Morgunblaðið - 01.06.1997, Side 28

Morgunblaðið - 01.06.1997, Side 28
28 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 1997 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR SJÓMANNADAGURINN er í dag og í ár eru 60 ár lið- in frá því er ákveðið var að tileinka sjómönnum þessa lands ákveðinn dag, mönnun- um, sem um aldir höfðu dregið björg í bú og skapað verð- mæti, sem lögðu grunninn að góðu mannlífi í þessu harðbýla landi. Að þessu sinni er mun bjart- ara yfir þessum degi, því að Hafrannsóknastofnunin hefur nýlega gefið út skýrslu sína um ástand fiskstofnanna og mælir nú með verulegri aukn- ingu þorskafla, er næsta fisk- veiðiár gengur í garð, 218 þús- und tonnum, en á þessu ári heimilaði sjávarútvegsráð- herra veiði á 186 þúsund tonn- um. Aukningin milli ára er því um eða yfir 17% og á tveimur árum nemur hækkunin 40,6%. Það er orðið ærið langt síðan svo bjart hefur verið yfir þess- um undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Áætlað útflutningsverðmæti þessarar 32 þúsund tonna aukningar á þorskkvóta er um Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. fjórir milljarðar króna. Þessi aukning kemur í kjölfar met- afla sjávarafurða á yfirstand- andi fiskveiðiári. Til aprílloka var heildarfiskafli landsmanna orðinn 1.304 þúsund tonn og hafði þá aukizt um 4% frá sama tíma í fyrra. Þorskaflinn hafði þó aukizt enn meir eða um 13%. Gífurlegur niðurskurður þorskafla, veiðitakmörkun til verndunar stofninum, er að skila sér og á væntanlega eftir að virka sem vítamínsprauta á íslenzkt efnahagslíf. íslenzkir sjómenn hafa þraukað mörg þrengingatíma- bil og nú virðist sem eitt slíkt sé á enda. Þeim hefur lærzt, að engin sú auðlind, sem al- mættið hefur gefið, er óþrjót- andi. Því hafa þeir verið sam- taka stjórnvöldum um friðun- araðgerðir vegna veiðistofn- anna og þeir hafa einnig lært að nýta betur það hráefni, sem náttúran gefur. Þess vegna hefur það verðmæti, sem sjáv- arafurðir hafa gefið þjóðinni ekki dregizt jafnmikið saman á erfiðleikatímum og sjávarafl- inn. Sá gífurlegi samdráttur, sem orðið hefur á afla síðustu tæplega 20 ár, hefur því orðið til þess að farið er betur með verðmætin. Fyrir rúmlega hálf- um öðrum áratug var þorskafl- inn rúmlega 460 þúsund tonn á ári, en fór lægst fyrir tveim- ur árum í 155 þúsund tonn. Það er því ljóst að störf ís- lenzkra sjómanna hafa gjör- breyzt og að íslendingar hafa náð góðum árangri á sviði veiða og vinnslu, aukið tækni og vísindalegar rannsóknir á lífríki hafsins. Islenzkir vís- indamenn á sviði fiskifræði eru og meðal reyndustu og virtustu vísindamanna heims á sínu sviði. Eins og áður segir eru 60 ár síðan ákveðið var að halda fyrsta sjómannadaginn. Hann var haldinn á ísafirði og í Reykjavík hinn 6. júní 1938 og tókst með miklum ágætum, því að um 10 þúsund manns eða fjórðungur allra Reykvík- inga þá tók þátt í deginum á Skólavörðuholti. Hefur dagur- inn verið haldinn hátíðlegur æ síðan og er ætíð fyrsta sunnu- dag í júní, nema þegar hvíta- sunnuna ber upp á þann dag, þá er honum frestað um eina viku. Sjómannadagurinn er fyrir löngu orðinn hjartfólginn landsmönnum öllum og haldið er upp á hann sem hátíðisdag um land allt, enda eðlilegt, þar sem sjávarfangið er það, sem öll velmegun þessa lands bygg- ist á, velmegun sem unnt er að státa af og er eins og bezt gerist meðal þjóða heims. Morgunblaðið vill í tilefni dagsins senda sjómönnum svo og