Morgunblaðið - 26.03.1997, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1997 37
INGVAR
EINARSSON
+ Ingvar Einars-
son fæddist í
Reykjavík 28. júlí
1926. Hann lést á
Landspítalanum 17.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Einar Jónsson og
Jóna S. Ingvarsdótt-
ir.
Eftirlifandi eigin-
kona Ingvars er
Anna V. Gissurar-
dóttir, fædd 12. ág-
úst 1929. Þau eign-
uðust fimm börn,
fyrir átti Ingvar
einn son.
Útför Ingvars fer fram frá
Kópavogskirkju í dag og hefst
athöfnin kiukkan 13.30.
Mig langar í fáeinum orðum að
kveðja elskulegan tengdaföður
minn. Það var fyrir rúmum tuttugu
árum að ég kynntist Inga fyrst, er
ég kom á heimili tengdaforeldra
minna á Hraunbrautinni.
Þar var oft margt um manninn,
bömin þeirra fimm og alltaf bættust
við hópinn tengdabörn, barnaböm
og barnabarnabörn.
Ég minnist með þakklæti sam-
verustundanna í ijölskylduferðunum
á sumrin. Eru mér sérstaklega minn-
isstæðar ferðirnar tvær í sumarhús
símamanna í Vaglaskógi. Þar varst
þú, Ingi minn, stoltur höfðingi með
börnunum þínum, fimm tengdabörn-
unum og barnabörnunum. Ógleym-
anleg verður mér Ameríkuferðin
okkar um áramótin ’91-’92. Er til
Baltimore var komið leist þér ekki
neitt á þessa Ameríku og varst allt
eins tilbúinn að fara með næstu flug-
vél heim. En þrátt fyrir allt skoðuð-
um við okkur um í Washington í
fáeina daga og héldum síðan til
Flórída.
Birti þá verulega yfir þér þegar
þú sagðir: „Þetta er nú allt önnur
Ameríka,” enda átti hitinn mjög vel
við þig og þér leið mjög vel í sólinni.
Þú barst veikindi þín vel í gegnum
öll árin, án þess nokkurn tímann að
kvarta.
Ég vil þakka þér, elsku Ingi minn,
fyrir allt.
Guð varðveiti þig og geymi.
Við sjáum, að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þöpin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo bijóstið þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dapr og sumamótt
og svanur á bláan voginn.
(Davið Stefánsson.)
Megi góður guð veita tengda-
móður minni og fjölskyldunni allri
styrk og trú á þessari erfiðu stundu.
Þín tengdadóttir,
Kristjana Ragnarsdóttir.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins
degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér.
(Ingibj. Sig.)
Með þessum orðum kveð ég þig,
elsku Ingi, og þakka fyrir allar sam-
verustundimar sem við áttum sam-
an. Ekki hefði verið hægt að hugsa
sér betri tengdaföður en þig. Far þú
í friði, og Guð geymi þig.
Kristín Rut Haraldsdóttir.
Vinur minn og samstarfsmaður,
Ingvar Einarsson, er látinn. Hann
hóf störf sem yfirdeildarstjóri
tæknireksturs Umdæmis I hjá Pósti
og síma í september 1977 og höfð-
um við því starfað saman í tæp
tuttugu ár er hann lét af störfum
vegna aldurs um síðustu áramót.
Ingvar hóf sinn langa
starfsferil hjá Pósti og
síma sem verkamaður
sumarið 1940 og var
hann einn þeirra er
helgaði starfsævi sína
og krafta þeirri stofn-
un. Árið 1959 lauk
Ingvar símvirkjaprófi
og símvirkjameistara-
prófi árið 1966. Frá
árinu 1961 og þar til
hann kom til starfa hjá
mér í Umdæmi I, vann
Ingvar margvísleg
störf í símatæknideild,
m.a. sem símvirki, sím-
virkjameistari, flokkstjóri símvirkja
og_símvirkjaverkstjóri.
