Morgunblaðið - 26.03.1997, Page 52

Morgunblaðið - 26.03.1997, Page 52
52 MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP RISAEÐLURNAR ógna vísindamönnum á ný í „The Lost World: Jurassic Park.“ Væntanlegt í Sambíóin NICHOLAS Cage berst fyrir lífi sínu í hasartryllinum „Con Air“. ÞAÐ er alltaf spennandi að skoða hvaða myndir eru væntanlegar í kvikmyndahús borgarinnar. Hvaða myndir slá í gegn? Hvaða myndir koma á óvart? Sumarið er tími hasarhetja og stórmynda frá Holly- -t- wood. Þær myndir sem eru taldar líklegastar til að berjast um topp- sætið eru: „Batman and Robin“, og „The Lost World: Jurassic Park“ en báðar eru þessar myndir væntanlegar í Sambíóin í sumar. í byijun maí sýna Sambíóin „Donnie Brasco" með A1 Pacino og Johnny Depp í aðalhlutverkum. Myndin er byggð á sannri sögu um FBI-manninn Joseph D. Pistone sem tók á sig gervi Mafíu-gaurs og safnaði upplýsingum um starf- M~ semi glæpasamtakanna. Leikstjóri er Mike Newell en hans þekktasta mynd er „Four Weddings and a Funeral“. Hin hálfsjálfsævisögulega mynd Howards Sterns „Private Parts“ verður einnig sýnd í maí. Stern er frægur og umdeildur útvarpsmaður í Bandaríkjunum, en myndin er að mestu byggð á ferli hans. Aðrar myndir væntanlegar í maí eru „Big Night" og „Michael". „Big Night“ er lítil mynd unnin fyrir utan Hollywood-kerfið sem hefur hlotið mjög góða dóma. Leik- ararnir Stanley Tucci („Murder One“, „Kiss of Death“) og Camp- bell Scott („Dying Young“, Long- Ak time Companion“) leikstýrðu „Big Night“ saman. Myndin fjallar um tvo bræður sem reka ítalskan veit- ingastað saman og segir frá ýmsu kostulegu sem drífur á daga þeirra. „Michael" er gamanmynd með John Travolta í aðalhlutverkinu. Travolta leikur engilinn, Michael, sem kemur í sína síðustu heimsókn til jarðar. Nora Ephron („Sleepless in Seattle“) leikstýrir myndinni og skrifaði handdtið með systur sinni Deliu Ephron. Nora hefur verið útnefnd til Oskarverðlauna fyrir handritin að dramatísku myndinni „Silkwood" og gamanmyndunum „When Harry Met Sally“ og „Sleep- less in Seattle". Nýjasta mynd Bille August Um mánaðamót maí-júní eru „The Saint“ og „Smilla’s Sense of Snow“ væntanlegar í Sambíóin. Danski leikstjórinn Bille August stýrir alþjóðlegu leikaraliði í kvik- myndaútgáfu á sögu Peters Hoegs. Julia Ormond leikur hin hálfgræn- lenska jöklafræðing Smillu sem fer að rannsaka dularfullan dauðdaga lítils drengs og lendir á spori harðsvíraðs viðskiptajöfurs. ÖnnUr aðalhlutverk eru leikin af Gabriel Byrne og Richard Harris. Val Kilmer leikur Simon Templar í „The Saint“. Það er Philli Noyce sem leikstýrir þessari ævintýra- spennumynd. Templar er snjall þjófur og einfari sem tekur að sér að stela lífsstarfi vísindamanns, sem leikin er af Elisabeth Shue. Allt fer þó á annan veg og Templ- ar og vísindamaðurinn neyðast til að snúa bökum saman. í júní eiga bíógestir von á „Grosse Point Blank“, „My Fellow Americans“ og „Con Air“. í spennumyndinni „Grosse Point Blank“ leikur John Cusack leigu- morðingja sem ákveður að sameina síðasta verkefni sitt við heimsókn til heimabæjar síns. Aðrir leikarar í myndinni