landsmönnum öllum til sjáv- ar og sveita beztu árnaðaróskir í tilefni dagsins. HATIÐISDAGUR SJÓMANNA EGGJANIR • eru frægar í íslendinga sögum en það er ekki einsog þær séu skáldlegur tilbúningur, svo mikil- vægar sem þær eru bæði í íslendinga sögu og Þórðar sögu kakala. Mætti ætla að einhver leyniþráður lægi milli þessara eggj- ana í samtímasögunum og þeirra sem frægastar eru í íslendinga sög- um. í Njáls sögu má telja frýjun Hildigunnar frægasta, en hún líkist mest eggjun Guðrúnar Ósvífurs- dóttur þegar hún hvetur til vígs Kjartans sem frægt er orðið, en þeir Bolli voru báðir bræðrasynir Hallgerðar og er það víst engin til- viljun. í Laxdælu segir: „Þá bað Guðrún Bolla til ferðar með þeim. Bolli kvað sér eigi sama fyrir frændssemi sakir við Kjartan og tjáði, hversu ástsamlega Ólafur hefði hann upp fæddan. Guðrún svarar: „Satt segir þú þar, en eigi muntu bera giftu til að gera svo, að öllum þyki vel, og mun lokið okkar samförum, ef þú skerst undan förinni." Og við fortölur Guðrúnar miklaði Bolli fyr- ir sér fjandskap allan á hendur Kjartani og sakir og vopnaðist síðan skjótt, og urðu níu saman“. Þessi eggjun Guðrúnar, og Þor- gerðar Egilsdóttur síðar í sögunni, minna ekki á neitt fremur en frýjun Þuríðar Sturludóttur Sighvatsson- ar, húsfreyju Eyjólfs Þorsteinssonar á Möðruvöllum í íslendinga sögu, en þar segir í 168. kap.: „Þá mælti Eyjólfur í gamni til Vigdísar: „Hvað mundi honum Gizuri til ganga, er hann vildi eigi byggð þína í Skaga- firði?" Vigdís varð fá um. Þá svarar Þuríður, dóttir hennar: „Því að Gizuri," segir hún, „þótti hver herkerling líklegri til að hefna föður míns, Sturlu, en þú. Sér hann það, að þér er litur einn gef- inn“. Steinvör systir Þórðar kakala Sig- hvatssonar, eggjar Hálfdán mann sinn með svipuðum hótunum og Guðrún Ósvífursdóttir. Þau Hálfdán bjuggu að Keldum og kom Þórður þangað í heimsókn og heimti þau á tal og sagði að þeim mundi kunnugur skaði sá hinn mikli sem hann hefði beðið í láti föður síns og bræðra - „og svo teknar allar eignir vorar, en láti mér hvergi óhætt. Nú er eg til þess hingað kominn, mágur, á ykkar fund, að krefja þig nokkurrar liðveizlu og vita, ef guð gefur þann tíma, að vér mættum með nokkru móti fá sæmdir vorar. Þykir mér enginn maður jafnlíklegur til liðveizlu við mig sem þú, fyrst sakir venzla og þess, að þú ert kostameiri fýrir fjár sakir og annars afla en hver ann- arra minna venzlamanna. Vænti eg og hér bezt að, sem þið eruð“. Steinvör svaraði vel máli hans og kvað einsætt vera Hálfdáni að drýgja dáð og veita Þórði allt slíkt, er hann mætti. „Hefí eg hann og sjaldan eggjað að ganga í stór- mæli, en nú mun eg það bert gera, að lítið mun verða okkar sam- þykki, ef þú veitir eigi Þórði, bróður mínum. Mun þá svo fara, sem minn- ur er að sköpuðu, að eg mun taka vopnin og vita, ef nokkurir menn vilja fylgja mér, en eg mun fá þér af hendi búrlyklana." Var Steinvör þá málóð um hríð en Hálfdán þagði og hlýddi til“. Steinvör hótar Hálfdáni þannig búskaparslitum einsog Guðrún Ósvífursdóttir Bolla. Þá eru frýjunarorð Guðlaugar, föðursystur Gunnars á Hlíðarenda og húsfreyju Bjarnar í Mörk, ekki- síður fræg orðin. Kári kom að Mörk HELGI spjall til þeirra hjóna eftir brennuna. Björn hælist um að venju, en kona hans hæðir hann fyrir bleyðiskap. En frýjunarorð hennar bera samt árangur, ekkisíður en þær eggjanir aðrar sem nefndar hafa verið og eru ekki einungis ívaf í skáldlegar