Morgunblaðið - 26.03.1997, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 26.03.1997, Qupperneq 38
MORGUNBLAÐIÐ 38 MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1997________________________ MINIMINGAR GUÐJÓN HAUKUR HA UKSSON + Guðjón Haukur Hauksson fæddist í Reykjavík 18. júní 1951. Hann lést 21. mars síðast- liðinn í Reykjavík. Foreldrar hans eru Haukur Guðjóns- son, f. 3.3. 1926 og Áslaug Hulda Magnúsdóttir, f. 10.2. 1928. Systkini hans eru Margrét Hauksdóttir, f. 12.8. 1948 og Sig- urlaug Hauksdótt- ir, f. 19.7. 1955. Eftirlifandi eiginkona Guð- jóns er Álfheiður Emilsdóttir, f. 8.11. 1956. Börn þeirra eru Haukur Guðjónsson, f. 3.2. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga að heilsast og kveðjast það er lífsins saga. (Páll J. Árdal) Elsku pabbi minn. Ég vil byija á að þakka þér allar góðu stundirnar. held að allir taki undir með mér þegar ég segi að þú hafír verið besti pabbi og vinur sem óskast getur. Þú varst alltaf til staðar í blíðu og stríðu. Svo get ég aldrei þakkað þér nóg fyrir ferðina til Kanarí sem þú fórst í fárveikur bara til að gleðja okkur. Ég er viss um að við fjölskyldan höfum gert meira en flestallar fjölskyldur, þó að það hafí ekki verið langur tími sem við fengum saman. En ég er samt viss um að við hittumst á ný ■•-og ég mun bíða þess. Ég mun allt- af elska þig, hvar sem þú ert. Þín_ dóttir, íris Dögg Guðjónsdóttir. Eitt andartak stóð tíminn kyrr æddi síðan inn um glugga og dyr hreif burt vonir, reif upp rætur einhvers staðar engill grætur Tárin eru leið til þess að lækna undir lífið er aðeins þessar stundir gangverk lífsins þau látlaust tifa og við lærum öll með sorginni að lifa (Bubbi Morthens) í dag kveðjum við bróður okkar, Guðjón Hauk, sem lést eftir hetju- -jclega baráttu við krabbamein. Við kveðjum Guðjón með miklum sökn- uði, ekki bara sem bróður heldur sem okkar allra besta vin í gleði 1982 og íris Dögg Guðjónsdóttir, f. 30.8. 1984. For- eldrar maka: Emil Björnsson, f. 21.9. 1915, d. 17.6. 1991 og Álfheiður Lauf- ey Guðmundsdótt- ir, f. 24.2. 1922. Systkini maka: Theodóra Emils- dóttir, f. 26.3. 1940, Björn Emils- son, f. 25.7. 1948 og Guðmundur Emilsson, f. 24.4. 1951. Útfðr Guðjóns fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag og hefst athöfnin klukkan 15.00. og sorg. Minningar um allar þær ómetanlegu gleðistundir sem við systkinin áttum saman, hlógum og spjöiluðum, munum við varðveita að eilífu. Því endurminningin er eina para- dísin sem ekki er hægt að reka okkur út úr. Minning þín lifir, elsku bróðir. Þínar systur, Margrét og Sigurlaug. Mig langar að minnast vinar míns og frænda sem er farinn. Guðjón var mér jafningi og félagi eða verndari og stóri bróðir,_hvort heldur það var sem ég vildi. Á góð- um stundum og slæmum leitaði ég til hans. Þar Ieið mér vel. Ég horfí með eftirsjá til þeirra stunda sem við áttum eftir hefðu örlögin ekki orðið sem þau urðu. Það er sárt að ekki vannst tími til að endurgjalda það sem hann gerði fyrir mig, vini mína og fjölskyldu. Guðjón var fyrirmynd, bjartsýnn og kátur. Aldrei var útlitið svo svart að ekki mætti slá á létta strengi. Ekkert mál var svo léttvægt að ekki mætti ræða það af alvöru. Hann var foringi, við sem áttum hann að erum stolt. Þegar við Guðjón kvöddumst síð- ast held ég að hvorugur hafí reikn- að með að við myndum hittast aft- ur, ekki hér. Sjálfur sagði hann að það væri aldrei að vita hvað yrði. Sem aldrei fyrr, vona ég og trúi. Vel sé þér, vinur, þótt vikirðu skjótt