkar best sú kyrrstaða sem er í málinu og telja tímann vinna með sér. Það er ekki til nein kyrrstaða í málum til lengdar og þess vegna verður ekki beðið með að taka ákvörðun. Enginn þessara aðila hefur komið mér vitanlega fram með dæmi sem sýna fram á þann skaða sem hugsanlega kann að verða í þessum greinum þegar við hefjum hvalveiðar að nýju eða bent á þann skaða sem varð hjá þessum atvinnugreinum þegar við stunduðum vísindahvalveiðar, gegn kröftugum mótmælum ýmissa samtaka, á árunum 1986 til 1989. Staðreyndin er að á þess- um árum höfðu mótmælaaðgerðir svokallaðra umhverfiverndarsam- taka ekki merkjanleg skaðleg áhrif á útflutning íslendinga eða ferðamannaþjónustu. Ferða- mannastraumur jókst verulega til Islands eða um 40% á þessu tíma- bili og útflutningur okkar gekk vel. Það er því ekki gott að gera sér grein fyrir því á hverju rit- stjórinn byggir þær fullyrðingar sínar að, „þessi þjóð sé reiðubúin að gefa dauðann og djöfulinn í þvæluna úr útlendingum og neita að horfast í augu við hrikalegt efnahagshrun í landinu af völdum viðskiptaþvingana“, eins og hann kýs að orða það. Eg vil nú ráð- leggja manni með slíkan mál- flutning að líta í eigin barm og skoða aðeins bullið hjá sjálfum sér áður en hann fer að slá frá sér. Ritstjórinn gleymir því í um- ræðu sinni um málið, eins og andstæðingum hvalveiða er gjarnt þegar þessi mál ber á góma, að nefna það að hér er um mjög ábatasama atvinnugrein að ræða. Það hefur komið fram hjá forstjóra Þjóðhagsstofnunar að við hvalveiðar og vinnslu hvalaaf- urða megi reikna með a.m.k. 150 störfum og að útflutningstekjur okkar af sölu þessara afurða gætu numið a.m.k. einum og hálf- um milljarði. Þessu mætti líkja við lítið náttúruvænt áiver. Einnig kom fram hjá forstjóra Þjóðhagsstofnunar að ef miðað væri við upplýsingar Hafrann- sóknastofnunar um hversu mikið við yrðum að draga úr veiðum á helstu nytjastofnum og því tekju- tapi sem af því hlýst, ásamt því tekjutapi sem verður við að nýta ekki hvalastofnana, má þá reikna með því að þjóðin sé að verða af allt að fimm milljarða króna í útflutningstekjur árlega. Rannsóknir á hvalastofnum við ísland hafa staðið yfir í áratugi. Hafa íslenskir og erlendir vísinda- menn unnið frábært starf við að afla ítarlegustu upplýsinga um ástand hvalastofnanna, sem til- lögur þeirra um veiðiþol byggjast á. Rannsóknarvinnu sem þessari lýkur aldrei en forsenda hennar er að veiðar séu stundaðar sam- kvæmt tillögum vísindamann- anna. Það er samdóma álit allra sem kynna sér þessi mál að þeir hvalastofnar sem nýttir voru hér við land á árum áður þola vel veiðar. Þetta er því ekki spurning um veiðiþol stofnanna heldur er það pólitískt áræði sem þarf til. Nú er mál að linni biðinni og að fulltrúar okkar niðri við Aust- urvöll taki ákvörðun í þessu máli. Ákvörðun sem byggð er á vísinda- legum forsendum, skynsemi og áræðni. Það hæfir okkur best að standa á rétti okkar þegar ákvarðanir eru teknar um nýtingu náttúruauðlinda hér á landi og við land. Það hefur ekki reynst okkur farsæl leið að skríða upp í hjá þeim sem vilja ráða fyrir okk- ur og við hefðum ekki náð þangað sem við erum í dag með því að sigla alltaf lygnan sjó. Höfundur framkvæmdastjóri og formaður Sjávarnyija. : ! i i l i f i í i i i i Lifandi Buddha, lifandi Kristur IDYMBILVIKU er eðlilegt að kristnir menn íhugi Krist í alvöru og örlög hans í lífi og dauða - og í þeim trúarbrögðum sem menn hafa skapað um nafn hans og kenningar. íhugi annars vegar hinn sögulega Jesú og það sem varðveitt er af boðskap hans meðan hann kenndi og fræddi, og hins vegar hinn lif- andi, eilífa Krist sem er alls staðar nálægur og býr innra með þeim er á hann trúa, hvort sem það er með táknrænum hætti eða annars konar átrúnaði. íhugi ímynd vegarins, sannleikans og lífsins er getur gert mönnum kleift að nálgast þau hinstu rök er við köllum Guð, hvernig svo sem við skiljum hann. En í þessum hugleiðingum þurfum við að vera gæt- in, við sem teljum okkur með einhveijum hætti kristin, gætin, auðmjúk og lítillát. Og umfram allt verðum við að gera okkur grein fyrir því hvað við vitum lítið, hvað skilningur okkar nær skammt. Enginn maður veit hvað Guð er né hvers eðlis, hann verður hvorki vitaður né skilinn og nálgun við hann hlýtur að felast í hljóðri lotn- ingu, skynjun á friði Guðs sem er öllum skilningi æðri. essar hugleiðingar vöknuðu hjá mér, þegar ég sá að tímarit lagði þá spurningu fyrir einn prest þjóðkirkjunnar, hver skoðun hans væri á öðrum trúarbrögðum, hvort Guð væri þar að verki líka eða hvort menn væru þar á villigötum. Svarið sem tíma- ritið hefur eftir prestinum er svona: Þar eru menn