Morgunblaðið - 26.03.1997, Síða 39

Morgunblaðið - 26.03.1997, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1997 39 jón, og eftir stendur minning um góðan dreng. „Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku Heiða, Haukur og íris og aðrir aðstandendur, Guð gefi ykkur styrk í þessari miklu sorg. Guðrún Rós Pálsdóttir. Við viljum með þessum fáu orð- um þakka Guðjóni Hauki fyrir þá samfylgd sem við áttum með hon- um hér hjá Ingvari Helgasyni hf. og Bílheimum, en Guðjón hóf störf hjá þeim fyrirtækjum í mars 1993. Guðjón var einn af þessum strákum sem alltaf var hress og hrókur alls fagnaðar hvort sem var í leik eða starfi. Alltaf kom Guðjón til hjálpar þegar til var kallað og leysti þau mál á sinn farsæla hátt. Við sendum eiginkonu, börnum hans og öðrum aðstandendum okk- ar dýpstu samúðarkveðjur og megi góður Guð styrkja þau í sorg þeirra. Starfsmannafélag I.H. og Bílheima. Við kynntumst Guðjóni Hauki vorið 1980 er hann hóf störf hjá véladeild Sambandsins sem sölu- maður fyrir lyftara, þungavinnu- vélar og vörubíla. Hann var ávallt léttur og hress í bragði og vanda- mál þekkti Guðjón Haukur ekki. Það voru mál sem þurfti að leysa og það gerði hann á sinn sérstaka hátt. Minnisstæðast er dæmið um vörubílana sem voru til á lager sem hann skipti á og fékk skreið í stað- inn sem hann seldi síðan. Við kveðjum góðan og tryggan vin og þökkum allar þær ánægju- legu stundir sem við áttum saman í leik og starfi. Elsku Heiða, Haukur og íris Dögg, við biðjum Guð að styrkja ykkur í missi ykkar, Guð veri með ykkur. Kristinn Helgi, Guðbrandur og Þór. Þær eru torræðar tilfinningarnar sem bærast hið innra er það gerist í senn, að ástvinir fagna manni við heimkomu úr langri för, en færa þær fréttir að kær mágur og jafn- aldri, Guðjón Haukur Hauksson, sé fallinn í valinn. Vart að naumur tíminn geri kleift að hugsa þá hugs- un til enda hvað þá að tjá sig um hana. Tvö yndisleg börn, frænka og frændi, íris Dögg og Haukur, sjá á bak elskandi föður og félaga. Eiginkona hans, Álfheiður, kveður trúnaðarvin. Skarð Guðjóns Hauks verður ekki bætt. Forfaðir okkar Páll Árdal sagði, er dauðinn hjó nærri honum: Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. Einföld orð en sönn. Guðjón Haukur vissi að hverju dró. Hann undirbjó hinstu för af einurð og yfirvegun og bar harm og þjáningar af reisn sem lengi verður minnst. Hann kvaddi okkur öll. Eins var hann til fyrirmyndar í gleðinni; léttur í lund er hann heilsaði samferðamönnum sínum; drengur góður. Minning Guðjóns Hauks Hauks- sonar verður ekki máð úr huga þeirra er þekktu hann. Guð geymir hann. Guð geymi og Álfheiði systur mína, börn þeirra írisi Dögg og Hauk, og ástvini alla. Guðmundur Emilsson. EBBA SIG URBJÖRG EÐVARÐSDÓTTIR + Ebba Sigur- björg Eðvarðs- dóttir fæddist í Reykjavík 1. júní 1932. Hún lést að kvöldi 17. mars síð- astliðinn á Land- spítalanum. Foreldrar hennar voru Dagbjört Lára Einarsdóttir, f. 28. júní 1909, d. 17. júní 1986, o g Eðvarð Jónsson frá Lamb- hól, Grímsholti, f. 13. maí 1902, d. 10. apríl 1933, mat- sveinn á togurum. Ebba giftist Eiríki Sigur- steini, f. 9. sept. 1931. Þau slitu samvistir. Þeirra börn: 1) Dagbjört Eiríksdóttir, f. 12. ágúst 1952, d. 29. nóv. 1995, og and- vana drengur, f. 1958. Barnabörn Ebbu eru Eiríkur Ólafur Emilsson, f. 26. ágúst 1972, og Guðbjörg Li\ja Magnúsdóttir, f. 31. maí 1980. Vinur Ebbu síð- astliðin níu ár var Páll Jónsson. Útför Ebbu fer fram frá Langholts- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku Ebba mín, nú ert þú horfin frá okkur til feðra okkar. Og þar er gengin góð kona. Mig langar að minnast þín með nokkrum orðum. Það var alltaf svo gott að koma til þín, gestrisnin á hæsta stigi, allt var tínt til á borðið handa gesti, þótt þú gætir varla staðið