frásagnir, heldur kunnar staðreynd- ir úr umhverfí sturlunga. ní BRENNU-NJÁLS sögu •gefur Skarphéðinn Grana Gunnarssyni og Gunnari Lambasyni grið þegar hann vegur Þráin á Markarfljóti, en Helgi segir við hann: „Kost ættir þú“ segir Helgi, „að drepa hvorntveggja, ef þú vild- ir þá feiga“. „Eigi nenni eg“, segir Skarphéðinn, „að hafa það saman að veita Högna en drepa bróður hans“. „Koma mun þar einhveiju sinni“, segir Helgi, „að þú mundir vilja hafa drepið hann, því hann mun aldrei þér trúr verða og enginn þeirra, er hér eru nú“. Skarphéðinn mælti: „Ekki mun eg hræðast þá.“ Allt þetta hefði getað verið talað í Apavatnsför og þá einnig þessi ummæli Þorgeirs Þjóstarssonar undir lok Hrafnkötlu: „Hefír það farið eftir því sem eg ætlaði þá er þú gafst Hrafnkeli líf, að þess mundir þú mest iðrast". Allt á þetta rætur í Apavatnsför og reynslu höfunda af samtíð sinni án þess það sé einhver lykill í fjöl- skrúðugum samanburðarfræðum. List sagnanna kallar einfaldlega á þessi viðbrögð, en höfundar hafa fyrir augum eftirminnilega hlið- stæðu við túnfótinn hjá sér. Þeir eru báðir þátttakendur í ógæfu Sturlungaaldar og sögu hennar, Svínfellingurinn Brandur byskup Jónsson og Sturla lögmaður Þórðarson. Og báðir þekktir fyrir sígild rit sín. M RE YKJAVIK U RBRÉF Laugardagur 31. maí LEPPSSPÍTALINN, sem nú er hluti geð- deildar Landspítalans átti 90 ára afmæli sl. þriðjudag. Segja má, að viðhorf fólks til Kleppsspítalans og þær breytingar, sem á því hafa orðið, endurspegli þær breyting- ar, sem smátt og smátt hafa orðið á við- horfí almennings til geðsjúkdóma og þeirra, sem hafa átt við þá að stríða. Framan af öldinni vakti Kleppsspítalinn ótta í hugum fólks. Þangað komu helzt ekki aðrir en þeir, sem áttu þangað brýnt erindi. Þeim, sem komu þangað í fyrsta sinn var ekki rótt. Afstaða hins almenna borgara kom fram í orðatiltækjum eins og þeim að einhver væri „Kleppstækur“. Það hlýtur að hafa verið erfítt fyrir braut- ryðjendur í meðferð geðsjúkdóma hér að starfa við þær aðstæður og í slíku and- rúmi. Þórður Sveinsson var fyrsti yfirlækn- ir Kleppsspítalans og gegndi því starfí frá því snemma árs 1907 og þar til í ársbyij- un 1940. Tómas Helgason, prófessor, sem hefur gegnt starfí yfirlæknis á Kleppsspítala og síðar geðdeild Landspítalans á fjórða ára- tug sagði í ræðu á afmæli spítalans um þær aðstæður, sem frumheijarnir bjuggu við: „Frá sjónarmiði okkar nútímalækna held ég þó, að einangrunin hafi verið verst, eini sérfræðingurinn á þessu sviði og kjör- in ekki þannig, að hann gæti farið utan til þess að hitta starfsbræður sína, eins og nú þykir sjálfsagt. Sjúkrahúsið lagði hvorki til bækur né tímarit.“ Á síðustu áratugum hefur orðið alger bylting í geðlækningum og jafnframt hef- ur viðhorf almennings til geðsjúkdóma, geðsjúkra og þá jafnframt Kleppsspítalans og geðdeilda breytzt, þótt enn eimi tölu- vert eftir af fordómum fyrri tíðar, sem fyrst og fremst byggjast á þekkingarleysi. Nú þarf enginn að óttast heimsókn á Kleppsspítalann. Þar hefur verið byggt upp hlýlegt umhverfi innan dyra og utan en þó ekki sízt með því andrúmi, sem starfs- lið spítalans hefur skapað. Athygli vakti, að á afmæli spítalans voru 40 starfsmenn heiðraðir fyrir störf í aldar- fjórðung eða lengur. Þetta vekur athygli vegna þess, að starf á Kleppsspítalanum og raunar geðdeildum yfírleitt er mjög erf- itt og því fylgir á köflum gífurlegt álag. Þegar við bætist, að