Morgunblaðið - 26.03.1997, Page 35

Morgunblaðið - 26.03.1997, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMINGAR MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1997 35 + Jóhanna Þor- steinsdóttir var fædd á Þrastarstöð- um á Höfðaströnd 15. september 1906. Hún lést á dvalar- heimilinu Dalbæ, Dalvík, hinn 1. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurlína Ólafsdóttir, hús- freyja og Þorsteinn Þorsteinsson, bóndi. Jóhanna var yngst af sex systkinum en þau voru auk henn- ar Guðrún, Mar- teinn Lárus, Franz Jón, Ólafur og Þorsteinn. Hinn 27. desember 1930 gift- ist Jóhanna Hannesi Þorsteins- syni, skipstjóra á Dalvík, f. 17.2. 1903, d. 23.10.1957, en hann var sonur Ingibjargar Baldvinsdótt- Elsku amma, þegar við heyrðum andlát þitt varð okkur mikið um. Vissulega varstu orðin öldruð og áttir skilið þína hvíld en við erum búin að vera svo heppin að hafa þig hjá okkur í langan tíma og það að þú kveddir einn góðan veðurdag var ekki í huga okkar. Þegar söknuður- inn og sorgin grípur mann þá er gott að geta hallað sér að og hugg- að sig við minningarnar góðu. Alltaf var gott að koma til þín á elliheimilið í litla friðsæla herbergið þitt, þú varst höfðingi heim að sækja og áður en varði var komið hlaðið veisluborð sem helst átti að vinna upp eins og þú orðaðir það. Ekki skemmdi að hafa maltið með sem við drukkum úr appelsínugulu könn- unum. Eftir veisluhöldin færðist ævinlega værð yfir alla og áttum við það oft til að sofna á rúminu þínu. Það líkaði þér vel og hvattir okkur óspart til þess að halla okkur. Hlýjan og umhyggjan sem þú sýndir okkur mun fylgja okkur allt lífið og við trúum því að þótt þú ur húsfreyju og Þor- steins Jónssonar kaupmannns. Jó- hanna og Hannes eignuðust engin börn en ólu upp Skafta Hannesson, f. 2.3. 1947. Hann er kvæntur Elínu Antonsdóttur, f. 4.12. 1948 og eiga þau fjögur börn. Þau eru Hanna Mar- ía, f. 1.5. 1967, Sig- urlaug Ásgerður, f. 23.11. 1969, Hannes Jarl, f. 22.9. 1973, og Lovísa Björk, f. 6.10. 1975. Bamabamabömin eru fögur, Arna Bryndís, f. 2.7. 1985, Jóhann Freyr, f. 24.2. 1989, Elín Birta, f. 14.2. 1993, og Sigurvin Jarl, f. 18.10. 1996. Jóhanna var jarðsett í Upsa- kirkjugarði 8. febrúar. sért komin í önnur heimkynni munir þú fylgjast með okkur eins og þú hefur alltaf gert hvar sem við höfum verið í heiminum stödd. Þú varst létt í lund og stutt var í hláturinn hjá þér og sérstaklega gastu hlegið dátt þegar pabbi, sem átti hug þinn og hjarta, sló á létta strengi við þig. Elsku amma Jó, það er með mikl- um söknuði sem við kveðjum þig og sjálfsagt er það eigingirni að vilja hafa þig lengur því að við vitum að nú líður þér vel, loksins komin aftur til afa eftir áratuga aðskilnað. Þessi fáu orð segja aðeins brot af því hvernig hægt er að lýsa þér en svona munum við þig best - örláta, góða og með umhyggju fyrir fjölskyldunni í fyrirrúmi. Okkur þykir öllum svo vænt um þig. Við kveðjum þig með bæninni sem þú kenndir okkur barnabörnunum þínum. Heimsins þegar hjaðnar rós og hjartað klökknar. Jesús gefðu mér eilíft jjós sem aldrei slökknar. Þitt ljós mun aldrei slokkna, elsku amma, heldur mun það skína skært meðal okkar fjölskyldunnar þinnar. Hanna María, Sigurlaug, Hannes og Lovísa. Með nokkrum orðum langar mig að minnast tengdamóður minnar sem lést hinn 1. febrúar síðastliðinn en vegir okkar hafa legið saman um 30 ára skeið. Jóhanna var 24 ára þegar hún gifti sig og flutti til Dalvíkur þar sem hún bjó alla ævi eftir það, hin síðustu ár á dvalarheimilinu Dalbæ þar sem hún naut umhyggju og ör- yggis hjá starfsfólkinu. Eg vil nota