Frónbúum frá + Hjartanlegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu, sem sýnt hafa okkur samúð og vinarhug við andlát og útför STEINARS PÁLSSONAR (Hlíð. Katrín Árnadóttir, Páll Ragnar Steinarsson, Sigfríður Lárusdóttir, Tryggvi Steinarsson, Anna María Flygenring, Elín Erna Steinarsdóttir, Indriði Birgisson og barnabörn. t Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför RAGNARS INGÓLFSSONAR. Sérstakar þakkir til Karlakórs Reykjavíkur. Björg Ingólfsdóttir, Hrafnhildur Ragnarsdóttir, Helgi Hilmarsson, Sigurjón Sighvatsson, Sigríður Jóna Þórisdóttir. í fegri heima. Ljós var leið þín og lífsfögnuður, æðra, eilífan þú öðlast nú. (Jónas Hallgrímsson) Nú er þínum þrautum lokið, elsku vinur, og það er gott. Bráðum vor- ar og birtir einnig aftur hjá okkur hinum. Vertu sæll. Haukur Þór Haraldsson. Enginn veit hvað morgundagur- inn ber í skauti sér. Síðustu vikur vissi Guðjón ekki hvort hann ætti sér morgundag. Hann barðist við illvígan sjúkdóm en hefur nú öðl- ast frið og ró. Guðjón hefur kvatt þennan heim, baráttan á enda og við töpuðum. Lífíð getur verið ósanngjarnt og grimmt. Guðjón var einn mesti maður sem ég hef kynnst og þá er ég ekki að tala um í sentimetrum. Hann var ljúfur og traustur en um leið hress og skemmtilegur. Þótt ævi hans hafi verið stutt gaf hann meir en marg- ur gerir sem lengri ævi lifir. Hann var einn besti pabbi sem sögur fara af og það veit ég fyrir víst því að hann hugsaði um okkur systkinin sem sin eigin. Alltaf var gott að hitta Guðjón hvernig svo sem á stóð. Alltaf hress og alltaf til staðar. Þau ljós sem skærast lýsa þau ljós sem skína glaðast þau þera besta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið logaskæra sem skamma stund oss gladdi sem kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (F.G.Þ.) Þegar þú ert sorgmæddur endur- skoðaðu þá hug þinn og þú munt sjá að þú grætur yfir þvi sem áður var gleði þín. Elsku besti Guðjón minn, allar þær yndislegu minning- ar sem ég á um þig mun ég varð- veita að eilífu. Að hafa fengið að kynnast þér, vera náin þér og elsk- að þig er mér ómetanlegt. Góða ferð, kæri frændi. Aldrei mun ég gleyma þér. Blessuð sé björt minning þín. Áslaug Hulda Jónsdóttir. Guðjón Haukur Hauksson vinur minn er farinn úr þessu lífí, nokkuð sem hendir okkur öll og það sem hægt er að ganga að vísu við upp- haf lífs hvers okkar. En flest okkar viljum við lifa lengur þegar við erum á góðum aldri eins og Guðjón Hauk- ur var, og lífíð er skemmtilegt eins og það var hjá honum. Góð eigin- kona og falleg börn í örum þroska. Ég er viss um að Guðjón gerði ekki ráð fyrir að fara svo fljótt, svo lífs- glaður maður sem hann var. Veik- indi, hver gerir ráð fyrir þeim? Jú, þau fara ekki í manngreinarálit og þessi lífsglaði maður varð fyrir barðinu á þeim og laut í lægra haldi, nokkuð sem Guðjón var ekki vanur. Ég kynntist Guðjóni fyrir all- mörgum árum í gegnum störf okk- ar beggja, en Guðjón seldi lyftara og ég hafði not fyrir þá. Guðjón var sölumaður af bestu gerð og lyftarar voru hans sérgrein. En þarna var ekki bara enn einn sölu- maðurinn á ferð heldur einstök per- sóna sem ég heillaðist af. Fljótlega tókst með okkur vinskapur sem náði til konu minnar og konu hans. Áttum við hjónin margar ánægju- legar stundir með þeim hjónum sem hér er þakkað fyrir. Ég varð þess aðnjótandi að ferð- ast bæði innanlands og utan með honum í leik og starfí og voru það skemmtilegar ferðir. í slíkum ferð- um komu hæfileikar hans og lífs- löngun svo berlega í ljós, því Guð- jón kunni lag á öllu. Hann vissi hvernig átti að bera sig að varð- andi alla mögulega hluti eins og sönnum heimsmanni sæmir og var þar af leiðandi sjálfskipaður farar- stjóri. Hann fór síðastur að sofa og vaknaði fýrstur, bankaði eldhress á herbergisdyrnar hjá okkur sem með honum voru í slíkum ferðum, ný- kominn úr sturtu, glerfínn, og sagði: „Drífa sig í morgunmat, það er kominn dagur.