Morgunblaðið - 01.06.1997, Side 18

Morgunblaðið - 01.06.1997, Side 18
18 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ „Fjórði tenórinn“ fundinn HUÓMPLÖTUFYRIRTÆKIÐ Er- ato, sem gaf út fyrstu plötu tenór- söngvarans Roberto Alagna, hefur samið við annan tenórsöngvara, sem að sögn tíma- ritsins Gramo- phone er talinn geta gert tilkall til titilsins „fjórði ten- órinn". Þetta er Argentínumaður, José Cura, og hann hefur fengið einn af „tenórunum þremur" til að leggja sér lið á fyrstu geislaplötunni. Þar ætlar hann að syngja aríur eftir Puccini og hljóm- sveitinni stjómar Plácido Domingo. José Cura mun á næstunni syngja í Mílanó, Vín og víðar og meðal verk- efna em Carmen og Oþelló. ---------» ♦ ♦ Djasstríó Hauks Gröndal á Sól- oni Islandusi DJASSTRÍÓ saxafónleikarans Hauks Gröndal leikur fyrir gesti kaffihússins Sóloni íslanduss næst- komandi þriðjudag, kl. 22. Hljómsveitina skipa, auk Hauks, Tómas R. Einarsson bassaleikari og Agnar M. Magnússon píanisti. A efnisskrá em þekkt djasslög eftir kunna höfunda og m.a. hluti af efni sem Haukur flutti á burtfararprófs- tónleikum sínum frá Tónlistarskóla FÍH sem hann hélt fyrir stuttu. Aðgangur er ókeypis. ----♦ ♦ ♦ Málverkasýning í Nelly’s Café VAPEN, Valdemar Bjarnfreðsson, opnar málverkasýningu í Nelly’s Café í dag, sunnudag. í kynningu segir að Valdemar Bjarnfreðsson hafi takið upp lista- mannsafnið Vapen. Hann hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Sýningin stendur til loka júnímán- aðar. José Cura LISTIR Fáein orð um Inga Þ. Gíslason i. FORMAÐUR Sjómannadagsráðs, Guð- mundur Hallvarðsson, hefur beðið mig um að skrifa fáein orð um bróður minn, Inga Þ. Gíslason, í tilefni þess, að í dag, á sjó- mannadaginn, verður afhjúpuð við höfnina í Reykjavík höggmynd eftir hann af tveim- ur sjómönnum, sem horfa og benda til hafs. „Horft til hafs“ hefur hún verið nefnd. Ingi var næstelstur sex bama foreldra okkar, Þorsteins Gíslasonar ritstjóra og skálds o g konu hans, Þórunnar Pálsdóttur. Ingi fæddist 1905 í Reykjavík oglést 1956. Ég var yngstur systkinanna, fæddur 1917, og sá eini þeirra sem er á lífi. Þegar á unglings- og skólaárum Inga vaknaði áhugi hans á myndlist. Varð það til þess, að hann hóf nám hjá Einari Jóns- syni myndhöggvara og hélt því síðar áfram í Kaupmannahöfn um nokkurra ára skeið. Samt helgaði hann ekki myndlistinni ævi- starf sitt. Hann gerðist kennari við Verslun- arskóla íslands 27 ára gamall og stundaði það starf þar til hann lést, liðlega fimmtug- ur. II. Ingi var á margan hátt óvenjulegur maður. Hann var mjög hlédrægur og hóg- vær til orðs og æðis. En hann hafði yndi af kepnslu og braut upp á ýmsum nýjung- um. Á því sviði kom lítillæti hans ekki að sök. Hann náði óvenjunánum tengslum við nemendur sína og varð vinsæll meðal þeirra, svo sem gamlir nemendur hans hafa sýnt á margan hátt. En því, sem stóð hjarta hans næst, myndlistinni, hélt hann fyrir sig einan. Á okkur var tólf ára aldursmunur. Ég var yngsta barnið á fjölmennu heimili, þar sem var mjög gestkvæmt, enda hafði faðir okkar náin samskipti við marga mennta-, lista- og stjórnmálamenn. Þegar sem bam leitaði ég því oft til herbergja Inga bróður míns. Hann var mér einstaklega hlýr og góður og sagði mér margt, sem mér fannst aðrir ekki hafa sinnt að segja mér. En Ingi Þ. Gíslason mest þótti mér vænt um, að hann leyfði mér að fylgjast með því, sem hann fékkst við í tómstundum sínum, en kærði sig ekki um, að væri á vitorði annarra. Hann mót- aði myndir í leir, málaði vatnslitamyndir, eignaðist litla prentvél og bókbandsáhöld, hann prentaði ljóð og sögur í litlar bækur og myndskreytti þær, sumar myndirnar vom dregnar svörtum, sterkum dráttum, aðrar voru litrík ævintýri. Ekki fyrr en löngu seinna gerði ég mér grein fyrir því, að þar var um áhrif frá austurlenskri list að ræða. Þegar ég var kominn í menntaskóla, fór ég að hafa vit á því að spyija hann um ýmislegt varðandi listaverk hans. Þá kom mér á óvart, hversu víðlesinn hann var og hversu áhugamál hans og viðfangsefni voru að mörgu leyti frumleg. En allt voru þetta einkamál hans. Sárafáir fengu að sjá verk hans. Þegar sá bróðir okkar, Baldur, sem fæðst hafði á heimili foreldra