launakjör í flestum tilvikum eru afar slök má spyija hvemig fólk haldist yfírleitt við í slíkum störfum svo lengi, sem raun ber vitni um og fram kom á afmæli spítalans. Skýringin hlýtur að vera sú, að þrátt fyrir það mikla álag, sem starfínu fylgir, sé það gefandi á marg- an hátt. Þetta kom raunar fram í ávarpi Ingi- bjargar Pálmadóttur, heilbrigðisráðherra á afmæli spítalans, þar sem hún rifjaði upp starf á Kleppsspítala í upphafí starfsferils síns og sagði, að störf að geðheilbrigðismál- um væm ein þau erfíðustu, sem fólk gæti valið sér en þau væm jafnframt gefandi. Breytingin á meðferð geðsjúkra á þeirri tæpu öld, sem liðin er frá stofnun Klepps- spítalans er meiri en orð fá lýst. En ganga má út frá því sem vísu, að miklar framfar- ir séu enn í vændum í meðferð þessara erfiðu sjúkdóma enda mikið lagt í rann- sóknir til þess að grafast fyrir um ástæður þeirra og ný lyf koma fram við og við, sem bæta töluverðu við þau, sem fyrir em. Um aðstæður hér og verkefnin framund- an sagði Tómas Helgason í fyrrnefndri ræðu: „Vegna þess, hversu algengar geð- raskanir em, er bráðnauðsynlegt að hafa sjálfstæða geðdeild á hveiju sérhæfðu sjúkrahúsi. Nauðsynlegt er að fá meiri sérhæfðan mannafla vegna meðferðar sjúklinganna. Þeir þurfa að geta valið sér meðferðaraðila og heilbrigðisstarfsmenn- irnir þurfa að geta valið sér vinnustað. Á deildum, þar sem meðferðin byggist á miklum og sérhæfðum mannafla, verður ekki náð sparnaði nema skera niður þjón- ustuna um leið. Slíkt væri bæði ómann- úðlegt og þjóðhagslega mjög óhagkvæmt." Sala veiði- leyfa á Falk- landseyjum ANDSTÆÐING- ar veiðileyfagjalds halda því gjarnan fram, að slíkt kerfi sé hvergi til í heim- inum. Það er að sjálfsögðu ekki rétt, því að slíkt kerfí hef- ur verið við lýði á Nýja Sjálandi í ailmörg ár. Hins vegar hefur veiðileyfagjald þar verið takmarkað við að standa undir kostn- aði, sem opinberir aðilar hafa haft af físk- veiðum, hafrannsóknum o.s.frv. í upphafí var lagt upp með mjög svipaðar hugmynd- ir og ræddar hafa verið hér en þá risu hagsmunasamtök útgerðarinnar upp alveg eins og hér og málamiðlunin varð sú að takmarka gjaldið við upphæð, sem stæði undir öllum almennum kostnaði við rekstur fískimiðanna, ef svo má að orði komast. Ruth Richardson, fyrrum fjármálaráð- herra Nýja Sjálands, var hér á ferð fyrir nokkrum misserum. Hún var í hópi þeirra, sem barðist fyrir því, að veiðileyfagjald yrði tekið upp. Richardson skýrði frá því, að litið hefði verið á hið takmarkaða veiði- leyfagjald, sem fyrsta skref í átt til þess að taka slíkt gjald upp að fullu. í því sambandi var raunar athyglisvert að á ráðstefnu, sem sjávarútvegsráðuneyt- ið efndi til á Akureyri fyrir skömmu sagði Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, að deilan hér stæði ekki um það, hvort taka bæri upp veiðileyfagjald vegna þess, að slíkt gjald væri greitt nú þegar, heldur hitt hver upphæð þess ætti að vera. Vert er að gefa þessari athugasemd ráðherrans gaum. Hún kann að vera upphafið að stefnubreytingu af hálfu þeirra, sem harð- ast hafa barizt gegn þessu gjaldi. Ástæðan fyrir því, að vikið er að þessu nú er hins vegar sú, að hér í blaðinu sl. þriðjudag birtist frásögn af því fiskveiði- stjórnunarkerfi, sem byggt hefur verið upp á nokkrum árum við Falklandseyjar og byggist einmitt á veiðileyfagjaldi. Þetta kom fram í samtali, sem Morgunblaðið átti við John Bartons, fískimálastjóra Falk- landseyja, sem segir að gjaldtakan sé mið- uð við u.