Morgunblaðið - 01.06.1997, Side 14
14 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Major álitið að það væri þessum
málflutningi að þakka að flokkur-
inn hefði unnið kosningarnar og
ætlað að endurtaka sama leikinn
núna en mistekist. James Goldsm-
ith hefði haldið því sama á lofti
með Þjóðaratkvæðaflokki sínum
og þó hann hefði ausið ómældu fé
í baráttuna þá hefði hvorki hann
né íhaldsflokkurinn hlotið hljóm-
grunn með þennan málflutning.
Evrópuandstæður miðill eins og
Daily Mail, eitt blaða Murdochs,
birti lista um hvernig ætti að kjósa
taktískt til að koma Evrópusinnum
frá, en það hefði ekki dugað og
helmingur lesenda blaðsins kosið
Evrópusinna. Ráðleggingar í litl-
um blöðum um hvemig kjósa ætti
til að koma þeim frá sem manni
væri verst við hefðu til dæmis fellt
Michael Portillo. Það hefði einfald-
lega ekki verið sigurstranglegt að
vera and-evrópusinnaður í þessum
kosningum og ekki hægt að benda
á að það hefði verið neinum til
framdráttar. Af því ályktaði
Wallace að Evróputortryggnin
væri dauð, þó hún gæti reyndar
skotið upp kollinum aftur þegar
kæmi óhjákvæmilega til þjóðarat-
kvæðagreiðslu um myntbandalag-
ið.
Þetta þýddi þó ekki að Evrópu-
stefna nýju stjórnarinnar væri
mjög skýr. Að mati Wallace hefur
Tony Blair forsætisráðherra ekki
sérlega mótaður hugmyndir um
hver sé staða Bretlands í Evrópu
og yfiriýsing flokksins um að hann
væri hlynntur samstarfi evrópskra
ríkja segði ekki mikið. Hins vegar
hafi Robin Cook utanríkisráðherra
hugsað mun meira um utanríkis-
mál í fjölþjóða ríki.
Nýja stjómin er því að sögn
Wallace ekki farin að hugsa fyrir
því enn hveijir séu bandamenn
hennar í Evrópu. Hollendingar
hafi lengi vel verið mikilvægir
bandamenn Breta á evrópskum
vettvangi. Þeir hafi hins vegar
gefist upp á Bretum fyrir 4-5
árum og leitað yfir til Þjóðveija
og Frakka, án þess að Bretar
skildu hvers vegna. í heimi per-
sónugerðra stjórnmála skipti per-
sónuleg tengsl miklu og það eigi
eftir að sýna sig með hveijum
breska stjórnin leiki best. Þó lítt
hafí verið eftir því tekið hafi sam-
band Breta og Frakka snarbatnað
undanfarin ár, en það þurfi að
koma á sambandi Breta og Þjóð-
veija. Norðurlöndin séu að miklu
leyti óþekkt í Bretlandi og sam-
band við þau því á reiki.
Hlutverk
þjóðríkisins
En Wallace spurði sig líka hvert
væri hlutverk Bretlands og þjóð-
ríkisins almennt. Akkeri þjóðríkis-
ins sé fyrst og fremst sagan og
það mótað af þjóðartáknum eins
og hernum, drottningunni og
stjómarskránni. Hlutverk þess sé
meðal annars að gefa út gjaldmið-
il, halda utan um efnahag þjóðar-
innar og menntakerfíð, innheimta
skatta og halda uppi velferðarkerf-
inu. Hvað myntbandalagið varðaði
þá væri breskt efnahagslíf þegar
svo nátengt því evrópska að mynt-
bandalag væri rökrétt framhald.
Cook utanríkisráðherra virðist
hafa í huga breska aðild ekki síðar
en 2001.
Að mati Wallace er Evrópusam-
starf eina leiðin til að leysa að-
steðjandi vandamál og þar væra
varnarmálin gott dæmi. Það væri
engin ástæða fyrir Breta að geta
varið sig sjálfa, heldur aðeins í
samvinnu við aðra. I Falklands-
eyjastríðinu hafi komið í ljós að
það var ekki meira en naumlega
hægt að smala saman í her. Síðan
hefði herinn verið enn skorinn nið-
ur og líklega dygði breski herinn
ekki lengur gegn neinni þjóð -
nema kannski helst íslendingum
og reyndar hefðu Bretar nú tapað
síðasta stríði við þá.
