Morgunblaðið - 01.06.1997, Síða 15
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 1 JÚNÍ 1997 15
Mál og menning
Bókmenntafélagið Mál og menning var stofnað þann 17. júní
1937, og hefur því starfað í 60 ár. Við bjóðum bókaunnendum
að njóta þessa áfanga með okkur með glæsilegu útgáfuátaki
á óvenjulegum árstíma:
- ný söguleg skáldsaga
Flestir íslendingar hafa heyrt frásagnir af ástum þeirra
Miklabæjar-Solveigar og séra Odds Gíslasonar.
Nú hefur Björn Th. Björnsson skrifað dramatíska
heimildaskáldsögu um örlög alþýðustúlkunnar og
biskupssonarins og varpað á þau alveg nýju Ijósi.
Bókin er prýdd teikningum eftir Hilmar Þ. Helgason.
Verð frá 1. júlí: 3.480 kr.
Solka
Fjallkirkjan - meistaraverk ínýrri útgáfu
Fjallkirkjan - sagnabálkurinn um Ugga Greipsson - er höfuðverk Gunnars Gunnarssonar
og eitt af meistaraverkum íslenskra nútímabókmennta. Mál og menning gefur hana nú
út í þýðingu Halldórs Laxness, prýdda myndum eftir Gunnar Gunnarsson yngri.
„Hinn einstæði hæfileiki skáidsins til að Ijá dauðu sem kviku sinn sérstaka andblæ,
mér er nær að segja andrúmsloft, er leyndardómur þessa skáldskapar og um leið svar
við því, hverju sæti að slíkur höfundur varð höfuðskáld." (Halldór Laxness).
Tílboðsverð í júní: 3.980 kr.
Fullt verð: 4.980 kr.
Jónas Hallgrímsson
Á 20 ára afmæli Máls og menningar var gerð
falleg útgáfa á kvæðum og sögum Jónasar í einu
bindi. Hún hefur verið ófáanleg um nokkurt skeið,
en fæst nú aftur aukin og endurbætt (Kvæði og
sögur) þannig að í henni má finna öll kvæði
Jónasar, auk lausamálsverka hans. Samtímis
hefur verið gefinn út hljómdiskur með nýjum
Jónasarlögum Atla Heimis Sveinssonar, töfrandi
sönglögum í flutningi frábærra tónlistarmanna.
Verð: Diskur 1.980 kr. - bók 3.980 kr.
Móðirin á
60 krónur!
Fyrsta skáldsagan sem Mál og menning gaf út
var hin fræga saga Gorkís, Móðirin, í þýðingu
Halldórs Stefánssonar. í tilefni afmælisársins
hefur bókin verið endurprentuð sem kilja, og er
seld á táknrænu verði: 60 krónur. Jafnframt
minnum við á þann mikla fjölda af kiljum sem nú
fást hjá forlaginu, enda var fyrirtækið stofnað til
að gefa út góðar bækur á lágu verði.
íslensk kilja - kjörin sumarlesning!
Útgáfudagur: 10. júní.
¥ám