Morgunblaðið - 01.06.1997, Side 16

Morgunblaðið - 01.06.1997, Side 16
16 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR HANDKNATTLEIKUR Þorbjörn Jensson himinlifandi með árangurinn „Eg er stoltur af strákunum“ Rússar og Svíar í úrslit RÚSSAR mæta Svíum í úrslitaleik HM í dag, unnu Frakka í fram- lengdum spennuleik í gær, 25:24. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 21:21, en þájöfnuðu Frakkar er tíu sek. voru til leiksloka, eftir að Rússar voru yfir 21:19. Frakkar voru yfir í framlengingu 24:23, Rússar jöfnuðu, Lavrov varði frá Frökkum þegar 40 sek. voru eftir og Pogorolov skoraði sigurmarkið er tíu sek. voru eftir; 25:24. Svíar sigruðu Ungveija í hinum undanúrslitaleiknum 31:19. Úrslitaleikur- inn verður sýndur beint í Sjónvarpinu. Hann hefst kl. 7 árdegis. Spánveijar urðu í sjöunda sæti á HM. Þeir sigruðu Suður-Kóreu- búa 33:26 í gær. Talant Dujshebaev og Esquer voru markahæstir Spánveija með 6 og Garralda og Peres gerðu 5 hvor. Markakóngur- inn, Kyung-shin Yoon, gerði 9 mörk og Choi 5 fyrir Suður-Kóreu. „ÞEGAR viljinn er fyrir hendi getur allt gengið upp. Strák- arnir voru ákveðnir að ná fimmta sætinu og með bar- áttu og dugnaði tókst þeim það. Ég er stoltur af þeim - það er mikill heiður fyrir mig að fá að þjálfa þá,“ sagði Þorbjörn Jensson landsliðs- þjálfari sem var skælbros- andi eftir leikinn gegn Egypt- um. Þóroddur Bjamason skrifar frá Kumamoto Eg er mjög ánægður með leik liðsins í keppninni. Við höfum einungis tapað einum leik, gert eitt jafntefli en unnið alla aðra leiki,“ sagði Þor- björn. Hann sagðist hafa vitað að egypska liðið væri sterkt. „Við byijuð- um illa og þurftum tíma til að komast inn í leikinn. Þetta var sig- ur liðsheildarinnar," sagði Þor- björn, sem sagði að pressuvörn Egypta, sem þeir byijuðu að leika í seinni hálfleik hefði ekki verið vandamál - „þeir náðu ekki að slá okkur út af laginu. Við erum komn- ir með reynslu í að leika gegn þannig vörn, lékum tvo leiki gegn Egyptum heima fyrr á árinu.“ Þorbjöm sagði að keppnin hér í Kumamoto væri búin að vera stríð. „Það tekur á að leika níu landsleiki á aðeins fjórtán dögum. Það er komin þreyta í mína menn - ég efast um að við hefðum get- að leikið einn leik til viðbótar," sagði Þorbjöm og brosti. Spánveijinn Javier Garcia Cu- esta, þjálfari Egyptalands, var daufur í dálkinn. „Við gerðum mörg mistök í seinni hálfleiknum og misstum stjóm á leiknum. ís- lenska liðið var einfaldlega sterk- ara í þessum leik.“ Morgunblaðið/Einar Falur ÍSLENSKI landsliðshópurinn fagnar með tilþrlfum í Park-Dome höllinnl í Kumamoto eftlr öruggan og glæsilegan sigur á Egyptum. Valdimar í heimsliðið VALDIMAR Grímsson handknáttleiksmaður hefur verið valinn í heims- liðið í handknattleik sem mætir danska landsliðinu í tilefni 50 ára afmæl- is danska handknattleikssambandsins í Kaupmannahöfn 4. ágúst. Það var þjálfaranefnd Alþjóða handknattleikssambandsins sem valdi heimsl- iðið. Valdimar Grímsson hefur einu sinni áður verið valinn í heimsliðið. Þá er vert að geta þess að Ólafur Stefánsson er í hópi góðra manna á lista yfír þá sem hafa átt flestar stoðsendingar á móti. Þrír eru með afgerandi forystu á þessu sviði; Ólafur er í þriðja sæti, með 41 send- ingu sem gefið hefur mark og efstir og jafnir á listanum eru Svíinn Staffan „Faxi“ Olsson og spænski snillingurinn Talant Dujshebaev með 42 stoðsendingar. Atli ræddi við