tækifærið og þakka því góða fólki. Jóhanna og Hannes eignuðust engin börn en þau tóku Skafta eig- inmann minn í fóstur þegar hann var á öðru ári og ólu hann upp sem sinn eigin son. Hannes lést þegar Skafti var 10 ára og annaðist Jó- hanna þá ein uppeldi hans sem hún sinnti með þeirri ást og umhyggju sem hún alla tíð sýndi honum og börnum hans frá því að þau fædd- ust og fram á hennar síðasta dag. Hún var börnunum okkar einstök amma enda varð þeim mikið um þegar kallið kom þótt þau vissu að að því hlyti að draga. Jóhanna var falleg og glæsileg kona og hafði yfir sér sérstæðan virðuleika. Henni var sérlega annt um útlit sitt og var alltaf vel til höfð og fallega klædd en það var alveg í samræmi við snyrtimennsku hennar og vandvirkni í hveiju sem hún tók sér fyrir hendur. Jóhanna var afar gestrisin og veitti með slíku örlæti og gleði að allt það sem hún framreiddi varð einstaklega ljúffengt í munni. Hún var afar gjafmild og nutu margir góðs af. Til margra ára stundaði hún mikið hannyrðir sem hún svo gaf og hygg ég að margir eigi eftir hana fallega heklaða eða málaða dúka. Ég kveð tengdamóður mína með virðingu og þakklæti fyrir hvað hún var fjölskyldu minni góð og um- hyggjusöm og óska henni velfam- aðar í nýjum heimkynnum. Guð blessi Jóhönnu Þorsteinsdótt- ur. Elín Antonsdóttir. JOHANNA ÞORSTEINSDÓTTIR BENEDIKT JÓNSSON + Benedikt Jóns- son fæddist á Úlfarsfelli i Helga- fellssveit 19. sept- ember 1908. Hann lést á Sjúkrahúsi Stykkishólms 16. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Sigurðar- dóttir og Jón Bene- diktsson. Hinn 27. maí 1951 giftist Benedikt Fjólu Edilonsdóttur, f. 8.5. 1933. Börn þeirra eru: 1) Jón, f. 15.12.1951, maki Margrét Annie Guð- bergsdótir, börn þeirra eru Jón Edilon og Guðberg- ur Örn. Frá fyrra hjónabandi á Jón Benedikt og Eiínu Guðbjörgu. 2) Elín Edda, f. 26.11.1952, börn hennar eru Guðmundur Steinn og Fjóla Huld. 3) Guðrún, f. 19.8. 1962, maki Baldvin Indriðason, börn þeirra eru Tinna Brá og Baldvin Indriði Elberg. Útför Benedikts fór fram frá Stykkishólmskirkju 22. mars, í kyrrþey að ósk hins látna. Elsku afi. Nú ertu farinn frá mér og ég veit að það er langt þangað til ég tala við þig næst. Það er svo margt sem við gætum talað um og svo margt sem mig langar til að segja þér. Eins og t.d. hversu skemmtilegt mér þótti að vera með þér í vinnunni þegar þú vannst á spitalanum. Manstu þegar við vorum að setja allt drasl inn í ofninn og svo leyfðir þú mér að kveikja í, það fannst mér gaman. Að því loknu var yfirleitt komið kaffi, fórum við þá stundum heim og stund- um út í bæ, að gæða okkur á ein- hveiju góðgæti. En eftir því sem mig minnir, þá unnum við inni fram að hádegi og úti eftir hádegi og það var alltaf nóg að gera hjá okkur. Við stungum líka upp kartöflugarðinn, settum niður og þegar haustið kom tókum við upp. Daginn eftir fórum við svo að flokka kartöflurnar, smáar og stórar. Við vorum mikið saman að sýsla í þá daga sem og seinna meir. Ég man líka vel eftir því þegar þú kenndir mér á klukku. Þú varst ekki lengi að útskýra fyrir mér hvem- ig hún virkaði. Elsku afi, ég veit að þér líður miklu betur þar sem þú ert núna og ég ætla að reyna að muna eftir því þegar söknuðurinn hellist yfir mig. Elsku besti afi, hafðu það ávallt sem allra best, blessuð sé minning þín. Kær kveðja, þinn Benni. Elskulegur tengdafaðir er látinn. Þegar ég kom fyrst inn á heimili Benna og Fjólu í Hólminum var tek- ið vel á móti mér. Benna fannst gaman að fá gesti og tala um öll heimsins málefni. Hann hafði yfir- leitt einhveija skoðun á öllum mál- efnum. Hann