upp úr stólnum, var allt sjálf- sagt fyrir gestinn. Elsku Ebba mín, mér fannst ég alltaf koma heim þegar ég kom til þín. Þú fékkst þinn skerf af erfiðleik- um þessa lífs. En nú ertu komin til annars og betri heims og barnanna þinna, elskan. Guð varðveiti þig. Þín systir, Lára. Ég kynntist Ebbu fyrir mörgum árum, alltaf tók hún vel á móti manni þegar maður kom til hennar. Hún vildi helst rífa allt út úr ísskápn- um og gefa manni að borða, maður kom aldrei að tómum kofunum. Hún vildi allt fyrir alla gera, mikil lifand- is ósköp var hún góð kona. Það var ekki svo sjaldan sem við sátum yfir kaffibolla og töluðum hvor í kapp við aðra ef við hittumst, ekki var síminn mikið notaður. Elsku Ebba mín, ég á eftir að sakna þín. Þú varst á besta aldri þegar kallið kom, ég er viss um að þín bíða elsku dótt- ir þín og mamma og þar verður vel tekið á móti þér enda áttu allt gott skilið og þér verður tekið opnum örmum. Ég votta Láru og systkinum, barnabörnum og öllu skyldfólki inni- lega samúð. Guð blessi ykkur öll í sorginni. Með kærri kveðju, Inga Stefánsdóttir. Guð blessi þig ó, elsku amma mín, ég þakka fýrir blíðu brosin þín. Og einatt réttir þú mér hjálparhönd sem knýttu saman okkar kærleiksbönd. Ég kveð þig hljóður, amma mín, í dag, og vona og bíð að aftur sjáumst við þá verður horfið allt sem áður var og aldrei aftur verða þrengingar. (F.O.J.) Barnabarn. Morgunblaðið/Árni Sæberg AÐALFUNDUR Félags eldri borgara á Hótel Sögu var fjölsóttur. Eldri borgarar vilja hækkun grunnlífeyris AÐALFUNDUR Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni var haldinn á Hótel Sögu sunnudaginn 2. mars sl. Fundinn sóttu á þriðja hundrað manns. Formaður félagsins, Páll Gíslason, setti fundinn og Kristján Benediktsson var kosinn fundar- stjóri. Formaður flutti skýrslu stjóm- ar og lagðir voru fram reikningar fyrir árið 1996. Fyrir fundinum lágu tillögur stjórnar um hagsmunamál eldri borg- ara. Einnig komu fram tillögur frá félagsmönnum. Þar er m.a. gerð krafa um verulega hækkun grunnlíf- eyris. Páll Gíslason var endurkjörinn for- maður félagsins til næstu tveggja ára. Þá voru kosnir 7 aðalmenn og 3 varamenn í stjóm til tveggja ára, en fyrir eru í stjórninni 7 aðalmenn og 3 varamenn. í framkvæmdastjóm eru 6 stjórnarmenn. í framhaldi af aðalfundinum var haldinn opinn félagsfundur í húsnæði félagsins, Risinu, Hverfisgötu 105, laugardaginn 8. mars. Á þeim fundi var umræðum haldið áfram um kjara- og hagsmunamál eldri borgara. Samþykktar vom tillögur um tryggingamál, skattamál, lífeyrismál og heilsugæslu eldri borgara. Eftirfarandi kröfur til stjórn- valda yoru samþykktar samhljóða: 1. Oryggisnet aldraðra. Grunnlífeyrir hækki að raunvirði (úr u.þ.b. 13. þús. í u.þ.b. 27. þús.) og miðist við hlutfall af meðaltekjum á vinnumarkaði, skerðist ekki og njóti hliðstæðrar verndar og verðtrygging- ar og önnur opinber eftirlaun. Tekjutrygging skerðist ekki vegna lífeyrissjóðsgreiðslna, en skerðist af launatekjum innan hæfí- legra meðaltekjumarka. Heimilisuppbætur sameinist og greiðist öllum er hafa aðeins grunnlíf- eyri og tekjutryggingu. Þessu fyigi fri áksrift að sjónvarpi og síma, án sérstakra umsókna. Tekjutrygging og heimilisupp- bætur fylgi almennri launa- og verð- lagsþróun í landinu, svo og aðrar greiðslur er aldraðir fá. Réttur ein- staklinga verði ekki skertur vegna hjúskaparstöðu (hjón eða sambúð). 2. Skattar - skerðingar - jað- arskattar. Dregið verði úr ofurskattlagningu á lág- og meðallaun, t.d. með eftirfar- andi aðgerðum: a) Með samþykkt framangreindra tillagna í lið 1. b) Með hækkun skattleysismarka í 80 þúsund í samræmi við útreikn- inga ASÍ. c) Með því að hækka persónufrá- drátt maka úr 80% í 100%. d) Staðið verði við áður gerða ákvörðun um 15% frádrátt lífeyris- sjóðsgreiðslna við skattlagningu. 