Morgunblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 1 JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN ORGELSMIÐUR OG EYRARBAKKA- ORGELIN TVÖ Org-elsmíði á íslandi NÚ ER meira en tímabært að leggja orð í belg. Umræðan snýst um hvort lofa á nýrri iðngrein - orgelsmíði - að lifa á íslandi, eða kæfa hana í fæðingu undir inn- flutningsskriðu. Vel að merkja: enginn krefst verndartolla á né niðurgreiðslna, aðeins jafnréttis við tilboð. Gamla orgelið í Eyrarbakkakirkju Sem organisti Eyrarbakkakirkju kynntist ég Björgvin Tómassyni fyrir u.þ.b. 10 árum, þegar hann var nýkominn heim frá námi í Þýzkalandi, útskrifaður sem orgel- smiður. Hann hafði þá tekið að sér gagngera orgelviðgerð, eftir að afstaðnar voru miklar endurbætur á Eyrarbakkakirkju. Slæmt ástand hússins þar á undan hafði komið illa niður á hljóðfærinu. Trépípur voru sprungnar, filt í fóðringum uppþornað, útfellingar á botnlokum, vindleki, o.fl. o.fl. Orgelið var enskt pípuorgel frá 1948 af Multiplex-gerð. Þetta kerfi byggir í stuttu máli á því, að sama pípan getur hljómað á fleiri en ein- um stað í hljómborðunum tveimur og pedal. Tveir aðalgallar þess eru: „Hljómgöt“ myndast, þegar tvær nótur eiga að hljóma, sem sama pípan þjónar. Og ef ein pípa óstillist, koma falskir tónar fram á öllum þeim stöðum sem hún þjónar. Þrátt fyrir þessa annmarka var gamla Eyrar- bakkaorgelið elskulegt hljóðfæri sem hæfði þessari aldargömlu timburkirkju undravel. Sérlega hentugt var það við allan söng, enda aldrei vandamál að manna kirkjukór- inn. Dr. Páll ísólfsson hafði á sínum tíma valið raddir í orgelið, og Dr. Róbert Abraham nefndi það „langbezta eintakið af annars lítt merkilegri orgeltegund". Vinnubrögð Björgvins Vinnuaðstaða var afleit, óskap- lega þröng í lokuðu orgelhúsi. En um leið og Björgvin byijaði á við- gerðinni, dáðist ég að handbragði hans og þeirri alúð, sem hann lagði í þetta verkefni, sem þó gat ekki verið allt of eftirsóknarvert. Hann tók allar stóru trépípurnar með sér á verkstæði sitt. Þar gerði hann við þær svo vel, að á eftir heyrðist í fyrsta sinn hvernig 16 fóta pedal- rödd getur hljómað í Eyrarbakkakirkju. Ónýtar tappafóðr- ingar endurnýjaði hann með sútuðu skinni. Nú var loks lið- inn tími hinnar eilífu bráðabirgðastillinga fyrir messur, þar sem ég hafði mátt draga tappa upp af Gedackt-pípum og skorða með pappírsvöðlum. Hann lagfærði botnlokur, vakti þegjandi pípur til lífs og þaggaði niður í þeim vælandi. Að lokum tókst honum meira að segja að bæta að hluta úr slysi, sem orðið hafði við endurnýjun kirkjuloftsins. Hvelfíngin hafði verið klædd með spónaplötum yfir genheilan upprunalegan viðinn. Var því hijómur af bæði söng og Rut Magnúsdóttir orgeli orðinn nokkuð pappakassa- kenndur. Mest bar á þessu um miðju tónsviðsins. Tókst Björgvin að bæta tóninn til muna, eins og aðstæður leyfðu. Taka þarf fram, að orgelið kom 1948 í einingum, lauslega inntónað, frá verksmiðj- unni, en var aldrei inntónað eftir uppsetningu. Eftir þessa stóru viðgerð, sem allir voru hæst ánægðir með, sinnti Björgvin reglulega stillingum og eftirliti samviskusamlega í nokkur ár. Á þeim árum byrjuðu að koma upp hugmyndir um að gera eitt- hvað meira í orgelmálum, jafnvel um nýsmíði, því í ljós kom, að sá viðkvæmi - og gjörsamlega úrelti - rafsegulbúnaður, sem