Morgunblaðið - 01.06.1997, Síða 2

Morgunblaðið - 01.06.1997, Síða 2
2 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þingmenn á Austurlandi hafa skiptar skoðanir á Fljótsdalsvirkjun Gild rök verða að vera fyr- ir breytingii á ákvörðun SKIPTAR skoðanir eru á því hvort unnt er að taka til endurskoðunar ákvörðun um virkjanaleyfi Fljóts- dalsvirkjunar sem veitt var 1991 en svæðisnefnd um skipulag miðhá- lendis telur að minnka eigi lón virkj- unarinnar og skoða aðra kosti. Þing- menn og sveitarstjórnarmenn á Austurlandi, sem Morgunblaðið ræddi við í gærmorgun, eru ekki á einu máli um möguleika þess. „Það verða að vera mikil og gild rök fyrir breytingu á ákvörðun eins og um Fljótsdalsvirkjun sem hefur gengið í gegnum ákveðinn feril. Menn geta ekki einfaldlega sagt nú að þetta skuli ekki eiga fram að ganga,“ sagði Egill Jónsson alþingis- maður er hann var spurður álits. „Menn gengu ekki að því gruflandi að landið sem færi undir lón væri verðmætt. Þar sem þessi virkjunar- áform eru ekki uppi á borðinu nú verður ekki séð að virkjunin rísi á næstu árum. Þess vegna gefst kannski tími til að íjalla um málið á ný og það er ekkert sem mælt getur á móti því. En það er meira en að segja það að taka upp ákvarð- anir sem þessar sem teknar voru fyrir fáum árum, ég held að ráð- herra sé ekkert í góðri aðstöðu til þess og tel ég það meira en hæpið,“ segir þingmaðurinn að lokum. Æskilegast að hverfa frá FU ótsdalsvirkjun „Ég tel fulla ástæðu til að taka málið upp á ný og raunar sjálfsagt og fagna því að tillaga er komin frá svæðisnefndinni um að hafna virkj- uninni,“ segir Hjörleifur Guttorms- son alþingismaður. „Ég tel sjálfsagt að nú fari fram umhverfismat ef hugsað er til framkvæmda þama en æskilegast væri að hverfa frá hug- myndinni um virkjun Jökulsár á Fljótsdal. Rökin eru ljós og viðhorfin til gildis verndunar hafa styrkst verulega hin síðari ár.“ Helgi Halldórsson, bæjarstjóri á Egilsstöðum, segir þessa hugmynd nýja en virkjanir á þessu svæði snerti bæjarbúa óbeint þar sem hér sé nánast um eitt atvinnusvæði að ræða, ekki síst í ljósi hugsanlegrar sameiningar fimm hreppa sem kosið verður um í haust. Hann telur við- horf til náttúruverndar hafa breyst og að réttast væri að skoða alla kosti sem væru í boði í virkjanamál- um svæðisins almennt og flýta sér hægt í þessum efnum. Amór Benediktsson á Hvanná, sem á sæti í hálendisnefndinni, seg- ir nefndina leggja til að Eyjabakka- lón verði minnkað til að draga úr gróðureyðingu. „Við leggjum til að Hraunaveita verði aflögð og þar með em ekki forsendur fyrir svo stóru lóni við Eyjabakka. Ég á frekar von á að sá virkjanakostur sem ákveðinn hafði verið muni verða endurskoðað- ur. Hinn almenni borgari lítur þann- ig á að við eigum ekki að spilla gróð- urfari um of og við erum bara að taka á því bæði gagnvart Austfirð- ingum og öðrum landsmönnum. En við teljum að hægt sé að nota aðra útfærslu sem leita þarf að.“ Morgunblaðið/Ásdís Hestar fluttir út í Viðey Smáþjóðaleikarnir Haldnir í Laugardal SUNDÆFINGAR fyrir Smáþjóða- leikana hefjast í Laugardalslaug klukkan tíu í dag, en fýrstu viðgerð eftir óhappið á föstudag þegar rúða í horni laugarinnar gaf sig, lauk skömmu fyrir hádegi í gær. Ómar Einarsson, framkvæmda- stjóri íþrótta- og tómstundaráðs, segir að stálplata hafi verið sett í stað gluggans og sé um frambúðar- ráðstöfun að ræða. „Ástandið er miklu betra en við þorðum að vona og ekkert því til fyrirstöðu að halda hér Smáþjóða- leikana eins og fyrirhugað var,“ segir Ómar. Kyndilhlaup í hvassviðri Hópur ungmenna lagði af stað í svo kallað kyndilhlaup frá Borgar- nesi um klukkan níu í gærmorgun og átti að hlaupa með kyndil til Reykjavíkur og koma með hann á setningu Smáþjóðaleikanna. Fyrsta tilraun varð hins vegar endaslepp þar sem hlaupararnir komust ein- göngu yfir brúna áður en þeir urðu að fresta för vegna hvassviðris. Ekki þótti ráð að halda áfram för undir Hafnarfjalli. VIÐEYJARFERJAN flutti óvenjulegan farm frá Reykjavík út í