“ Á ferðalögum þessum gerði ég mér fljótt grein fyrir því að Guðjón var víða vel kynntur og hafði á stuttum tíma náð persónulegum vinskap við háttsetta starfsmenn þeirra fyrirtækja sem framleiddu tækin sem hann seldi á íslandi og mun hans verða sárt saknað af þeim eins og öllum öðrum sem til hans þekktu. En eftir stendur minningin um góðan og stór- skemmtilegan dreng og ég veit að ég get sagt það fyrir munn okkar allra sem til hans þekktu. Guðjóns verður oft minnst við allskyns tækifæri, því slíkra manna er gott að minnast. Ég og eiginkona mín, Ragnheiður, viljum votta Heiðu og börnum þeirra, Hauki og írisi, okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. I. Finnbogi Gunnlaugsson. Guðjón Haukur hóf störf í þá nýstofnaðri véladeild Ingvars Helgasonar hf. í byijun árs 1993 og fórum við skömmu síðar saman í viðskiptaferð til Evrópulanda. Hann var vélvirki að mennt og bjó yfir mikilli þekkingu á þungavinnu- og landbúnaðarvélum, lyfturum og öðru sem laut að framkvæmdum með slíkum tækjum. Hann var einnig vel kynntur meðal viðkipta- vina sem báru traust til hans og þáðu hjá honum ráðleggingar varð- andi val á tækjum, rekstur þeirra og heppilegan endurnýjunartíma. Það kom einnig glöggt í ljós þegar óvæntar fréttir bárust um alvarleg og þung veikindi að þeir sem Guð- jón hafði mest samband við erlend- is vegna starfsins voru felmtri slegnir og komu hingað til lands til þess að kveðja vin og þakka honum fyrir sig. Við Guðjón Haukur fæddumst á sama degi, sama ár og á sama stað fyrir rúmum 45 árum. Við höfðum gaman af að leika okkur með þessa staðreynd og að finna á því nýjar hliðar hvernig við höfðum víxlast á fæðingardeildinni, eða værum jafn- vel tvíburar, og hvernig við færum að því að leiðrétta þær flækjur sem upp væru komnar vegna þessa. Þetta var okkar einkabrandari sem ekki varð snúið upp á aðra. Þó að okkar leiðir lægju ekki saman fyrr en fyrir rúmlega fjórum árum þekkti ég til Guðjóns Hauks. Hann var þannig maður að ef hann var staddur á mannfagnaði var hann þar sem fjörið var eða kannski var það fjörið sem elti hann. Á góðri stundu var Guðjón hrókur alls fagnaðar. Þannig var hann sjálfvalinn í hóp til þess að skipuleggja landbúnaðarsýningu og stórveislu á Hótel íslandi fyrir þremur árum og að fara ári síðar sem fararstjóri til Frakklands með hóp bænda. Við slík tækifæri naut hann sín vel. Þá var mikið hlegið og þá gægðist bældur tenór úr fylgsnum sínum sem söng af hjart- ans lyst. Margir þekktu Guðjón Hauk, ekki síst vélsleðaáhugamenn. Hann ijölyrti ekki um þá sem hann hélt ekki upp á en honum var kært að tala um vini sína. Þeir sem þekktu Guðjón Hauk best vissu að hann var mikill fjölskyldumaður. Fjöl- skyldan var honum ofar öllu. Guð- jón Haukur gekk að eiga Álfheiði Emilsdóttur og var hjónaband þeirra farsælt og gleðiríkt. Af dugn- aði byggðu þau saman fallegt ein- býlishús í Holtsbúð 77 í Garðabæ og áttu þar gott heimili. Þau eignuð- ust tvö mannvænleg börn, Hauk og írisi Dögg. Hin mikla hetja kom í ljós þegar hin hörmulega niðurstaða lá fýrir. Æðruleysið og einbeitingin tók við af