í Umdæmi I sá Ingvar um sam-
skipti við tæknimenn, stöðvarstjóra
og viðskiptavini Pósts og síma. Lip-
urð hans og trúmennska nutu sín
vel í starfinu sem var fjölbreytilegt
og erilsamt. Hann lagði sig ávallt
fram um að leysa mál á þann veg
að bæði vinnuveitandi og viðskipta-
vinur mættu vel við una. Stundvísi
og reglusemi voru Ingvari í blóð
borin og var því traustvekjandi að
hafa hann sem starfsmann.
Þrátt fyrir að Ingvar ætti við
alvarleg veikindi að stríða, hélt
hann ótrauður sínu striki og rækti
starf sitt ætíð af stakri samvisku-
semi. Að leiðarlokum er mér efst í
huga þakklæti fyrir þann tíma er
við störfuðum saman og fyrir hans
trúmennsku og einlægu vináttu. Ég
sendi mína dýpstu hluttekningu til
eftirlifandi eiginkonu, barna og
annarra vandamanna.
Kristján Helgason, fyrrv.
umdæmisstjóri.
„Þegar þú ert sorgmæddur, skoð-
aðu þá aftur huga þinn, og þú
munt sjá, að þú grætur vegna þess,
sem var gleði þín.“ (Spámaðurinn.)
Eftir löng veikindi er hann afi
okkar dáinn. Það er svolítið erfitt
að vita til þess að hann sé ekki leng-
ur með okkur. Við minnumst afa
sem ákaflega hjartahlýs manns sem
alltaf var boðinn og búinn að að
hjálpa og aðstoða. Alltaf var okkur
tekið jafn vel þegar við komum í
heimsókn á Hraunbrautina, en það
var viðtekin venja hjá honum að
fara beint inn í búr og ná í gos og
kex til að bjóða okkur ásamt öðru
góðgæti. Allt vildi hann vita hvern-
ig okkur gengi, bæði í skólanum
sem og þeim íþróttum sem við
stundum. Þegar við greindum hon-
um frá fréttunum, sem yfirleitt voru
ágætar, fylgdi því ávallt klapp á
bakið og góð orð í okkar garð og
að á þessari braut ættum við að
halda áfram. Honum var mikið í
mun að við tækjum námið alvarlega
þar sem lærdómur yrði ekki tekinn
frá okkur og við byggjum alltaf að
honum.
Það var fastur punktur í tilver-
unni að öll fjölskyldan færi saman
í ferðalag á sumrin. Þar var afi oft
í essinu sínu og stjórnaði miklu af
því sem fram fór hjá barnabörnun-
um. Það var farið í sund, að veiða
og náttúrulega grillað þar sem sér-
þörfum hvers og eins var sinnt af
kostgæfni, einn vildi sinnep á pyls-
una, annar ekki, gosi blandað sam-
an í réttum hlutföllum o.s.frv. Hann
sá líka um að útvega bústað handa
öllum og náði alltaf besta tíma og
besta stað hveiju sinni.
Síðustu ár byggði afi þústað með
ömmu uppi í Grímsnesi. í veikindum
sínum þótti honum gott að fara
burt úr erlinum í borginni og upp
í bústað, bæði um helgar og í fríum.
Þar dundaði hann sér að planta
tqám með ömmu ásamt því að
rækta kartöflur og rófur. Á sumrin
kom fjölskyldan oft saman upp-í
bústað, grillaði og naut samverunn-
ar. Þar voru einnig ávallt höfðing-
legar móttökur og ósjaldan fór
maður svo saddur að við lá að mag-
inn springi. Svona var afi, vildi
okkur alltaf svo vel og sá um að
okkur liði alltaf sem best í nærveru
sinni.
Elsku afi okkar, við munum
sakna kossanna mikið, faðmlag-
anna og klappsins á bakið frá þér
og minnumst þeirra með hlýju.
Elsku amma, við biðjum Guð að
styrkja þig í sorginni með von um
að minningarnar sefi sáran söknuð.
Grímur, Anna Valgerður,
Freyr, Ægir, Andri Róland,
Elva Sonja, Viktor, Arnór,
Ásta og Orvar.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú i friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku afi.