Viðey á föstudag. Það voru hátt í þijátíu hestar frá Laxnesi í Mosfellsdal, en í Viðey verður starfrækt hestaieiga og reiðskóli í sumar. Farnar voru tvær ferðir og voru hestarnir fluttir á pramma sem ferjan dró á eftir sér. Að sögn Hauks Þórarinssonar í Laxnesi gengu flutningamir vel. „Þeir voru svolítið hræddir við að fara á prammann en stóðu alveg grafkyrrir þegar þeir voru komnir á hann,“ sagði Haukur. Steingrímur Signr- geirsson fréttasljórí erlendra frétta verið í námsleyfi til að ljúka námi í stjórnmálafræði frá Háskóla íslands. Steingrímur hóf störf á ritstjórn Morgunblaðsins 1986, fyrst sem sumarmaður og hefur unnið þar óslitið síðan með námshléum. Seinni árin hefur hann starfað á erlendri fréttadeild blaðsins, m.a. sem staðgeng- ill fréttastjóra. Hann hefur um ára- bil séð um þáttinn 1986, nam þýzku og stjórnmála- „Matur og vín“ hér í blaðinu. fræði við háskóla í Trier í Þýzka- Steingrímur Sigurgeirsson er landi á árunum 1988 til 1991. kvæntur Maríu Guðmundsdóttur Síðastliðinn vetur hefur hann og eiga þau eina dóttur. STEINGRÍMUR Sigurgeirsson hefur verið ráðinn frétta- stjóri erlendra frétta við Morgunblaðið. Ásgeir Sverrisson, sem gegnt hefur því starfi nokkur undanfarin ár, lét af því fyrr á þessu ári, þegar hann fór til námsdvalar á Spáni. Steingímur Sig- urgeirsson er 31 árs. Hann lauk stúdents- prófi frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð árið Steingrímur Sigurgeirsson Morgunblaðið/Jón Svavarsson JHHHÉÉHHÉL ' í 7« nmm ***&»<#■ - > : Bílvelta á Breiðholtsbraut BIFREIÐ rakst í vegrið á mótum Breiðholtsbrautar og Reykjanes- brautar laust fyrir klukkan sjö í gærmorgun, með þeim afleiðingum að hún valt. Bifreiðin ók vestur Breiðholtsbraut og hugðist öku- maður hennar beygja inn á Reykja- nesbraut þegar slysið varð. Ekki þurfti að kalla til tækjabíl slökkvi- liðs, en það var kallað á vettvang til að hreinsa burt bensín af slys- stað. Ökumaður og farþegi voru fluttir á slysadeild, en meiðsl þeirra voru talin óveruleg. Grunur leikur á ölvun, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. á heljarþröm ►Þrátt fyrir að Norður-Atlants- hafslaxasjóðurinn hafi náð að uppræta nær alla úthafsveiði á laxi síðustu 5-6 árin er ekkert lát á hnignun laxastofna. /10 Stefnubreyting - en í hvaða átt? ►Nýafstaðnar kosningar í Bret- landi voru vissulega sögulegar, en nákvæmlega í hvaða átt sagan tekur stefnu er meira álitamál. /12 Ég f iskaði lótt ►Sjórinn hefur löngum verið líf ogyndi Gríms Karlssonar fyrrver- andi skipstjóra og skipalíkana- smiðs. /20 Kexið að norðan ►í Viðskiptum/Atvinnulífi er rætt við Eyþór Jósepsson hjá Kexverk- smiðjunni á Akureyri. /24 B ► l—32 Hlýtt fólk í köldu landi ►Þótt byggðir Austur-Grænlands séu umgirtar ís og jökli er fólkið hlýtt og glatt. Morgunblaðsmenn kynntust einstakri gestrisni næstu nágranna okkar. /1&15-18 Að vakna af draumi lífsins ►Hér á landi er hópur sem iðkar zen-hugleiðslu. Kennari hópsins er Jakusho Kwong-roshi hefur dvalið hér á landi síðastliðna daga. /4 Öskjuhlíð - marg- þætt útivistarperla ►Öskjuhlíðin er lifandi og nærtæk kennslustofa í jarðfræði, fugla- fræði og grasafræði fyrir fólk á öllum aldri. /6 FERÐALÖG ► 1-4 Boston ►Markverðir staðir og ailir í göngufæri. /2 Hvalir í návígi ►Vinsældir hvalaskoðunaferða vaxa enn. /4 BÍLAR____________ ► 1-4 Góð blanda ► Siguijeppi Einars Þórs Gnnlaugssonar er blanda úr ólík- ustu biltegundum. /3 Reynsluakstur ►Sportlegur og fjölskylduvænn AlfaRomeo 146. /4 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ ► 1—16 Reykjanes ►Staða gróðurs og uppgræðslu. /14 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Stjömuspá 42 Leiðari 28 Skák 42 Helgispjall 28 Fólk i fréttum 44 Reykjavikurbréf 28 Bíó/dans 46 Minningar 32 Útv./sjónv. 50,54 Myndasögur 40 Dagbók/veður 55 Bréf til blaðsins 40 Dægurtónl. 24b ídag 42 Mannlifsstr. 30b Brids 42 INNLENDAR FI ÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6 l

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.