Morgunblaðið - 01.06.1997, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 1997 21
GRÍMUR Karlsson með
líkan af Faxaborginni
RE, en það skip var
meðal annars í land-
helgisgæslunni um
tíma. I baksýn er Víðir
II frá Garði, á því skipi
kastaði Eggert Gíslason
skipstjóri nót af veiði-
skipinu sjálfu eftir
Acstiktæki utan um síld-
artorfu, en síðan hefur
aðferð Eggerts verið
notuð við veiðar á torfu-
fiski.
undan veðri og alltaf óx ferðin á
honum. Báturinn hækkaði að aftan
og seig niður að framan, ferðin var
óskapleg, ég streðaði á stýrinu og
átökin voru ægileg. Loks var ekki
annað sýnna en hann færi niður að
framan, það stóðu hvítir brotskaflar
frá kinnungum og upp í myrkrið.
Ég sá að stefnið fór niður í sjóinn
og framstagið skar hafflötinn, hval-
bakurinn fór niður og grænn skafl-
inn kom aftur yfir bátinn að framan
upp á mitt mastur. Ég heyrði voða-
legar drunur fyrir aftan bátinn, leit
út um kýraugað og sá ekki yfír
hvífyssandi brotskaflinn sem steypt-
ist yfir bátinn. Einn glugginn á stýr-
ishúsinu var opinn, ég skellti honum
upp og síðan kom þetta voðalega
högg. Ég hélt fyrst að vélin hefði
drepið á sér því ég heyrði ekki neitt,
en áttaði mig svo á að þegar brotið
féll fékk ég svo mikla hellu fyrir
eyrun að ég missti heymina. Sjórinn
sprautaðist inn með hurðunum báð-
um megin á stýrishúsinu og bátur-
inn lagðist á hliðina. Svo lyftist
hann hægt og þegar gluggamir
komu upp úr sjónum var engu lík-
ara en við sigldum gegnum fann-
breiðu, svo var froðan mikil á sjón-
um umhverfis. En það kom bara
þetta eina brot, það gerði gæfumun-
inn. Við hefðum ekki þolað annað
slíkt. Allt lauslegt hafði slitnað af
utandyra, þar með allir bjarghring-
irnir sem bundnir voru utan á stýr-
ishús og víðar. Aðvörun Daníels, að
flýta sér hægt, hún bjargaði mér
þarna.
Svipur á sjó
Mig hefur ekki aðeins dreymt
margoft svona drauma heldur hef
ég séð framliðna menn á sjó. Sem
dæmi má nefna atvik sem gerðist
þegar ég var unglingur á rekneta-
veiðum á Vögg. Ég fékk oft að
hafa fyrstu vakt af því ég var
yngstur. Vegna vosbúðarinnar
gengu menn ekki með armbandsúr
á sér heldur geymdu þau undir
koddanum í kojunni. Fast form var
á vaktáskiptunum og kokkurinn var
ræstur nokkru fyrir alsheijarræs
og var tilbúinn með morgunmat
þegar skipsmenn komu og fengu
sér að borða áður en þeir fóru að
draga. Nóttinni var skipt í vaktir
og ég fékk alltaf fyrstu vakt á
þessum tíma, hinar vaktirnar voru
látnar ganga. Ég byrjaði eins og
venjulega vaktina á að setja út
ufsafæri, við máttum eiga ufsan
sem við drógum á handfæri á nótt-
SIGURÐUR SI 90, það skip var geysimikið aflaskip á Siglufirði
undir skipstjórn Ásgríms Sigurðssonar.
unni. Svo settist ég undir skælett-
ið, á því voru opnanlegir gluggar,
kýraugu. Allt í einu finn ég að ver-
ið er að horfa á mig niður úr skæ-
lettinu. Ég vissi að allir voru sof-
andi í kojunum sínum og enginn
aukamaður um borð. Loks leit ég
upp og horfði í andlit manns sem
ég hafði aldrei séð. Hann var gam-
all, gráhæður með úfið hár. Hann
var mjög óþolinmóður á svipinn.
Við horfðumst í augu nokkra stund
og svo fór hann frá. Þetta endurtók
sig aftur og þá varð ég hræddur.
Ég íhugaði að ræsa menn og biðja
um aðstoð en hvarf frá því af ótta
við að verða að athlægi. Ég ákvað
eigi að síður að fara upp og ná í
færið. Ég harkaði af mér og sótti
færið en fann alltaf fyrir manninum
fyrir aftan mig en ég þorði ekki
að snúa mér við. Ég gerði svo öll
mín verk & vaktinni en fann á
meðan andardrátt ókunna manns-
ins á hálsinum. Þetta var óþægi-
legt, það var óhætt að segja það.
