Morgunblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ1997 41 BREF TIL BLAÐSIIMS „Sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er“ Sigurður V. Demetz Frá Sigurði Demetz: EKKERT er eins stórkostlegt og íslenska vorið, það er ekki bara að gróðurinn vaknar og dagurinn leng- ist heldur er það líka uppskerutími tónlistarfólks eftir annasaman vet- ur. Þetta sést best á óendanlegu framboði tónleika allt frá nemendum upp í heimsfræga listamenn svo að oft stendur maður alveg ruglaður og getur ekki valið á miili. Af þessum ástæðum og öðr- um gat ég því mið- ur ekki mætt á alla þá tónleika sem mig langaði til að hlusta á en þeir siðustu voru einstaklega vel heppnaðir tónleikar Hönnu Dóru Sturludóttur og Jónasar Ingimund- arsonar 11. maí í Gerðarsafni. Jón- asi getum við verið sérstaklega þakklát fyrir allt sem hann hefur gert fyrir íslenskt tónlistarlíf á starfsferli sínum en það vita von- andi allir landsmenn. Hann hefur hvatt og hjálpað mörgum söngvur- um sem nú eru orðnir þekktir lista- menn. Hanna Dóra er ein af þeim sem fengið hafa tækifæri til að sýna hvað í þeim býr og þann glæsilega árangur sem þeir hafa náð með námi sínu, enda hefur hún hlotið góða gagnrýni í þýskum dagblöðum eins og t.d. Berliner Zeitung. Hrifn- ing og gleði áheyrenda á þessum Ekki staðið við loforðið Frá Guðvarði Jónssyni: HELDUR fínnst mér ríkisstjómin hafa farið faglega framhjá gefnu loforði um að lífeyrir ellilífeyrisþega og öryrkja skyldi hækka í samræmi við hækkun taxta lægstu launa. Eins og ríkisstjóminni er kunnugt hækkuðu taxtar fýrir neðan 70 þús. ekki um 4% heldur vom gerðar á þeim taxta tilfærslur sem skiluðu 12-13% hækkun og allt upp í yfír 20%. En samt komust þessir laun- þegar ekki upp í 70 þús. kr. mark- ið. Þessi aðferð var notuð vegna þess að prósentuhækkun skilaði þessu fólki of stutt áleiðis að 70 þús. kr. markinu. Þetta vissi ríkis- stjómin, þess vegna er hækkun á elli- og örorkulífeyri um 4% óheiðar- leg. Ef ætti að hækka lífeyri sem nú er 45 þús. á mánuði upp í 65 þús. yrði að hækka 45 þús. kr. um 50%, af þessu geta menn séð hvað 4% hækkun yfír heildina er fáránleg. Alþingismenn sem sitja í ríkis- stjórn og einnig þeir sem setið hafa í ríkisstjórn á undanförnum áratug- um, hefðu mátt gera sér það ljóst að sú þjónusta við atvinnurekendur, að þróa launakerfið niður fýrir framfærslu eins og nú er orðið, myndi leiða til þess að þegar ekki væri hægt að komast neðar þá þyrfti að taka allverulegt stökk upp á við, sem gæti reynst erfítt fyrir bæði ríkisvaídið og atvinnurekstur- inn. Til þess að leysa þetta mál þurfa allir alþingismenn að samein- ast um að leysa málið, og atvinnu- rekendur þurfa einnig að gera sér það Ijóst að þeir reka sinn atvinnu- rekstur i íslensku þjóðfélagi með aðstöðu frá þjóðfélaginu og hafa því skyldur við þjóðfélagið. Þeir þurfa einnig að átta sig á því að launþegar eru ekki bara að þjón- usta atvinnurekendur þegar þeir vinna fyrir þá, heldur er launþeginn að vinna fyrir sér og sínum og einn- ig til þess að geta greitt sitt til uppbyggingar þess velferðarkerfis sem við viljum lifa í. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Hamrabergi 5, Reykjavík. tónleikum segja mér að hún hafí unnið hug þeirra og hjörtu að fullu en ég hefí alltaf sagt að þegar við- tökur eru slíkar er veganestið frá- bært og ekkert annað. Auðvitað er hún að byija feril sinn og leiðin á toppinn er Iöng en ég er viss um að þangað kemst hún. Minningu minni um þessa tónleika verður best lýst með síðustu setningu text: ans í lagi Karls O. Runólfssonar „í fjarlægð“, „sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er“. SIGURÐUR V. DEMETZ, söngkennari. Nýjir bátarafgeymar TUDOR hefur hannað nýja línu bátarafgeyma sem hafa ýmsa kosti yfir eldri gerðir • Lokaöar sellur - mega halla 90° • Eitt útöndunarop - má tengja slöngu • Fljótari aö hlaðast upp en aðrar gerðir • Meiri startkraftur en fyrr • Margfalt hristingsþol miðað við aðra • Ein gerð bæði fyrir start og neyslu msmm BÍLDSHÖFÐA12 • 112 REYKJAVÍK SlMI 577 1516 • FAX 577 1517
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.