ÍÞRÓTTIR
HANDKNATTLEIKUR / HM IJAPAN
„Strákarnirokkar" enduðu HM í Kumamoto á viðeigandi hátt
SigH niður Nfl
Morgunblaðið/Einar Falur
GEIR Svelnsson, fyrirllðl, fór fyrir frðbœrrl llðshelld í sigurlelknum á Egyptum í gær. Hér stekk-
ur hann inn af línunni og gerlr eitt fjögurra marka slnna í leiknum.
„Sæll og
glaðt ir“
KUMAMOTO-ævintýrinu er
lokið. „Strákarnir okkar“ end-
uðu það á viðeigandi hátt, með
siglingu niður Níl. Þeir buðu
Egypta velkomna til leiks með
því að leika píramídavörn gegn
þeim - og þegar þeir voru bún-
ir að ná góðum tökum á leikn-
um, voru Egyptar eins og stein-
gerðir Sfinxar- það stóð ekki
steinn yfir steini, þegar þeir
voru reknir inn í píramídann.
Geysilegur fögnuður braust út
í herbúðum íslendinga eftir sig-
ur á Egyptum 23:20, hringdans
var stiginn við fögnuð 5.900
áhorfenda í Park Dome-höll-
inni. ísland hafði náð besta
árangri sínum á HM frá upp-
hafi, hafnaði ífimmta sæti með
fimmtán stig af átján möguleg-
um, sem er 83% árangur.
að var Þorbjörn Jensson sem
stjómaði siglingunni. „Spilið
upp á betri marktækifæri,“ hrópaði
hann til sinna
. manna, eftir að
lESS? ..
skrífar frá fyrstu morkin.
Kumamoto Eftir það var ýtt úr
vör og ævintýrasigl-
ingin hófst niður Níl. „Látum bolt-
ann ganga,“ kallaði Geir Sveinsson
til sinna manna. Strákarnir voru
sterkir í vöminni, þar sem Dagur
Sigurðsson var fremstur í píramída-
vöminni. Egyptar urðu smátt og
smátt óþolinmóðir í sókn, þegar
þeir fundu fyrir mótspymunni, og
þegar 7,35 mín. voru til leikhlés
braust besti ræðarinn, Patrekur Jó-
hannesson, í gegn og kom íslandi
fyrst yfir, 7:8 - og staðan í leikhéi
var 10:9.
íslendingar voru komnir á gott
lens í seinni hálfleik og það var
greinilega létt andrúmsloft um borð.
Júlíus Jónasson og Gústaf Bjama-
son vora famir að brosa og spauga
er staðan var 12:10 og síðan fór
allt að ganga eins og í sögu. „Það
era tuttugu sekúndur þar til hann
kemur inná,“ kallaði Ólafur Stefáns-
son, er Islendingar voru einum fleiri
- Patrekur heyrði kallið og skoraði
með langskoti, 16:12.
Bjarid skorar
frá elgin vítateig
Egyptar fóru að leika vörnina
fyrir framan punktalínu, þeir reikn-
uðu þá ekki með því að Bjarki Sig-
urðsson skoraði yfir endilangan
völlinn - fékk knöttinn við eigin
vítateig, sá að mark Egypta var
mannlaust og sendi knöttinn yfir
völlinn við mikinn fögnuð áhorf-
enda, 18:14. Patrekur fór skömmu
síðar á kostum, skoraði með lang-
skoti, 20:15, brá sér síðan inn á
línu, fékk sendingu frá Gústaf
Bjarnasyni og skoraði og strax á
eftir braust hann í gegn og skoraði
22:17. Egyptar voru sem steingerð-
ir Sfinxar. Geir hrópaði alltaf reglu-
lega til sinna manna hvað mikið
væri eftir af leiknum, óskaði eftir
því að þeir stæðu sína vakt á sigl-
ingunni niður Níl og þegar að ósun-
um var komið var sigurinn í ör-
uggri höfn, 23:20.
Sýndu styrk
Strákarnir sýndu mikinn styrk í
leiknum gegn Egyptum - þeir ætl-
uðu sér ekkert annað en sigur og
uppskáru eins og sáð var. Patrekur
Jóhannesson fór á kostum, skoraði
níu mörk - fimm með langskotum,
tvö af línu og tvö eftir gegnum-
brot. Fyrirliðinn, Geir Sveinsson,
var traustur að vanda - sterkur í
vörninni og misnotar aldrei færi
sem hann fær, skoraði fjögur mörk.
