Morgunblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
„En á meðan við
getum boðið
gæða vöru á góðu
verði eru kaup-
menn tilbúnir að
hleypa okkur að.
Það er fy rsta
skref ið í að ná fót-
festu á markaðn-
um.H
1
í |
í
\
EYÞÓR Jósepsson, framkvæmdastjóri Kexsmiðjunnar á Akureyri.
Kexið að norðan
VIÐSKIPn AIVINNULÍF
ÁSUNNUDEGI
►Kexsmiðjan á Akureyri var stofnsett í júlímánuði 1996.
Fyrirtækið er í eigu Upphafs ehf. að 75% hluta og Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna að 25% hluta. Upphaf ehf. er í
eigu þriggja Akureyringa og á félagið einnig 50% hlut í
plastverksmiðjunni Akoplast á Akureyri á móti Plastprenti
hf. í Reykjavík. Verksmiðjan er í um 860 fermetra leiguhús-
næði í eigu Upphafs að Hvannavöllum 12. Framkvæmda-
sljóri er Eyþór Jósepsson, einn eigenda Upphafs ehf. Ey-
Jjór er á 35. aldursári, menntaður vélstjóri frá Vélskóla
Islands og stundaði hann sjómennsku á árum áður m.a. á
togurum Utgerðarfélags Akureyringa hf. og Samherja hf.
Eyþór er giftur Stellu Gestsdóttur og á 6 ára fósturdótt-
ur, Söndru Friðriksdóttur, og 11 ára son, Tómas Örn, úr
fyrri sambúð.
eftir Kristján Kristjánsson
AÐDRAGANDINN að
stofnun Kexsmiðjunnar
var nokkuð langur og
áður höfðu verið skoðað-
ir ýmsir möguleikar við leit að nýj-
um atvinnutækifærum. Upp úr ára-
mótunum 1996 voru eigendur Upp-
hafs komnir að þeirri niðurstöðu
að setja á stofn kexverksmiðju í
bænum. Gífurleg undirbúnings-
vinna lá að baki þeirri ákvörðun en
hér er um að ræða fjárfestingu upp
á annað hundrað milljónir króna.
Vélar og tæki til framleiðslunnar
voru keyptar notaðar frá fjórum
Evrópulöndum, auk þess sem leitað
var ráðgjafar hjá sænskum og
dönskum aðilum. Húsnæðið að
Hvannavöllum 12, sem áður hýsti
lager efnaverksmiðjunnar Sjafnar
var endurbætt og innréttað eftir
ströngustu kröfum í samræmi við
reglur GÁMES. Ingólfur Gíslason,
bakarameistari hjá Brauðgerð
KEA, var ráðinn til að hafa yfirum-
sjón með bakstrinum og sá hann
um undirbúningsvinnuna með Ey-
þóri. Framleiðslan hófst í október
á síðasta ári og í upphafi voru bak-
aðar 6 tegundir af smákökum á
jólamarkaðinn. Áður hafði farið
fram umfangsmikill tilraunabakst-
ur á smákökum og kexi. Viðtökur
á markaðnum voru mjög góðar
o g runnu smákökurnar út úr
verksmiðjunni jafn óðum og þær
voru bakaðar.
Margir prófa framleiðsluna
í febrúar á þessu ári hófst bakst-
ur á kanilsnúðum og í kjölfarið
hefur tegundum fjölgað jafnt og
þétt. „Við framleiðum 9 tegundir í
dag og bætum við einni til eftir um
viku. Þá erum við með fjórar teg-
undir til viðbótar á teikniborðinu,"
segir Eyþór og bætir við að tíminn
frá þvi að tilraunabakstur hefst og
þar til varan fer á markað sé mjög
langur.
„Það koma margir að því að prófa
framleiðsluna áður en hún fer á
markað og við höfum fengið Hag-
vang, Rannsóknarstofnun fiskiðn-
aðarins og Strýtu í lið með okkur.