Það er margt sem rann í gegnum
huga okkar þegar mamma lét okkur
vita að þú hefðir kvatt okkur.
Það er svo skrítið, en við hugsuð-
um öll um ferðina til Flórída, ára-
mótin 1991-92. Þú varst svo ungur
í anda, keyptir meira að segja peysu
eins og unglingurinn Ingvar fékk
sér. Þú sem varst vanur að fara
með Kol út að ganga og af því
hann var á íslandi þá fórstu bara
með Ameríku-Kol í staðinn. Eflaust
hafa margir rekið upp stór augu
þegar þeir sáu ykkur, þig og stóran
og stæðilegan doberman-hundinn.
Alltaf varstu boðinn og búinn að
aðstoða okkur systkinin. Ef við
þurftum vinnu varstu fljótur að
finna hana fyrir okkur. Rétt áður
en Ingvar varð 17 ára fórstu með
hann á bílauppboð, stund sem Ing-
var á seint eftir að gleyma, sérstak-
lega spennunni sem fylgdi því að
fá að stýra bílnum heim á meðan
þú varst með hann í togi. Og í vet-
ur þegar síminn bilaði hjá Önnu,
komstu strax með síma handa henni
og sagðir að ekki gæti hún verið
símasambandslaus. En þá varstu
orðinn veikur.
Hvern hefði getað grunað í sum-
ar, þegar við á björtum sumardegi
fögnuðum 70 ára afmæli þínu, að
ekki væri ár eftir af veru þinni hér
með okkur. Þetta var svo fallegur
dagur. Sólin skein og allir voru svo
glaðir og ánægðir. En svo kom
haustið og laufin fóru að falla bæði
hér hjá okkur og í hjarta þínu og
nú ertu farinn frá okkur. Við vitum
að þú munt fylgjast með okkur og
litlu langafastrákunum tveimur.
Guð geymi þig, elsku afi.
Anna, Ingvar, Kolbrún,
Hjördis og Örn Arnarbörn.
í dag fer fram útför Ingvars Ein-
arssonar en hann lést 17. mars sl.
Mig langar að minnast þessa
heiðursmanns nokkrum orðum. Um
20 ára skeið vorum við nánir sam-
starfsmenn á skrifstofu umdæmis-
stjóra umdæmis I. Árið 1976 var
w
F O S S V O G I
Þegar andlát
ber að höndum
Sími 5511266
£
<^R sr
9
gerð skipulagsbreyting á Póst- og
símamálastofnuninni, stofnsett
voru fjögur umdæmi. Fljótlega eftir
skipulagsbreytinguna hóf Ingvar
störf hjá umdæmi 1 sem yfirdeildar-
stjóri tæknimála. Þegar Ingvar
réðst til umdæmisins hafði hann
starfað hjá Pósti- og síma yfir 30
ár í hinum ýmsu deildum og þekkti
því innviði stofnunarinnar út og
inn. Við Ingvar urðum mjög nánir
samstarfsmenn og samvinna okkar
þróaðist í nána vináttu sem aldrei
bar skugga á. Ingvar setti sig vel
inn í sitt starf, hafði mikið og gott
samstarf við stöðvarstjóra, verk-
stjóra og tæknimenn í umdæminu,
ferðaðist vítt og breytt um umdæm-
ið og fylgdist vel með framkvæmd-
um, sem voru miklar á þessum
árum.
Það var sérlega ánægjulegt að
starfa á skrifstofu umdæmisstjóra,
góður vinnuandi og samhentur hóp-
ur sem starfaði þar. Nú þegar Ing-
var er allur er margs að minnast,
ekki síst uppbyggilegir kaffitímar,
þar var margt skrafað bæði í gamni
og alvöru, ég minnist einnig gleði-
stunda sem við áttum utan vinnu
og ekki síst afmælisfagnaðar þegar
hann hélt upp á 70 ára afmæli sitt
í fögru umhverfi í dásamlegu veðri
eins og það getur verið best á ís-
landi.
