Morgunblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þingmenn á Austurlandi hafa skiptar skoðanir á Fljótsdalsvirkjun Gild rök verða að vera fyr- ir breytingii á ákvörðun SKIPTAR skoðanir eru á því hvort unnt er að taka til endurskoðunar ákvörðun um virkjanaleyfi Fljóts- dalsvirkjunar sem veitt var 1991 en svæðisnefnd um skipulag miðhá- lendis telur að minnka eigi lón virkj- unarinnar og skoða aðra kosti. Þing- menn og sveitarstjórnarmenn á Austurlandi, sem Morgunblaðið ræddi við í gærmorgun, eru ekki á einu máli um möguleika þess. „Það verða að vera mikil og gild rök fyrir breytingu á ákvörðun eins og um Fljótsdalsvirkjun sem hefur gengið í gegnum ákveðinn feril. Menn geta ekki einfaldlega sagt nú að þetta skuli ekki eiga fram að ganga,“ sagði Egill Jónsson alþingis- maður er hann var spurður álits. „Menn gengu ekki að því gruflandi að landið sem færi undir lón væri verðmætt. Þar sem þessi virkjunar- áform eru ekki uppi á borðinu nú verður ekki séð að virkjunin rísi á næstu árum. Þess vegna gefst kannski tími til að íjalla um málið á ný og það er ekkert sem mælt getur á móti því. En það er meira en að segja það að taka upp ákvarð- anir sem þessar sem teknar voru fyrir fáum árum, ég held að ráð- herra sé ekkert í góðri aðstöðu til þess og tel ég það meira en hæpið,“ segir þingmaðurinn að lokum. Æskilegast að hverfa frá FU ótsdalsvirkjun „Ég tel fulla ástæðu til að taka málið upp á ný og raunar sjálfsagt og fagna því að tillaga er komin frá svæðisnefndinni um að hafna virkj- uninni,“ segir Hjörleifur Guttorms- son alþingismaður. „Ég tel sjálfsagt að nú fari fram umhverfismat ef hugsað er til framkvæmda þama en æskilegast væri að hverfa frá hug- myndinni um virkjun Jökulsár á Fljótsdal. Rökin eru ljós og viðhorfin til gildis verndunar hafa styrkst verulega hin síðari ár.“ Helgi Halldórsson, bæjarstjóri á Egilsstöðum, segir þessa hugmynd nýja en virkjanir á þessu svæði snerti bæjarbúa óbeint þar sem hér sé nánast um eitt atvinnusvæði að ræða, ekki síst í ljósi hugsanlegrar sameiningar fimm hreppa sem kosið verður um í haust. Hann telur við- horf til náttúruverndar hafa breyst og að réttast væri að skoða alla kosti sem væru í boði í virkjanamál- um svæðisins almennt og flýta sér hægt í þessum efnum. Amór Benediktsson á Hvanná, sem á sæti í hálendisnefndinni, seg- ir nefndina leggja til að Eyjabakka- lón verði minnkað til að draga úr gróðureyðingu. „Við leggjum til að Hraunaveita verði aflögð og þar með em ekki forsendur fyrir svo stóru lóni við Eyjabakka. Ég á frekar von á að sá virkjanakostur sem ákveðinn hafði verið muni verða endurskoðað- ur. Hinn almenni borgari lítur þann- ig á að við eigum ekki að spilla gróð- urfari um of og við erum bara að taka á því bæði gagnvart Austfirð- ingum og öðrum landsmönnum. En við teljum að hægt sé að nota aðra útfærslu sem leita þarf að.“ Morgunblaðið/Ásdís Hestar fluttir út í Viðey Smáþjóðaleikarnir Haldnir í Laugardal SUNDÆFINGAR fyrir Smáþjóða- leikana hefjast í Laugardalslaug klukkan tíu í dag, en fýrstu viðgerð eftir óhappið á föstudag þegar rúða í horni laugarinnar gaf sig, lauk skömmu fyrir hádegi í gær. Ómar Einarsson, framkvæmda- stjóri íþrótta- og tómstundaráðs, segir að stálplata hafi verið sett í stað gluggans og sé um frambúðar- ráðstöfun að ræða. „Ástandið er miklu betra en við þorðum að vona og ekkert því til fyrirstöðu að halda hér Smáþjóða- leikana eins og fyrirhugað var,“ segir Ómar. Kyndilhlaup í hvassviðri Hópur ungmenna lagði af stað í svo kallað kyndilhlaup frá Borgar- nesi um klukkan níu í gærmorgun og átti að hlaupa með kyndil til Reykjavíkur og koma með hann á setningu Smáþjóðaleikanna. Fyrsta tilraun varð hins vegar endaslepp þar sem hlaupararnir komust ein- göngu yfir brúna áður en þeir urðu að fresta för vegna hvassviðris. Ekki þótti ráð að halda áfram för undir Hafnarfjalli. VIÐEYJARFERJAN flutti óvenjulegan farm frá Reykjavík út í Viðey á föstudag. Það voru hátt