Morgunblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ1997 35 SIGRIÐUR KOL- BEINSDÓTTIR + Sigríður Kristín Kolbeins- dóttir fæddist í Æðey við ísafjarðartyúp hinn 10. ágúst 1900. Hún lést á Dvalarheimil- inu Vinahlíð í Reykjavík hinn 20. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogs- kirkju 30. mai. Elsti einstaklingurinn í okkar samfélagi er nú látinn. í gegnum tíðina höfum við ætíð litið upp til Sigríðar, bæði vegna þess að hún var elst í samfélagi heyrnarlausra og naut einnig mikillar sérstöðu þar. Sérstaða hennar fólst í því að í fjölskyldu hennar eru margir heyrnarlausir, sem er einstakt hér á landi. Heyrnarlausir, þar á meðal ég, litum til hennar með aðdáun. Fyrir nokkrum árum síðan fór ég á alþjóðlega ráðstefnu á vegum „World Confederation of the Deaf“. Þar hitti ég Svía sem er fyrrver- andi forseti alþjóðlega sambands- ins. Hann sagði mér sögu frá því þegar hann kom til íslands í ársbyrj- un 1950. Hann sigldi frá Svíþjóð áleiðis til Bandaríkjanna með við- komu hér á íslandi. Þegar hann var kominn til landsins fór hann að leita að Félagi heyrnarlausra, en komst að því að á þessum tíma var ekkert slíkt starfandi hérlendis. Hann fór því í Heymleysingjaskólann og hitti þar þáverandi skólastjóra, Brand Jónsson. Hann spurði Brand hvar hann gæti hitt heyrnarlausa og Brandur fylgdi honum heim til Sig- ríðar. Þá höfðu heyrnarlausir þann háttinn á að safnast saman heima hjá henni. Þar var því starfrækt einskonar Félag heyrnarlausra. Hann mundi mjög vel eftir þessum aðstæðum þar sem heyrnarlausir sátu og spjölluðu saman og sagði að þetta væri svipað í mörgum Evrópulöndum þar sem ekki væru starfrækt Félög heyrnarlausra. Þessar aðstæður voru mikilvægur grunnur að Félagi heyrnarlausra, en þeim fylgdi jafnframt mikið álag á fjölskyldu og heimili gestgjaf- anna. Heyrnarlausir voru ávallt vel- komnir inn á heimili Sigríðar og eiginmanns hennar. Þetta var afar mikilvægt fyrir menningu heyrnar- lausra, jafnframt því að vera hluti af uppbyggingu og aðdrangandi að stofnun Félags heyrnarlausra. Félag heyrnarlausra vill koma á framfæri þakklæti til Sigríðar fyrir stuðning hennar við félagið, því í gegnum árin sýndi hún starfsem- inni áhuga. Ég vil votta fjölskyldu hennar samúð mina fyrir hönd Félags heyrnarlausra. Berglind Stefánsdóttir, for- maður Félags heyrnarlausra. + Karl Finnboga- son var fæddur í Skarfanesi á Landi árið 1917. Hann lést 21. janúar síðastlið- inn. Hann var sonur Elísabetar Þórðar- dóttur og Finnboga Höskuldssonar. Hann var yngstur tíu systkina. Ungur að aldri kvæntist Karl Svan- fríði Guðjónsdóttur, f. 2.11. 1921, og eignuðust þau þrjú börn: Elísabetu, f. 21.5. 1940, búsett í Bandaríkjunum, Steinar, f. 26.1. 1942, d. 10.9.1989, og Jón Pálma f. 16.3. 1944. Astkær seinni eig- inkona Karls hét Guðríður Gestsdóttir f. 18.2. 1918, d. 1.8. 1979, þau eignuðust eina dóttur, Laufeyju, f. 22.5. 1962. Útför Karls fór fram frá Kópavogskirkju 27. janúar. Afi minn, Karl Finnbogason, lést í janúar síðastliðnum á nítugasta aldursári. Afi ólst upp í Skarfanesi á Landi í torfbæ. Man ég svo vel eftir að hann minntist á kuldann í bænum á veturná og að hann hafi fengið fótabólgu af kulda. Þessar hugsanir streyma að, því afi var alltaf með svo gott minni og sífellt að minna mann á gæðin sem við höfum í dag og hvað ungt fólk hef- ur mikið frelsi. Þá átti hann líka við menntun- ina sem ungu fólki stendur til boða, en þegar afi var ungur var skóla- ganga nær engin og lærðu systkin- in að lesa hjá móður en faðirinn kenndi börnunum reikning. Hann afi hugðist fara í Iðnskól- ann í Reykjavík á árunum rétt fyrir stríð að læra til málara, en þá þurfti samþykki iðnráðs. Þeir ákváðu hvað margir nemendur væru teknir inn. Þá var iðnaðar- stétt orðin til í Reykjavík, sem gætti hagsmuna sinna og alls ekki mátti verða offramboð á málurum; ég man hann sagði að kapítalism- inn hafi verið grimmur í þá daga. Afi lærði nú samt til málara að lokum og starfaði við það fyrri hluta ævi sinnar, en seinni árin sem bifreiðastjóri. Afi var farinn út í hinn stóra heim að ferðast óvenju ungur - en í þá