þ.b. 10% af verðmæti afla. Á síðasta ári var selt 261 veiðileyfi á Falklandseyjum, þar af 37 til útgerða, sem áttu skip skráð á Falklandseyjum en 112 til aðila frá Kóreu, 70 frá Spáni og 11 frá Japan. Samtals voru veiðileyfí seld á Falk- landseyjum fyrir 21,3 milljónir sterlings- punda á síðasta ári, eða fyrir á þriðja milljarð íslenzkra króna. í samtali við Morgunblaðið sagði físki- málastjóri Falklandseyja, að veiðileyfa- gjaldið væri reiknað í hlutfalli við stærð skips og bætti við: „.. .reynsla okkar er sú, að brúttórúmlestatalan sé ágætur mælikvarði á afkstagetu þeirra. Við stefn- um að því, að gjaldið sé um það bil 10% af afiaverðmæti, stundum fer það upp í 15% en fer á hinn bóginn undir 10% hjá þeim, sem hafa hagkvæmastan rekstur og komast hjá bilunum og óhöppum á vertíð- inni.“ Á Falklandseyjum ríkir sóknarstýring og um þetta kerfí almennt segir John Bartons: „Okkar kerfi er í raun mjög ein- falt og við teljum að með því náum við markmiðum okkar án þess að tefla varð- veizlu og viðgangi stofnanna í tvísýnu, sem er aðalatriði í okkar huga. Miðað við það markmið ákveðum við sóknarþungann. Þessi mál hafa ekki verið okkur pólitískt erfíð og verða vonandi aldrei. Sjávarútveg- ur og fiskiðnaður var ekki teljandi hér þegar farið var að selja leyfin en hann hefur eflst undanfarin ár. Við höfum aldr- ei þurft að láta undan pólitískum þrýstingi til þess að gefa út fleiri leyfi en við teljum rétt út frá varðveizlusjónarmiðum og von- andi verðum við aldrei í þeirri stöðu. Kerfið hjálpar okkur að ná markmiðum Morgunblaðið/Ingólfur Guðmundsson um varðveizlu stofnanna og vegna þess, að það er án takmarkana á aflamagni hvers skips hafa sjómennirnir engan hvata til þess að gefa ekki upp réttar aflatölur eða koma ekki með allan afla að landi. Þeir greiða sitt gjald og mega veiða það sem þeir geta. Stjórnkerfið er líka einfalt, við höfum nokkrar tæknilegar reglugerðir um möskvastærð og því um líkt en annað ekki.“ Nú eru aðstæður á fiskimiðunum við ísland augljóslega allt aðrar en við Falk- landseyjar. Þannig gætum við t.d. ekki gefíð skipum kost á að veiða allan þann afla, sem þau geta náð, svo að dæmi sé tekið. Engu að síður er ástæða til að horfa til Falklandseyja, ekki síður en til Nýja Sjálands, og kanna rækilega hver fram- kvæmd á fiskveiðistjórnun er á þessum tveimur svæðum, þar sem veiðileyfagjald hefur verið tekið upp, þótt með mismun- andi hætti sé. í þessu sambandi er fróðlegt að sjá, hvernig hinn frjálsi markaður er byijaður að hafa áhrif á verð veiðileyfa á Falklands- eyjum. Falklandseyingar búa nefnilega ekki við einokun á fiskimiðum á þessu svæði heldur eiga þeir í harðri samkeppni við Argentínumenn, sem bersýnilega selja einnig veiðileyfí á sínum fískimiðum. í samtalinu við John Bartons kemur fram, að Falklandseyingar hafi orðið fyrir nokkr- um tekjusamdrætti vegna sölu veiðileyfa frá árinu 1993 vegna þessarar samkeppni. Ef t.d. sala veiðileyfa væri tíðkuð á öllu Norður-Atlantshafi og fískiskip frá íslandi gætu keypt slík leyfi til veiða við Færeyj- ar, Grænland eða Norður-Noreg gæti þetta þýtt, að verð á veiðileyfum mundi falla á Islandi, ef mikill vöxtur yrði í þorskstofni t.d. í Barentshafi eins og gerzt hefur und- anfarin ár. Áhrif á efnahag Þá er ekki síður athyglisvert að kynnast þeim áhrif- um, sem sala veiði- leyfa hefur haft á efnahag Falklandseyja. John