eru Minnie Driver, Dan Aykroyd, Joan Cusack og Alan Arkin. Dan Aykroyd er einnig að finna í gamanmyndinni „My Fellow Am- ericans“. Hann leikur forseta Bandaríkjanna en í aðalhlutverkun- um eru John Lemmon og James Garner sem tveir fyrrverandi for- setar. Gömlu refirnir lenda í vond- um málum og leggja á flótta. Frá framleiðanda „Top Gun“, „Crimson Tide“ og „The Rock“, Jerry Bruckheimer, kemur has- artryllirinn „Con Air“. Þegar flytja á harðsvíruðustu glæpamenn Bandaríkjanna í nýtt fangelsi fer allt úr böndunum og þeir ræna flug- vél. John Malkovich, Nicholas Cage, John Cusack, Steve Buscemi og Ving Rhames fara með aðalhlut- verkin í þessari testósterón-drifnu mynd. í lok júlí verður fjórða Batman- myndin væntanlega frumsýnd í Sambíóunum. Nú er það George Clooney sem skrýðist Leðurblöku- búningum og sér til aðstoðar hefur hann ekki eingöngu Robin (Chris O’Donnell) heldur einnig Batgirl (Alicia Silverstone). Fjendur Bat- mans í „Batman and Robin“ eru Mr. Freeze (Arnold Schwarzenegg- er) og Poison Ivy (Uma Thurman). Joel Schumacher er aftur við stjórnvölin en hann leikstýrði „Bat- man Forever”. í ágúst kemur síðan framhaldið af „Jurassic Park“ „The Lost World“ leikstýrt af Steven Spiel- berg. Michael Cricton á heiðurinn að þessu framhaldi líka. Skrímslin eru ekki dauð úr öllum æðum og Jeff Goldblum, í hlutverki dr. Ian Malcolm, snýr aftur til að snúa á þau. Honum til aðstoðar eru m.a. Julianne Moore, og sir Richard Attenborough. Aðrar myndir sem eru væntan- legar hjá Sambíóunum á næstunnni eru: „Evening Star“ framhaldið af „Terms of Endearment“ með Shirl- ey MacLaine, „Dante’s Peak“ með Pierce Brosnan og Lindu Hamilton, „Beavis and Butthead Do Amer- ica“, og mynd Johns Singletons „Rosewood". & GEFÐU LTTRIKAN HARLEY DAVIDSON Sjálfblekung eöa kúlublekpenna góöar gjafin frá 2.'700 til 3.300 kn. CSIIIZD>- BÓKABÚDIIM HALLARMULA-KRINGLUNNI H L E IVl IV1 MYNPBÖMP Móðgun við áhorfendur Draumurinn um Broadway (Manhattan Merengue) D r a m a Framleiðandi: RBK Partners. Leik- stjóri: Joseph B. Vasquez. Handrits- höfundur: Rue Kent Wildman og J.B. Vasquez. Kvikmyndataka: Da- vis Castillo. Tónlist: Lalo Schifrin. Aðalhlutverk: George Perez, Lumi Cavazos og Marco Leonardi. 116 mín. Bandaríkin. Egmont Film/Myndform 1997. Utgáfudag- ur: 18. mars. Myndin er bönnuð börnum yngri en 16 ára. í ÞESSARI melódramatísku klisju dreymir Miguel og félaga hans frá Dómíníska lýðveldinu um betra líf í Amer- íku. Honum tekst að smygla sér þangað, og fer til New York til að láta gaml- an draum rætast um að verða frægur dansari. Þar hittir hann aftur gamla vin- konu sína frá heimahögunum. Saman beijast þau fyrir nýju lífi og nýjum tækifærum. Þessi mynd er svo óraunsæ að það er móðgun við áhorfendur að ætlast til að þeir geti trúað því og lifað sig inn í það sem skeður á skerminum. í fyrsta lagi skilur maður ekki hvers vegna þau hafa áhuga að fara til annars lands, því heima eru þau dansandi hamingjusöm í stór- kostlega fallegu umhverfi. Það er hreinlega allt illa gert í þessari mynd, sem gerir það að verkum að flest skilaboð fara fyrir ofan garð