lét sig verkalýðsmál miklu skipta og var trúnaðarmaður í nokkur ár. Benni hafði gaman af ljóðum og vísum, og kunni mörg þeirra utan- bókar. Hann var mikill ættjarðarvinur og unni landi og þjóð. Honum fannst land sitt fallegt og hafði gaman af að ferðast um það meðan hann hafði góða sjón. Ég og Benni höfðum gaman af að tala um trúmál, hann trúði á líf eftir dauðann. Hann hræddist ekki dauðann, hann sagðist vera tilbúinn að fara fyrir löngu. Benni unni fjölskyldu sinni mikið og hafði velferð hennar að leiðar- ljósi. Mér fannst erfitt að heimsækja hann síðast þegar við fórum vestur. Hann heyrði mjög illa og gat ekki gert sig skiljanlegan. En hann hafði viljann og reyndi eins og hann gat að gera sig skiljanlegan. Ég mun minnast hans sem góðs manns, sem vildi lifa í sátt og samlyndi við alla menn. Ég veit að hann er búinn að fá frelsið sem hann þráði, og er sáttur og glaður. Ég kveð elskulegan tengdaföður með söknuð í hjarta. Ó, Drottinn minn, hve ljúft er mér að líða, þó ljósin gleði daprist hér í heim, og boðum þínum helgum jafnan hlýða, þó hiti’ og þungi sé í för með þeim. Eins og steinsnar lífið manna líður, þó löng oss finnist sérhver þrautastund; En mjúkur himnafóður faðmur blíður oss felur, þegar hinzta dregst að blund. Ó, þegar lífsins þraut á burt er liðin, mig þreyta eigi framar nokkur bönd, þá öðlast sál min þjökuð frelsið, friðinn, þá fagnar hún við Drottins ástarhönd. (Guðjón Pálsson) Margrét Annie. + Ástkær móðir okkar, LÁRA SIGURJÓNSDÓTTIR fyrrverandi stöðvarstjóri Pósts og síma, Hrisey, andaðist mánudaginn 24. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Kristin Þorsteinsdóttir, Valdís Þorsteinsdóttir, Steinar Þorsteinsson, Þóra Þorsteinsdóttir. + Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir, tengdasonur og vinur, KRISTJÁN ARNDAL EÐVARÐSSON, Borgarvík 9, Borgarnesi, lést á heimili sínu sunnudaginn 23. mars sl. Útför hans fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 29. mars kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag (slands. Kristín Finndfs Jónsdóttir, Ingvar Arndal Kristjánsson, Ómar Arndal Kristjánsson, Anna Ólöf Kristjánsdóttir og aðrir aðstandendur. Hjartkær eiginmaður minn, faðir og tengda- sonur, MAGNÚS M. BRYNJÓLFSSON, Búlandi 15, Reykjavík, andaðist mánudaginn 24. mars. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn . 4. apríl kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeir, sem vilja minnast hins látna, láti Minningarsjóð Sveins Más Gunnars- sonar njóta þess. Skrifstofa Foreldrafélags misþroska barna, Bolholti 6, annast sölu minningarkorta, sími 568 0790. Sigrún Guðmundsdóttir, Magnús Magnússon, Guðmundur Kr. Halldórsson. + Hjartkær eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN ERLA ÁSGRÍMSDÓTTIR, Frostafold 14, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, miðvikudaginn 26. mars, ki. 13.30. Sigurður Hjörtur Benediktsson Þorbjörg Eiríksdóttir, Þorbjörg Eria Sigurðardóttir, Sigurður B. Sigurðsson, Elin Sigurðardóttir, Benedikt Sigurðsson, Jóhanna K. Guðmundsdóttir, Eirfkur Sigurðsson og barnabörn. t. + Elskulegur eiginmaður, faðir okkar, sonur og bróðir, GUÐJÓN HAUKUR HAUKSSON, Holtsbúð 77, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í Garða- bæ miðvikudaginn 26. mars kl. 15.00. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á heimahlynningu Krabbameins- félagsins. Álfheiður Emilsdóttir, Haukur Guðjónsson, (ris Dögg Guðjónsdóttir, Haukur Guðjónsson, Áslaug Hulda Magnúsdóttír, Margrét Hauksdóttir, Siguriaug Hauksdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.