glaðværðinni og Guðjón hóf und- irbúning fyrir það sem honum hafði verið sagt að yrði ekki umflúið. Innri styrkur óx samfara því sem hinn líkamlegi styrkur dvínaði. Hans eina hugsun varð framtíð fjöl- skyldunnar. Ég mun sakna og minnast góðs drengs. Eiginkonu og börnum votta ég samúð mína. Megi Guð vera með ykkur. Júlíus Vífill Ingvarsson. Þegar ég sest niður og hripa þessar fátæklegu línur um einn minn allra besta vin, Guðjón Hauk, leita á hugann bjartar og hlýjar minningar. Ég tel það forréttindi að fá að kynnast manni eins og Guðjóni og eignast hann að vini þótt ekki sé nema nokkurn spöl af lífsleiðinni. Það var alltaf tilhlökkunarefni að hitta Guðjón og þegar fundum okkar bar saman var yfírleitt stutt í glens og gaman þótt stundum væru pólitíkin og heimsmálin rædd í fullri alvöru. Á milli fjölskyldna okkar myndaðist einnig gagnkvæm vinátta sem varað hefur um allmörg ár. Við hjónin áttum einnig því láni að fagna að ferðast saman til ann- arra landa með þeim hjónum Guð- jóni og Heiðu oftar en einu sinni og þeirra ferða minnumst við með þakklæti og á þeim ferðum var oft slegið á létta strengi. Það er ekki auðvelt að skilja og sætta sig við það þegar menn á besta aldri eru skyndilega burtu kallaðir og tilgangur þessarar jarð- vistar verður einnig að spurningu. Þá er gott að geta litið til baka og ylja sé við ljúfar minningar og eiga í hjarta sínu vitneskjuna um fölskvalausa vináttu. Guðjón hafði um nokkurt skeið kennt sér krankleika, en ekki kom fram fyrr en í nóvember síðastliðn- um hversu alvarleg veikindi var hér um að ræða og að ekki yrði við þau ráðið. Upphófst þá mikil barátta við þennan illvíga sjúkdóm sem krabbameinið er með tilheyrandi lyQa- og geislameðferðum. I gegnum allt þetta kom best í ljós raunsæi og æðruleysi Guðjóns og hvað það var í lífi hans sem skipti hann mestu máli. Þar áttu eiginkonan og fjölskyldan hug hans allan, vegferð þeirra og velferð var hans helsta áhyggjuefni og skyldi fá allan forgang. Á kveðjustund er fátt sem maður getur sagt. Ég bið almættið og gefa fjölskyldu Guðjóns trú og styrk til að takast á við veruleikann og framtíðina. Huggið ykkur við það að eiga ljúfar minningar um góðan dreng sem helgaði ykkur líf sitt og tilveru og gaf það sem hann mátti af sjálfum sér. Ég, eigikona mín, Elín, og okkar fjölskyldur, sendum okkar bestu kveðjur og vottum ykkur dýpstu samúð. Sérstaklega biðjum við Heiðu, eiginkonu Guðjóns, og börn- unum þeirra írisi og Hauki styrks og blessunar. Hjörtur Benediktsson. Kveðja frá vinkonu Með fáum orðum langar mig að minnast Guðjóns, sem ég var svo lánsöm að fá að kynnast. Hann var stóri bróðir Sissu, bestu vinkonu minnar, vinur vina sinna, yndislegur faðir og eiginmaður Heiðu, sem mér hefur oft verið hugsað til í hans erfiðu veikindum. Guðjón var einstakur maður, og mikill húmoristi. Ég gleymi aldrei snjósleðaferð sem við Sissa fórum með þeim hjónum í Kerlingarfjöll ásamt fleirum, sérstaklega tveggja daga hálendisferð á sleðum til Mývatns sem ég hefði aldrei farið ef Guðjón hefði ekki verið með. Hann passaði sko upp á hópinn sinn, og svo í fyrra fjölskylduferð í Galtalæk, þá rigndi nánast allan tímann en mikið var gaman, þar tjölduðum við vögnum okkar á hans tiléinkaða reit, allt vel skipu- lagt, Guðjón með sinn hæginda- stól, og að koma inn í þeirra tjald- vagn var eins og að koma inn í eldhús hjá mömmu og þar fuku brandararnir og veðrið skipti engu máli. Nú ertu farinn, elsku Guð-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.