3. Skattlagning tekna úr líf- eyrissjóðum. Meðan almennir lífeyrissjóðir eru ekki farnir að greiða fullnægjandi lífeyri og heimavinnandi húsmæður njóta fæstar lífeyrissjóðsréttinda, verði lífeyrir maka ekki skattlagður að fullu. 4. Áhrif eldri borgara. Eldri borgarar fái sjálfir að gæta hagsmuna sinna t.d. í stjórnum líf- eyrissjóða, við kjarasamninga þegar fjallað er um hagsmuni er snerta aldraða og við ákvarðanir skatta- og tryggingayfirvalda varðandi mál- efni er að þeim snúa. Þeir fái sæti í þeim nefndum og ráðum er um málefni þeirra fjalla. - Starfslok verði sveigjanleg með tilliti til heilsufars, þar ráði ekki eingöngu aldur. 5. Heilsugæsla. Eldri borgarar krefjast þess að aukið verði fjármagn og stuðningur við heilbrigðiskerfið svo allir geti notið þeirrar aðhlynningar og lækn- ishjálpar sem tækni og þekking get- ur veitt. Úrslitin hefjast í dag Morgunblaðið/Arnór FRÁ úrslitum Landsbankamótsins í fyrra. Karl Sigurhjartar- son og Björn Eysteinsson í sveit Samvinnuferða mættu Ólafi Lárussyni og Þresti Ingimarssyni í sveit þess fyrrnefnda. BRIDS Bridshöllin LANDSBANKAMÓTIÐ Úrslit íslandsmótsins í sveita- keppni farafram í húsnæði Brids- sambands Islands, Þönglabakka 1, dagana 26.-29. apríl. ÁTTA bridssveitir úr Reykjavík, ein frá Akureyri og ein sveit úr Borgarnesi hefja keppni um ís- landsmeistaratitilinn í sveitakeppni í dag kl. 15. Núverandi íslandsmeistari er sveit Samvinnuferða/Landsýnar og hún freistar þess að veija titilinn. Nokkrar mannabreytingar hafa orðið í sveitinni frá síðasta ári. Þar eru enn Helgi Jóhannsson, Guð- mundur Sv. Hermannsson og Karl Sigurhjartarson auk Guðmundar Páls Arnarsonar og Þorláks Jóns- sonar sem áður spiluðu í sveit Landsbréfa. í þá sveit fóru í staðinn Björn Eysteinsson og Ragnar Her- mannsson, sem spiluðu í Samvinnu- ferðasveitinni í fyrra en fyrir í Landsbréfasveitinni voru Jón Bald- ursson, Sævar Þorbjörnsson og Sverrir Ármannsson. Þessar sveitir munu án efa taka virkan þátt í baráttunni um titilinn nú, og einnig sveit VÍB, sem skipuð er Erni Arnþórssyni, Guðlaugi R. Jóhannssyni, Aðalsteini Jörgensen, Matthíasi Þorvaldssyni, Ásmundi Pálssyni og Sigurði Sverrissyni. Fjórða sveitin, sem margir spá vel- gengni nú, er sveit Antons Haralds- sonar frá Akureyri, sem varð í 2. sæti á íslandsmótinu í fyrra. Með Antoni spila Pétur Guðjónsson, Magnús Magnússon, Sigurbjörn Haraldsson, Steinar Jónsson og Jónas P. Erlingsson. Margar sveitir um hituna Fleiri sveitir koma örugglega til með að blanda sér í slaginn um efstu sætin. I úrslitunum spila, auk þeirra sem áður voru taldar, sveit Hjólbarðahallarinnar, sem skipuð er Hjalta Elíassyni, Eiríki Hjalta- syni, Páli Hjaltasyni, Ragnari Magnússyni, Páli Valdimarssyni og Einari Jónssyni sem var í sveit Samvinnuferða á síðasta ári; sveit Búlka, en hana skipa Sigtryggur Sigurðsson, Bragi Hauksson, Ljós- brá Baldursdóttir, Erlendur Jóns- son og Sigurður Vilhjálmsson; sveit Símons Símonarsonar sem í eru auk hans Páll Bergsson, Guð- mundur Pétursson, Stefán Guð- johnsen og Kjartan Ásmundsson; sveit Sparisjóðs Mýrasýslu en hana skipa Guðjón Ingvi Stefánsson, Jón Ágúst Guðmundsson, Kristján Snorrason og Jón Þ. Björnsson; sveit Eurocards sem í spila Kristján Blöndal, Valgarð Blöndal, Björn Theódórsson, Rúnar Magnússon, Guðmundur Sveinsson og Valur Sigurðsson og sveit Málningar, skipuð Hjálmtý Baldurssyni, Bald- vin Valdimarssyni, Jóni Steinari Gunnlaugssyni, Jóni Alfreðssyni, Steingrimi G. Péturssyni og Sva- vari Björnssyni. í fyrstu umferðinni í dag spila m.a. saman sveitir Landsbréfa og VÍB, Samvinnuferða og Hjólbarða- hallarinnar, Antons og Eurocard og í annarri umferð í kvöld spila m.a. saman VIB og Anton. Guðm. Sv. Hermannsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.