Ingvar var mikill hamingjumaður
í einkalífi sínu. Eiginkona hans,
Anna Gissurardóttir, mat hann
mjög mikils, alla tíð vakti hún yfir
honum. Þau eignuðust fimm mann-
vænleg börn. Lét Ingvar sér afar
annt um fjölskyldu sína. Ingvar átti
lengi við vanheilsu að stríða en
hann barðist ótrauður gegn veikind-
um sínum og aldrei heyrðist hann
kvarta. Fljótlega eftir að hann lét
af störfum ágerðust veikindin og
varð ekki við neitt ráðið og lést
hann eftir tiltölulega stutta legu.
Á síðustu árum reisti Ingvar
myndarlegan sumarbústað í Gríms-
nesinu, þar undu þau hjón sér vel
og hann hlakkaði til að taka til
hendinni þar þegar hann léti af
störfum eftir rúmlega 50 ára þjón-
ustu hjá Póst- og símamálastofnun-
inni og dvelja þar meira og minna.
Nú að leiðarlokum kveð ég vin
minn með miklum söknuði, því mið--**'
ur verður ekki af því sem við vorum
búnir að ákveða, að hafa gott sam-
band á okkar eftirlaunaárum. Ég
sendi eiginkonu hans og öllum ást-
vinum mínar innilegustu samúðar-
kveðjur. Minningin um góðan dreng
lifir.
Jakob Tryggvason.
Með örfáum orðum vil ég, þegar
einn af mínum bestu vinum hefir
kvatt eftir farsælt starf, minnast
vináttu hans og tryggðar öll þau
ár sem við höfum þekkst, og hversu
alltaf hann var mér kærari og
tryggari eftir því sem árin liðu. I
Reykjavíkurferðum mínum leit ég
alltaf til hans og var sama alúðin
og tryggðin þar. Við kynntumst
þegar ég var stöðvarstjóri Pósts og
síma í Stykkishólmi og var gott að
eiga hann að, ef eitthvað fór úr-
skeiðis hér. Þetta vil ég þakka nú
þegar hann hefir kvatt, í bili, því
ég trúi því að lífinu sé ekki lokið,
þótt umskipti hafi orðið og við eig-
um eftir að hittast á landinu fyrir
handan. Þau voru ekki fá viðvikin
sem Ingvar tók að sér þegar ég var
í vanda í mínu starfi og það var
allt af heilum hug gert.
Ég mun því alltaf sakna þessa ’*
góða vinar og minnast hans með
einlægum hug. Finn að skarð er
fyrir skildi. Ég átti við hann mörg
samtöl sem yljuðu hugann og til
hans var gott að flýja með mörg
vandamál og veit ég að fleiri munu
hafa sömu sögu að segja. Ég kveð
Ingvar vin minn með söknuði og
votta ástvinum hans mína innileg-
ustu samúð og bið honum allrar
blessunar á nýjum vegum.
Góður Guð veri með honum. Þökk
fyrir allt á liðnum árum. Jtm
Árni Helgason.
+
UNNUR STURLAUGSDÓTTIR, fpF? "
Faxabraut 18,
Keflavik,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 13. mars
siðastliðinn.
Útför hennar hefur farið fram.
Böm og vandamenn.
+
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
RIGMOR HANSEN JÓNSSON,
Dalseli 6,
lést á Vífilsstöðum þriðjudaginn 18. mars.
Jarðarförin hefur farið fram.
Guðbjörg Ottadóttir,
Jón Ottason, Kristín Björnsdóttir,
Edda Ottadóttir, Kristmundur Sigurðsson.
f
+
Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður og afa,
SIGVALDA PÁLS ÞORLEIFSSONAR
útgerðarmaðnns
frá Ólafsfirði
fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn
29. mars og hefst kl. 14.00.
Sigríður Gunnlaugsdóttir,
Gunnar Þór Sigvaldason, Bára Finnsdóttir,
Egill Sigvaldason, Sigrún Ásgrímsdóttir,
Þorleifur Rúnar Sigvaldason, Aðalheiður Jóhannsdóttir,
barnabörn og aðrir vandamenn.