Morgunblaðið - 01.06.1997, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 1 JÚNÍ 1997 31
SKOÐUN
orgelið í Eyrarbakkakirkju með
mönnum sínum. Pípurnar lágu í
skipulögðum röðum til taks og
biðu uppsetningar.
Undraðist ég mjög að sjá þar
pípuraðir, hverra lögun bar greini-
lega með sér að þær áttu ekkert
erindi í þetta orgel. Hvernig stóð
á þessu?
Jú - söngmálastjórinn hafði
ráðlagt nokkrar smábreytingar.
Nokkrum röddum var skipt út.
Öðrum var bætt við. Orgelið var
nú orðið 13 radda, að viðbættum
tremulanti. Einmitt það.
og þar með var draumurinn
búinn,“ söng sveitastrákurinn,
sem missti af dísinni.
Dæmi
Áður en ég kem að aðalatriðinu
- hvernig bregðast á við aðför að
hugverki manns - vil ég sýna, að
13 raddir í tilviljunarkenndri sam-
setningu, gefa færri möguleika en
þær 10 sem þaulhugsaðar voru,
hver á sínum stað.
Eitt dæmi: Sólórödd - Dulcian
- var aukið við svellverkið. Nú vill
svo til, að allar til mótleiks við sóló-
röddina brúklegu raddirnar eru líka
í svellverkinu. Svo nú verður að
leita upp mótleiksrödd í 1. man. -
þar sem raddir eru allt annars eðl-
is. En sjá - einn umskiptingur
finnst þar líka, Spissgamba 8’. Og
þó að hún hafi ekki aðra kosti í
hlutverkið að bera, þá hljómar hún
a.m.k. nógu veikt. Læt ég þá
organistum eftir að dæma blönd-
una. Að sjálfsögðu er allt hægt,
þegar smekkur manns er annars
vegar. Þá má líka borða vínarbrauð
með sinnepi.
Um hugverk manns
Nú spyr ég: á orgelsmiðurinn
að þola takmarkalausar breytingar
á hugverki sínu - vegna þess að
hann má hreinlega ekki við því að
missa umsamið verkefni úr hönd-
um sér?
Embætti söngmálastjórans er
„yfir og allt um kring“, og getur
sáð frækorni vísbendinga sinna -
án ábyrgðar - í eyru (næstum)
allra organista landsins.
Orgelsmiðurinn stendur einn.
Hann verður að sanna sig í gegnum
verk sitt. Það getur hann aðeins í
gegnum óspillt verk sitt. Með nafni
sínu og opus-nr. sem hann setur á
spilaborðið, ábyrgist smiðurinn
verk sitt í heild - og þar með allar
breytingarnar líka, því þeirra höf-
undur helst nafnlaus. Hugsi nú
menn um það.
Lokaorð
Eftir athöfn eina spurði ég konu
úr kórnum, hvernig þeim líkaði við
nýja orgelið. Hún ljómaði: „Það
er svo gaman að syngja undir þess-
um björtu tónum.“ Og ég hafði
tekið eftir - ekki í fyrsta sinn -
að eftirmaður minn á orgelbekkn-
um hafði að langmestu leyti haldið
sig við „Björgvins-raddir" í athöfn-
inni.
Að það sem eftir er af upphaf-
legri raddskipan hans í þessu org-
eli myndar ennþá heilsteypt lista-
verk sýnir bezt hvers af honum
mætti vænta.
Fæstir vita, að Björg^vin hefur
aukalega lokið tónmenntakenn-
aranámi. Hann syngur í einum
virtasta kór landsins, Mótettukór
Hallgrímskirkju, ásamt kammer-
kór, sem fæst við kröfuhörðustu
kórverk kirkjutónlistar. Öllum
hljóta að vera ljós áhrif alls þessa
á störf hans við hljóðfærahönnun
og smíði!
Björgvin Tómasson orgelsmiður
gæti lagt íslenzku þjóðinni til ein-
stök menningarverðmæti - alís-
lenzka orgelhönnun. En til þess
þarf hann að fá tækifæri og vinnu-
frið.
Vakni nú þeir sem málið er skylt
- þeir eru víst ekki svo fáir - og
taki afstöðu.
Höfundur var organisti
Eyrarbakkakirkju 1964-92 og
hefur kantorspróf B frá
kirkjutónlistarskóla í Hannover.
BUTASAUMUR
Hin þekkta bútasaumskona og
hönnuður, Linnet Jensen frá
Thimbleberries, er væntanleg
til landsins 19. águst.
Hún heldur námskeið í Virku 20.,
21. og 22. ágúst. Námskeiðið er
l dagur frá kl. 10.00 -16.00.
Kostnaður á dag er 6.000 kr. og er
innifalið snið og snarl í hádegi.
Greiða þarf 3.000 kr.
staðfestingargjald við innritun,
fyrir 15. júní.
thimbleberries
VIRKA
bjóðum við hagstæðustu
verð sumarsins til
Benidorm í eina eða tvær vikur
.■28665
28665
1 vika
4 í íbúð, 2 börn og 2 fullorðnir kr.
2 í íbúð kr. 38200
Gisting á Gemelos II í hjarta bæjarins -
Stutt í alla þjónustu
2 vikur
4 í íbúð, 2 böm og 2 fullorðnir kr. 35^^
2 í íbúð kr.
Gisting á Gemelos II eða Maryciel - Báðir gististaðir eru staðsaðsettir
í hjarta bæjaríns - Stutt I alla þjónustu
Innifalið: Flug, gisting, flutningur til og frá flugvelli erlendis - íslensk fararstjórn og allir skattar
Viðbótarafsláttur lcr. 4000.- þegar þú notar
EURO/ATLAS ávísunina þína.
Hafðu samband við
okkur, því nú er tæki
færið til að komast
ódýrt í sólina
Pantið í síma
552 3200
FERÐASKRIFSTOFA
0?REYKJAVIKUR
LsJ Aðalstræti 16 - sími 552-3200 |
Bíleigendur eiga
erindi í Fjöbrina
PÚSTKERFI, BODDÍHLUTIR, ÖKULJÓS,
HÖGGDEYFAR, DRÁTTARBEISLI,
FJAÐRABÚNAÐUR, TOPPGRINDUR,
SKÍÐABOGAR, AUKAHLUTIR,
LJÓSAHLÍFAR, PÚSTKERFASMÍÐI.
Bílavörubúðin
FJÖDRIN
-ífararbroddi
SKEIFUNNI 2,108 REYKJAVÍK SÍMI 588 2550
Amerískar fléttimottur
Lokað á laugardögum frá 1. júní -1. sept.
VIRKA
Mörkinni 3, s. 568 7477
897 5523
g'jg* 'IdllrUM-.LI.l
L fe Jff.Wðt.WHri
RAÐGREIÐSLUR
TIL 36 MANAÐA I
Aníiksyn ing
Sölusýning á einstaklega fallegum munum;
m.a. húsgögnum, teppum, postulíni, silfri o.fl.
verður haldin dagana 31. maí til 3. júní á
Grand Hótel, Reykjavík, Sigtúni.
Opið daglega kl. 14-22.
Tökum góða hluti í umboðssölu.
óviðjafnanlegt verð miðað við gseliL
Klapparstíg 40, sími 552 7977
HÓTEl
REYKJAVÍK