Guðmundur Hrafnkelsson var yfir-
vegaður í markinu, varði fjórtán
skot, þar af þrjú vítaköst. Þetta var
sigur liðsheildarinnar, þar sem allir
vora ákveðnir í að gera sitt besta.
Eg er sæll og glaður - þetta er
hreint stórkostlegt,“ sagði
Geir Sveinsson, fyrirliði íslenska
landsliðsins. „Þetta er samhentur
og góður hópur sem hefur náð þessu
markmiði. Það er sama hvern mað-
ur telur upp, allir sem hér er um
að ræða eru miklir öðlingar og höfð-
ingjar í þessu liði. í mínum huga
era allir hetjur - hvort sem það eru
þeir leikmenn sem léku minnst,
Reynir Þór og Jason, þjálfararnir.
Það hafa allir unnið hér mjög gott
starf, sjúkraþjálfari, læknir og hver
sem er. Pálmi Matthíasson hefur
staðið sig frábærlega sem aðalfar-
arstjóri. Menn hafa verið einhuga
um að standa sig sem best og vinna
starf sitt vel. Það hefur tekist frá-
bærlega, þannig að ég er rosalega
sáttur," sagði fyrirliðinn.
„Auðvitað þarf að gráta einn
hlut, það er Ungveijaleikurinn. En
við vitum að þegar upp er staðið
er árangur okkar frábær. Að ná
að fara í gegnum þessa erfiðu
keppni, sem hefur staðið yfir í þijár
vikur, með þennan árangur - besta
árangur íslands, er einstakt. Við I
höluðum inn fimmtán stig af átján
mögulegum - misstum aðeins af
þremur. Eins og ég sagði, þá er ég
alsæll,“ sagði Geir, sem var í lands-
liðinu sem náði sjötta sæti 1986 í
Sviss. „Þá unnum við þijá leiki og
töpuðum fjórurn, sem er rúmlega
40% árangur. Árangurinn núna er
yfir 80%, sem er að gefa okkur
fimmta sætið,“ sagði Geir og bætti
við: „Þetta er búið að vera strangt
og erfitt, en meiriháttar gaman.“
Áaðeinstil eitt
orð - frábært
„Ég er í sjöunda himni. Þetta var
frábært hjá okkur - það er frábært
að fá að vera með liði sem nær
besta árangri íslands í heimsmeist-
arakeppni. Við höfðum vilja - við
ætluðum okkur fimmta sætið eins
og komið var. Okkur tókst það. Það
er mikill metnaður í hópnum - við
sýndum það gegn Egyptum," sagði 1
Patrekur Jóhannesson.
ísland - Egyptaland 23:20
Park Dome-höllin í Kumamoto, heimsmeistarakeppnin í handknattleik, leikur um
fimmta sæti, laugardagur 30. maí 1997.
Gangur leiksins: 0:3, 1:3, 3:4, 4:6; 6:6, 7:6„ 9:7, 9:9, 10:9. 11:9, 12:10, 13:12,
16:12, 19:14, 20:15, 22:17, 23:18, 23:20.
Mörk íslands: Patrekur Jóhannesson 9, Geir Sveinsson 4, Bjarki Sigurðsson 3,
Dagur Sigurðsson 3, Valdimar Grímsson 2/2, Björgvin Björgvinsson 1, Gústaf
Bjamason 1, Ólafur Stefánsson, Júlíus Jónasson, Róbert Julian Duranona.
Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 14/1 (Þar af 5/1 skot, sem knötturinn fór
aftur til mótheija), Reynir Þ. Reynisson.
Utan vallar: 12 mín.
Mörk Egyptalands: Nabrouk 10/4, Hussein 4, Nabil 2, E1 Gioushy 2, Abouelmagd
1, Mabrouk 1.
Varin skot: Soliman 9 (þar af eitt skot, sem knötturinn fór aftur til mótheija).
Sharaf Eldin 7 (Þar af eitt skot, sem knötturinn fór aftur til mótheija).
Utan vallar: 8 mín.
Dómarar: Garcia og Moreno frá Frakklandi.
Áhorfendur: 5.900.