Bartons seg- ir, að sala veiðileyfa hafi valdið þáttaskil- um í efnahag Falklandseyinga. Hagnaður af rekstri sameiginlegs sjóðs eyjaskeggja er mikill vegna sölu veiðileyfanna og sá hagnaður er notaður í fjárfestingar. Vext- ir af þeirri fjárfestingu eru einn stærsti tekjuliður landsstjómarinnar á Falklands- eyjum. Fiskimálastjóri Falklandseyja segir, að vegna þessara fjármuna hafí orðið gífur- legar framfarir á eyjunum og í allri upp- byggingu samfélagsins og búi fólk á Falk- landseyjum nú við sambærileg lífskjör og Vestur-Evrópubúar að því er varðar vegi, skóla og heilsugæzlu. Hér hafa umræður að mjög takmörkuðu leyti snúizt um hvaða áhrif veiðileyfagjald mundi hafa á samfélagið. Kannski má segja, að fyrstu vísbendingar um slíkar umræður hafí mátt sjá í skýrslu þeirri, sem tveir háskólakennarar tóku saman um áhrif þess að taka upp veiðileyfagjald en lækka tekjuskatt á móti. Þótt þar hafí verið um að ræða tilbúnar tölur gáfu þær samt til kynna hversu gífurleg áhrif slík breyting mundi hafa. Þegar horft er til þess, að skoðanakann- anir sýna ótvfrætt, að mikill meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi veiðileyfagjaldi má vel vera að tími sé kominn til að breikka þessar umræður töluvert og ræða í alvöru hvers konar áhrif það mundi hafa að lækka t.d. tekjuskatt eða aðra skatta á móti þeim tekjum, sem inn kæmu vegna veiðileyfa- gjalds. Hins vegar má telja líklegt, að almenn samstaða væri um það, að tekjur af veiði- leyfagjaldi mundu, a.m.k. í upphafi, að ein- hveiju leyti ganga til þess að efla undir- stöðuatvinnugrein landsmanna, sjávarút- veginn. Og hugsanlega gæti slík ráðstöfun þess að hluta til og í upphafí átt þátt í að sætta þau mismunandi sjónarmið, sem enn eru uppi í þessu mikla máli. Það er hins vegar augljóst, að þeim fjölg- ar í hópi útgerðarmanna sjálfra, sem telja skynsamlegt að ná sáttum og að þessum deilum linni. Ganga má út frá þvl, sem vísu að á næstu vikum og mánuðum verði miklar umræður um þessi mál, einfaldlega vegna þess, að útgerðarfyrirtækin eru nú að fá viðbótarúthlutun á kvóta fyrir næsta fískveiðiár og endurgjaldslaust eins og fyrri daginn. Á næstu mánuðum mun fólkið í landinu fylgjast með því, hvemig hinir fáu ráðstafa þeim miklu fjármunum, sem þeir fá senda í pósti frá sjávarútvegsráðuneytinu. Halda stjórnmálamennimir virkilega, að þjóðin taki þessu með þögninni um alla eilífð? Það er ekki eftirsóknarvert, að næstu alþingiskosningar, sem fram fara eftir tvö ár snúizt um þetta mál. Æskilegra er, að Alþingi og ríkisstjórn taki höndum saman til þess að finna viðunandi lausn, sem út- gerðin getur verið sæmilega sátt við. Sú lausn hlýtur úr því sem komið er, að byggj- ast á því grundvallaratriði, að greitt sé gjald fyrir nýtingu á sameiginlegri auð- lind. Það skiptir hagsmunaaðila hins vegar máli, hvernig slíkt gjald er útfært í fram- kvæmd, hversu hátt það verður og hvern- ig þeim fjármunum, sem inn koma, verður ráðstafað. Sjómannadagurinn er hátíðlegur hald- inn um land allt um þessa helgi. Hvenær ætla íslenzkir sjómenn að taka af skarið um afstöðu sína til þessa máls? „Engu að síður er ástæða til að horfa til Falk- landseyja, ekki síður en til Nýja Sjálands og kanna rækilega hver framkvæmd á fiskveiðistjórnun er á þessum tveimur svæðum, þar sem veiði- leyfagjald hefur verið tekið upp, þótt með mismun- andi hætti sé.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.