Morgunblaðið - 01.06.1997, Side 40

Morgunblaðið - 01.06.1997, Side 40
40 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Dýraglens Tommi og Jenni 1 Ljóska Ferdinand Reykj aví kur flug- völlur á næstu öld Frá Valdimar Kristinssyni: SKÖMMU eftir hernám Breta á íslandi vorið 1940 tóku þeir til við flugvallargerð í Reykjavík. Fyrir stríð voru til skipulagsdrög er gerðu ráð fyrir flugvelli í Vatn- smýrinni og þar var þegar kominn grasvöllur fyrir smávélar. íslend- ingar munu hafa bent Bretum á þennan stað og hugsað gott til glóðarinnar að fá bærilegan flug- völl fyrir lítið. En ekki óraði heima- menn fyrir því hvað úr þessu myndi verða og reyndar ekki Bret- ana heldur. Fljótlega breiddi flugvöllurinn úr sér þegar stríðið hélt áfram og flugvélar stækkuðu. Mörg hús við Hörpugötu í Skeijafirði voru flutt upp í Laugarnes þegar A/V-braut- in teygðist út að sjó, enda var skipulagið meira og minna unnið eftir hendinni því líf lá við eins og á stóð. íslendingar hafa nú rekið þenn- an flugvöll í hálfa öld áfallalítið, þótt stundum hafi munað litlu að illa færi. Reykjavíkurflugvöllur hefur verið umdeildur frá upphafi og margir harmað að honum skyldi ekki hafa verið valinn rýmri stað- ur, þar sem íbúðarbyggð þrengdi ekki að á alla vegu. Þetta hefur átt sinn þátt í því að flugvallar- svæðið hefur verið vanrækt og er hið óhijálegasta og margar bygg- ingar þar úr sér gengnar. Eftir því sem árin hafa liðið og höfuð- borgin verið snyrt og fegruð hefur fluvallarsvæðið orðið eins og svöð- usár nálægt kjarna byggðarinnar. Margir hafa því viljað flugvöll- inn burt og rennt hýru auga til svæðisins til annarra nota. Bent hefur verið á að Keflavíkurflug- völlur gæti sem best tekið við umferðinni á Reykjavíkurflugvelli og að með tvöföldun Reykjanes- brautar yrði það góður kostur. En þá finnst mörgu landsbyggðarfólki of langt í bæinn þegar það þarf að sinna erindum í höfuðstaðnum. Ennfremur yrði líklega erfitt að stunda kennslu- og sportflug á smávélum frá alþjóðlegum flug- velli, en hringsól þessara véla yfir íbúðarhverfum í Reykjvík og ná- grenni þykir mörgum ekki forsvar- anlegt heldur. Nú er sagt að ástand Reykjavík- urflugvallar sé orðið slíkt að ekki verði við unað lengur og að brýna nauðsyn beri til að endurleggja brautimar. Mun því ætlunin að festa flugvöllinn í sessi um 20 ára skeið. Eftir reynslu síðustu 50 ára að dæma mundi þetta tákna að flugvöllurinn verður þarna óbreyttur a.m.k. fram á miðja næstu öld og líklega öldina alla. Hér er því væntanlega verið að taka ákvörðun til langrar framtíð- ar. Full ástæða er því til að staldra við áður en bráðabirgðaskipulag Bretanna er fest enn frekar í sessi. Fyrst er að spyija hvernig eigi að nota flugvöllinn í framtíðinni. Er ekki sjálfsagt að miða hann ein- göngu við innanlandsflug? Eru ekki allar líkur á að því verði þjón- að af minni flugvélum en undanf- arin ár? Búast má við að Fokker- vélarnar verði hér ekki lengi enn, enda munu þær hafa verið fengn- ar til landsins á leigukjörum og verksmiðjurnar í Hollandi um það bil að fara á höfuðið. Minni vélar af nýjustu gerð gera ekki kröfur til langra flug- brauta. Það kemur sér vel því stytta þarf N/S-brautina umtals- vert vegna breyttrar legu Hring- brautar á næstu árum, og ekki mundu íbúar á utanverðu Kárs- nesi harma þó brautin yrði einnig stytt á átt til þeirra. Hina brautina mætti lengja nokkuð út í Skeija- fjörð og þá með það fyrir augum að hún gæti tekið við meginhluta umferðarinnar, þar sem brautar- lengdin leyfði þá lendingar á meiri hraða en ella og vindáttin skipti þá ekki eins miklu máli. Þriðja brautin, með stefnu á Miklatorg, hefur þegar verið stytt verulega og ætti að leggjast af með öllu. Vissulega mundu jarðgöng und- ir framlenginguna vegna byggðar- innar í Skeijafirði kosta mikið, en hjá þeirri framkvæmd verður ekki komist ef verið er að festa flugvöll- inn til langframa. Enda má það ekki verða nema verulega dragi úr flugi yfír Miðbæinn og Alþingjs- húsið í Reykjavík, sem nú er að- eins í eins kílómetra fjarlægð frá brautarenda. Verði þetta niðurstaðan þarf flugstöðvarbygging að fylgja með í framkvæmdaröðinni. Sagt er að hún fari best norðan Nauthólsvík- ur, en einnig er talað um að sam- eina flugstöð og umferðarmiðstöð í eina byggingu. Hvernig sem því yrði fyrir komið, er fráleitt að ætla að skera af áætlaða tengingu flugvallarsvæðisins við Kringlu- mýrarbraut sunnan Fossvogs- kirkjugarðs í nafni náttúruvernd- ar. I því samhengi hefði flugvöllur- inn aldrei átt að vera þar sem hann er og ekki veitir af að létta á umferð um Bústaðaveg og gat- namót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Auk þess mun Hlíðarfótur (gat- an sunnan og vestan Öskjuhlíðar) halda þeirri hugmynd vakandi, að í framtíðinni yrði borað djúpt und- ir Kópavogsbyggðinni og tengingu náð við Breiðholtsbraut. Greið leið að miðbænum og flugvellinum yrði þá ekki einkamál „Vestur- og Austurbæinga", heldur einnig þeirra sem búa austan Elliðaáa og sunnan Fossvogs. VALDIMAR KRISTINSSON, Reynimel 65, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.