á villigötum eins og þeir eru líka innan kristninnar. Synd- ugur maður er alltaf á villigötum. Vitaskuld veit ég ekki hvort þetta svar er rétt eftir haft, en í því felst sá hroki sem alltof oft einkennir kristna menn og þó sérstaklega guðfræðinga og forystu- menn hinnar ytri kirkju, sem er mannastofnun og ytri umgjörð um innri trú, og leitast því miður alltof oft við að skammta mönnum skilning með samþykktum sínum um trúarkreddur. Þar birtist því miður alltof oft sá hroki sem segir: Vér einir vitum. Þú átt að trúa því sem vér segjum þér að trúa. Ég get ekki tekið það gott og gilt, að einhver prest- ur telji sig geta skorið úr um það hvort Guð sé eða sé ekki að verki í ákveðnum trúarbrögðum. Ég hef leyft mér að segja: Sá sem heldur að aðeins ein leið liggi til Guðs, mun ekki rata þá leið. Og ég hef líka leyft mér að segja: Sá sem heldur sig hafa fundið hinsta sann- Meðal annarra orða Ég hef leyft mér að segja: Sá sem heldur að aðeins ein leið liggi til Guðs, mun ekki rata þá leið, Njörður P. Njarðvík skrifar um trúarbrögð. leika, veit varla mikið um eðli sannleikans, og allra síst um hinn hinsta sannleika. Ludwig Wittgenstein sagði: „Um það sem er óumræðilegt, skyldum við ekki segja neitt.“ Enginn maður getur gert tilkall til þess að hafa rétt til að skilgreina Guð. Og enginn maður á rétt á því að skilgreina Krist og „réttan“ skilning á honum. Við þessar hugleiðingar rifjaðist einnig upp fyrir mér, að eitthvað það fegursta, sem ég hef les- ið um Krist og kristindóm, er ritað af búdda- munki frá Víetnam sem heitir Thich Nhat Hanh og bókin Living Buddha, Living Christ (Riverhead Bo- oks, New York 1995, ISBN 1-57322-018-3). Strax í fyrsta kafla bókarinnar víkur höfundur að nauðsyn þess að virða hefðir annarra í stað þess að krefjast yfirburða eigin hefðar, með tilvitnun í Hans Kiing: „Fyrr en frið- ur næst milli trúarbragða verður ekki friður á jörðu.“ Og hann heldur áfram: „Menn drepa og eru drepnir vegna þess að þeir halda of fast í eigin trú og hug- myndafræði. Þegar við trúum því að okkar trúarbrögð ein geymi sannleikann, mun ofbeldi og þjáning óhjá- kvæmilega fylgja í kjölfarið" (bls. 2). Og á öðrum stað segir hann: „Til þess að geta orðið að raunverulegu liði í kirkju þinni eða Sangha, verður þú fyrst að kveikja eigin eld skilnings, kærleika, áreiðanleika og kyrrðar. Þá getur þú orðið öðrum innblástur, hvort heldur er í grónum söfnuði eða nýjum. Ástundaðu ekki „trúarlega heimsveldisstefnu". Þótt þú eigir fagurt musteri eða kirkju, með vönduðum skreytingum og listaverkum, - ef þar er ekki umburðarlyndi, hamingja, skilningur eða kærleikur, þá er það fölsk Sangha, fölsk kirkja“ (69). Og ennfremur: „Þröng bókstafstrú og kreddubundin ástundun mun ævinlega hrekja fólk burt, og einkum þá sem þjást“ (178). Grundvallaratriðið í afstöðu Thich Nhat Hanh til trúar er fólgið í áherslu á eigin leit, á persónu- lega skynjun eða upplifun, það sem ég leyfi mér að kalla kirkjusókn í hinni innri kirkju. Hanh segir: „Þegar trú okkar er reist á eigin beinni reynslu veruleikans og ekki á viðhorfum annarra, getur enginn tekið þá trú frá okkur“ (135). Hann lýsir þeim skilningi sínum að líf Jesú sé grundvallarkenning hans, af því að hann lifði nákvæmlega eins og hann kenndi, og þess vegna sé líf hans meira virði en jafnvel trú á upprisuna. Það líf hafi endurspeglað kærleika, hugrekki og trúnað og með Jesú Kristi hafi Guð kunngjört sig mönnum. Af þessum sökum telur Hanh tryggara að nálgast Guð um Heilagan Anda, sem sé sú orka er Guð sendi mönnum, en um dyr guðfræðinnar. Jafnframt segir hann, að í leitinni að hinum lifandi Kristi sé nauð- synlegt að losa sig undan þrældómi fyrirfram ákveðinna skoðana og leita í sínu eigin innra frelsi: „Eini staður- inn þar sem við getum snert Jesú og guðsríki, er innra með okkur“ (44). Hér hefur aðeins verið tæpt á nokkrum atriðum í bók Thich Nhat Hanh, en af þessum vitra búddamunki getum við lært margt um lifandi trú, andlega leit manns í frelsi hugans að innsta kjarna tilveru sinnar, að hinum hinstu rökum, að tengsl- um við Guð með íhugun, kyrrð og persónulegri skynjun og innri reynslu. Slík leit er í eðli sínu fullkomlega óá- reitin og kreddulaus, og gerir engar kröfur til þess að aðrir menn þurfi að hafa sama skilning og leitandinn. Þar er ekki ástunduð nein „trúarleg heimsveldisstefna". Við megum líka minnast þess, að Jesús Kristur neyddi ekki kenningum sínum og boðskap upp á nokkurn mann. Hann verðum við að þiggja sjálfviljug innra með okkur í þögulli lotningu. Höfundur er prófessor í íslenskum bókmenntum við Hiskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.