Morgunblaðið - 01.06.1997, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 1 JÚNÍ 1997 11
þetta sé langt frá því að vera full-
reynt.
Hvað er þá til ráða?
„Það er geysilegum upphæðum
varið til stjórnunar og rannsókna
á laxastofnum. Líklega um 200
milljónum dollara á ári hverju.
Englendingar einir eru þar með
um 10 milljónir og lönd eins og
Skotland örugglega miklu meira.
Ef við miðum við að svona 600.000
af þessum 800.000 löxum séu al-
vöru laxar, þ.e.a.s. af villtum
stofnum en ekki flökkulaxar og
kvíaeldisfískar, þá eru þetta um
300 dollarar á hvem lax sem skil-
ar sér í veiði. Þessar tölur sýna
betur en nokkuð annað hve þessi
nokkur hundruð þúsund dollara
sem við erum að öngla saman til
að kaupa kvóta og friða svæði eru
miklir smápeningar.
Megnið af þessum miklu upp-
hæðum fer í árnar sjálfar en ekki
hafíð. Ég tel að við eigum að veita
meiri peningum í stjórnun og rann-
sóknir á laxastofnum í hafinu. Það
verður stöðugt að endurmeta
hvemig peningum er varið.“
Laxinn stráfellur í hafinu
Það er vel þekkt að laxagöngur
sem skila sér í árnar em stundum
í engu samræmi við þann þéttleika
sem fiskifræðingar mældu árið
áður í gönguseiðum á leið til sjáv-
ar. Verður þá oftar en ekki fátt
um örugg svör um það hvað raun-
verulega gerðist við seiðin. Ekki
skortir þó tilgátumar og alltaf
skjóta nýjar upp kollinum.
Þórður Pétursson veiðieftirlits-
maður, laxveiðimaður og leiðsögu-
maður laxveiðimanna til áratuga
við Laxá í Aðaldal sagði í samtali
við blaðið, að ef góður hópur
gönguseiða sem hélt til hafs í fyrra
skilaði sér ekki vel í sumar sem
smálax, þá óttaðist hann að eitt-
hvað væri í gangi í hafínu sem
ætti eftir að leysa. Hann sagðist
hafa það á tilfinningunni að laxa-
seiði gætu lent í stórum stíl í flot-
trollum loðnuskipa. Seiðin væru
uppsjávarfiskar eins og loðnan og
það gæti orðið geysilega erfitt að
fínna þau innan um öll loðnutonn-
in, enda lík að stærð og lit. Þórður
sagðist hafa viðrað þessar hug-
renningar við Árna ísaksson veiði-
málastjóra og hefði hann tekið
undir það, að þetta gæti þurft að
kanna í náinni framtíð.
Orri Vigfússon segir að eitt af
því fáa sem menn viti um hátterni
laxaseiða í hafinu sé að þau dreifi
sér og gæti það dregið úr hætt-
unni að þau lentu í miklum mæli
í veiðarfærum. En hann bætti við
að hann hefði ekki enn haft tæki-
færi til að kynna sér allra nýjustu
niðurstöðurnar úr athugunum á
þessu sviði, athugunum sem Norð-
menn gerðu og nýlega hefur verið
greint frá.
Jóhannes Sturlaugsson físki-
fræðingur hjá Veiðimálastofnun
sagði í samtali við blaðið að norsk-
ir rannsóknarmenn hefðu farið í
makrílveiðiskip og rótað þar í afla.
„Þetta var kleppsvinna eins og
sagt er, en þeir fundu nóg af laxa-
seiðum til að komast að þeirri nið-
urstöðu að þessi afföll gætu skipt
máli. Ýmsar úthafsveiðar hafa
stóraukist á seinni árum og má
þar nefna loðnuveiðar í flottroll.
Þetta hefur ekki verið athugað hér
á landi, en reynsla Norðmanna
bendir til að skynsamlegt væri að
huga að því,“ segir Jóhannes.
Mælimerki á laxinn
Jóhannes Sturlaugsson hefur
verið að vinna hin seinni ár með
svokölluð mælimerki sem fyrir-
tækið Stjörnu Oddi hefur hannað
og verið að þróa jafnóðum.
Þannig hefur verið verkefni í
gangi þar sem mælimerki hafa
verið fest á sjóbirtinga á Skaftár-
svæðinu og í hönd fer sams konar
verkefni norður í Hópi þar sem
vísindamenn ætla að finna út
meira um lífsháttu sjóbleikju með
því að hengja á þær mælimerki.
Jóhannes kemur þar einnig við
sögu ásamt Tuma Tómassyni sem
vinnur samhliða að slöngumerkja-
verkefni, en á Skaftársvæðinu er
það Magnús Jóhannsson sem sér
um þann þátt verksins.
Vestur í Hraunsfirði hefur Jó-
hannes síðustu árin fest mæli-
merki á fullorðna laxa sem hafa
gengið inn í hafbeitarstöðina hjá
Silfurlaxi. Síðan hefur hann ásamt
samstarfsmönnum sínum flutt lax-
ana mislangt út í hafsauga, allt
að 420 km frá heimstöðinni, og
sleppt þeim.