Mér tókst þó að harka af mér og
standa mína vakt og ræsti að henni
lokinni þann sem átti að taka við
af mér, sá var mjög reyndur sjó-
maðut'. Ég fór svo að sofa en var
vakinn til að draga netin. Þegar
það verk var langt komið fór skip-
stjórinn að huga að skipunum í
kringum okkur og sá þá að enginn
var farinn að draga netin nema
við. Hann lét okkur hætta og fór
niður til að gá á klukkuna. Þá var
bara mið nótt og við höfðum verið
ræstir alltof snemma, vaktakerfið
hafi greinilega ruglast. Skipstjór-
inn öskraði á mig að koma niður
og spurði mig þar hvort ég hefði
ekki staðið alla vaktina mína. Jú,
ég sagðist hafa gert það. „Eitthvað
er að, einhver hefur flýtt vaktinni
sinni.“ Þá sagði ég honum frá því
sem ég hafði séð. Honum stökk
ekki bros heldur hlustaði þegjandi.
Svo yfirheyrði hann næsta mann
sem sagði sömu sögu og ég nema
að hann stóð varla hálfa sína vakt,
þá ræsti hann þriðja mann en sá
hafði hins vegar ekki orðið var við
neitt. Allir voru lúpulegir eftir þetta
og bjuggust við skömmum en Daní-
el hugsaði sig þegjandi um stutta
stund og sagði svo: „Jæja strákar,
nú skulum við fá okkur gott kaffi
og svo skulum við kippa þessum
netum inn sem eftir eru.“ Þegar
við komum í land beið okkar sendill
á hjóli, hann var méð skeyti til
mannsins sem ekki varð neins var,
nákominn ættingi hans hafði dáið
um nóttina og lýsing hans kom
nákvæmlega heim og saman við
andlit svipsins í skælettinu.
Þeir voru feigir
Ýmis önnur atvik einkennileg
koma upp í hugann í þessu sam-
bandi. Eitt sinn bað mig maður að
taka son sinn í skipsrúm hjá mér.
Ég var að fara á síldveiðar og lof-
aði að taka strákinn með, en þegar
við vorum að fara í túrinn snerist
stráknum hugur og vildi með engu
Ljosmynd Morgunblaðið/Golli
móti koma með. Af því að pabbi
hans hafði lagt svo mikla áherslu á
að hann færi með þá gerði ég mér
ferð heim til stráksins til þess að
fullvissa hann um að hann væri
mjög velkominn í skipsrúmið og ég
viídi gjarnan fá hann. Ég er mikið
þakklátur fyrir að hafa gert það.
Strákurinn afsagði með öllu að
koma með okkur á síldina. Við fór-
um svo, en þegar við komum heim
úr fyrsta túrnum beið okkar sú frétt
að drengurinn hefði ráðið sig á ann-
an bát, en hann féll útbyrðis og
drukknaði í fyrsta róðrinum.
Rétt á eftir gerðist svipað atvik.
Við vorum búnir að ráða þá sem
við vildum fá í fyrstu atrennu, oft
skildi maður eftir óráðið í eitt eða
tvö pláss í byijun vertíðar upp á það
að hægt væri að taka inn vana
menn síðar ef til kæmi og það færi
að fískast. Ég hætti því eftir þetta.
Það komu til mín tveir piltar sem
mér leist ágætlega á, þeir báðu um
pláss fyrir annan þeirra en ég sagði
við þá að búið væri að ráða. Síðan
fórum við út og vorum að heiman
í viku. Þegar ég kom heim aftur og
ópnaði Morgunblaðið þá blasti við
mér mynd af unga manninum sem
ég hafði hafnað. Hann hafði ráðið
sig á bát úti á landi en fór út með
netunum í fyrsta róðri og drukkn-
aði. Mér leið mjög illa og fór til
frænda míns Karvels Ögmundsson-
ar. Hann var búinn að reyna margt
um daganna. Hann sagði að ég
skyldi hætta að hugsa um þetta,
piltarnir hefðu báðir verið feigir og
ég hefði ekki getað bjargað þeim.“
Með Pólstjörnuna
að leiðarljósi
Grímur hætti algjörlega sjó-
mennsku árið 1984, hann hafði þá
búið við nokkra vanheilsu um tíma.
