Morgunblaðið - 01.06.1997, Page 6
Ö SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 1997
MÖRGÚNBLAÐÍÐ
ERLENT
Reuter.
LIONEL Jospin sigurviss á kosningafundi í Lille á fimmtudag. Til hægri
á myndinni er Pierre Mauroy, fyrrum forsætisráðherra.
PHILIPPE Séguin heilsar stuðningsmönnum á kosningafundi í Epinal.
Hægrimenn binda vonir við miklar vinsældir Séguins í síðari umferðinni.
Seinni umferð þingkosninganna í Frakklandi verður tvísýn
Vinstrimenn sigur-
vissir og boða nýja
von fyrir Evrópu
fram í dag og segir Þórunn Þórsdóttir
vinstrimenn leggja áherslu á að engin
hætta sé á ferðum þótt forseti og ríkis-
stjóm komi úr ólíkri átt.
FRAKKAR ganga að kjör-
borðinu í annað skipti á
nokkrum dögum í dag
og kjósa sér 577 þing-
menn. Vinstrimenn höfðu betur í
fyrri umferð kosninganna en báð-
ar fylkingar virðast vera bjartsýn-
ar á sigur í síðari umferðinni, þar
sem úrslitin ráðast.
„Hægrimönnum dugar að bæta
við sig 500 atkvæðum í um hund-
rað kjördæmum," segir Edouard
Balladur, fyrrum forsætisráð-
herra, og telur líkt og flestir aðr-
ir leiðtogar stjórnarflokkanna að
þeir muni sigra, þótt sigurinn
kunni að verða naumur. Vinstri-
menn hafa hins vegar líklega
meiri ástæðu til bjartsýni, jafnt
vegna úrslita fyrri umferðarinnar
og niðurstaðna skoðanakannana
er birtar hafa verið í trássi við lög
síðustu dagana.
Sósíalistar hafa þó verið vark-
árir síðustu daga og minnt kjós-
endur sína á að bjöminn sé ekki
unninn og því sé mikilvægt að
stuðningsmenn mæti á kjörstað.
Á það leggja raunar báðar fylk-
ingar áherslu og allir virðast gera
sér vonir um að eiga góðan stuðn-
ing meðal þess þriðjungs þjóðar-
innar, er ekki hafði fyrir því að
kjósa sl. sunnudag.
Lionel Jospin, leiðtogi Sósíal-
istafiokksins, var vígreifur á loka-
fundi kosningabaráttunnar í Lille
á fimmtudagskvöld: „Trúið mér
er ég segi að við getum sigrað á
sunnudaginn. Þetta er ný von fyr-
ir Evrópu."
Fyrr um kvöldið sagði Jospin í
sjónvarpsviðtali að það væri
skrýtin blanda sem hægrimenn
hefðu teflt fram í örvæntingu
nokkrum dögum fyrir kosningar,
Philippe Séguin og Alain Madelin.
Þingforsetinn Séguin var á sínum
tíma einn helsti andstæðingur
Maastricht-samkomulagsins og
telst til „vinstri" arms RPR en
fyrram fjármálaráðherrann Mad-
elin er harður Maastricht-maður
og frjálshyggjupostuli.
Séguin sagði á annarri sjón-
varpsstöð að þetta væri þvert á
móti ákjósanleg blanda, þeir Mad-
elin bættu hvorn annan upp og
sameinuðu skoðanir í Evrópumál-
um. Báðir legðu þeir áherslu á
frelsi í viðskiptum og félagsleg
réttindi. Séguin vill styrkja félags-
lega öryggisnetið og leggur mesta
áherslu á að atvinnuleysisvandinn
verði leystur. Hann sagði í Le
Monde á fimmtudag að forgangs-
mál hægriflokkanna tveggja
(RPR og UDF) undanfarin ár,
þ.e. lækkun ríkisútgjalda, væri
ekki það sem mestu máli skipti.
Skilyrði Maastricht-sáttmálans
um að fjárlagahalli færi ekki yfír
3% af vergri landsframleiðslu
væri sjálfspíning á samdráttar-
tímum sem þessum.
„Þriðja röddin“ eða Jospin
Séguin er því nokkuð sér á
báti meðal nýgaullistanna í RPR,
flokki Jacques Chiracs forseta.
Hann er vinsæll og virtur stjóm-
málamaður og kynni að færa
stjórnarflokkunum sigur. Þó gæti
það staðið í Chirac að færa honum
forsætisráðuneytið þrátt fyrir yf-
irlýsingar Séguins um að hann
væri „þriðja röddin“ (í kjölfar
þeirra Balladurs og Alains Jup-
pés) er myndi tala máli forsetans
og koma kosningaloforðum hans
frá 1995 í framkvæmd. Víst er
að Balladur yrði þægari leiðtogi
hægristjórnar en Séguin, sem oft
virðist eiga meira sameiginlegt
með sósíalistum í t.d. Evrópumál-
um en gaullistum.
Raunar hefur umræðan vegna
þeirra aðgerða er grípa verður til
vegna Efnahags- og myntbanda-
lagsins (EMU) breyst á síðustu
dögum. Juppé segir það ástæðu-
laust að einblína á brot úr prósent-
um þegar skilyrði Maastricht era
annars vegar. Ákvörðun um aðild-
arríki EMU verði pólitísk frekar
en tæknileg.
Það þykir hins vegar öruggt
að Jospin verði forsætisráðherra,
sigri sósíalistar. Hann segist
reiðubúinn í fimm ára „sambúð“
(cohabitation) með forsetanum.
„Forsetinn hlýtur að leyfa ráð-
herram sínum að stjóma ef þeir
virða hans valdsvið," sagði Jospin
í samtali við blaðið Le Parisien á
föstudag. Rétt eins og hægrimenn
vill hann „breyta" Frakklandi og
hefur sett fram lista yfir nauðsyn-
legar aðgerðir.