daga fóru bara námsmenn utan - og meðan hann hafði heilsu hélt hann ótrauður út á vit ferða- laganna og voru þau oftast umtals- efnið; opnaði hann landabréfabók- ina í tíma og ótíma. Það vildi svo til að við vorum mikið búin að ferð- ast á sömu slóðunum og gátum talað í margar klukkustundir, þrætt göturnar í París í huganum, sagt sögur til skiptis og Iátið okk- ur dreyma. Það var gott að leita til hans afa eftir fróðleik og útskýringum, hann var alltaf svo vel upplýstur um alla skapaða hluti og þakka ég vel fyrir leiðsögnina og hjálpina við fyrstu ritgerðina mína í Iðnskó- lanum um lífskjör kynslóða og fyr- ir að hafa fengið að kynnst honum svo náið. Ég á eftir að sakna þín, elsku afi, mér finnst ég hafa misst svo góðan vin. Megi Guð geyma þig. Hrafnhildur Steinarsdóttir. KARL FINNBOGASON Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess þess Mbl@centrum.is en nánari upp- lýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Suöurlandsbraut 10 108 Reykjavík • Símí 553 1099 Opið öll kvöld til kl. 22 - eínmg um helgar. Skrcytingar íyrir öll tílefm. RAGNAR SKARPHÉÐINN JÓHANNSSON + Ragnar Skarphéðinn Jó- hannsson fæddist í Reykja- vík 2. október 1993. Hann lést af slysförum á Barðaströnd 20. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Brjánslækjar- kirkju 28. maí. Það er þriðjudagur 20. maí, sól- in skín, ilmur gróðursins sem er að vakna eftir vetrarsvefn fyllir vitin, fuglarnir flögra syngjandi allt um kring uppteknir við að búa í haginn fyrir ungana sína sem senn líta dagsins ljós. Fullkomið jafnvægi og friður er yfir öllu. En í einu vetfangi breytist allt. Fugl- arnir hætta söng sínum og sólin missir birtu sína, öll veröldin verð- ur grá. Lítill drengur hefur verið kallaður burt úr þessari jarðvist í hörmulegu bílslysi. Það er erfitt að lýsa því hvað gerist innra með manni við slíka helfregn. Tryllt reiði, sorg, vanmáttarkennd og sársauki fyllir mann og um stund missir maður fótfestuna. Ragnar Skarphéðinn var einstaklega fall- egur drengur og vel af Guði gerð- ur, bjartur, hreinn og einstaklega vel gefin og þroskaður, sannkallað- ur sólargeisli hvar sem hann fór. Hann ólst upp við mikið ástríki foreldra sinna ásamt bróður slnum Markúsi. Greiðan aðgang átti hann að ömmu sinni og afa og það leyndi sér ekki að þar fór stolt þeirra. Ragnar Skarphéðinn var kominn af stórbrotnu, sterku og heil- steyptu fólki, fólki sem ekki brotn- ar þótt á það blási, fólki sem hefur alltaf pláss og tíma fyrir aðra. Það að hafa alist upp við göfug gildi, ásamt því að hafa fengið í vöggug- jöf einstakan persónuleika þá var maður sannfærður um að við þenn- an litla dreng mátti binda miklar vonir er fram liðu tímar. Ragnars Skarphéðins verður sárt saknað. Elsku Hadda, Jói og Markús, Ragnar, Rósa og föðurafi og amma ásamt öllum ástvinum Ragnars litla, í hönd fara erfiðir tímar, tímar saknaðar og sorgar. Hvaða þrek þarf til að ganga þau spor skilur enginn nema sá sem hefur gengið þau og svo Guð almáttugur. Við biðjum Hann um styrk ykkur til handa. Um tíma eruð þið aðskilin frá litla drengnum ykkar en ekki um eilífð. Að leiðarlokum fáið þið aftur að vefja örmum yndislegan son, bróður og ástvin. Én þangað til mun minningin um lítinn sólar- geisla ylja og verma öll ykkar spor þar til þið hittist á ný. Þangað til mun góður Guð geyma hann ör- uggan og sælan í faðmi sínum. Guð geymi ykkur öll og styrki. Fjöískyldan í Stóra-Krossholti. ! sumarnámskeið ffyrir börn 9-11 ára Námskeiðin eru eetluð 9-11 ára bömum JL og byggjast upp á fraðslu um starfsemi Rauða krossins, vettvangsferðum, útiveru og leikjum. i I I B I I I I Hvert námskeið stendur ífimm virka daga frá kl. 9:00-16:00. ► 9.-13. júní ► 16.-21. júní ► 23.-27. júní ► 30.júní-4. júlí ► 7.-11. júlí * 14.-18. júlí Reykjavík, Þverholti 15. Kópavogur, Snælandsskóli. Garðabær, Garðaflöt 16-18. Hafnarfjörður, Bæjarhrauni 2. Bessastaðahreppur. Reykjavík, Þverholt 15. Námskeiðsgjald er 5000 kr. Upplýsingar á skrifitoju URKÍ alla virka daga í stma 552 2230. Ungmennahreyfing Rauða kross íslands < — - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.