Eins hafa sjómenn Samheija,
starfsmenn þeirra fyrirtækja sem
unnið hafa fyrir okkur og fjölskyld-
ur þeirra og fleiri hópar bragðað á
framleiðslunni. Við erum innlendir
kexframleiðendur og teljum okkur
ekki vera í samkeppni við aðra inn-
lenda framleiðslu heldur fyrst og
fremst innflutning. Við bjóðum upp
á ferska og góða vöru með heimilis-
legu bragði og í vönduðum umbúð-
um. Okkar markmið er að fá al-
menning til að prófa vöruna og þá
kaupa hana ef hún er sambærileg
í verði og gæðum við erlenda fram-
leiðslu."
Eyþór segir að í áætlunum fyrir-
tækisins hafi sá þröskuldur að kom-
ast inn í verslanir verið vanmetinn
og um síðustu áramót hafi þurft
að vinna nýja markaðs- og sölu-
áætlun. „Kaupmenn hafa séð að við
ætlum að standa okkur og hefur
hljóðið í þeim batnað mikið að und-
anförnu og við komist inn í fjölda
verslana. Að mínu viti er ísland tvö
markaðssvæði, annars vegar lands-
byggðin og hins vegar höfuðborgar-
svæðið. Landsbyggðin tók okkur
strax mjög vel en hlutimir eru
þyngri í vöfum á höfuðborgarsvæð-
inu. Þar eru svo stórar og miklar
verslanir að þetta er allt í mjög
föstum skorðum og við þurft að
hafa töluvert fyrir því að sanna
okkur. Við höfum verið inni í Nóa-
túnsverslunum og Fjarðarkaupum
frá því fyrir jól, í síðustu viku fórum
við inn í 10/11-verslanirnar og nú
erum við að fara með okkar vöru
inn í Hagkaup. Einnig hefur okkar
framleiðsla verið á boðstólum í
KEA-verslununum frá upphafi."
Harður slagur um gólfpláss
Slagurinn um gólfpláss í verslun-
um er mjög harður að sögn Eyþórs
og í þeim öllum sé plássið fullnýtt,
þannig að til að komast að þurfi
einhver annar að víkja. „En á meðan
við getum boðið gæða vöru á góðu
verði eru kaupmenn tilbúnir að
hleypa okkur að. Það er fyrsta skref-
ið í að ná fótfestu á markaðnum."
Fastir starfsmenn eru .15 og er
Kexsmiðjan með tvo sölumenn í
Reykjavík og stefnir að því að ráða
þann þriðja þar. Þá er einn sölumað-
ur fyrir norðan, sem fer um lands-
byggðina og einnig snýst starfs
Eyþórs að miklu leyti um sölu- og
markaðsmál. Nemendur í rekstrar-
fræði við Háskólann á Akureyri
hafa undir leiðsögn kennara aðstoð-
að fyrirtækið við að kanna markað-
inn. „Þá fengum við til liðs við okk-
ur markaðsráðgjafastofuna Hug-
tök, sem hannar m.a. fyrir okkur
umbúðir, lógó og auglýsingar. Sam-
starfið hefur gengið vel og skilað
góðum árangri að mínu mati.“
Eftir ýmsar uppákomur í upphafi
segir Eyþór að framleiðslan sé kom-
in í fullan gang og líki vel. Einnig
hafí þær áætlanir sem gerðar voru
í upphafi staðist. Hann er því sáttur
við stöðu mála og farinn að leyfa
sér að brosa út í annað. „Fyrirtæk-
ið er ekki komið á lygnan sjó en
ég er mjög bjartsýnn á framtíðina
og að neytendur haldi áfram að
taka okkar vöru vel.“
Akoplast keypt
Eyþór keypti söluturninn ísbúð-
ina ásamt fyrrum sambýliskonu
sinni, Lindu Tómasdóttur, eftir að
hann hætti á sjónum árið 1989. Þau
ráku verslunina saman í tvö ár, en
þá keypti Eyþór hlut Lindu og rak
hann Isbúðina einn í tæpt ár til
viðbótar en hætti svo afskiptum af
verslunarrekstri. Árið 1991 keypti
hann við fimmta mann, plastverk-
smiðju Akoplasts af Sjálfsbjörgu á
Akureyri. Áð kaupunum með Ey-
þóri stóðu Jóhann Oddgeirsson vél-
stjóri, Daníel Árnason, fyrrverandi
sveitarstjóri á Þórshöfn, Steinþór
Ólafsson, starfsmaður Iðnþróunar-
félags Eyjafjarðar og Ómar bróðir
Eyþórs. Þeir tóku við rekstrinum
1. mars árið 1991 og Eyþór, Jóhann
og Daniel hófu strax að vinna hjá
fyrirtækinu.