Meðal aðgerða sem Jospin legg-
ur til að strax verði ráðist í er að
setja á laggimar nefnd sérfræð-
inga til að meta stöðu efnahags-
mála, líkt og Balladur gerði 1993.
Strax í júní og júlí yrði áherslum
ríkisútgjalda breytt og meira fé
veitt til menntamála, rannsókna,
lögreglu og byggingar félagslegra
íbúða. Í júlí yrði áætlun um 700
þúsund ný störf handa ungu fólki
ýtt úr vör og stefnt að því að ná
markmiðinu árið 1999. Hið opin-
bera hyggst útvega helming starf-
anna og treystir Jospin á einkafýr-
irtæki varðandi hin 350 þúsund.
Hafíst yrði handa við að undirbúa
skattabreytingar iyrir haustið og
virðisaukaskattur á matvæli m.a.
lækkaður úr 5,5% í 5%. Fyrir miðj-
an júlí yrði boðað til sérstaks fund-
ar fulltrúa atvinnulífsins þar sem
sérstaklega yrði rætt um styttingu
vinnuvikunnar úr 39 stundum í
35 án launaskerðingar. Hefur
Jospin lofað að létta opinberam
álögum af fyrirtækjum er bregðast
fljótt við þessu. Þetta er eitt þeirra
mála þar sem gjá er milli hægri-
og vinstriflokka. Stjórnarmeiri-
hlutinn telur það vera móðgun við
fólk að tala um minni vinnu fyrir
sömu laun.
Taki vinstristjórn við að loknum
kosningum er talið líklegt að ráð-
herrar verði 15, þar af þriðjungur-
inn konur. Þeirra á meðal verða
eflaust Catherine Trautmann,
borgarstjóri í Strassborg, einn
helsti óvinur Jean-Marie Le Pen,
leiðtoga Þjóðarfylkingarinnar. Le
Pen hampaði pappamynd af höfði
Trautmanns á bakka á lokafundi
flokksins í vikunni og sagði hana
vera einn fímmtán frambjóðenda
er Þjóðarfylkingin hefði sett á
svartan lista. Trautmann tæki lík-
lega við ráðuneyti sveitarstjórnar-
mála. Aðrir líklegir ráðherrar, að
sögn blaðsins Liberation eru
Jacques Delors (utanríkismál),
Dominiques Strauss-Kahn (fjár-
málaráðuneyti), Martine Aubry
(vinnumálaráðuneyti) og Jack
Lang (menntamálaráðuneyti).
Undirfatnaður
sem hentar t.d.
sérlega vel undir
brúðarkjólinn
og kvöldkjólinn.
Teygjutoppur með fylltum
brjÓSthaldara (hlírar fylgja)
kr. 3.200
Teygjubuxnapils
kr. 2.350
Laugavegi 4, sími 551 4473
Tengsl umhverfis og gáfna
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
NYJAR danskar rannsóknir
benda til þess að umhverfið hafí
minni áhrif á gáfnafar en talið hef-
ur verið og í dagblaðinu Politiken
kemur fram að erfðaþátturinn sé
sennilega mikilvægari. Eins og í
öðram rannsóknum kemur fram að
gáfur barna hafa aukist undanfarna
áratugi. En jafnframt er bent á að
gáfnapróf prófi rökræna hæfileika,
sem séu mikils metnir í nútímaþjóð-
félagi, en segi þó ekki alla söguna
um hvemig börnum farnist síðar í
lífinu. í bandarískri metsölubók er
gildi tilfinningagáfna til dæmis
undirstrikað.
Samkvæmt rannsókn á vegum
stofnunar í fyrirbyggjandi heilsu-
gæslu kemur fram að börn for-
eldra, sem vora vel stæðir bæði
félagslega og efnahagslega, fengu
hærri útkomu á gáfnaprófum. Mun-
urinn var greinilegur þegar börnin
voru lítil og hann hélst eftir að þau
komust á fullorðinsár. Skólakerfið
virtist því ekki hafa áhrif í þá veru
að auka jöfnuð með því að bæta
gáfnafar barna frá miður vel stæð-
um heimilum.
í annarri danskri rannsókn á
dönskum hermönnum hefur gáfna-
far bræðra, sem ekki hafa alist upp
saman, verið athugað. Þar kemur
fram að bræður virtust fá nokkurn
veginn sömu niðurstöðu á gáfna-
prófi, hvort sem þeir höfðu alist upp
saman eða ekki. Heldur meiri mun-
ur var á gáfnafari hálfbræðra, en
mestur var munurinn á gáfnafari
drengja, sem höfðu alist upp sam-
an, en voru ekki líffræðilega skyld-
ir. Af þessu má marka að gáfur
gangi í arf, fremur en að þær mót-
ist af umhverfinu. Rannsóknin á
hermönnunum nær yfir langan tíma
og sýnir einnig að niðurstöðutölur
úr gáfnaprófum fara hækkandi.
Umræður um hvað gáfnapróf
sýni og segi hafa lengi verið lífleg-
ar. Andóf gegn gildi röklegra
gáfnaprófa til að segja fyrir um lífs-
hlaup einstaklinga skýtur víða upp
kollinum og er bók bandaríska
blaðamannsins Daniel Golemanum-
„tilfinningagáfur“, „Emotional Int-
elligence“, gott dæmi um það. Hann
bendir á að há greindarvísitala geti
kannski auðveldað fólki að komast
í gegnum langskólanám og fá góða
vinnu, en þeir sem séu gæddir til-
finningagáfum lifi betra lífi, því
þeir eigi auðvelt með að afla sér
vina og séu markvissari við vinnu.