í þijátíu hestar frá Laxnesi í Mosfellsdal, en í Viðey verður starfrækt hestaieiga og reiðskóli í sumar. Farnar voru tvær ferðir og voru hestarnir fluttir á pramma sem ferjan dró á eftir sér. Að sögn Hauks Þórarinssonar í Laxnesi gengu flutningamir vel. „Þeir voru svolítið hræddir við að fara á prammann en stóðu alveg grafkyrrir þegar þeir voru komnir á hann,“ sagði Haukur. Steingrímur Signr- geirsson fréttasljórí erlendra frétta verið í námsleyfi til að ljúka námi í stjórnmálafræði frá Háskóla íslands. Steingrímur hóf störf á ritstjórn Morgunblaðsins 1986, fyrst sem sumarmaður og hefur unnið þar óslitið síðan með námshléum. Seinni árin hefur hann starfað á erlendri fréttadeild blaðsins, m.a. sem staðgeng- ill fréttastjóra. Hann hefur um ára- bil séð um þáttinn 1986, nam þýzku og stjórnmála- „Matur og vín“ hér í blaðinu. fræði við háskóla í Trier í Þýzka- Steingrímur Sigurgeirsson er landi á árunum 1988 til 1991. kvæntur Maríu Guðmundsdóttur Síðastliðinn vetur hefur hann og eiga þau eina dóttur. STEINGRÍMUR Sigurgeirsson hefur verið ráðinn frétta- stjóri erlendra frétta við Morgunblaðið. Ásgeir Sverrisson, sem gegnt hefur því starfi nokkur undanfarin ár, lét af því fyrr á þessu ári, þegar hann fór til námsdvalar á Spáni. Steingímur Sig- urgeirsson er 31 árs. Hann lauk stúdents- prófi frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð árið Steingrímur Sigurgeirsson Morgunblaðið/Jón Svavarsson JHHHÉÉHHÉL ' í 7« nmm ***&»<#■ - > : Bílvelta á Breiðholtsbraut BIFREIÐ rakst í vegrið á mótum Breiðholtsbrautar og Reykjanes- brautar laust fyrir klukkan sjö í gærmorgun, með þeim afleiðingum að hún valt. Bifreiðin ók vestur Breiðholtsbraut og hugðist öku- maður hennar beygja inn á Reykja- nesbraut þegar slysið varð. Ekki þurfti að kalla til tækjabíl slökkvi- liðs, en það var kallað á vettvang til að hreinsa burt bensín af slys- stað. Ökumaður og farþegi voru fluttir á slysadeild, en meiðsl þeirra voru talin óveruleg. Grunur leikur á ölvun, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. á heljarþröm ►Þrátt fyrir að Norður-Atlants- hafslaxasjóðurinn hafi náð að uppræta nær alla úthafsveiði á laxi síðustu 5-6 árin er ekkert lát á hnignun laxastofna. /10 Stefnubreyting - en í hvaða átt? ►Nýafstaðnar kosningar í Bret- landi voru vissulega sögulegar, en nákvæmlega í hvaða átt sagan tekur stefnu er meira álitamál. /12 Ég f iskaði lótt ►Sjórinn hefur löngum verið líf ogyndi Gríms Karlssonar fyrrver- andi skipstjóra og skipalíkana- smiðs. /20 Kexið að norðan ►í Viðskiptum/Atvinnulífi er rætt við Eyþór Jósepsson hjá Kexverk- smiðjunni á Akureyri. /24 B ► l—32 Hlýtt fólk í köldu landi ►Þótt byggðir Austur-Grænlands séu umgirtar ís og jökli er fólkið hlýtt og glatt. Morgunblaðsmenn kynntust einstakri gestrisni næstu nágranna okkar. /1&15-18 Að vakna af draumi lífsins ►Hér á landi er hópur sem iðkar zen-hugleiðslu. Kennari hópsins er Jakusho Kwong-roshi hefur dvalið hér á landi síðastliðna daga. /4 Öskjuhlíð - marg- þætt útivistarperla ►Öskjuhlíðin er lifandi og nærtæk kennslustofa í jarðfræði, fugla- fræði og grasafræði fyrir fólk á öllum aldri. /6 FERÐALÖG ► 1-4 Boston ►Markverðir staðir og ailir í göngufæri. /2 Hvalir í návígi ►Vinsældir hvalaskoðunaferða vaxa enn. /4 BÍLAR____________ ► 1-4 Góð blanda ► Siguijeppi Einars Þórs Gnnlaugssonar er blanda úr ólík- ustu biltegundum. /3 Reynsluakstur ►Sportlegur og fjölskylduvænn AlfaRomeo 146. /4 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ ► 1—16 Reykjanes ►Staða gróðurs og uppgræðslu. /14 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Stjömuspá 42 Leiðari 28 Skák 42 Helgispjall 28 Fólk i fréttum 44 Reykjavikurbréf 28 Bíó/dans 46 Minningar 32 Útv./sjónv. 50,54 Myndasögur 40 Dagbók/veður 55 Bréf til blaðsins 40 Dægurtónl. 24b ídag 42 Mannlifsstr. 30b Brids 42 INNLENDAR FI ÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6 l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.