„Akoplast var til húsa í húsnæði
Sjálfsbjargar við Bugðusíðu og
framleiddi mest stóra sorppoka,
haldapoka og heimilispoka af ýms-
um gerðum. Okkar markmið frá
fyrsta degi var að huga einnig að
framleiðslu fyrir sjávarútveginn og
fleiri stærri notendur. Það reyndist
gæfuspor fyrir okkur því þar var
vaxtarbroddurinn. Starfsfólkið sem
fyrir var vann með okkur við fram-
leiðsluna í byijun en aðeins einn
starfsmaður hefur þó fylgt okkur
til dagsins í dag.
Prentsmiðja bætist við
Þetta var mjög skemmtilegur tími
og fyrirtækið fór að vaxa og dafna
og því kom fljótlega til þess að við
þyrftum að koma starfseminni í
stærra húsnæði. Á þeim tíma var
nokkuð af húsnæði á lausu, m.a. á
Gleráreyrum þar sem fyrirtæki
höfðu lent í erfíðleikum. Við áttum
viðræður við Landsbankann vegna
málsins og þar innanhúss kom upp
sú hugmynd hvort ekki væri rétt
að við keyptum prentsmiðju og hús-
næði POB við Tryggvabraut, sem
bankinn hafði eignast við gjaldþrot
fyrirtækisins. Við hlógum nú að
þessari hugmynd í byijun en fórum
svo að skoða það mál fyrir alvöru
og endirinn varð sá að við keyptum
prentsmiðjuna og húsnæðið, sem
einnig hentaði vel fyrir Akoplast.
Þetta var i júlí árið 1992.
Þarna vorum við því farnir að
takast á við hluti öðru sinni sem við
höfðum ekkert vit á, tveir vélstjór-
ar, ég og Jóhann, og Daníel fisk-
tæknir með verslunarpróf. Það voru
margir sem höfðu litla sem enga trú
á þessari ákvörðun okkar og fólk
hreinlega vorkenndi okkur. En eins
og þegar við komum að rekstri
Akoplasts vorum við heppnir með
starfsfólk í POB og það var tilbúið
að ganga í lið með okkur. Því var
farið í að sameina rekstur þessara
tveggja fyrirtækja undir einni kenni-
tölu. Verkaskipting okkar þriggja
var ákveðin strax eftir að við keypt-
um Akoplast, Daníel varð fram-
kvæmdastjóri, Jóhann sá um fram-
leiðsluna í plastinu og ég um söiu-
Fótaaðgerðastofan
Sólheimum 1
Hugsaðu um þína fætur áður en vandræði koma upp.
Býð upp á margs konár aðgerðir til dæmis:
• Heil-fótaaðgerð með fótanuddi.
• Klippi neglur
• Tek burtu líkþom ef annars er ekki þörf
• Silikon-meðferð
• Spangar-meðferð
Hef góða þekkingu og kunnáttu í meðhöndlun á sykursjúkum.
Gef góðar ráðleggingar til sjálfshjálpar.
Verð við allra hæfi. Ellilífeyris- og örorkuafsláttur.
íþróttamenn ath. panti fleiri en þrír er afsláttur meiri.
Tímapantanir alla virka daga frá kl. 9-18 í síma 553 6775.
Get gefið tíma á kvöldin og á laugardögum ef með þarf.
Verið velkomin.
Rakel Ólafsdóttir
Löggiltur fótafræðingur.
Geymið auglýsinguna.