Morgunblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Dýraglens Tommi og Jenni 1 Ljóska Ferdinand Reykj aví kur flug- völlur á næstu öld Frá Valdimar Kristinssyni: SKÖMMU eftir hernám Breta á íslandi vorið 1940 tóku þeir til við flugvallargerð í Reykjavík. Fyrir stríð voru til skipulagsdrög er gerðu ráð fyrir flugvelli í Vatn- smýrinni og þar var þegar kominn grasvöllur fyrir smávélar. íslend- ingar munu hafa bent Bretum á þennan stað og hugsað gott til glóðarinnar að fá bærilegan flug- völl fyrir lítið. En ekki óraði heima- menn fyrir því hvað úr þessu myndi verða og reyndar ekki Bret- ana heldur. Fljótlega breiddi flugvöllurinn úr sér þegar stríðið hélt áfram og flugvélar stækkuðu. Mörg hús við Hörpugötu í Skeijafirði voru flutt upp í Laugarnes þegar A/V-braut- in teygðist út að sjó, enda var skipulagið meira og minna unnið eftir hendinni því líf lá við eins og á stóð. íslendingar hafa nú rekið þenn- an flugvöll í hálfa öld áfallalítið, þótt stundum hafi munað litlu að illa færi. Reykjavíkurflugvöllur hefur verið umdeildur frá upphafi og margir harmað að honum skyldi ekki hafa verið valinn rýmri stað- ur, þar sem íbúðarbyggð þrengdi ekki að á alla vegu. Þetta hefur átt sinn þátt í því að flugvallar- svæðið hefur verið vanrækt og er hið óhijálegasta og margar bygg- ingar þar úr sér gengnar. Eftir því sem árin hafa liðið og höfuð- borgin verið snyrt og fegruð hefur fluvallarsvæðið orðið eins og svöð- usár nálægt kjarna byggðarinnar. Margir hafa því viljað flugvöll- inn burt og rennt hýru auga til svæðisins til annarra nota. Bent hefur verið á að Keflavíkurflug- völlur gæti sem best tekið við umferðinni á Reykjavíkurflugvelli og að með tvöföldun Reykjanes- brautar yrði það góður kostur. En þá finnst mörgu landsbyggðarfólki of langt í bæinn þegar það þarf að sinna erindum í höfuðstaðnum. Ennfremur yrði líklega erfitt að stunda kennslu- og sportflug á smávélum frá alþjóðlegum flug- velli, en hringsól þessara véla yfir íbúðarhverfum í Reykjvík og ná- grenni þykir mörgum ekki forsvar- anlegt heldur. Nú er sagt að ástand Reykjavík- urflugvallar sé orðið slíkt að ekki verði við unað lengur og að brýna nauðsyn beri til að endurleggja brautimar. Mun því ætlunin að festa flugvöllinn í sessi um 20 ára skeið. Eftir reynslu síðustu 50 ára að dæma mundi þetta tákna að flugvöllurinn verður þarna óbreyttur a.m.k. fram á miðja næstu öld og líklega öldina alla. Hér er því væntanlega verið að taka ákvörðun til langrar framtíð- ar. Full ástæða er því til að staldra við áður en bráðabirgðaskipulag Bretanna er fest enn frekar í sessi. Fyrst er að spyija hvernig eigi að nota flugvöllinn í framtíðinni. Er ekki sjálfsagt að miða hann ein- göngu við innanlandsflug? Eru ekki allar líkur á að því verði þjón- að af minni flugvélum en undanf- arin ár? Búast má við að Fokker- vélarnar verði hér ekki lengi enn, enda munu þær hafa verið fengn- ar til landsins á leigukjörum og verksmiðjurnar í Hollandi um það bil að fara á höfuðið. Minni vélar af nýjustu gerð gera ekki kröfur til langra flug- brauta. Það kemur sér vel því stytta þarf N/S-brautina umtals- vert vegna breyttrar legu Hring- brautar á næstu árum, og ekki mundu íbúar á utanverðu Kárs- nesi harma þó brautin yrði einnig stytt á átt til þeirra. Hina brautina mætti lengja nokkuð út í Skeija- fjörð og þá með það fyrir augum að hún gæti tekið við meginhluta umferðarinnar, þar sem brautar- lengdin leyfði þá lendingar á meiri hraða en ella og vindáttin skipti þá ekki eins miklu máli. Þriðja brautin, með stefnu á Miklatorg, hefur þegar verið stytt verulega og ætti að leggjast af með öllu. Vissulega mundu jarðgöng und- ir framlenginguna vegna byggðar- innar í Skeijafirði kosta mikið, en hjá þeirri framkvæmd verður ekki komist ef verið er að festa flugvöll- inn til langframa. Enda má það ekki verða nema verulega dragi úr flugi yfír Miðbæinn og Alþingjs- húsið í Reykjavík, sem nú er að- eins í eins kílómetra fjarlægð frá brautarenda. Verði þetta niðurstaðan þarf flugstöðvarbygging að fylgja með í framkvæmdaröðinni. Sagt er að hún fari best norðan Nauthólsvík- ur, en einnig er talað um að sam- eina flugstöð og umferðarmiðstöð í eina byggingu. Hvernig sem því yrði fyrir komið, er fráleitt að ætla að skera af áætlaða tengingu flugvallarsvæðisins við Kringlu- mýrarbraut sunnan Fossvogs- kirkjugarðs í nafni náttúruvernd- ar. I því samhengi hefði flugvöllur- inn aldrei átt að vera þar sem hann er og ekki veitir af að létta á umferð um Bústaðaveg og gat- namót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Auk þess mun Hlíðarfótur (gat- an sunnan og vestan Öskjuhlíðar) halda þeirri hugmynd vakandi, að í framtíðinni yrði borað djúpt und- ir Kópavogsbyggðinni og tengingu náð við Breiðholtsbraut. Greið leið að miðbænum og flugvellinum yrði þá ekki einkamál „Vestur- og Austurbæinga", heldur einnig þeirra sem búa austan Elliðaáa og sunnan Fossvogs. VALDIMAR KRISTINSSON, Reynimel 65, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.