okkar í Þing- holtsstræti 17 og bjó þar síðastur, lést 1979, voru verk Inga á sínum stað í hýbýl- um hans. Þegar heimilið var leyst upp, féllu þau í hlut nánustu ættingja. Við báðum Helga Gíslason myndlistarmann að gera gipsafsteypur af helstu höggmyndunum. Myndin af sjómönnunum, sem í dag verður aflijúpuð, er stækkun af einni þessara höggmynda. m. Ég var orðinn fullorðinn, þegar ég kynnt- ist vel náfrænda okkar Inga, Gunnlaugi Scheving, en faðir okkar Inga og faðir Gunnlaugs voru bræður. Þegar kynni okkar Gunnlaugs urðu að vináttu, varð mér smám saman ljóst, að ýmislegt í tengslum okkar minnti mig á samskipti mín við Inga á bemsku- og æskuárum mínum. Eðlislæg hlédrægni - mér liggur við að segja feimni - var þeim sameiginleg. En sömuleiðis ein- læg hlýja - ásamt frábærri frásagnar- gleði. Áuðvitað hvarflar ekki að mér að bera saman tómstundalistiðju bróður míns, þótt vönduð væri, og stórkostleg listaverk Gunnlaugs Scheving. Tveir myndlistar- menn, Valtýr Pétursson og Þorvaldur Skúlason, vora tíðir gestir á heimili okkar hjónanna báðir miklir vinir Gunnlaugs. Þeir skoðuðu gjarnan höggmyndir Inga, sem flestar era af sjómönnum, en tvær af fólki við landbúnaðarstörf. Fóra þeir um þær mjög lofsamlegum orðum. Það er kunnara en frá þurfí að segja, að stórkost- legustu málverk Gunnlaugs Schevings lúta að fólki við störf á sjó og landi. Einhvem tíma missti ég það út úr mér við þá Valtý og Þorvald, hvort það væri ekki undarlegt, að þeir frændur skyldu hafa áhuga á svip- uðum viðfangsefnum. Annar hvor svaraði eitthvað á þá leið, að það kæmi sér ekki á óvart. Ég lýk þessum orðum mínum með því að þakka Sjómannadagsráði fyrir að hafa valið þessa mynd til þess að heiðra íslenska sjómenn. Hún ber vitni um virðingu fyrir stéttinni og ást á göfugu starfi hennar. Gylfi Þ. Gíslason Reykjavík, ljósmyndir og ljóð Reylqavík, ljósmyndir og ljóð nefnist sýning sem opnuð verður í Árbæjarsafni í dag, í húsi sem stóð áður í Lækjargötu 4 og hefur nú verið endurbyggt. Þröstur Helgason skoðaði sýninguna sem fjallar öðru fremur um ljósmyndina og ljóðið sem myndmiðla, ljósmyndina og ljóðið sem minningu og speglun, ljósmynd og ljóð innrömmuð í húsi og tengsl ljós- mynda, sjálfs og tækni. ORÐSPOR Daganna (1989). EG Ég er ekki bam náttúrunnar Asfaltið er iljum mínum kærast auðar repvotar götur bakgrunnur drauma og martraða minna. Fjöllin fjarlæg umgerð dregin fínum dráttum á mörkum himins og jarðar. Ingibjörg Haraldsdóttir. GRÚTSYFJAÐUR leit ég út um baðherbergis- gluggann minn í morgun og hann rammaði inn sínálæga Esjuna og sjálfan mig framandi í gamalli bylgjóttri rúð- unni. Stundum er eins og þetta fjall sé eini fasti punkturinn í tilver- unni, maður þekkir það jafnvel betur en sjálfan sig. Borgin getur heldur aldrei verið án þess og senni- lega á hver íbúi hennar sína Esju, sína innrömmuðu mynd af Esju. Sýningin í Árbæjarsafni sem nefnist Reykjavík, ljósmyndir og ljóð, fjallar öðrum þræði um þá mynd sem hver og einn gerir sér af umhverfi sínu. Hún fjallar um tengsl myndasmiðsins við það myndaða og einnig myndar og ljóðs og veruleika. Það er heldur ekki laust við að myndir sýningarinnar losi svolítið um sjálfsmynd Reyk- víkingsins sem kannski hefur markast af sjálfsöryggi; rúðustrik- að skipulagið á loftmynd af borg- inni frá 1951 gerir mann óvissan um að maður sé sjálfs sín ráð- andi, maður er teiknaður inn í skipulag - kannski var ég líka teiknaður inn á bylgjótta rúðuna í morgun. Það er þessi eilífa tog- streita á milli þess sem skapar og þess sem er skapaður, á milli sjálfsveru og viðfangs: „og þú litar / sérhverja mynd, skynjun / og skírir nöfnum sjálfs þíns.“ (Sigfús Bjartmarsson) Framandi og þeklqanleg borg Myndirnar á sýningunni eru frá því um og upp úr aldamótunum 1900 en einnig nokkrar frá því eftir stríð. Ljóð eru svo með hverri mynd og eru þau flest frá síðari hluta tuttugustu aldarinnar, eink- um frá tveimur til þremur síðustu áratugum. Ljóðin fjalla með ýmsum hætti um borgina og myndina. Myndunum og ljóðunum er ekki raðað í tímaröð á sýningunni heldur er frekar reynt að skapa ákveðna stemningu með uppstillingu sýn- ingarinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.