og neðan. Leikararnir eru t.d. allir svo ferlega lélegir að dramatíkin verður fáránleg og fyndnari en þær senur sem áttu að kitla hláturtaugarnar, en þær eru flestar grátlega leiðinlegar og ófyndnar. Handritshöfundar og leikstjórinn ættu að íhuga að reyna fyrir sér á öðru sviði. Illa er raðað í hlutverk sem gerir persónur myndarinnar ósannfær- andi, og er það ekki til að bæta myndina. Miguel er alls ekki góður dansari, og danskennarinn sem hann fer að vinna hjá er feit brussa sem kann ekki að dansa og hlýtur að vera eiginkona leikstjórans, ann- ars hefði hún ekki komið til greina í þetta hlutverk. Svona má lengi telja. Oft má fyrirgefa og líta framhjá ýmsum tæknilegum mistökum í kvikmyndum, ef það er bætt upp með fersku yfirbragði og frumleg- heitum á einu eða fleiri sviðum. En þegar allt sem miður getur farið í kvikmyndagerð safnast saman í eina mynd, þá verður áhorfandinn að álíta að dreifingaraðilar virði hann ekki sem skyldi. Hildur Loftsdóttir Skuggar fortíðar í nunnuklaustri (Changing Habits) D r a m a ★ ★ Framleiðendur: Abra Edelman og James Dodson. Leikstjóri: Linn Roth. Handritshöfundur: Scott Da- vis Jones. Kvikmyndataka: Michael Mayers. Tónlist: David McHugh. Aðalhlutverk: Moira Kelly, Christ- opher Lloyd, Dylan Walsh, Teri Garr. 95 mín. Bandaríkin. Bergvík 1997. Útgáfudagur: 25. Mars. Myndin er öllum leyfð. MYNDIN segir frá ungri lista- konu, Susan (Moira Kelly), sem kemur sér fyrir í nunnuklaustri til þess að borga lægri leigu og verður hún fyrir andlegri reynslu þar. Inní frásögnina blandast ýmsar persón- ur eins og faðir hennar, sem hún hatar og búðareigandi, sem hún stelur frá, en siðar meir elskar. Þessi mynd er ekki endurgerð- af„Sister Act“ myndunum, sem Whoppie Goldberg lék í, heldur slær hún á mun þyngri strengi. Það sem þessi mynd gengur út á er samband Susan við hinar ólíku persónur, sem myndin kynnir okkur fyrir og hvernig á endanum þessar persónur hjálpa Susan að sætta sig við fortíðina. Moira Kelly er ekki nægilega góð leikkona til þess að túlka hina margbrotnu persónu Susan og verður það til þess að myndin fellur niður á svið meðal- mennskunnar, þó stendur hinn lit- ríki aukaleikarahópur sig mjög vel, þá sérstaklega Christopher Lloyd, sem sýnir að hann er jafnt góður í alvarlegum jafnt sem gamanhlut- verkum. Ottó Geir Borg MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU Eyðandinn (Eraser) ★ ★ 'h Sporhundar (Bloodhounds) ★ Glæpur aldarinnar (Crime of the Century) ★★★*/* Próteus (Proteus) ★ Svaka skvísa 2 (Red Blooded 2) ★ 'h Bardagakempan 2 (Shootfíghter 2) ★ Ást og skuggar (Of Love and Shadows) ★ ★ Stolt Celtic * liðsins (Celtic Pride) ★ ★ 'h Töfrandi fegurð (Stealing Beauty) ★ ★ ★ Eyja Dr. Moreau (The Island ofDr. Moreau) ★ 'h I hefndarhug (Heaven’s Prisoner) -k'h Skriftunin (Le Confessional) ★ ★ ★ ★ Margfaldur (Multiplicity)'k ★ 'h Hættuleg ást (Sleeping With Danger) ★ Draumar og brimbretti (Blue Juice)k ★ Ánægjulegir viðskipta- hættir (Business for Pleasure) ★ 'h Sannleikurinn er sagna bestur (Little White Lies) ★ 'h

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.