öllu stjórnaði, var að verða ónýtur. Tilboð Á haustdögum 1994 kynntist ég svo af einskærri tilviljun skriflegu Á orgelsmiður, spyr Rut Magnúsdóttir, að þola takmarkalausar breyt- ingar á hugverki sínu? tilboði frá Bruhn & sön orgelverk- smiðjunni í Danmörku. Fyrir milli- göngu söngmálastjóra var Eyrar- bakkakirkju boðið að skipta út einni röð af málmpípum Diapason 8’/Gemshom 4’, í því skyni „að bæta hljóm orgelsins". Blöskraði mér þá hressilega og tvöfalt: fyrst sú vitleysa, að farga einmitt þeim pípum, sem nákvæm- lega ekkert var að, og hlamma nið- ur nýjum pípum á gjörónýtan „inn- mat“ orgelsins. Enn meira blöskr- aði mér, að engum virtist detta í hug, að íslenzkur löggiltur orgel- smiður væri á næstu grösum. Né virtist nokkur maður muna, að ein- mitt þessi íslenzki orgelsmiður hefði gert orgelið upp og gjör- þekkti auk þess kirkjuna, hljóm- burðinn og allar aðstæður. Var ég því minnt óþægilega á Biblíutextann: „Yfir litlu varstu trúr - yfir mikið vil ég“ - þó ekki setja þig, heldur Dana. Leyfði ég mér því að benda sóknamefndinni á þetta í rökstuddri greinargerð, sem var mjög vel tekið. í kjölfar var svo leitað til Björg- vins Tómassonar og hann beðinn að gera tilboð í nýtt orgel. Nýtt orgel Björgvin kynnti hugmynd sína að nýju orgeli rétt eftir áramót ’94-’95 á fróðlegum fundi með sóknarnefnd, presti og organista á orgelloftinu - raddskipan, fyrir- komulag og kostnaðaráætlun. Þetta átti að verða 10 radda al- mekaniskt orgel, 2 man. og ped- all, efra man. í svellverki. Þegar ég las raddskipunina gat ég þegar í huga heyrt hljóminn í algjöru draumaorgeli fyrir Eyrarbakka- kirkju. Hljómurinn mundi verða - ef svo má að orði komast - gegn- heiðarlegt listaverk. Auk þess var röddunum svo snilldarlega fyrir komið, að sem allra fjölbreyttust not mundu verða af þeim, þótt ekki væru þær fleiri. Þar sem tilboðið þótti aðgengi- legt í alla staði, samdi sóknarnefnd um smíði orgelsins og Björgvin lofaði að afhenda það til notkunar fyrir jól. Almennur áhugi var í söfnuðin- um. Kirkjukórinn fór ásamt organ- ista (eftirmanni mínum) í heim- sókn að Blikastöðum. Hreifst fólk- ið þar af vönduðum vinnubrögðum og efnisgæðum. Svo skemmtilega vildi til að smíði orgelhússins var langt komin, en samstarfsmaður Björgvins við þann hluta verksins er sérlega listfengur smiður. Á aðventu setti Björgvin upp SÖFNUNARSJÓÐUR LÍFEYRISRÉTTINDA UPPLÝSINGAR UM STARFSEMI Á ÁRINU 1996 Helstu niðurstöður reikninga árið 1996 í þúsundum króna Yfirlit um breytingu á hreinni eign til greiðslu lífeyris árið 1996: Efnahagsreikningur 31.12.1996 Vaxtatekjur og verðbætur 988.262 Veltufjármunir: Reiknuð gjöld vegna verðlagsbr. (1) -214.264 Bankainnistæður 44.697 Ávöxtun umfram verðbólgu 773.998 Skammtímakröfur 1.919.119 Hreint veltufé jákvætt 1.963.806 Iðgjöld 528.448 Lífeyrir -48.150 Fastafjármunir: Rekstrarkostnaður -18.859 Veðskuldabréf sjóðfélaga (2) 250.667 Hækkun á hreinni eign án matsbr. 1.235.437 Veðskuldabréf Húsnæðisstofnunar (2) 2.686.628 Reiknuð gjöld vegna verðlagsbr. (1) 214.264 Önnur skuldabréf (2) 6.453.418 Hækkun á hreinni eign á árinu 1.449.701 Hlutabréf 201.171 Hrein eign frá fyrra ári 10.107.313 Varanlegir rekstrarfjármunir L224 Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris 11.557.014 Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris 11.557.014 1. Verðbreytingarfærslan hækkar upp (peningalegar eignir) í samræmi við verðbólgustuðul. Útreikningurinn byggist á breytingu á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar innan ársins. 