Eftir það hefur hann fengist tals-
vert við að smíða skipslíkön, en
slíkri smíð hafði hann byijað á
löngu áður. Nú stendur yfir sýning
á nokkrum líkönum hans i anddyri
Norræna hússins. Þar eru til sýnis
líkön af Svíþjóðarbátunum, svoköll-
uðu, sem komu til landsins fyrir
hálfri öld. Þetta voru 50 fiskiskip
sem sérsmíðuð voru fyrir íslend-
inga í Svíþjóð eftir heimstyijöldina
og að auki keyptu íslendingar 30
skip af Svíum sem þeir höfðu smíð-
að fyrir heimamarkað. Skip þessi
reyndust mjög vel. Grímur hefur
gert líkön af fjölmörgum öðrum
skipum og bátum. „Ætli smíðis-
gripir mínir af þessu tagi skipti
ekki tugum,“ segir hann og
bætir við að marga þeirra
hafí hann selt, svo sem líkan
að Bergvíkinni sem hann
stjórnaði svo lengi. Meðan
Grímur hefur fengist við smíð-
arnar hefur hann látið hugann
reika og meðal annars hugsað
mikið um siglingar forfeðranna
og fornmanna og er honum það
efni mjög hugleikið. „Forfeður
okkar voru ótrúlega góðir sjó-
menn, þeir voru listamenn og
sjósókn þeirra var sjólist. Sigling
þeirra og sjómennska þeirra hefur
verið eitthvað í líkinu við siglingar
á brimbrettum nútímans. Sumir
formenn höfðu það orð á sér að
ef þeir á annað borð kæmu upp
seglum þá gætu þeir ekki farist.
Og þótt þeir næðu ekki landi vegna
veðurs þá hieyptu þeir til hafs og
sigldu í rokinu og þegar það lægði
þá komu þeir að landi. Sagnir eru
til um slíkar ferðir íslenskra sjó-
manna, fyrir þeim urðu útlend
veiðiskip, skipverjar á þeim urðu
dauðhræddir við þessar litlu skeljar
sem komu fljúgandi á öldutoppun-
um og héldu að þar færu draugar,
þeir reyndu því alls ekki að bjarga
mönnunum heldur hífðu upp segl
og flúðu af vettvangi. Svo mikilli
snilli náðu sumir þessara manna
að þeim varð ekki komið á botninn
svo lengi sem ekkert bilaði hjá
þeim.
Fornmenn komu sumir frá héraði
í Norður-Noregi sem nefnist Hrafn-
ista. Hrafnistumenn voru frægir
fyrir að sigla á móti vindi og voru
álitnir göldróttir, en þeir sigldu
bara beitivind. Þetta geta krakkar
í dag sem verið hafa í siglingaskól-
um en Hrafnistumenn voru fyrstir
norrænna manna til að læra þessa
list. Noregur gegndi mjög þýð-
ingarmiklu hlutverki í siglingum
fornmanna. Lega landsins er slík
að hún skýrir hið forna nafn hans,
Norðvegur, það heitir Noregur í bók
sem ég á frá árinu 1630. Orð eins
og útsynningur er heiti á vindátt
frá Noregi og merkti útsunnan.
Sama máli gegnir með landsynn-
ing, útnyrðing og svo framvegis.
Við notum þessi orð enn í dag en
þau bárust hingað með landnáms-
mönnum. Við notum líka orðtækið:
Að fara með löndum fram. Þetta
er beint komið frá Norðmönnum,
norrænir menn fóru með löndum
fram, þeir byijuðu á að fara suður
og norður og áttuðu sig þá á Pól-
stjörnunni, hvernig hún seig niður
þegar þeir fóru suður eftir og reis
á himninum þegar þeir sigldu norð-
ur eftir. Þeir áttuðu sig líka á
hvernig löndin sukku í sæ og þeir
áttuðu sig á bungu jarðarinnar.
Þeir áttuðu sig líka á vegalengdun-
um. Þeir hafa gert sér með tíman-
um grein fyrir því að jörðin var
hnöttur og hver stærð hennar var
og að aðeins lítill hluti hennar væri
þekktur. Þessir menn kunnu
ábyggilega leiðareikning ekki ver
en menn gera í dag, það ger’ði þeim
m.a. kleift að rata. Strönd Noregs
var sjómannaskóli allra norrænna
manna á víkingatímanum og Pól-
stjarnan var helsta leiðarljós forn-
mannanna og síðar forfeðra okkar,
og það getur hún einnig verið okk-
ur enn í dag ef við töpum áttum.
Pólstjörnuna ættu allir að þekkja,
ég hef kennt skólabörnum að
þekkja hana og það er með því
ánægjulegara sem ég hef fengist
við um daganna."