Mælimerkin mæla dýpt þá sem
fiskurinn syndir á, hitastig sjávar
þar sem hann fer um og nýjasta
nýtt er að merkin mæla birtu.
Allt fer þetta í sírita sem er greipt-
ur inn í merkið. Menn verða margs
vísari um ferðalög og háttu laxa
og sjóbirtinga, hvenær sólarhrings
þeir eru að sýsla þetta eða hitt,
hvenær þeir fara úr fersku vatni í
salt og við hvaða hitastig og margt,
margt fleira. Og nú mun margt
um háttu sjóbleikju bætast við.
Ýmsir hafa bundið vonir við
mælimerkin, því það virðist sýnt
að það þurfí að fylgjast með laxin-
um alveg frá því hann syndir úr
heimaá sinni og þar til hann kem-
ur aftur heim eftir eitt, tvö eða
jafnvel þijú ár í sjó. Hvert hann
fer og ekki síst: Hvar hann drepst
og hvernig!
Til þess að geta það þarf að
setja mælimerki á gönguseiði og
þar stendur hnífurinn í kúnni.
Stjömu Oddi hefur þróað mæli-
merkin hratt og vel síðustu ár, en
enn eru þau ekki það smá að
gönguseiði beri þau.
„Aðferðarfræðin er fyrir hendi
eftir vinnu okkar með lax og sjó-
birting, en við höfum þó eingöngu
verið að vinna með rötunarþáttinn
hjá laXinum. Við þurfum að auka
þekkingu okkar á ferðum og háttu
laxins í úthafinu. Sigmar Guð-
björnsson hjá Stjörnu Odda hefur
unnið sleitulaust að því að hanna
smærri merki og það er stutt í að
hann komi fram með merki sem
myndi passa á unglax. Merkið
verður kynnt hjá vísindanefnd
Hafrannsóknarráðsins í haust.
Kanadamenn fylgjast vel með, því
þeir vita um slóðir þar sem unglax-
inn heldur sig áður en hann hverf-
ur í úthafsbeit. Þannig gæti þessi
vinna byijað fýrir alvöru. Það bíða
allir eftir byltingu í mælimerkjum
og við getum verið bjartsýn um
að það styttist í að þau megi setja
á gönguseiði,“ segir Jóhannes.
íslenskl stöðuglelklnn
Eins og fram kemur á línuritinu
hefur laxveiði á íslandi verið jöfn
og stöðug síðasta áratuginn á
sama tíma og veiði annars staðar
hefur hrapað niður úr öllu valdi.
Orri Vigfússon segir hafbeitartöl-
ur ekki skekkja þessa mynd, því
þær séu einfaldlega ekki hafðar
með í línuritinu. Þarna sé eingöngu
um veiðitölur á villtum laxi að
ræða. Þá vakna spurningar.
Upphaflega var talið að íslenski
laxinn væri minna á þeim slóðum
þar sem mestu úthafsveiðarnar
fóru fram, við Grænland og Fær-
eyjar. Það myndu vera aðrar lax-
veiðiþjóðir sem græddu mest á
friðun laxins á umræddum svæð-
um. Merkingar á laxi þóttu styðja
þetta, en nú er spurning hvort að
þetta hafi verið alls kostar rétt.
Orri bendir á að góð veiðistjórn
hafí ávallt verið á Islandi og lax-
veiði í sjó bönnuð þó örfáar lagnir
hafí veitt nokkuð. Þá hafi uppkaup
laxaneta í Hvítá án nokkurs vafa
haft mikið að segja í þessu sam-
bandi.
En þá er eftir að geta annarrar
kenningar: Að snjöllum veiði-
mönnum hafí fjölgað mjög og
tækjabúnaður til stangaveiða
batnað svo að meira sé veitt úr
göngunum að jafnaði en fyrr. Og
til vitnis um það sé æ algengara
að lítið sé eftir af laxi í íslenskum
veiðiám í lok vertíðar, sérstaklega
á Norður- og Norðausturlandi, en
árnar á þeim slóðum eru á norður-
mörkum hins byggilega laxa-
heims. Ef það er rétt gætu ís-
lensku stöðugleikatölurnar verið
skammgóður vermir.
Pentium 133Mhz
á faorði hvers
nemanda
Skjá kennara
varpað beint
á fareiðtjald
Upplýsingatækni
Kennt er á þri,- mið.- og fimmtudags-
kvöldum frá 18-22 í fjórar vikur.
Farið er í Windows 95, Word 97,
Excel 97, tölvupóst, upplýsingaleit á
veraldarvefnum og fl.
Samtals 72 kennslustundir.
S^- Allar tölvur eru
internettengdar
um háhraðagátt
s^ Fyrsta flokks
leiðbeinendur
Við kennum nú á
MHíice97
&
Næsta námskeið byrjar lO.júní.
Ný námsgögn fylgja.
(D
BjóAum upp á Visa & Eura
ra&greiðslur
Nýi tölvu- &
viðskiptaskólinn
--------------------------------------
Hálshrauni 2 • 220 Hafnarfirði • Simi S55-4980 • Fax 555-4981 • sknliSntv.is