2. Með áföllnum vöxtum og verðbótum. Kennitölur Raunávöxtun: Hrein raunávöxtun: Kostnaðarhlutfall: Kostnaðarhlutfall: Lífeyrisgreiðslur: Starfsmannafjöldi: Umfram neysluverðsvísitölu Ávöxtun að teknu tilliti til rekstrarkostnaðar Rekstrarkostnaður sem hlutfall af eignum Rekstrarkostnaður sem hlutfall af iðgjöldum Lífeyrir, sem hlutfall af iðgjöldum Slysatryggðar vinnuvikur deilt með 52 7,34% 7,15% 0,17% 3,56% 9,11% 3 Makalífeyrir: Makalifeyrir er greiddur maka látins sjóðsfélaga í minnst 24 mánuði og lengur ef eitt af eftirfarandi skilyrðum er uppfyllt: 1. Eftirlifandi maki er orðinn 35 ára og hjónaband staðið í a.m.k. 5 ár og var stofnað áður en sjóðsfélagi náði 60 ára aldri. 2. Yngsta barn sjóðsfélaga er 19 ára eða yngra.3. Makinn er öryrki. Barnalífeyrir: Börn og kjörbörn yngri en 19 ára sem sjóðsfélagi lætur eftir sig við andlát eiga rétt á lífeyri úr sjóðnum hafi sjóðsfélagi greitt til hans í a.m.k. 6 mánuði á undanfarandi tólf mánuðum og naut örorkulífeyris úr sjóðnum. Tryggingafræðileg athugun Á árinu 1996 var framkvæmd tryggingafræðileg athugun á framtíðarstöðu sjóðsins sem miðast við árslok 1995. Helstu niðurstöður úttektarinnar, miðað við að 3,5% ávöxtun náist á eignir sjóðsins umfram hækkun neysluverðsvísitölu næstu áratugina voru, að höfuðstóll sjóðsins og verðmæti framtíðargjalda næmi kr. 2.800 milljónum umfram skuldbindingar. Lífeyrisréttindi sjóðsfélaga voru þvíaukin verulega frá l.janúar 1997. Verðtryggður lífeyrisréttur (útdráttur) Ellilrfeyrir: Réttur til töku ellilífeyris hefst þegar sjóðsfélagi er 67 ára. Heimilt er að hefja töku Iffeyris 65 ára, en þó með lækkun sem nemur 6% fyrir hvert ár. Einnig má fresta töku lífeyris til 70 ára og hækkar þá lífeyrinn um 6% fyrir hvert ár. Örorkulífeyrir: Réttur til örorkulífeyris miðast við að örorkan sé a.m.k. 50% að mati trygginga- yfirlæknis. Örorkan er miðuð við vanhæfi sjóðsfélagana til þess að gegna því starfi, sem aðild hans að sjóðnum er tengd og að sjóðsfélagi hafi greitt iðgjöld til sjóðsins undanfarin 3 almannaksár og a.m.k. sex mánuði á undanfarandi tólf mánuðum áður en orkutapið átti sér stað. Elli-, örorku- og makalífeyrisgreiðslur eru í réttu hlutfalli við þau iðgjöld sem sjóðsfélagarnir greiddu til sjóðsins. M.ö.o. hærri iðgjöld gefa hæni lífeyri. Allar lífeyrisgreiðslur eru fullverðtryggðar og taka breytingum samkvæmt neysluverðsvísitölu. Almennar upplýsingar Sjóðurinn starfar samkvæmt lögum nr. 95 frá 1980 með síðari breytingum. Er hann ætlaður öllum starfandi mönnum sem ekki eiga sjálfsagða aðild að öðrum lífeyrissjóðum. Á árinu 1996 greiddu til sjóðsins 17.536 einstaklingar. Heildarfjöldi sjóðsfélaga í árslok 1996 var 88.020. Skrifstofa sjóðsins ertil húsa að Laugavegi 13, 2 hæð. f stjórn Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda 1996 voru: Magnús Pétursson formaður Birgir B. Sigurjónsson Hrafn Magnússon Ragnar H. Guðmundsson Gunnar J. Friðriksson varaformaður Halldór Björnsson Margeir Daníelsson Framkvæmdastjóri sjóðsins er Jóhannes B. Sveinbjörnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.