leikmenn ATLI Hilmarsson, þjálfari KA, ræddi við ungverska leikmanninn Zsigmond, sem leikur með Fotex Veszprem, í gærmorgun og einnig við Kóreumanninn Beumayun Cho, sem leikur með japanska liðinu Nakamura Niyaki. „Við munum ræða við þá eftir að ég kem heim,“ sagði Atli, Morgunblaðið/Einar Falur PATREKUR Jóhannesson, sem hér hefur brotist I gegnum varnarmúr Egypta, var frábær í leiknum og gerði níu mörk. FRJALSIÞROTTIR byijun Jóns Amars Jón Amar Magnússon, tugþraut- armaður úr Tindastóli, setti íslandsmet í 100 m hlaupi í fyrstu grein tugþrautarmótsins í Götzis í Austurríki í gærmorgun. Jón hljóp á 10,56 sek. og bætti fyrra íslands- met um 1/100 úr sekúndu. Það var í eigu Vilmundar Vilhjálmsson- ar, KR, frá árinu 1977 ogÁrmenn- ingsins Einars Einarssonar í Ósló 1991. Besti tími Jóns til þessa í 100 m hlaupi í tugþraut var 10,65 sek. frá því Evrópubikarkeppninni í tugþraut í Reykjavík sumarið 1995. Jón varð annar í hlaupinu, en Erki Nool, Eistlandi, var fyrstur á 10,50 sek. Fyrir þess grein fékk Jón 961 stig. í annarri grein, langstökki, varð Jón í þriðja sæti, stökk 7,66 m og fékk að launum 975 stig. Jón hef- ur aðeins einu sinni stokkið lengra í langstökki í tugþraut en það var í Talence í september 1995, 7,67 m. Hann varð í þriðja sæti í grein- inni, en Nool stökk lengst, 7,90 m og Thomas Dvorak, Tékklandi, 7,76 m. Að lokinni tveimur grein- um var Jón í þriðja sæti með 1.936 stig, Dvorak var annar, hafði feng- ið 1.945 stig og Nool fyrstur með 2.10 stig. Kúluvarpið var þriðja grein og þar kastaði Jón lengst 15,31 sem gefur 803 stig. Best á hann 15,88 m í tuþgraut frá því Talence sl. haust. Eftir þijár greinar var Jón í fjórða sæti með 2.745 stig, Edu- ard Hámlálnen frá Finnlandi var með einu stigi fleira í 3. sæti. Dvorak var í 1. sæti með 2.789 stig og Nool annar með 2.777 stig. Þetta er besta byijun Jóns í tug- þraut; en þess má geta að er hann setti Islandsmetið í Atlanta í fyrra var hann kominn með 2.648 stig eftir þijár greinar. Bergsveinn meiddist BERGSVEINN Bergsveinsson, markvörður, meiddist í upphitun og gat ekki ieikið gegn Egypt- um. „Égtognaði á nára,“ sagði Bergsveinn. Þegar ljóst var að Bergsteinn gæti ekki leikið, fóru menn að leita að Reyni Þór Reynissyni út um allt, innan og utanhúss. Þá var nafn hans kall- að upp í hátalarakerfi Dome Park-hallarinnar - hann beðinn að koma strax að bekk íslend- inga. Reynir Þór fannst i sólbaði á grasfleti fyrir utan höllina. „Maður fékk ekki frið til að sóla sig,“ sagði Reynir Þór eftir leik- inn, en hann var eini leikmaður- inn sem hafði ekki leikið á HM. Svíar neituðu að leika íTókýó FYRIR undanúrslitaleikina í gær var ljóst að Svíar myndu ekki taka þátt í fjögurra þjóða móti, sem fer fram í Tókýó um næstu helgi. Þijár efstu þjóðim- ar á HM, ásamt gestgjöfum, taka þátt í mótinu. Það var til- kynnt í gærmorgun, að Ungveij- ar, Rússar og Frakkar myndu taka þátt í mótinu, ásamt landsl- iði Japans. „Ég hefði verið tilbú- inn að keppa í Tókýó,“ sagði Patrekur Jóhannesson. Rögnvaldur og Stefán farnir RÖGNVALD Erlingsson og Stefán Arnaldsson stóðu sig frá- bærlega þegar þeir dæmdu und- anúrslitaleik Svía og Ungveija í gær og fengu góða dóma. Svíar unnu leikinn örugglega 31:19, eftir að hafa komist í 21:9. Rögnvald og Stefán luku þar með verkefni sínu á HM og héldu heim til íslands í nótt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.